Vísir - 07.07.1979, Side 4
I Laugardagur 23. júní 1979
4
,,Adhyííist ein-
faídan lúxus”
— segir Gestur Oíafsson arkitekt
— Hvernig finnst þér að hús
eigiað vera?
„ í stuttu máli sagt, þá
aðhyllist ég einfaldan lúxus.
Það á að fara vel með þá stein-
steypu sem er notuð og auk þess
nýta þá möguleika sem
umhverfið býður upp á, til
dæmis uppgröft og gróður.
Nútima stefna i byggingalist
gekk m.a. út á þaö að bsa fóik
við griskar súlur, boga og
snúninga sem eruutan á húsum
„Húsbygging er stærsta fjár-
festing sem flestir fara út í og
það hefur mikil áhrif á lif
manna hvernig til tekst” sagði
Gestur Ölafsson arkitekt.
„Fólk er oft óöruggt við arki-
tekta og hrætt við að þeir liti
niður á það, eða smekk þess.
Það veigrar sér þvi kannski við
þvi aö láta I ljósi skoöanir sinar
eða kannast við að það skilji
ekki teikningar þær sem arki-
tektinn er með. Það þarf að læra
á teikningar rétt eins og þaö
þarf að læra að lesa og engin
von til þess að fólk geti áttað sig
hvað þessar teikningar i raun-
inni merkja i stærðum og fyrir-
komulagi.
Þaö er algengt að fólk hafi
ekki myndað sér neinar hug-
myndir um hvernig þaö vill hafa
heimilið sitt þegar þaö hefur
húsbyggingu. Hjón komast
stundum að þvi þegar þau eru
sest niður hjá arkitektinum til
að ræða um hvernig húsiö eigi
að vera, að þau hafa gerólikan
smekk og skoðanir á þessum
málum. Þá verður að finna ein-
hverja leið sem allir geta sætt
sig við.
Eins og að kaupa haframjöls-
pakka
Þegar keypt eru til dæmis
Þetta hús, sem er f Mosfellssveit, er teiknaö af Gesti ólafssyni arkitekt og er dæmigert fyrir þab sem kallar,
einfaldan lúxus,
einingahús, eða hús sem byggð
erueftir stööluðum teikningum,
er hægt aðlfta á þau og gera upp
við sig hvort manni likar við
þessa tegund af húsi eða ekki.
Rétt eins og það væri að kaupa
sér haframjölspakka eða til-
búna flik.
Þegar hins vegar er teiknaö
hús fyrir fólk, þá er verið að
klæðskerasauma utan um það
og búa til hlut sem ætti að henta
þvl mjög vel og falla að óskum
þess og þörfum.
Mér finnst alltof algengt að
barnaherbergiog hjónaherbergi
eru höfð of lltil. Auk þess eru
barnaherbergi gjarnan látin
mæta afgangi og snúa oft I
noröur sem er afar niðurdrep-
andi. Eins eru ekki alltaf eins
náin tengslmilli stofu, borðstofu
og eldhúss, eins og ég tel að
þurfi aö vera á heimilum.
engum til gagns en þeim sem
byggir verulegur kostnaðaauki.
Ég vil semsagt frekar eyða
þessari steinsteypu I að búa
til einfaldan lúxus. Yfirlætis-
laus en vönduð húsakynni, þar
sem hver einstaklingur á
heimilinú hefur svigrúm til að
athafna sig I samræmi við óskir
og þarfir , húsakynni sem eru
þannig skipulögö aö öll vinna á
heimilinu og samskipti
/
fjölskyldumeölima verði sem
greiöust.
öðruvisi hús á Flateyri en I
Reykjavik.
Það er mikilvægt aö fólk
byggi ekki svo dýrt, aö það hálf-
drepi sig á þvi. Það á að vera
ánægt með húsið sem það er að
byggja yfir sig, en ekki að
byggja til bráðabirgða. Það er
oft afsökun til að byggja bæði
ljótt og lélegt hús, að fólk sé að
þvl til bráðabirgða. Peningar
sem fólk telur sig vera að spara
þegar það lætur ekki skipu-
leggja fýrir sig húsbyggingar,
koma siðar niður á þvl i vinnu-
töf og auknum bygginga-
kostnaöi.
Þaö sem mér finnst skipta
meginmáli þegar ég teikna hús,
er að það falli inn I og sam-
ræmist umhverfinu. Því teikna
ég til dæmis öðru vísi hús á
Flateyri en i Reykjavlk.
Þegar ég var búinn að læra
arkitektúr, tók ég skipulag sem
sérgrein, af þvl ég hef meiri
áhuga fyrir fólki heldur en
hlutum og ég held að skipulag
umhverfis skipti verulegu máli i
samskiptum manna.
Ég er alinn upp úti á landi,
þar sem eignir skiptu sáralitlu
máli, þvl það átti hvort sem er
enginn neinar eignir. Það sem
skipti fólk þar mestu máli var
annað fólk og þess vegna
þróuöust milli manna ákveðin
tengsl sem ég tel að séu
ákaflega mikilvæg.
Húsbyggingar eru I raun
spursmál um hvernig fólk vill
lifa, enég held aö þaðumhverfi
sem hjálpar fólki til að ná
þessum tengslum, sem ég
minntist á, sé mikilvægast''
sagði Gestur Ölafsson. — JM
„Erum meö einhvem
meöatmann t huga"
sem er i rauninni ekki til, sagdi Egill Guðmundsson
arkitekt hjá Húsnæöismálastofnun rikisins
Egill Guðmundsson fyrir framan teikningu sem hann hefur unniö
ásamt Gylfa Guðjónssyni.
„Við reynum aö teikna hús
sem geta falliö inn i sem flest
umhverfi en sýnum á skissum,
sem fylgja með teikningunni,að-
stööumynd þannig aö hægt sé aö
átta sig á hvar þetta hús hentar
og hvar ekki” sagði Egill Guð-
mundsson, en hann er arkitekt
hjá Húsnæöisjnálastofnun rlkis-
ins.
A teiknistofu stofiiunarinnar
eru unnar húsateikningar sem
eru seldar almenningi og svo
teikningar fyrir riki og sveitar-
félög. öll hús sem eru teiknuð
þar miðast viö stærðarmats-
reglur Húsnæðismálastjórnar
sem lánaö er eftir. Húsagerðin
er miöuð við kjarnafjölskyldu.
„Þar sem maöur hefur ekki
viðskiptavin til að bera fram
óskir um eitt eða neitt, veröa
þetta auðvitað aldrei klæð-;
skerasaumuð hús” sagði Egill.
Hinsvegar er að mörgu leyti
erfiðara að teikna ,,týpu”hús,
þvi þessi ákveðna húsagerð
verður að passa sem flestum’í
Möguleiki á breyting-
um
Það er reynt að teikna húsin
hérna eftir svonefndum
Evrópustaðli, sem er ákveðiö
net eöa kerfi sem byggt er upp
af mismunandi einingum.
Venjulega eru buröarvegg-
ir i lágmarki, en meira um létta
veggi til aö fólk hafi meiri val-
kosti meö innra fyrirkomulag.
Það verður að vera til að vega
upp á móti þvl að fólk hefur ekki
hönd ibagga með hvernig húsið
er teiknað.
Ef fólk kaupir teikningu hjá
Húsnæðismálastofriun rfkisins á
það aö fá ráðgjöf hjá arkitekt,
þvi það þarf oftast leiöbeiningu
til að velja teikningu sem pass-
ar á þá lóö og inn I það skipulag
sem á aö byggja á. Það er arki-
tekt hjá stofnuninni sem sinnir
þessu, en ekki sá sem teiknaði
húsið. Ef hinsvegar er óskað
eftir breytingum við teikning-
una þá geta menn snúið sér til
viðkomandi arkitekts. Þaö er
möguleikiaðbreyta teikningum
litilsháttar ef fólk æskir þess
sérstaklega, en þaðer ekki inni I
veröi teikningarinnar. >
Reyni að miða við
sjálfan mig
— Þegar ákveðnum reglum
sleppir, hvað hefurðu þá að leið-
arljósi þegar þú teiknar hús sem
þú veist ekkert hverjir munu
búa I?
„Það er nærtækast aö miða
við sjálfan sig og ég geri það
alltaf. Reyni að hugsa mér
hvernig mér fyndist að búa I
svona húsi. Mér finnst mikið
atriði að samræmi sé milli útlits
hússins og hvernig það er að
innan. Einnig að garðurinn sé
nýtanlegur, aðgengilegt að
komast út í hann og skjól af hús-
inu. Ég er á móti litlum lokuð-
um herbergjum og löngum
göngum. Þaö getur auðvitað
veriðerfitt að komast hjá göng-
um þar sem eiga kannski að
verafimm svefnherbergi, en ég
reyni þá frekar að gera það
þannig úr garði að það verði
fremur leiksvæði fyrir börnin.
Eins finnst mér æskilegt að
innra skipulag hússins sé opið,
þaö er að segja tengt, án þess að
vera endilega lokað af með
hurðum.
Þaðer llka atriði hvernig far-
ið er með efni. Mér finnst betra
að nota fá efni, en nýta þau vel.
Litir geta svo skipt verulegu
máli, en við ráðum auövitaö
engu um þá hér.
Manni er auðvitað þröngur
stakkur skorinn að vissu leyti
við svona vinnubrögð, þó þetta
starf sé hinsvegar alltaf skap-
andi. Maður er álltaf með ein-
hvern meðalmann eða „stand-
ard”mann I huga, sem er I raun
og veru ekki til.
— Er eitthvað verkefni sem
þú vildir alls ekki taka að þér?
„Ef mér væri sagt að teikna
tuttuguog f jögurrahæða blokk I
gömlu hverfi — þá segði ég nei
takk” sagði Egill Guðmunds-
son. — JM
HARMONIKUUNNENDUR
MY PLATA
MED
Örvori Kristjónssyni
Þar sem hann ýmist syngur eða leikur á harmoniku tólf
bráðskemmtileg lög.
Nú eru eldri plötur hans lika fáanlegar.
Og svo fást þær allar á kassettum.
TÓNAútgófon Akureyri simi 96-221 ii