Vísir - 28.08.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 28.08.1979, Blaðsíða 16
lllvíglr bankaræninglar Hafnarbió SWEENEY2 Leikstjóri Tom Clegg Aöalhlutverk John Thaw, Dennis Waterman og Denholm Elliot. Myndin er framhald af myndinni Sweeney, sem Hafnar- bíó sýndi fyrir allnokkru siðan. Þessar myndir eru soönar uppúr samnefndum sjónvarpsþáttum i Bretlandi, sem þykja mjög harð- soönir og þvi óliklegt aö tslendingar fái aö fylgjast meö þeim hérlendis. Myndin fjallar um sérsveit hjá Scotland Yard, sem fær þaö verk- efni hjá fráfarandi foringja sinum (Elliot), en veriö er aö setja hann sjálfan af vegna spillingar, aö stööva framkvæmdir nokkura ill- vigra bankaræningja, sem hafa kvHonyndir veriö allframkvæmdasamir i London. Leikurinn berst frá London til Möltu og London aftur þar sem verulega fer að hitna i kolunum. Hnökralaus leikstjórn, bráö- skemmtilegt handrit og góöur leikur gera þessa mynd aö pott- þéttri afreyingu. Auk þess er gaman aö sjá breska útgáfu á þessu efni, en bandariskar myndir af svipuðu tagi hafa verið allsráöandi i kvikmyndahúsum hérlendis. En búast má við aö mörg oröfæri I myndinni vefjist fyrir unnendum svona mynda, þar sem þaö er allólíkt oröfæri þeirra bandarisku. Þrátt fyrir mikinn hrottaskap og blóö eru sumar senur myndar- innar bráöfyndnar. Má nefna sem dæmi tilraunir lögreglustjórans CThaw) til þess aö fá kvenmenn i bóliö meö sér, svo og samskipti hans viö nýráöinn bilstjóra sinn. Sem sagt, þeir sem gaman hafa af myndum sem þessum, veröa ekki sviknir af þvi aö eyöa kvöld- stund i Hafnarbiói á næstunni. Fi íslendingur yflrmaður ferðamála (Skien (slendingurinn Arnþór Blöndal hefur verið ráðinn fyrsti ferðamálastjóri borgarinnar Skien \ Noregi, en hún liggur á milli Oslóar og Kristian- sand. Hann er nú ferða- málaráðgjafi í Vest-Agder Arnór Blöndal, fyrsti feröamála- stjóri Skien. en mun byrja í hinu nýja starfi eftir tæplega þrjá mánuði. Eftir sex ára veru i Noregi er ég orðinn flestum hnútum kunnugur, sagöi Arnþór I viðtali viö norska blaöiö TA. —Noregur er besta landiö fyrir Islending að vera I, þrátt fyrir Jan Mayen-deiluna sem nú hefur staöiö i nokkurn tima. Arnþór hyggst leggja mesta á- herslu á Ibsen og ráöstefnuhöld, er hann tekur viö hinu nýja starfi en hann haföi heyrt aö ibúar Skien væru allir á kafi I Ibsen og óneytanlega væri þaö mjög þekkt nafn utan Noregs. Arnþór , sem er 32 ára gamall, lauk prófi úr Verslunarskólanum 1968 og eftir nám i viðskiptafræö- um viö Háskóla íslands starfaöi hann hjá Feröaskrifstofu rikisins. 1973 fluttist hann til Noregs og stundaöi nám I ferðamálum viö Jiáskólann I Lillehammer. Þaöan lá leiöin til Molde, þar sem hann aflaöi sér frekari menntunar. 1979 hefur hann svo starfað sem feröa- málaráðgjafi i Vest-Agder. Arnþór er giftur Mariu Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn. Fi Pryor, hérna sem Leroy, aö rabba viö blaöamenn um nýtilkomnar hugsjónir sinar i verkalýösbaráttunni. Ærslabelgurínn Pryer Laugarásbió hefur nú tekiö til kvenleikstjóri Lina Wertmuller sýningar myndina Stefnt á geröi. brattann, (Which way is Up?), Ærslabelgurinn Pryor fer leikstýrt af Michael Schultz, en með hvorki meira né minna en meö aðalhlutverk fer Richard þrjú hlutverk I myndinni og er Pryor. Myndin er hálfmis- , tiöum bráöskemmti- heppnuð útgáfa af „The Seduc ’ tion of Mimi” sem hinn frægi _Fi WDMnWlM ■ V.VJU. K. ■. TM—— „stalín er ekki hér” í skóiaútgáfu Bókaútgáfan Iöunn hefur sent frá sér skólaútgáfu á leikriti Vésteins Lúövikssonar, „Stalin er ekki hér.” Heimir Pálsson annaöist útgáfuna. „Stalin er ekki hér” var frum- sýnt I Þjóðleikhúsinu I nóvem- ber 1977, og samtímis kom þaö út I bók. Vakti þaö þegar veru- lega athygli og umræður og hlaut mikla aösókn. Margir skólar tóku þaö þá til lestrar. Ennfremur var leikritiö sýnt á vegum Leikfélags Akureyrar snemma á þessu ári. Heimir Pálsson ritar Itar- legan formála aö þessari nýju útgáfu. Er þar meöal annars fjallaö um félagslegt raunsæi og afstööu höfundar til þess, gerö grein fyrir tilurö verksins og sögulegu baksviöi. Aftast eru nokkur verkefni og athugunar- efni I sambandi viö lestur leik- ritsins, svo og skrá um blaöa- greinar, þar sem fjallað er um þaö frá ymsum hliöum. „Stalin er ekki hér” er fjór- tánda bókin I flokknum tslensk - úrvalsrit I skólaútgáfum. Hún er 120 blaðsiður aö lengd, og var prentuö I Odda. Á kápu eru myndir frá sýningu Þjóðleik- hússins á leikritinu. — AHO ttvjAv iXnJ., v-CC 1,V. .vrK-vw- V-ltóvlí- _ . ÍAv-trf 'v-r* -’r vvCíkI' rcXCc vvf - yV+v'K. £P „Vögguvísa” í skðlaútgáfu „Vögguvisa” Eliasar Mar er komin út I skólaútgáfu. Hún kom fyrst út áriö 1950 og vakti þegar mikla athygli. Hún fjallar einkum um unglinga i Reykja- vik á þeim árum og greinir frá innbroti sem nokkrir piltar fremja og áhrifum þess. Sagan lýsir reykvisku samfélagi fyrstu árin eftir strið og er auðug heimild um lifshætti og mál- far unglinga á þeim tima. Eysteinn Þorvaldsson ritar formála þessarar útgáfu og hef- ur tekið saman skýringar og athugunarefni, sem ætlaö er skólanemum. Vögguvisa er fimmtánda bók- in I flokknum, íslensk úrvalsrit I skólaútgáfum. A kápu er brot úr eiginhandarriti höfundar aö uppkasti sögunnar. EUas Mar, höfundur „Vöggu- vls»”. J. ftvvi mzrTZuzr r 'LOU kaX

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.