Vísir - 28.07.1979, Qupperneq 30
Laugardagur 28. júli 1979.
30
II
JUrif bensfnskorfsins f Bandarikfunum:
Samdrillur í sðlu á
íslenskum flskafurðum
Bensinskorturinn i Banda-
rikjunum hefur leitt til sam-
dráttar i sölu islensks fisks á
Bandarikjamarkaði. Þannig er
júni-mánuður sá fyrsti á þessu
ári, þar sem salan var minni hjá
Iceland Seafood Corporation en
i sama mánuði i fyrra.
Guðjón B. Olafsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins seg-
ir i viðtali við Sambandsfréttir,
að fyrstu fimm mánuði þessa
árs hafi verið mikil söluaukning
hjá fyrirtækinu.
„Þá var reyndar mesta sala,
sem orðið hefur hjá fyrirtækinu
frá upphafi vega. Þegar bensin-
kreppan hófst i byrjun júni,
varð hinsvegar samdráttur i
sölunni, og reyndar varö júni i
ár fyrsti mánuðurinn i mjög
langan tima, sem salan var
minni hjá okkur en i sama mán-
uði árið á undan. Þetta gæti að
visu stafað að einhverju leyti af
verkföllunum hér heima, og
sömuleiöis af mótmælaaðgerð-
um flutningabilstjóra vestra,
sem töfðu fyrir flutningum frá
okkur. En eigi að siður er það
staðreynd, að það átti sér stað
samdráttur i sölu hjá þessum
veitingahúsum, sem taka við
um helmingnum af þeim frysta
fiski sem seldur er á Banda-
rikjamarkaði. Og um leið og
dregur úr sölu hjá þessum veit-
ingahúsum, dregur einnig úr
sölunni hjá okkur. Þetta gerðist
bersýnilega vegna þess, að fólk
fór minna akandi en áöur, bæði
vegna hækkaðs verðs á bensfni,
og einnig vegna þess að viða
varð beinlinis skortur á þvi,
þannig að bensinstöðvar urðu að
loka. Ofan á þetta bætist svo
vaxandi dýrtið, sem fólk vestra
er óvant og óttast þvi skiljan-
lega.
— Um horfurnar er erfitt að
spá, en þó er nú orðið mun
auðveldara að fá bensin vestra
en var, þegar ástandið var sem
verst i júni. Það er ennþá of
snemmt að segja til um sölu
okkar I júli, en þð virtist vera
nokkur aukning i pöntunum i
siðustu viku, og leit hún út fyrir
að ætla að verða sú skársta frá
þvi sem verið hefur siðan I mai-
lok,” segir Guðjón.
ESJ.
„Fréttum al hass-
málinu fyrlr
hrelna tllviuun"
seglr rllarl Islenska
sendlráOslns l Stokkhúlml
„Við fréttum bara af þessu fyr-
ir tilviljun og málið hefur ekkert
komið til kasta sendiráðsins”,
sagði Áslaug Skúladóttir, ritari i
Islenska sendiráðinu I Stokk-
hólmi, þegar Visir spurðist fyrir
um hvort sendiráðið hefði haft
einhver afskipti af máli þeirra 8
Islendinga sem nú sitja i gæslu-
varðhaldi I Gautaborg vegna
meintrar eiturlyfjasölu.
Mál þess manns sem situr I
haldi hér heima og sænskur dóm-
stóll hefur farið fram á að verði
framseldur vegna rannsóknar
fikniefnamálsins, verður i fyrsta
lagi tekið fyrir I Hæstarétti i
næstu viku, en eins og Visir hefur
greint frá, liggur fyrir úrskurður
Sakadóms þess efnis að skilyrði
fyrir framsali séu uppfyllt.
P.M.
ELSTI FOKKERINN
FER A SÖLUSKRÁ
Ein af Fokker Friendship-vél- dráttar i rekstri Flugleiða.
um Flugleiða, TF-FIP, hefur í frétt frá kynningardeild fé-
verið sett á söluskrá. Þetta er lagsins segir, að mikil eftir-
elsta Fokkervél félagsins, og er spurn sé eftir slikum vélum.
hún sett á söluskrá vegna sam- ESJ.
VAN VELDE-SVNINGUNNI AD LJðKA
Sýningu Listasafns Islands á A sýningunni eru 65 verk, sem
verkum hollenska listamannsins van Velde gaf Listasafninu
Bram van Velde lýkur á sunnu- Listasafnið er opiö kl. 13:30—22.
dagskvöld.
í gær var unnið að viðgerðum á vélabúnaði sanddæluskipsins Perlu sem undanfar-
ið hefur dælt umdeildu byggingarefni úr svokölluðum Saltvíkurnámum. Gert er
ráð fyrir að viðgerð taki um eina viku. Vísism. Þ.G.
VILJA INNHEIMTA SAMA
SKATT TVISVAR SINNUMI
Landssamband islenskra útvegsmanna hefur farið
þess á leit við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið, að
það taki til endurskoðunar reglugerð um greiðslu út-
gerðarinnar á lífeyris- og slysatryggingariðgjaldi.
Hingað til hefur útgeröin haft
þá sérstööu meðal atvinnurek-
enda, að hún hefir greitt þessi
iðgjöid fyrirfram með ákveðn-
um vikugjöldum og þegar lög-
skráö var um áramót var út-
gerðinni gert skylt aö greiða
nokkra mánuði fram I timann.
Með lögum frá 1978 var
ákveðið að þessi iðgjöld skyldu
ekki lengur vera vikugjöld held-
ur yrðu þau greidd I ákveðnu
hlutfalli við launagreiðslur.
Útgeröarmenn halda þvi nú
fram að kröfur ráöuneytisins
um greiðslu þessara iögjalda,
byggðar á gjaldstofni 1978, eigi
ekki rétt á sér.
Visir hafði samband við
Kristján Ragnarsson, formann
LIÚ, og spurðist fyrir um þetta
mál.
— Ráðuneytiö ákvað að
greiðslurnar fyrir árið 1979
skyldu miðaðar við gjaldstofn
ársins 1978, en við teljum að við
höfum þegar greitt þessi iðgjöld
og að ekki sé hægt að láta okkur
greiða gjöldin tvisvar fyrir
sama árið.
Viö teljum þvi að greiðslur
fyrir árið 1979 eigi að falla niður
hjá útgerðinni og slðan greiðum
við eins og aðrir gjöldin fyrir
1980, byggð á gjaldstofni ársins
1979.
Þetta er spurning um mörg
hundruð milljónir króna fyrir
útgerðina og við höfum beöið
ráðuneytið að taka þetta til end-
urskoðunar i ljósi þess, sagði
Kristján.
P.M.