Vísir - 28.08.1979, Side 15

Vísir - 28.08.1979, Side 15
15 VISIR Þriðjudagur 28. Tlaldstæðið á Akureyri: „SKAPSTIRDUR SVARAR HULDUMANNI 99 Jónas Jónsson, Akur- eyri skrifar: „Einhver, sem nefnir sig „Tjaldgest”, skrifari „Visi” s.l. miðvikudag um „skapstirðan tjaldgæslumann” á Akureyri um verslunarmannahelgina. Þótt „skáldið” skrifi ekki undir nafni,- sem dneitanlega ber vitni um slæma samvisku-- telj- um við þrir félagar við gæslu á Tjaldstæði Akureyrar ástæðu til aðfara um efnið fáum orðum tilskýringar. Og þar sem undir- ritaður er elstur - og þá liklega skapverstur — tek ég að mér að „sitja fýrir svörum.” Ungir menn - og lika eldri - „undiráhrifum” —munu þó hafa það til að skella því að hverjum okkar sem er við skyldustörf okkar: ,,Helv. karl- inn er að skipta sér af því, sem kemur honum ekkert við”. í reglum tjaldstæðisins, sem öllum gestum eru til sýnis og kynningar, stendur m.a. þetta: Askilin er góð umgengni. öll meðferð áfengis er stranglega bönnuð á tjaldstæðinu. —Þessu er hér sem viöar erfitt að fram- fýlgja til hlitar, en við teljum það meðal höfuðverkefna okkar að koma I veg fyrir aö áfengiö valdi verulegum árekstrum og ónæði, og að sjá um, að hvar- vetna sé þrifalega um gengið, þar sem leiðir gesta liggja, úti og inni. En slikt telja „sumir” tjaldgestir, e.t.v. hátt stemmdir eða lágt liggjandi, „afskipta- semi i karlskrattanum”! „Huldumaðurinn” I „Vísi” bendir á nauösyn þess, að til svona gæslustarfa sé ráöið „skynsamt og heiöarlegt fólk”. Sennilega þyrftum við starfsfé - lagar að ganga undir próf i þeim efnum hjá „Tjaldgesti” og hans likum! Hér voru mörg hundruð gestir um verslunarmannahelgina, en þó þykjumst við vita, hver höf- undur kafla þessa sé. Um þá helgi höfðum við vakt 3 nætur (en venjulega aðeins 2). Ég kom til starfa kl. 11 á laugardags- kvöldið, og starfsfélagi, sem þá fór eftir dagvakt, benti mér á 3 tjöld með varasömum ibúum (eftir viðskipti liðinn sólar- hring). Voru þar þrir félagar „að sunnan” i tveim tjöldum saman, en 6 manna og kvenna hópur (úr sömu átt) skammt frá. Þeir þrir félagar þóttust nú (með smáhressingu) engir venjulegir umrenningar: einn úr lögreglunni„(syðra)”,annar háttsettur Ur Ferðafélaginu, og sá þriðji „mikill af sjálfum sér”, virtist mér siðar við kynn- ingu! A 12. tlma fórum við hjónin eftirlitsferð,sittl hvorulagi, um svæðið. Sat þá þessi síðast- nefndi i opnum tjalddyrum og undir blaktandi himinsskörum, framanvið unga manninn blasti við óvenjumikil breiða af rusli: tæmdum flöskum, töppum, eld- spýtnaleifum vindlingastubbum o.fl. Ég leyfði mér að segja, að hér þyrfti að hreinsa til. Greini- lega hafði eitthvaö af þvi, sem flöskunum fylgir aö jafnaði lent ofan I náungann! Bauð hann mér að ,,slappa af”, mér kæmi þetta ekkert við! Ég var nú vlst ekki nógu viljugur að trúa þvi og lét hann vita það. Var hann þá snöggur að koma út, draga fyrir, og með tvöfóldum radd- styrk og „völdum” orðum lét hann mig vita, að ég skyldi ekki skipta mér af sér og sinu, hann hreinsaði þetta áður en hann færi! Ég benti honum á, að fólk væri farið að sofa i nálægum tjöldum og hér ætti að vera svefnfriður. En ekki dró hann af, fólk fór að safnast að, og félagar hans reyndu að stilla til friðar og halda aftur af honum er hann elti mig með skömmum og hótunum i átt til skrifstof- unnar, er ég haföi sagt honum, að ef hann gæti ekki fýlgt nokkurnveginn reglum staðar- ins, yrði hann bara að fara. En þegar tveir þjónar réttvis- innar birtust kömmu siðar, var kempan horfin (e.t.v. fárinn I bæinn að skemmta sér —og öðr- um) En félagar hans ræddu eitt- hvað við réttvisina, og siðar kom annar þeirra til min og friðmæltist, kvaðst skyldu sjá um, að allt yröi i lagi hjá þeim þrem. 1 3. tjaldinu, stóra var glatt á hjalla, er komið var af dansleik, gestir meö, 10—20 manns inni og ekki sparaðir háværir brand- arar, skrækir og skellihlátrar! Vitanlega flöskur á borðum, en annars þrifalegt inni. A 4. timanum komum við þangaö hvað eftir annað, og með harðn- andi orðum var minnt á nauö- syn þess, að aðrir gestir okkar fengju svefnfrið. Þvi var alltaf vel tekið, en fljótlega kváðu aft- ur við óp og fliss! Kl. 4 fékk ég svo tvo lögregluþjóna i heim- sókn. Er þeir birtust I tjalddyr- um sló á hávaðann, gestir hurfu burt og allt virtist svo hljótt, er við hjón hurfum af vaktinni kl. hálffimm. Næsta dag hvarf tjald þetta og þess „gervi” glöðu ibúar af tjaldstæði okkar, án frekari orða. En félagarnir þrir fengu að vera eina nótt i viðbót, enda fengum við þá á vakt einn þekktasta kraftamann bæjarins! „Skapstirðir gæslumenn” munu gestum ekki til ánægju en þeir gestir, sem þverbrjóta reglur staðarins og sýna starfs- mönnum hans staka ósvifni með óþverra munnsöfnuöi, eiga hér engan rétt. Þvi betur eigum við þvi nær alltaf öðru að mæta, yfirleitt kurteisi, snyrti- mennsku og tillitsemi við okkur og nágranna. Og einmitt þaö mun valda þvi, að við erum stundum of fúsirað gleyma og fyrirgefa, eins og fram kemur og „þakkað i umtöluöu „Visisspjalli!” En við, þrir félagar, sem mis- lengi höfum sinnt þessu gæslu- starfi, minnumst þess ekki, að - útlendingar hafi þar valdið ó- þægindum með drykkjulátum, og snyrtimennska I umgengni virðist þeim i blóð borin. Sama virðist mega segja um marga landa okkar, og allt slikt kemur jafnvel „skapstiröum gæslu- manni” I gott skap. —En Islend- ingar eru —þvi miður —ekki al- vanir að skeyta um snyrti- mennsku i háttum. Sjáið flösku- brotin á höfuðgötum borgar okkar um helgar og daglegt snepla- ogumbúðarusl —jafnvel i flekkjum —I næstu grennd rusladalla við söluop o.v. Sllkt er bæjarhneysa og þjóöar- skömm.sem verður að hverfa. „Þeir gestir, sem sýna starfsmönnum staðarins staka ósvifni með óþverra munnsöfnuði, eiga hér engan rétt”, segir bréfritari m.a. NORSK GÆÐAVARA AKARN H.F., Strandgötu 45, Hafnarfiröi, sími 51103, heimasími 52784. a húsbyggjendur r Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi — föstudags. Afhendum vöruna á byggingarstað, viðskiptamönnum að kostnaðar lausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Borgarplast hf Borgarnesi simi93 7370 kwöld 09 helganimi 93 7355 með glænýja 45 mínútna langan konsert í videóinu Munið Sjóræningjadansleikinn í Akraborginni nk. laugardagskvöld kl. 23.00-03.00 *

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.