Vísir - 28.07.1979, Side 20

Vísir - 28.07.1979, Side 20
vtsm Laugardagur 28. júli 1979. hœ kiakkar! 20 Umsjón: Anna Brynjúlfsdóttir Stelpurnar á myndinni heita Hlfn Gunnarsdóttir, Kristín Hermannsdóttir og Sæunn Hermannsdóttir. Hlín er 3 ára, Kristm er 4 ára og Sæunn er 1 árs. Þær eiga heima á Drangsnesi, en það er lítið þorp við norðanverðan Steingrímsf jörð í Strandasýslu. Á Drangsnesi eru rúmlega 100 íbúar. Skrýtlur — Heyrðu Oli, segir Nonni, hvers vegna ertu berfættur, úr því að pabbi þinn er skósmiður? — Hugsaðu um sjálfan þig, svarar Nonni,hann litli bróðir þinn hef ur ekki eina einustu tönn í munn- inum, og þó er pabbi ykk- ar tannlæknir. oo Það voru dp og óhljóð í barnaherberginu og María, stóra systir, fór inn þangað og ætlaði að stilla til f riðar. Samt sem áður dvínuðu lætin ekki, heldur versnuðu nú um allan helming. Þegar pabbi leit inn til að vita, hvernig á þessum ósköp- um stæði, sá hann, að Pétur litli sat upp í bólinu og grenjaði af öllum lífs og sálarmætti. — Hvað er að þér, drengur minn? spurði pabbi. — Hún María sagði, að ef ég heldi áfram að gráta, kæmi stór svört mús með græn augu og settist hér á rúmstokkinn. En nú er ég búinn að gráta í heila eilífð og eng- in mús vill koma, sagði Pétur. oo Mamma segir við son sinn, sem heldur í rófuna á kisu: — Þú mátt ekki draga kisu á róf unni væni minn. Sonurinn: — Ég dreg hana ekki, ég bara held. Það er hún, sem er að reyna að draga mig. Það var hringt til kenn- arans, og röddin sem í símanum var, sagði nokkuð dimm og hás: — Óli getur ekki komið í skólann í dag. Hann er veikur. — Jæja sagði kennar- inn, við hvern tala ég? — Það er pabbi minn, svaraði röddin. oo Siggi litli kom háskæl- andi inn til mömmu sinn- ar. — Hvað gengur að þér, væni? spurði hún. — Ég datt og meiddi mig svo voðalega í gær, snökti Siggi. — Ekki getur þú verið að gráta af því núna, Siggi minn, sagði hún. — Jú, þú varst ekki heima í gær. REIKNINGS- ÞRAUTIR 1. I gamla daga, meðan dýrtíðin var ekki komin á svo hátt stig, sem hún er nú, bar svo við, að maður einn, sem var að byrja búskap, keypti sér nokkur húsdýr Upphæðin, sem hann keypti fyrir, var aðeins hundrað krónur, en fyrir þær keypti hann þó 112 dýr. Hann borgaði 10 krónur fyrir hvern kálf, sem hann keypti, 3 krónur fyrir hvert lamb og 50 aura fyrir hverja hænu. Hvað fékk hann mikið af hverri tegund? 2. Hvaða tala hef ur alltaf 2 í afgang, hvort sem henni er deilt með 3, 4, 5,6 eða 7? ZZV U •jnuæi) 001 6o qiuo| oi 'etl?>l Z (L :iun|nejcjs!U5j!aj ? usneq Hvernig komast Gög og Gokke út úrþessu völundarhús Á LEIÐ TIL TUNGLSINS -ajta.a.8.8.ac 8.a.a.a.iUUi aimoimggcaaciiattaatssaaggeitioaoagiicaoaiioi Hvaða geimfari verður fyrstur til tungslins?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.