Vísir - 28.08.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 28.08.1979, Blaðsíða 11
VlSIR Þriðjudagur 28. ágúst 1979. ÍSLAND ER STÆRSTI VIB- SKIPTAVINUR UTAN NOREGS seglp Tore A Sörensen h|á Wlchman vélaverksmlölunnl, sem er meö bás á vörusýningunnl I Laugardalshöll „Við framleiðum um hundrað þúsund hestöfl á ári og vélar f rá okkur eru í um það bil 30% af ís- lenskum bátum'' sagði Tore A. Sörensen sölu- maður hjá Wichman, en það fyrirtæki framleiðir vélar og er með bás á Al- þjóðlegu vörusýningunni í Laugardalshöll. Tore sagði að þeir hefðu siöast verið með i svona sýningu hér- lendis fyrir tiu árum siöan. Þeg- ar hann var spuröur hversvegnn Tore A. Sörensen. slikar sýningar hér á tslandi hefðu aðdráttarafl fyrir Norð- menn, sagði hann að Island væri þeirra stærsti viðskiptavinur ut- an Noregs og þvi I alla staði eðlilegt að þeir legðu áherslu á þennan markað. Hann kvaðst koma oft til tslands þvi hann væri yfir deild sem sæi um viö- skipti hingaö. Hinsvegar hefði hann ekki verið a sýningunni 1959. Fyrirtækiö As/Wichman er i Rubbestatedneset, skammt frá Bergen i Noregi. Umboðsmaður hér er Einar Farestveit. — JM spilar fyrir sýningargesti á skemmtarann. Vfsismynd Meö hljómsveít í vinstrl hendi „Þú ert með heila hljtímsveit i vinstri hendi og getur leikiö á átta sólóhljóöfæri með þeirri hægri.' sagði Pálmar Arni i samtali við Visismenn, er við litum inn i sýningarbás Hljóðfæraverslunar Pálmars Arna á Alþjóðlegu vöru- sýningunni i Laugardagshöllinni. Pálmar var þarna að kynna skemmtarann frá Baldvin, sem hann er með til sýnis i básnum en jafnframt spilaði hann fyrir sýningargesti. Pálmar sagði að skemmtarinn væri alveg einstakt hljóöfæri. Það gæti hver sem er spilaö á hann. Menn þyrftu ekkert tónlistarnám að hafa að baki. Oft væri þaö að þeir sem heföu skemmtara byrjuðu á þvi að læra á annaö hljóðfæri jafnframt. Nóturnar og hljómarnir eru skráðir meö bókstöfum I nótna- heftið og lyklarnir i hljdmborðinu eru merktir með þessum bókstöfum. Vinstri höndin sem stjórnar hljómsveitinni getur valið á milli um 17 hljúmsveita eöa takta eftir þvi sem mönnum fellur best i geð. Pálmarer með á sýningunni 11 hljóðfæri frá Baldwin þar af fimm geröir af orgelum með inn- byggðum skemmtara. Pálmar mun sjálfur spila fyrir sýningar- gesti en einnig veröur breskur hljómborðsleikari, Graham Lightburn, I básnum og spilar fyrir gesti. Skemmtarinn hefur veriö á markaönum I 4 ár og kostar um 920 þúsund krónur. . KiS Jón Ragnar Sigurjónsson Séra Rögnvaldur Finnbogason Hvoð segjo Wortburg- eigendur um bílinn sinn? Wartburg bíllinn minn hef ur reynst mér vel/ ágætur úti á þjóðvegum/ þolir vel slæma vegi/ er neyslugrannur. Miðað við verð og aðra bila sem ég hef átt er hann hreint ágætur. Jón M. Guðmundsson oddviti Reykjum. Ég hef átt 25 bíla; af smábílum, sem ég hef átt, ber hann af úti á þjóðvegum. Enginn montbíll eða rokokomubla, en eins og sniðinn fyrir okkar aðstæður. Einfaldur, sparneytinn og þægilegur. Séra Rögnvaldur Finnbogason Staðastað Ég keypti Wartburg fyrst og fremst af því að hann var ódýr og þetta er gamal- reynt kerfi. Wartburg er sannkallaður óskabíll fyrir þetta verð, lipur i akstri, þýður á vegi, reynist vel í snjó, er sparneytinn, mjög góður ferðabíll. Eftir 2 ár fæ ég mér aftur Wartburg. Jón Ragnar Sigurjónsson TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonorlandi v/Sogoveg — Símor OOSÓO-OTTIO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.