Vísir - 04.07.1979, Blaðsíða 23

Vísir - 04.07.1979, Blaðsíða 23
vísm Miðvikudagur 4. júli 1979 Umsjón: Friörik Indriðason útvarp 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. Viö vinnuna. 14.30 Miödegissagan: „Kapp- hlaupiö” eftir K9re Holt. Sigurður Gunnarsson les þýöingu sina (21). 15.00 Miödegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn: Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Litli barnatiminn. Um- sjónarmaður: Steinunn Jó- hannesdóttir. 17.40 Tónleikar. 18.00 Viösjá: Endurtekinn þáttur frá morgninum. 18.15 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Samleikur i útvarpssal. Kolbrún Hjaltadóttir, Dóra Björgvinsdóttir, Helga Þór- arinsdóttir og Lovisa Fjeld- sted leika Strengjakvartett i g-moll op. 74 nr. 3 eftir Joseph Haydn. 20.00 Töfrandi tónar. Jón Gröndal kynnir fyrsta þátt sinn um timabil stóru dans- hljómsveitanna 1936-46. 20.30 „Múlasni páfans", smá- saga eftir Alfons Daudet. Helgi Jónsson þýddi. Þór- unn Magnea Magnúsdóttir leikkona les. 21.00 Sálumessa eftir György Ligeti. Liliana Poli og Bar- bro Ericson syngja með út- varpskórnum i Mlinchen og Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Frankfurt; Michael Gielen stj. 21.30 Ljóðalestur. Pétur Lárusson les frumort ljóð.' 21.45 Iþróttir . Hermann Gunnarsson segir frá. 22.05 Að austan. Birgir Stefánsson á Fáskrúösfiröi segir frá. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Svört tónlist. Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Benny Goodman meö Lionel Hampton i Carnegie Hall. En einmitt þar fyrir um 40 árum spilaði Good- man á þeim konsert sem kom sveiflu-æöinu af staö. Ulvarp I kvöld kl. 20.00: Toirandl lönar Árin 1936-46 voru timabil stóru danshljómsveitanna (Big Band). Helstu nöfnin á þessum tima voru t.d. Goodman, Ellington, Shaw og Henderson. Af þessum mönnum var Goodman sennilega þekkt- astur. Goodman-bandið varð til vegna þeirra vinsælda sem Goodman náöi uppúr 1936, og var hljóm- sveitin siðan i fararbroddi hvaö þessa tegund tónlistar varðar. Hljómsveitin var skipuð pottþétt- um mönnum i hverju sæti. Stærstu nöfnin voru Wilson, Hampton, Krupa og Harry James til að nefna einhverja. Til gamans má geta að James var einu sinni giftur Betty Davis. Shaw var kollegi Goodmans.. Hann náði vinsældum uppúr ’40. Still Shaw var annar en Good- mans. Hann lagði meira uppúr þvi að básúnur og trompetleikar- ar ættu sem stærstan hlut i lögun- um. Einhvern veginn hefur nafn hans ekki lifað eins vel og nafn Goodmans þó að hann hafi verið engu siðri. Henderson var virtasti lagaút- setjari þessa tima og einnig siöar. Hafa margir leikið eftir út- setningum frá honum. Tónlist þessara hljómsveita var sveiflan (The Swing). Þetta var vinsælasta danstónlist þessa tlma og allir sem vettlingi gátu valdið sveifluðu sér i takt við hraða og mýkt þessara tónlistar. Otvarp I kvöid kl. 20.30: Múlasni páfans Sagan Alfons Daudet fjallar um asna einn sem er mjög lang- rækinn. Hún er skrifuð i gaman- sömum tón en er jafnframt ljóð- ræn blið og falleg. Andre Daudet var franskur rithöfundur, sem skrifaði flest- ar bækur sinar I myllu einni I Frakklandi. Þessi smásaga eftir hann er tekin úr smásögu- safni sem ber heitið Bréf úr Myllunni. ídrótfa- fréttaritari útvarpsins Hinn góðkunni iþróttamaður Hermann Gunnarsson mun segja frá þvi helsta sem er að ske i iþróttum I kvöld kl. 21.45 Visir brá sér niður i útvarp og hitti Hermann i einu stúdióinu. Viö spurðum hann um starfið. ,,Ég kann mjög vel við þetta starf, sagði Hermann og brosti ég er i þessu fyrir Jón Asgeirsson en hann er nú I leyfi frá Otvarpinu”. „Starfiö er mjög fjölbreytt og ég hef mikinn áhuga á þvi. En það er vandamál að vera aðeins einn I þessu. Maöur er hér öll kvöld og allar helgar, og það er alveg á þvi tæpasta að einn maður geti annað þessu svo vel sé”, sagði Hermann að lokum. Hermann viö lestur iþróttafrétta. Visismynd: ÞG ' Lelðtogl lífsins í vegamálum Vegagerö á tslandi hefur lengi veriö talandi tákn um einhverja mestu sjálfspiningarstefnu, er sögur faraaf noröan Alpafjalla. Um leiö er hún einhver besti vitnisburöur um vitsmuni og andlega reisn þeirra sextiu- menninga, sem látiö hafa kjósa sig til setu á löggjafarsamkom- . unni, Alþingi. Enginn einn þing- flokkur veröur talinn skera sig úr i þvi efni, en ýmsir þingmenn koma þar vitaniega viö sögu meö þvi aö gerast formælendur þeirrar smurbrauöslistastefnu i vegamálum, sem eining andans hefur rikt um I þingsölum bæöi fyrr og siöar. Stefán á Auöbrekku er einn helsti oddviti smurbrauöslista- stefnunnar. Meöan Reykjavik- urbréf Morgunblaösins var og hét var þar einhverju sinni látiö aöþviliggjaaöþessi áhrifamikli þingmaöur væri sá heimskasti, er I þingsali heföi komiö. Siöan hefur margt breyst og komnir eru nýir menn á þing þannig aö allsendis er óvist aö þessi full- yröing hafi enn viö rök aö styöj- ast og meira aö segja margt sem bendir til þess aö svo sé ekki. En ýmsir sem aö ööru leyti hefur ekki veriö frýjaö vits, hafa staöiö fremstir i flokki smurbrauöslistastefnumanna. Lulla systir (Sigurlaug Bjarna- dóttir systir Siguröar frá Vigur) er aö visu ekki á þingi þetta kjörtimabil en hún var smur- brauösiistamaöur mikill f vega- máium. t þessum hópi var einn- ig Halldór E. og Ragnar Arn- alds hefur á samgönguráö- herraferli sinum (hann er aö visu stuttur) hvergi hvikaö frá fyrri stefnu. Þaö er helst aö Ingólfur Jóns- son hafi brotið blaö i vegagerö- armálum á tslandi. t hans sam- gönguráöherratið voru þeir vegaspottar, sem þó hafa verið lagðir meö varanlegu slitlagi, gerðir. Segja má aö sföan Ingólfur stóö upp af ráöherra- stólnum i samgönguráöuneyt- inu hafi ekkert veriö gert I var- anlegri vegagerð utan þéttbýlis- staöa. Foröum daga þegar þing- menn Árnesinga voru aö kynna kjósendum á leiðarþingi fýrstu umferðareglurnar stóö upp vei- látinn kierkur þar i Flóanum og geröi þá skarpiegu athugasemd, aöreglanum aö vikja til vinstri væri ótæk, þvi aö meö henni slitnuöu vegirnir aöeins ööru megin. Þetta var á fundi I Þing- borg fyrir áratugum. Aö visu höfum viö átakalitið og án þess aö slita vegunum ööru megin vikiötil vinstri og löngu siðar til hægri, en viö ökum eigi aö siöur á sömu hestaslóöunum og Flóa- kierkurinn haföi fyrir augum á sinni tiö. A Alþingi hafa þeir ekki tengið hljóö sem reynt hafa aö brýna raustina til stuönings var- anlegri vegagerö. Eykon var til aö mynda kveöinn I kútinn meö sina snjöllu hugmynd um happ- drættislán til þess aö leggja veg noröur. Astæöan er sú aö smur- brauðslistamennirnir I vega- málum mega ekki heyra á þaö minnst aö lagt sé fé I varaniega vegagerö. Þeirra sjónarmiö er aö eyöa öllum tiltækum pening- um I aö lyfta sveitavegum upp úr snjó meö moldarofaniburöi og fylla holur og hvörf aö vori meö nýjum moldarofanlburöi og semja árlega smurbrauös- lista á þingi yfir þær fram- kvæmdir. Þetta er landsbyggð- arstefna samkvæmt rikjandi trúarkenningum i pólitik. Mal- bikunarstefna þjónar hins vegar einungis skemmtiferöafólki, sem kýs aöþjóta hringveginn aö sumarlagi. Stefán á Auðbrekku er höfundur þessarar kenning- ar, sem notiö hefúr vaxandi skilnings á Alþingi, og er ekki nema von aö sumum hafi fund- ist Reykjavikurbréfshnútan fyrir meir en áratug viö hæfi. Enn um sinn mega landsmenn þvihristast Iholum, hvörfum og á þvottabrettum þjóðvegakerf- isins. Aö sjálfsögöu til mests tjóns fyrir landsbyggöarfólkiö, sem kosiö hefur Stefán á Auö- brekku sem leiötoga llfs slns I vegamálum en einnig fyrir Reykvfkinga, sem þrátt fyrir allt hafa yndi af þvl aö aka um landiö sitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.