Vísir - 07.07.1979, Qupperneq 25

Vísir - 07.07.1979, Qupperneq 25
Laugardaeur 7. Ilili 1979 Godsögnin James Dean ,/Hvað er mér minnisstæðast um James Dean? Það er mjög einfalt. Mynd af strák úr smábæ sem skotið hefur verið upp á frægðartindinn fyrirvara- laust og án undirbúnings — ósköp venjulegur ungur Bandaríkjamaður, sem enn erekki búinn aðátta sig á nýju lífi og hef ur ekki haft tíma til að semja sig að frægð auði og þeim fjölmiðlum sem halda vinsæld- unum á lofti". William C Mellor, kvikmyndatökumaður við myndina Giant, Cr East of Eden meö þeim Richard Davalos og Jo Van Fleet bauðst og skipti oft um vinnu- staö. Það var um þetta leyti sem Dean sá Marlon Brando leika Kowalski i leiksviösuppfærsl- . unni á ,,A Streetcar Named Desire”. Dean var mjög heillaður bæði af leikaranum og sýningunni í heild og það sem eftir var af ferli hans var hann alltaf stimplaður sem „annar Brando.” Enda þótt hannhéidi þvi stift fram að hann heföi skapaö sina eigin manngerð, var, þetta þó stimpill sem hann var hreykinn af. Brando var samt ekki eins hrifinn af þessu, ekki einu sinni eftir að Dean hafði slegið I gegn með East of Eden. „Dean var aldrei vinur minn. Ég þekki hann varla en hann hefur ákveðna hugmynd um mig. Ég virði mjög hæfileika hans en engu að sfður er eins og Mr. Dean hafi fariö i fötin min frá siðasta ári og notaö hæfileika mina frá siöasta ári, sagði „sá villti” (Brando) eitt sinn. Hvaö sem þvi leiö þá hafði Dean byrjað að klæðast leður- Hrottinn James Dean ásamt Jim Backus I Rebel without a cause. jakka, bláum gallabuxum og mótorhjólaskóm áður en hann hafðikynniafBrando. Þetta var nokkurskonar einkennisbáning- ur hans til að mótmæla hefð- bundnum venjum. Ástrlða hans varöandi vélhjól var lika til komin áöur en hann uppgötvaði Brando. Þvi er þó ekki að neita aö Dean reyndi mjög að feta I fót- spor Brando. Hann gerði til- raunir tíl að kynnast honum persónulega og fór að lokum meira að segja til sama sál- fræðings. Einnig tók hann upp sumar venjur Brando’s og siðast en ekki sist fékk hann áheyrn og var leyft að spreyta sig i Actors Studio þar sem Brando hafði lært á sinum tima. Fyrir þessa áheyrn æföi Dean sviðsatriði með Christine White, sem einnig var ung og óreynd. Atriðið var nokkuð flókið og bauö upp á mikla leikræna tján- ingu. Viöstaddir voru m.a. þeir Lee Strasberg og Elia Kazan. Þeir voru ánægöir með frammi- stöðuna og var báðum leikurun- um boöið að setjast i skólann. Hinsvegar brá svo við þegar Dean hafði hlotið skólavist, að hann sinnti náminu mjög illa og gagnrýndi það á ýmsa vegu. A fyrstu dögum slnum I Holly- wood hafði Dean yfirleitt eytt helgardögunum þar sem nauta- öt á mexikanska visu fóru fram. Nú þegar hann haföi jafnvel enn meiri tima aflögu fór hann aö læra allt sem hann gat varðandi nautaat og keypti sér meira aö segja skikkju og hina rauðu dulu nautabanans. Hann las aftur og aftur hina frægu bók Hemingway’s um lif riautabana „Death in the Afternoon”. Sumir hafa viljað skýra þetta á þann hátt, að þarna komi fyrst fram hjá Dean ábending um það að hann óski sér dauöa. Sjálfur fjarlægöist hann vini sina og náði ekki sambandi við aðra leikara og honum fannst hann ekki eiga samleið með þeim. „Ég er alvarlega hugsandi”, sagði hann eitt sinn., Ég er ákaf- lega klaufalegur og dónalegur og svo spenntur að ég get ekki skilið hvernig nokkur getur verið i sama herbergi og ég”. — Margt fólk gat það heldur ekki. Tvær af þeim tilvitnunum, sem voru I uppáhaldi hjá Dean á þessum tlma, kasta ef til vill ljósi á hugsanagang hans. önn- ur var eftir rithöfundinn Thoreau: „Ef einhverjum tekst ekki að verða samferöa félaga sinum, þá er það kannski vegna þess að hann heyrir aðra rödd sem hann fylgir”. Hin var eftir Shakespeare: „Við skuldum Guði öll dauödaga. Sá sem greiöir i dag er skuldlaus á morgun”. Umboðsaöili Dean’s hafði óbifandi traust á honum. Hún taldi hann á að taka að sér lltil sjónvarpshlutverk sem honum fannst fyrir neöan virðingu sina. Hún benti aftur á móti á að slfk hlutverk gætu haft sln áhrif. Þá fékk hún handritiö af „See the Jaguar” eftir efnilegan höfund N. Richard Nash. Dean klæjaði alveg að fá þar hlutverk pilts sem haföi verið lokaður i frysti- kistu I tlu ár. Hann var á sviðinu allan tlmann en sagði ekki orð. Leikurinn fékk nokkuð góða dóma, bæöi leikur Dean’s og annarra en leikritið var aðeins sýnt i eina viku. Eftir þetta fylgdu nokkur smærri hlutverk en engu aö siöur tókst Dean aö fá fyrir þau tvö eftirsótt verðlaun. önnur fékk hann sem besti aukaleikari ársins og hin sem efnilegasti ný- liðinn. Þar með haföi hann loks vakið á sér athygli og nú kom Elia Kazan aftur inn i myndina. Hann var að undirbúa töku myndarinnar East of Eden eftir sögu John Steinbeck’s og vantaöi tiltölulega óreyndan ungan mann 1 eitt aðalhlutverk- ið en var búinn að ráða I flest önnur hlutverk. Hann minntist þá áheyrnarinnar i Actor’s Studio og mundi eftir Dean. Eftir það kom enginn annar til greina I hlutverk Cal I mynd- inni. Þvl eins og Kazan sagði: Ég valdi Jimmy i East of Eden þvi hann er Cal og það hefur enga þýöingu að leita frekar að öðrum. Auk þess hefur hann feikna hæfileika”. Það var þó James Dean sem Jett Rink i Risanum siöur en svo tekið út meö sæld- inni fyrir Kazan að vinna meö Dean. Yfirleitt kom hann of seint I kvikmyndatökur og kunni þá sjaldnast það sem hann átti aö segja. Það reyndi þvi mjög á þolinmæði Kazan’s sem leik- stjóra að lynda við Dean og auðvitað fór hegöan hans öll og framkoma mjög I taugarnar á öörum leikurum og starfsfólki. Dean sagði svo frá síöar að hann hefði bara verið að reyna á þolrifin á Kazan og hefði viljaö komast að þvi hve langt hann gat gengið. Hvað sem þvi leiö þurfti Kazan að taka á allri sinni þolinmæði þegar Dean var annarsvegar og tók yfirleitt uppátækjum hans með stóiskri ró. Þótt undarlegt megi viröast hélst góður vinskapur meö þeim þann tlma sem tók aö gera myndina og má e.t.v. segja að útkoman hafi réttlætt það. Hins- vegar höfðu yfirmenn Warner Brothers stórar áhyggjur af duttlungum Dean’s. Það var ekki fyrr en þeir sáu fyrstu ein- tök myndarinnar aö þeir gerðu allt sem þeir gátu til aö tryggja sér Dean með öruggum samningi. East of Eden sem segir frá bændafjölskyldu i Salinas, Kali- forniu var yfirleitt vel tekið af gagnrýnendum. Þaö var þó einkum hin ágæta frammistaða Dean sem vakti mikla athygli. Sumir tóku svo djúpt i árinni að þeir fullyrtu að myndin hefði ekki orðið neitt sérstök nema fyrir leik Dean’s. Að sjálfsögðu varð Dean frægur á svipstundu eftir aö farið var að sýna myndina og ekki stóð á tilboðum. Dean átti ýmsar vinkonur um þetta leyti m.a. leikkonuna Lori Nelson. „Hann var alltaf kurteis, feiminn og þögull”, sagði hún. Sú sem hann var þó aðallega á höttunum eftir var italska leik- konan Pier Angeli. Að suöræn- um sið var móðir hennar yfir- leitt i fylgd með henni sem gast siður en svo aö Dean. Hann reyndi þó á ýmsa vegu að bæta bæði klæönað sinn og framkomu til að vinna móöurina á sitt band, en ekkert stoöaöi og Pier Angeli batt snöggan enda á samband þeirra og giftist öðrum. Við brúðkaupið beið Dean fyrir utan kirkjuna á vél- hjóli slnu og þeysti burt meö ógnarhávaða er brúðhjónin birtust. Dean hafði fengiö Ibúð á vegum kvikmyndafélagsins meðan á töku East of Eden stóð. Þetta varð hans aöal sama- staður þar til félagiö neyddist til að láta hann fara þaðan vegna þess hve mjög var kvartaö und- an hegöan hans og gesta hans. Hann ók einnig mótorhjóli sinu tillitslaust og siöan bætti hann við fyrsta sportbllnum af Porsche gerð. A þeim bfl ók hann á gífurleg- um hraða um hættulegar slóöir til mikillar skelfingar m.a. fyrir kvikmyndafélagið sem hann var á samning hjá. Þannig voru kringumstæðurnar hjá Dean þegar hann tók við hlutverki i myndinni Rebel Without a Cause. Þar leikur hann lika ungan mann sem misskilinn er og lendir smám saman upp á kant við umhverfið og lögin. Dean var sjálfur óánægður meö myndina en eigi aö siður hlaut hún nokkuð góöa dóma.sérstak- lega i Bretlandi. Fljótlega eftir töku þessarar myndar kom svo boö um að leika I Giant með Elizabeth Taylor og Rock Hudson. Myndatakan fór fram I Texas og fritíma sinum eyddi Dean aöallega við það aö skjóta kaninur og sléttuúlfa. Hann virtist hafa af þvi óseöjandi ánægju að drepa dýrin og engu likara en hann fengi vissa útrás á slnum sálrænu erfiöleikum með þessu athæfi. Myndatakan á Giant gekk skrykkjótt, ekki sist vegna duttlunga Dean’s og erfiðleika leikstjórans að hafa hömlur á honum. Svo langt gekk þetta að leikstjórinn hótaði honum brott- rekstri þótt það myndi hafa haft gífuriegan aukakostnað I för með sér. Loks lauk þó töku þessarar myndar og Dean hélt á ný til Hollywood þar sem hann hafði eignast nýja vinkonu en sú var Ursula Andress. Þegar farið var aö sýna Giant fékk myndin yfirleitt heldur góöa dóma, sem bötnuðu eftir þvi er frá leið. Dean var ýmist hafinn til skýjanna eða gagn- rýndur. En hvað sem þvi leið þá skipti þaö Dean sennilega ekki miklu þar eö hann hafði legiö i gröf sinni næstum 1 eitt ár þegar myndin var frumsýnd. Þann 30. sept. 1955 steig hann I siöasta sinn upp I nýja Porsche bílinn sinn. Hann var þá nýbú- inn að gera mjög hagkvæma samninga bæði i sambandi við sjónvarp og kvikmyndir og framtiðin virtist brosa við hon- um. Þetta kvöld lenti hann i árekstri og lést á leiö til sjúkra- húss. Viöbrögöin við dauöa hans uröu slik aö annað eins haföi ekki skeð frá dauöa leikarans fræga Valentinos. A siðustu ár- um er helst hægt að miða við fráfall Elvis Presley’s. Aðdáendur Dean’s kepptust viö að ná eignarhaldi á hverjum smáhlut úr bilflakinu bækur og timarit voru tileinkuð honum og allskonar sögusagnir komust á kreík um að hann væri alls ekki dáinn eða að náöst hefði sam- band viö hann handan grafar meö aðstoö miðla osfrv.osfrv. Tveimur árum eftir dauða hans birtist heimildarkvikmynd um Dean frá Warner Brothers og breskt félag geröi aðra heimildarmynd um hann þegar 20 ár voru liðin frá því hann lést. E.t.v. er ekki auðvelt að skýra þær miklu vinsældir sem Dean varð aðnjótandi meðal unga fólksins sérstaklega, en kannske kemst Francois Truffaut nálægt sannleikanum i slnu áliti: „I James Dean hefur æska nú- timans uppgötvað sig. Hann túlkar óskir þeirra og vonir, Atrúnaðargoð unga fólksins i marga áratugi, James Dean. vonbrigði og æskuástir og ekki sist þá þrá þeirra að heimurinn taki við þeim eins og þau eru — með kostum og göllum. Ýmislegt bendir til þess að Dean hefði varla tekist að halda honum miklu vinsældum til lengdar i lifandi lifi. Hinsvegar deyr hann á hátindi sinum sem ungur „uppreisnarmaður” og það er fyrst og fremst um hann sem slikan aö goðsögnin lifir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.