Vísir - 07.07.1979, Síða 3
VISLR Laugardagur 7. júli 1979
■
umiii
Farþegar aö versla viö brottför (Vlsism. HB)
Tekjurnar skipta
hundruðum milljóna
Þótt hinn almenni feröamað-
ur hagnist oft vel á að versla i
Frihöfninni er hagnaður rikis-
sjóðs af rekstrinum ekki siður
mikill.
„Veltan á siðasta ári var tæp-
lega 1900 milljónir króna og
heildarskil i rikissjóð námu um
360 milljónum. Tekjur af rekstr-
inum voru hins vegar allmiklu
hærri þegar allt er talið”, sagði
Þórður Magnússon.
„Söluaukning i dollurum var
um 21% i fyrra sem þýðir um
14% magnaukningu i sölu. Það
er erfitt að auka söluna nema
farþegum sem fara um völlinn
haldi áfram að fjölga. I þvi
sambandi er rétt að benda á, að
það er stórverkefni sem þarf að
ráðast i að vinna að lækkun
lendingargjalda á Keflavikur-
flugvelli svo þau verði svipuö og
á öðrum millilendingaflugvöll-
um Evrópu”.
— Hvaö segir þú um aö rekst-
ur Frihafnarinnar veröi boöinn
út?
„Það er ljóst, að margir aðil-
ar telja að eðlilegt væri að bjóða
reksturinn út. Ef mikið er um
vandkvæði eða erfiðleika i
rekstrinum ýtir það vissulega
undir þessa hugmynd. Einka-
framtakið býður lika upp á
meiri sveigjanleika varöandi
þær kröfur sem þessi rekstur
býður upp á”.
Verkfall og
lögreglurannsókn
Nokkurra daga verkfall
starfsmanna Frihafnarinnar er
mönnum i fersku minni. Hvaða
álit hefur Þórður á þvi máli.
„Það er auðvitað mest um
vert að þessum deilum um sum-
arfólkið er lokið. Aftur á móti
hlýtur það að vera einsdæmi að
stéttarfélag efni til kostnaðar-
samra verkfallsaðgerða til
kjararýrnunar.Eins er það
furðulegt þegar forystumenn
BSRB láta að þvi liggja i áróðri
sinum, að til hafi staðið að ráða
fólk án orlofsréttar, veikinda-
réttar og tryggingaréttar, Þetta
kom aldrei til umræðu, enda eru
i gildi landslög um þessi rétt-
indi.
Forystumenn BSRB kröfðust
þess hins vegar að þetta yrði
sett inn i samkomulagiö til þess
væntanlega, að geta slegið sér
upp á þvi i áróðri að loknu verk-
falli. Það liggur ótvirætt fyrir að
þetta samkomulag er mun ó-
hagstæðara fyrir sumarfólkið
heldur en það sem fjármála-
ráðuúeytiö bauð fyrir verkfall.
BSRB tókst að lækka laun þessa
fólks úr 905 þúsund niður i 706
þúsund fyrir þann tima sem þaö
var ráðiö til, eða um 18,5% fyrir
sama tima og stóð til að ráða
þetta fólk á i upphafi.
Ef hins vegar verkfallið sner-
ist um 'áðra þætti en sumarfólk-
ið þá átti vissulega að koma
fram með þá þætti meðan á
verkfalli stóð en ekki stofna ■
verulegum fjármunum i hættu á
fölskum forsendum.
Mér þykir miður aö þurfa að
taka þessi mál upp til umræðu,
en það er nauðsynlegt vegna si-
endurtekinna ummæla forustu
BSRB”.
— Er ekki erfitt aö reka Fri-
höfnina i skugga þeirrar lög-
reglurannsóknar sem stendur
yfir?
„Vissulega er það óþægilegt
og skapar verulegan óróa og
vandkvæöi i stjórnun. Flugum-
ferð um Keflavikurflugvöll
hefur aukist hratt og farþegum
fjölgað. Frihöfnin hefur kannski
ekki getað aðlagað sig breyttum
aðstæðum og ýmsir stjórnunar-
og eftirlitshættir ekki þróast i
samræmi við aukin umsvif fyr-
irtækisins.
Ég tel það allra hag aö rann-
sókninni verði flýtt svo óvissu
og tortryggni sé eytt. Þá er hægt
að byggja upp þaö traust og þá
virðingu á Frihöfninni sem
hverju rikisfyrirtæki er nauð-
synlegt að hafa”.
Þórður er kvæntur Mörtu
Mariu Oddsdóttur kennara við
Hagaskóla og eiga þau tvo syni,
fimm og tiu ára gamla. En hvað
gerir fjármálastjóri Frihafnar-
innar I fristundunum?
„Það hefur nú viljað teygjast
úr vinnudeginum. Yfir veturinn
reyni ég aö fara mikið á skiði og
svo I veiöiskap á sumrin. Ég hef
hins vegar reynt að halda mér
utan við pólitisk félög”, sagði
Þórður Magnússon fjármála-
stjóri. —SG
l I ( I I I 1 M I I i
M* 54 OO 70 ao
1 I I I III I I
130 100 MW
ClTVARP
OG SEGULBAND
I BILINN
kúDo JLúAJcfi Ho
I BILINN ÞEGAR A REYNIR
Hátalarar og bílloftnet í úrvali/ Bestu kaup landsins.
r
Isetning samdœgursl
Verð frá kr. 24.960,- til 94.200,-
29800
Skiphotti19
mm
rSkallinn,
-það er
staðurinn
Ótal tegundir af ís. Gamaldags ís,
shake og banana-split.
Mjólkurís meó súkkulaói og hnetum.
Ummm....
Gamaldags ís
Lækjargötu 8, Hraunbæ102
Reykjavíkurvegi 60 Hf.