Vísir - 31.07.1979, Síða 5

Vísir - 31.07.1979, Síða 5
VÍSIR Þriöjudagur 31. júli 1979. Umsjúa: Guömundur Pétursson Alll fyrlr aug- lýsinguna Grant Page, Astraliu- maður, breytist i logandi kyndil úti á stræti i Holly- wood, þar sem hann var aö auglýsa nýja k'vikmynd „City on Fire”. Eina .vörn hans er efni, sem unnið er í faðmlögum við boia Slik faðmlög eru fastur liöur i „riðukeppnum” i kú- rekafylkjum Bandarfkj- anna, og sigrar sá, sem fijótastur er aö elta uppi nautið, varpa sér af baki og á tuddann og snúa hann siöan niöur. — Þessi mynd var tekin af slikri keppni i Cheyenne i Wyoming á dögunum. Bakhliar komlnn iram Shapur Bakthiar, siðasti for- sætisráðherra írans, sem til- nefndur var af keisaranum, er nii kominn fram i Paris, en hann hvarf með dularfullum hætti strax eftir febriiarbyltinguna. Talsmaður Bakhtiars sagði, að hann mundi fljótlega ávarpa Iransþjóð i gegnum hina alþjóð- legu fjölmiðla, sem minnir á þá tið, þegar Khomeini æðstiprestur iútlegðsinnii'Paris æsti landslýö i Iran til uppreisnar gegn keisar- anum mestan part i gegnum alþjóðlega fjölmiðla. Bakhtiar kom til Parisar i gær, en lét ekkertuppi um, hvar hann hefurhaldiðsigþennantima, sem hann hefur farið huldu höfði. Sið- ast heyröist til hans i mars, þegar segulspólur með rödd hans fluttu nokkrum hópum manna i' tran boðskap hans fyrir þjóöar- atkvæðagreiðsluna. 1 þeim sama mánuði lét Michel Poniatowski, fyrrum innanrikismálaráðherra Frakklands, i það skina, aö Bakhtiar hefðist við einhvers staðar i frönsku eða svissnesku ölpunum. Eftir febrúarbyltinguna höfðu menn i fyrstu áhyggjur af þvi, að Bakhtiar hefði verið fyrirkomið, en siðar tóku að berast fréttir af Thatcher fær kaidar kveðjur þvi, að hann væri heill á húfi, þótt enginn vissi með vissu hvar. Bakhtiar, sem var einn af framámönnum stjórnarandstöð- unnar i tið keisarans, var skipað- ur forsætisráðherra á siðustu stundu, áður en keisarafjölskyld- an yfirgaf land. Var það siðasta tilraun keisarans til þess að af- stýra byltingu. Hafnarverk- faii í Ástrallu Um tiu þúsund hafnarverka- menn i Astraliu hófu verkfall i dag i mótmælaskyni viö uppsagn- ir áttati'u félaga þeirra. Stöövast við það nær öil afgreiðsla skipa i 41 hafnarbæ Astraliu. Tapið hjá skipafélögum er taliö nema um 10 milljón Astralíudöl- um á dag. Hafnarverkamennirnir eru fé- lagar i Samtökum verkamanna viö sjávarsiðuna (WWF) og mót- mæla þeir þvi, að 80 kornverka- mönnum var sagt upp störfúm i siðustu viku þegar þeir sögöu sig úr verkam annasambandi Astraliu (AWU) og gengu i WWF. Atvinnurekendur mannanna, sem störfuðu við höfnina i Freemantle, segja, að þeir hafi neyðst til þess að segja mönnun- um upp vegna samninga viö AWU, þar sem kveðiö er á um, aö ýmis verk, þótt við höfnina séu, verði einungis unnin af mönnum i AWU. WWF hefur að undanförnu smalað i samtökin mönnum úr 25 félögum, sem starfa i hafnar- vinnu, og orðið vel til fanga, þvi aðjaun hjá WWF eru yfirleitt hærri. IFyDll l°)ý§) <oií? trayjQJltan) V®ff(Ul(nnl Til árekstrar virðist stefna hjá Bretlandi og Svörtu álfunni vegna Ródesiumálsins á Samveldisráð- stefnunni, sem hefst i dag i Lusaka. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, kom til Lusaka i gærkvöldi I sama mund og forsetar þeirra fimm landa, sem landamæri eiga að Ródesiu, skutu saman i skyndingu fundi. Þessir fimm styðja allir skæru- liða þjóðernissinna blökku- manna. Blaöamenn þyrptust að Thatcher, þegar hún kom, ákafir að heyra, hvað hún hefði aö segja um ummæliblaða i Zambiu, sem kölluðu hana hrokafulla. Eða hvort hún vildi svara einhverju ásökun eins þjóðernissinna Ródesiu, sem kallaöi hana kyn- þáttahátara. — En hún yfirgaf flugvöllinn án þess að svara blaðamönnum einu orði. Thatcher hefur þessa þrjá mánuði, sem hún hefur verið við völd, styggt mörg Afrikurflú með þvi að bjóöa velkominn til valda I Ródesiu Abel Muzorewa biskup.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.