Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Vísir - 21.07.1979, Blaðsíða 17

Vísir - 21.07.1979, Blaðsíða 17
VISIR i Laugardagur 21. jdll 1979. 17 VÍSIR Laugardagur 21. júli 1979. //Það var eitt sinn í ódælumstrákabekk sem ég kenndi aö ég setti þeim fyrir eitt af kvæðum Jónas- ar Hallgrimssonar ,/Efst á Arnarvatnshæðum". Fiestir lærðu kvæðið nema pjakkur einn Iftill, sem sagðist ekki hafa lært það þegar til kom. Þá sagði ég við hann „ég set aukakvæði á Pétur nema þú lærir kvæðið" en Pétur þessi var stærsti og sterkasti strákurinn í bekknum. Hinn þorði ekki öðru en að læra kvæðið, þvi hann heföi verið lúbar- inn ef hann hefði ekki kunnað það. Svona kennsluaðferðir teldust líklega ekki til fyrirmyndar nú á dögum." Heígarspjaíí við Jon Böðvarsson skóíameistara, isíenskumann Sá er svo mælir er einn af fremstu skólamönnum þessa lands, Jón Böövarsson islensku- maöur og skólameistari Fjöl- brautaskóla Suöurnesja — venjulega kallaöur Jón Bö af nemendum sinum. Jón hefur venjulega . þótt skólamaöur strangur eins og sagan I upphafi vitnar um, en um leiö hefur hann notiö mikilla vinsælda af nemendum, enda kennari skemmtilegur. Þaö var i minningunni um frómar hetjur og frægar ættir Njálu sem stukku alvopnaöar út úr höföi Jóns i kennslustundum aö gamall nemandi hans og Helgarblaösmaöur hitti hann aö máli þar sem hann býr suöur I Njarövikum og spuröi aö göml- um og góöum islenskum siö fyrst um ættir: „Aö ætt og uppruna er ég fyrst og fremst Akurnesingur. Þó er ég fæddur i Reykjavlk, en faöir minn er úr Innri-Akraneshreppi og þar dvaldist ég löngum á sumrin. Segja má aö ég sé af trésmiöaættum. Faöir minn er einmitt trésmiöameistari svo og bræöur minir tveir. Ég þótti hins vegar klaufi I æsku og faöir minn heföi aldrei tekiö mig sem lærling — hann er af gamla skólanum þar sem menn uröu aö kunna aö smlöa ef þeir ætl- uöu sér aö gerast trésmiöir. Hins vegar haföi ég mikinn áhuga á aö gerast múrari og litlu munaöi aö svo færi þvi ég vann töluvert viö múrverk á yngri árum. Þegar ég var litill langaöi mig einnig aö veröa hljómsveitarstjóri eöa forn- leifafræöingur. Ég var meira aö segja lengi aö hugsa um forn- leifafræöina og stóö þaö i sam- bandi viö áhuga minn á is- lenskri tungu og fornbókmennt- um.” Vildi verða skáld Jón segir okkur nú frá þvi hvernig hann dreymdi um aö veröa skáld þegar hann var aö vaxa úr grasi: „1 minni fjölskyldu þótti sjálf- sagt aö hafa góöa kunnáttu i is- lensku máli — þaö var hluti af eölilegri tilveru þegar ég var aö alast upp. I fjölskyldunni voru margir hagyröingar og ég held aö ég hafi ekki veriö nema 9-10 ára þegar ég byrjaöi aö setja saman ferskeytlur. Þessu hélt ég siöan áfram og orti t.d. tölu- vert þegar ég var i mennta- skóla, en svo brenndi ég öllum kvæöunum rösklega tvitugur aö fáum undanskildum sem ég gaf út i ljóöabókinni Hnoörum.” Jón ekur sér nú til I stólnum og er greinilega mikiö niöri fyr- ir þegar hann segir: „Annaö hvort fæst maöur viö eitthvaö svo aö mark er á tak- andi eöa lætur þaö vera. Meö út- gáfu þessarar bókar hætti ég ljóöagerö. Þetta var búiö aö liggja á mér lengi, og þegar bókin kom út létti af mér fargi. Þegar skáld er búiö aö koma kvæöum sinum út á hann þau ekki lengur — þau eru almenn- ingseign og höfundurinn hefur þvi ekki lengur áhyggjur af þeim. Reyndar hef ég frekar kosiö aö túlka þaö sem aörir hafa gert fremur en aö semja sjálfur.” Viö biöjum Jón um aö leyfa okkur aö heyra eitthvaö af ljóö- um sinum. Hann tregast lengi viö, en dregur þó aö lokum upp úr hugskoti sinu eitt gamalt grinkvæöi um skólabróöur sinn og seinna samkennara örnólf Thorlacius. Tilefni kvæöisins var útgáfa útskriftarbókar M.R., Fánu. Þar haföi Jón látiö teikna örnólf sem „týnda hlekkinn”. Er visan á þessa leiö: Um uppruna mannkynsins allt var á reiki en allmikiö var um hann rætt. Bjartsýnir töldu aö alla okkar ætt i.upphafi guö heföi skapaö. Én vist hafa björtustu vonirnar hrapaö þvi vitneskjan ótvirætt glottir oss mót aö forfaöir okkar var ferleg skepna meö fádæmum skrýtin og afbrigöum ljót. Urðu ósammála útaf Hallgerði og slógust í illu Jón Böövarsson er liklega hvaö þekktastur fyrir Islensku- kennslu slna og þá ekki sist fyr- ir umfjöllun Njálu. 1 kennslu- stundum i þeirri sögu átti hann þaö til aö höggva mann og ann- an meö handahreyfingum ein- sömlum, svo mikil var ákeföin i hita kennslunnar. Jón er spuröur hvaö valdiö hafi þessum mikla áhuga á Njálu: „Hún var ein af fyrstu bókum sem náöu tökum á mér. Ahrifa- máttur hennar varö mér ljós meö sérstökum hætti. Ég var handlangari hjá tveimur múrurum. Þeir voru eitt sinn aö ræöa um Hallgeröi langbrók og uröu ósammála sem endaöi meö þvi aö þeir slógust I illu. Ég varö mjög forviöa, þvi ég haföi alltaf taliö Hallgeröi hina mestu herfu og þvi merkilegt aö maöur skyldi halda uppi slikum vörn- um fyrir hana. Flestir segja aö ég kenni af tilfinningu. Eitt sinn var ég á kennaranámskeiöi og átti aö halda sýnikennslu i isiensku, en mér skilst aö mönnum hafi ekki litist á blikuna eftir þann tima, þvi ég haföi fast aö því grátiö í kennslunni.” „Nota vart önnur kennslutæki en trantinn á mér." Þegar hér er komiö sögu er Jón staöinn á fætur og farinn aö ganga um gólf, en Helgarblaös- manni finnst hann sjálfur vera oröinn nemandi hjá Jóni Bö á nýjan leik. „Ég hef aldrei getaö setiö kyrr i timum” segir Jón: „Ég skal taka þér dæmi: Eitt sinn þegar ég var kennari i MH baö ég nemendur mina aö hjálpa mér aö sitja I timum og láta mig vita ef ég stæöi upp. Skyldu þau rétta upp hönd til þess aö minna mig á, ef svo færi. Brátt voru margar hendur á lofti i hverri kennslustund. Rann þessi til- raun þvi skjótlega út 1 sandinn.” Jón er nú spuröur hvaö valdiö hafi sérstæöum kennsluháttum hans en hann notaöi aldrei töfl- una 1 kennslunni en talaöi þeim mun meir: „Ég hef ofnæmi fyrir krit og þvi nota ég töfluna svo til aldrei. Ég nota reyndar engin önnur kennslutæki en trantinn á mér!” Viö spyrjum hvort um sé aö 1 . r- ** •» én Jón.ásamt gttmlum skólafélaga slnum og samkennara.örnólfi Thorlacfus, hefur þótt skemmtilegt myndefni I útskriftarbækur nemenda. Hér til hægri er mynd sem teiknuö var af örnólfi aö undirlagi Jóns, en til vinstri er mynd af Jónl sjálfum f Njálugervi. kenna sérvisku, en vöflur koma á Jón. Hann segir aö þessu veröi nú eiginlega konan hans Guörún Björgvinsdóttir aö svara: „Já, ætli þaö ekki” segir hún: „ég man eftir þvi þegar viö vor- um nýgift aö þá þótti mér undarlegt aö þegar hann var aö vinna, skrifaöi hann ekki staf, heldur sat bara og hugsaöi.” „Ég man eftir þvi” skýtur Jón nú inn I: „aö sum sérviskan i mér fór mjög I taugarnar á min- um nánustu — eins og þegar ég var meö Daglegt mál I útvarp- inu. Þá skrifaöi ég aldrei minnispunkta og var alltaf i beinni útsendingu. Abyrgir starfsmenn útvarpsins voru log- andi hræddir ef svo skyldi fara aö ég kæmi ekki, en alltaf mætti ég utan einu sinni aö ég kom of seint.” Suðurnesjamenn „hirðu- samir". Keflavlk og nágrenni hefur löngum haft orö á sér fyrir aö vera undir áhrifum frá herstöö- inni og Islenskumaöurinn Jón er aö þvi spuröur hvernig honum liki erlendu áhrifin: „Ég er algerlega andvigur hersetunni og öllu þvi sem henni fylgir. Ég stjórnaöi meira aö segja fyrstu Keflavikurgöng- unni sem farin var. En ég fæ ekki séö aö Islensk tunga eöa menning sé hér i bráöari hættu en annars staöar á landinu. Þegar ég kom hingaö fyrst sem skólameistari 1976, kom ég hingaö meö þvi hugarfari aö ráöast á garöinn þar sem ég taldi hann vera hæstan, hvaö snerti erlend áhrif á islenska menningu og tungu en þriggja ára reynsla hefur kennt mér aö sú hætta er ekki meiri hér en annars staöar. Þaö eru hins vegar önnur áhrif frá hernum Jón I fræöaafdrepi sinu meö hundinn Kát sér til fóta, en á boröinu til vinstri er mynd af ömmu hans sem haföi hár niöur á fætur: „Þegar hún var borin tii grafar, báru hana átta sköllóttir menn.” og hernámsand- stæðing Jón Böðvarsson viö taflborö ásamt fjötskyldu; Hér er hann aö tefla viö Björgvin.en hann er skákmeistári Keflavfkur þótt hann sé aö- eins 15 ára gamali. Standandi eru Böövar og Guörún Björgvinsdótt- ir kona Jóns. Jón þykir maöur fjttrugur viö kennslu og á þaö tii viö kennslu I forn- bókmenntum aö höggva mann og annan. Hér leggur hann til borö- stofudúksins heima hjá sér, en slikt hiö sama mun Fiosi á SVÍnafelli hafa gert i Njálssögu. sem ég tel vera mjög uggvekj- andi. Þá á ég viö óbein áhrif, eins og þaö ab leggja efnahags- legan mælikvaröa á alla hluti og einnig þaö fjármálasiöleysi sem er mjög útbreitt hér á Suöur- nesjunum. Þetta vil ég þó ekki segja um ibúana I heild, en þaö er alltof há hlutfallstala haldin þessum annmarka. Þetta kemur hvaö best I ljós varöandi eigur hersins. Hér heitir þaö aö „hiröa” frá hern- um sem annars staöar væri kallaö þjófnaöur. Þess eru dæmi aö menn hafi fariö upp á völl og hirt þar bilaöa bila frá hernum og þaö um hábjartan daginn. „Það var gott á þig og einkaframtakið!" Taliö berst nú aö Fjölbrauta- skóla Suöurnesja þar sem Jón er skólameistari, en kennarar og nemendur skólans unnu þaö einstaka afrek aö stækka sjálfir skólann um 1000 fermetra og þaö á aöeins 18 vikum. Jón segir frá þvi aö yfirvöld hafi litiö þetta einkaframtak” miklu hornauga: „Ég veit ekki hve mörg lög og reglugeröir viö brutum, þegar viö stækkuöum skólann. Alla vegana sendu þeir mér frá ráöuneytinu langt bréf þar sem þaö var allt tiundaö — skiluröu. Ég er nú satt aö segja litiö hrifinn af byrokratiinu þó ég sé hlynntur vissum rikisafskiptum sem sósialisti. Reglurnar eiga aö vera til hliösjónar en ekki aö gilda þegar önnur leiö og ódýr- ari er fær. Ég get sagt þér I þessu sam- bandi eina sögu. Þannig var aö Matthias Johannessen ritstjóri haföi fylgst mjög náiö meö stækkun skólans. Svo var þaö aö viö vorum einu sinni staddir á sama staö, ég, Matthlas og Geir Hallgrimsson fyrrverandi for- sætisráöherra. Matthias fer þá aö spyrja mig hvort ekki hafi veriö byggt i trássi viö lcg og rétt — jú, svaraöi ég, þú veist þaö best sjálfur hvernig viöskiptum' minum viö rikis- valdiö er háttaö. Þá segir Matthias meö miklum þunga og beinir oröum sinum til Geirs en horfir til mln: Mikiö helviti var þetta gott á þig og einkafram- takiö!” „Einar flugdreki en Lúð- ' vík heldur i spottann" Jón Böövarsson hefur sjaldan fariö dult meö skoöanir sinar, Wort sem veriö hefur I bók- menntum, dægurþrasi eöa póli- tik. Viö innum hann eftir þvi siöast nefnda: „Ég er kominn af miklu Ihaldi en ég snýst I pólitikinni I sam- bandi viö hersetuna og 30. mars 1949. Ég hef alltaf veriö andvig- ur hersetu og stendur þaö aö nokkru leyti I sambandi viö áhuga minn á islenskum fræö- um og þvi sem Islenskt er. A unglingsárunum var ég þó i Heimdalli og var meira aö segja eitt sinn frummælandi fyrir þaö félag I kappræöum gegn Æsku- lýösfylkingunni. A þeim fundi var dr. Þorvaröur Helgason leikritaskáld frummælandi fyr- ir Æskulýösfylkinguna. Svo merkilega vill til aö hann sner- ist á hinn veginn svo aö viö höf- um aldrei veriö sammála á st jórnmá las viöinu. Ég gekk 1 gamla sósialista- flokkinn, komst i miöstjórn hans og var meira aö segja forseti Æskulýösfylkingarinnar um tima. Eftir aö Alþýöubandalag- iö kom til sögunnar hætti ég þátttöku i stjórnmálum — gekk aldrei i þann flokk, en hef þó alltaf kosiö þau samtök.” Jón er spuröur hvort hann hafi komist upp á kant viö flokk- inn: „Ekki beinllnis, en þaö má segja aö ég hafi móögast. Þetta var á flokksstjórnarfundi 1963 en þá voru þrir höfuöarmar i flokknum, einn kenndur viö Brynjólf Bjarnason, annar viö Einar Olgeirsson og sá þriöji viö Lúövik Jósepsson sem ég studdi. Sá armur varö þá undir og ég hætti. Ég flutti einu sinni ræöu á flokksþingi sem hneykslaöi marga, þar sagöi ég aö Einar Olgeirsson væri veöurviti eöa flugdreki, en Lúövik sem væri öllu jaröbundnari maöur yröi aö halda i spottann ef ekki ætti illa aö fara.” „Lúðvík er dæmigerður dreifbýlismaður." „Alþýöubandalagiö nú á dög- um er I rauninni ekkert annaö en krataflokkur. Þar eru margir af mestu ihaldsmönnum á land- inu og i þann flokk hef ég aldrei gengiö, þó ég hafi stutt hann. Margir styöja Alþýöubandalag- iö eingöngu út af hersetunni. Mér fannst Lúövik vera klók- ur og jaröbundinn stjórnmála- maöur, en hann er búinn aö vera alltof lengi I pólitikinni. Hann er gamaidags dreifbýlismaöur sem rekur fyrirgreiöslupólitik. Hann hugsar um þaö sem hent- ar sinni heimabyggö Neskaup- staö, og slika menn getur maöur fundiö i hvaöa flokki sem er. Eitt sinn sá ég Ingólf Jónsson frá Hellu koma meö frumvarp sem hann baö Lúövik aö flytja meö sér og þá skyldi hann styöja tiltekiö frumvarp Lúö- viks. Þetta þótti honum sjálf- sagt þótt ekki yröi af i þaö skipti. Þetta er raunhæf pólitik aö mati þessara gömlu þing- manna. Þegar ungu strákarnir koma svo inn á þing, þykja þeir ekki kunna sig, ef þeir starfa ekki I samræmi viö þingvenjur. „Mikill skalli í minni ætt." tlr pólitikinni höldum viö yfir á aörar vigaslóöir sem Jón hef- ur kosiö sér fremur en þaö er sú iþrótt aö beina þekkingu og nokkru viti aö æsku þessa lands. Jón segir okkur frá starfi Fjöl- brautaskólans og sýnir þar húsakynni. Eftir stutta skoöunarferö er- um viö aftur komnir á heimili Jóns og nú fer hann meö okkur i fræöaafdrep eitt litiö þar sem hann kýs stundum aö vera einn meö bókum sinum og hundi. Viö spyrjum hvort hundurinn heiti eftir fóstra Gunnars á Hliöar- enda: „Nei, Sámur heitir hann ekki” segir Jón um leiö og hann stillir sér á stól svo aö viö fáum fest hann á filmu. Meö Njálu enn á heilanum rekumst viö nú á mynd af konu einni meö hár niöur á læri. Minnir hún óneitanlega á konu þá sem verr reyndist Gunnari en Sámur fóstri — Hallgeröi langbrók: „Þetta er hún amma min, hún var meö hár niöur á tær. Þegar hún var borin til grafar báru hana átta sköllóttir menn — þaö er mikill skalli i minni ætt”. Ok lúkum vér þar Jóns Böövarssonar sögu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 163. Tölublað - Helgarblað (21.07.1979)
https://timarit.is/issue/249521

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

163. Tölublað - Helgarblað (21.07.1979)

Aðgerðir: