Vísir - 28.08.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 28.08.1979, Blaðsíða 1
r Flugfélasið vængir hefur ekkl haft flugrekstrarleyfi allt hetta ár: „ÞETTA GETUR EKKI VARAfi MIKLU LENGUR” Flugfélagiö Vængir hefur ekki haft flugrekstrarleyfi útgefiO af samgönguráðuneytinu siðan um sl. áramót. Rekstur félagsins hefur verið undir eftirliti Loft- ferðaeftirlitsins dag frá degi, og fékk félagið frest til að koma rekstrinum I viðunandi horf til X. september nk. Flugrekstrarleyfi Vængja rann út um áramdtin og sótti fé- lagið um nýtt leyfi til sam- gönguráðuneytisins. Ráðuneyt- ið óskaði eftir áliti Flugráðs, en það taldi á þvi stigi ekki rétt að veita leyfiö. tapril samþykkti Flugráð, að yrði rekstri fyrirtækisins ekki komið I viðunandi horf, treysti það sér ekki til þess að mæla með leyfi til Vængja eftir 1. september. Þau skilyrði, sem Vængir uppfylltu ekki til að fá leyfið, voru að viöhaldsaöstööu og varahlutalager var ábótavant. Auk þess var enginn flugrekstr- arstjóri viö félagið, sem upp- fyllti settar kröfur. „Þettaer afbrigðilegt ástand, sem getur ekki varað mikiö lengur”, sagði Birgir Guðjóns- son deildarstjóri I samgöngu- ráðimeytinu, við Visi I morgun. „Reglur mæla svo fyrir, að enginn hafi heimild til að reka flug í hagnaðarskyni án þess aö hafa leyfi frá ráðuneytinu”. Birgir sagði að orðalagið i samþykkt Flugráðs væri loðið og ekki ljóst við hvers konar leyfi væri átt. Flugráð treysti sér ekki til að mæla með þvi að Vængir fengju flugrekstrarleyfi en það treysti sér heldur ekki til að mæla með þvi aö starfsemin væri stöðvuð. Samkvæmt upplýsingum Visis hefur Flugfélagið Vængir nú ráðið til sin flugrekstrar- stjóra sem uppfyllir settar kröf- ur, viðgerðaraðstaðan hefur eitthvað batnað en ennþá er óvist hvort varahlutalager hef- ur verið aukinn. „Rekstur félagsins hefur batnað en það er ekki alveg séð fyrir endann á þessu ennþá”, sagði Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri viö Visi i morgun en hann er i forsæti Flugráðs. „Við h öfum ekki ennþá fengið nægilegar upplýsingar en Flug- ráð heldur fast við óskir um endurbætur. Við verðum aö vona að þetta gangi þvi það er nauðsynlegt að halda uppi sam- göngum”. Vængir fljúga áætlunarfhig á niu staði á landinu. Agnar sagð- ist ekki geta sagt um hvort Flugráð myndimæla með þvi að Vængir fengju flugrekstrarleyfi eftir 1. september eða hvort óbreytt ástand myndi halda áfram. „Við munum starfa áfram þár sem leyfin hafa ekki verið afturkölluð og við teljum okkur hafa öll tilskilin leyfi”, sagði Birgir Sumarliðason flugrekstr- arstjóri Vængja i samtali við Visi. -KS i Skoða gamlar hoilensk- ar fall- byssur ð JanMayen Annar hluti frásagnar Visis- manna af leiðangri þeirra og fjögurra fulltrúa þingflokkanna til Jan Mayen á dögunum birtist i opnu Vfsis i dag. Þar segir frá komu gestanna i bækistöðvar norska hersins á eynni og hvers þeir urðu visari þar. A myndinni hér fyrir ofan eru gestirnir að skoða tvær fornfáleg- ar fallbyssur sem fundust fyrir nokkrum árum á þeim slóðum eyjarinnar, þar sem hollenskir hvalve iðimenn höfðu bækistöðvar á sautjándu öld og er talið vist að þær hafi veriö hluti af varnarviö- búnaði þeirra. Þessi gömlu vopn prýða umhverfi flaggstangar, sem er framan við hús norska hersins á Jan Mayen ásamt gömlu akkeri, sem fannst i nánd við fallbyssurnar. Aætlað er að frásögnin af Jan Mayen-feröinni veröi i átta hlut- um, enda úr miklu efni og mynd- um aö moða, og verður þetta efni birt næstu daga. Akvörðun heilbrigðlsráðherra um Fisklðjuna í Njarðvíkum: FÆR EKKI STARFSLEYFI LENGUR Ekki verður um frekari fram- lengingu starfsieyfis til handa Fiskiðjunni i Njarðvikum, eftir þvi sem Magnús H. Magnússon, heilbrigðisráðherra, tjáði VIsi i morgun. Fiskiðjan hefur starfað á und- anþágum allt frá árinu 1972 og hefur stöðugt lofað úrbótum á sviðimengunarvarna, en megnan óþef leggur frá verksmiðjunni ibúum byggðarlagsins til mikils ama og jafnvel heilsutjóns. „Það er auðvitað slæmt að þurfa að beita svona aöferðum,” sagði MagnúsH. Magnússon, „en slikt verður að gera, þegar menn standa ekki viö fyrirheit sin.” Magnús sagði að forráðamenn Heilbrigðisnefndir á staðnum Fiskiðjunnar hefðu i gegnum tið- höfðu neitað að framlengja ina lofað skorsteini, hreinsibún- starfsleyfið og er ákvörðun ráð- aði og loks aö breyta yfir i gufu- herra i samræmi við vilja þeirra. þurrkun, en hún mun menga - SS - snöggtum minna en oliuþurrkun. .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.