Vísir - 07.07.1979, Blaðsíða 12
Electric Light Orchestra eins og hún er i dag
VÍSIR
Laugardagur 7. júli 1979
12
MAÐURINN SEM
GALDRAR LÖGIN
UPP ÚR SKÓNUM
Ef Bitlarnir heföu farið í hljómleikaferð til þess
að leika lögin á „Sergeant Pepper" hefðu þeir þurft
svipaða hljóðfæraskipun og Electric Light
Orchestra. Og talandi um Bitlana og ELO í sömu
setningunni má á það minna að Jef f Lynne# leiðtogi
ELO/ hefur látið hafa það eftir sér að einu áhrifa-
valdarnir á hans tónsmíðar hafi verið Lennon og
McCarteny. Það má enda heyra!
Þótt Electric Light Orchestra sé sprottin upp úr
hljómsveitinni Move frá Birmingham sem átti aII-
mörg hittlög á sínum tíma.samin af gitarleikaran-
um Roy Wood — er tæpast hægt að halda þvi fram
að ELO sé í beinu framhaldi af Move. Til þess eru
þær of ólíkar.
Move
Hljómsveitin Move var stofn-
uð árið 1965 en það var ekki fyrr
en fimm árum siðar að upp kom
ágreiningur i hljómsveitinni
sem varö til þess annars vegar
að fjórir liðsmenn hennar
kvöddu og sögðu bless og hins
vegar að Roy Wood og Bev
Bevan var boöin þátttaka i
hljómsveitinni. Siðar bættist
Jeff Lynne i hópinn.
Honum haföi ári áöur veriö
boöið sæti i Move en afþakkaöi
það þá sökum þess aö hljóm-
sveit hans þá, The Idle Race,
átti nokkurri velgengni að fagna
þá sundina. Áður hafði Jeff
Lynne veriö I hljómsveit er
nefndist Nightriders og var inn-
anbúðarhljómsveit I Birming-
ham.
Þótt Jeff Lynne hafi hlotið lof-
samleg ummæli gagnrýnenda
fyrirlög sin, einkum og sérilagi
fyrir lagið „Skeleton and the
Roundabout” var hann engu aö
siöur varaskeifa i Move. Roy
k........
Wood drottnaöi I hljómsveitinni,
enda hafði hann þá samið nokk-
ur rumpuvinsæl lög sem klifið
höfðu tinda vinsældalistanna i
Bretlandi. A þvi stutta timabili
sem Lynne og Wood störfuðu
saman i Move samdi sá siðar-
taldi tvö vinsæl lög sem hljóm-
sveitin flutti. Meðal laga Woods
með Move má nefna „Night Of
Fear”, „Flowers In The Rain”,
„Fire Brigade”, „Blackberry
Way” og „Brontosaurus”.
Arið 1972 átti Move hittlag i
Bretlandi aö nafni „California
Man” sem raunar var stæling á
lagi eftir Jerry Lee Lewis. Lag-
ið á B-hliö plötunnar hét „Do
Ya” og það samdi Jeff Lynne.
Þegar þessi plata kom út I
Bandarikjunum var lögunum
snúiö við og lag Lynne var á A-
hliðinni, — og varð stærsta hitt-
lag Move fyrir westan.
Sinfónískt rokk
Þvi er haldiö fram að megin-
ástæða fyrir þvi að Jeff Lynne
þekktist það boð að gerast liös-
maöur Move hafi verið sú að þá
hafi hann séð fyrir sér mögu-
leikana á stofnun hljómsveitar
eins og ELO og lagið „Do Ya”
færöi honum sönnur á þvi að
hann var á réttri leið.
Stofnun ELO var hins vegar
verk Roy Wood og markmið
hans með þeirri óvenjulegu
hljóðfæraskipan sem ákveðin
var gat varla verið ljósari.
Hljómsveitinni var ætlað að
taka við af Bitlunum þar sem
þeir skildu viö „Strawberry
Fields Forever” og „I Am The
Walrus” án þess þó að missa
sjónar af einkennum Move. I
tveim oröum sinfóniskt rokk.
Af þessari hugmynd hreifst
Jeff Lynne, en svo undarlega
brá við að þegar Wood hafði
hrint hugmynd sinni i fram-
kvæmd var áhuginn hjá honum
sjálfum farinn aö dofna.
Þremur mánuðum eftir aö
„California Man” með Move
hafði orðið vinsæit kom lagið
„10538 Overture” með sömu
liðsmönnum og skipuöu Move
en þeir kölluðu sig Electric
Light Orchestra. Þennan ELO
„standard” samdi Lynne og
hann var tekinn af fyrstu plötu
ELO sem bar einvörðungu nafn
hljómsveitarinnar, eða triósins
þvi þeir voru aðeins þrir, Wood,
Lynne og Bevan.
Wood kveöur
Þessi upprunalega útgáfa Elo
varö ekki langlif. Hún gaf
aðeins út þessa einu plötu enda
vildu báðir „sterku” mennirnir
ráða ferðinni. Roy Wood hélt
þvi leiðar sinnar og stofnaði
hljómsveitina Wizard. Meö sér
tók hann aðalhjálparhellur
ELO, Rick Price og Hugh Mc
Dowell, og sýndist mönnum úti
um hljómsveitina. En Lynne og
Bevan voru á öðru máli og hófu
þegar að fylla i skörðin með það
tvennt að leiðarljósi að gera
ELO aö stórfenglegri hljóm-
leikahljómsveit og fá til liðs viö
hana hljóöfæraleikara sem
kynnu skil á klassiskri tónlist
auk rokktónlistar. NIu manna
hljómsveit birtist á ELO II og
þar af voru þrir fyrrum hljóö-
færaleikarar úr sinfóniuhljóm-