Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 27 Námskeið í postulínsbrúðugerð Brúðugerð Önnu Maríu sími 587-7064, 861-7064 NEFNDIN góða semríkisstjórnin skipaðitil að finna sættir umfiskveiðistjórnina, hefur lokið störfum. Ekki náðist samkomulag í nefndinni og meirihluti hennar leggur til að tekið verði upp auðlindagjald, málamyndagjald upp á einn milljarð, enda verði felld niður gjöld á móti, nokkurn veginn sem því nemur. Og svo er þeim gert að greiða hálfan milljarð til viðbótar ef afkoman leyfir! Má ég minna á að samanlagt er kvótinn met- inn á þrjú hundruð milljarða. Ef þetta verður niðurstaðan og ríkisstjórn- in og sjávarútvegsráðherra gegna tillögum meirihluta nefndarinnar, er ljóst, að engar sættir hafa náðst, enginn friður er fyrirsjáan- legur, og engin málamiðlun eru uppi á borð- inu hjá þeim ráðamönnum sem settu nefnd- ina á laggirnar og töluðu til þjóðarinnar í sáttatón. Mér er nær að fullyrða að þessi málalok flokkist undir ögrun gagnvart þjóðarviljan- um og hagsmunum heildarinnar. Hún er móðgun og brigð á loforðum sem gefin voru fyrir síðustu alþingiskosningar, þess efnis að koma til móts við þá kröfu og þann vilja ís- lensku þjóðarinnar að fiskurinn í sjónum væri ekki gefin ókeypis til nokkurra útvaldra einstaklinga og fyrirtækja; að hann væri ekki hafður að féþúfu sérhagsmuna; að hann væri ekki einkaeign lénsherra og sægreifa. Afkomutengt auðlindagjald er kattar- þvottur. Yfirklór. Undiraldan í þjóðfélaginu fór ekki framhjá neinum þegar síðast var kosið til alþingis. Hún er ennþá sú hin sama: Fiski- stofnarnir eru sameign þjóðar- innar. Þeir geta aldrei orðið einkaeign. Þeir eru auðlind sem þjóðin á öll. Sú tilfinning er sterk og ríkjandi á Íslandi, að það stríði gegn réttlæti og heildarhags- munum, þegar stjórnvöld veita fáeinum einkarétt á fiskikvótum og aðgang að afla úr sjó, án þess að þeir hinir sömu greiði eina ein- ustu krónu fyrir þann rétt. Og geti síðan selt og grætt á viðskiptum með óveiddan fiskinn í sjónum. Ég hefði haldið að þetta lægi ósköp ljóst fyrir. Ég hefði haldið að ráðamenn í stjórnmálum, foringjar flokka og útgerðin sjálf, gerðu sér grein fyrir að þessari sterku tilfinningu væri ekki hægt að bjóða byrginn. Enda er enginn vafi á því, að tilboðið um sátt og samkomulag, sem gert var fyrir síðustu kosningar, voru viðbrögð stjórnarflokkanna tveggja, til að koma til móts við þessi sjón- armið og lægja öldurnar. Ef nú á að leggja fram málamyndanið-urstöður einsleits meirihluta í svo-kallaðri sáttanefnd og telja þjóðinni trú um að þannig sé komið til móts við gagn- rýnina, þá er mönnum varla sjálfrátt. Þá er í rauninni verið að gera gys að fólki, virða skoðanir þess að vettugi og svíkja þau fyr- irheit, sem gefin voru um sættirnar. Hverja er verið að sætta með tillögum um afkomutengt auðlindagjald? Kannske út- gerðarmenn? En ekki hina, ekki þá sem hafa með rökum bent á þessi afglöp, ekki þann stóra hóp kjósenda og landsmanna, sem geta aldrei og munu aldrei samþykkja þá tilhögun, sem felur það í sér að þjóðareignin sé gefin fyrir spottprís. Í kvótakerfinu er verið að taka sérhags- munina fram yfir heildarhagsmunina. Það er verið að hygla einum á kostnað annars. Það er verið að afhenda verðmæti, sem alla tíð hefur verið litið á sem almannaeign. Afkomutengt auðlindagjald er ekkert svar við því ranglæti. Og svarar engan veginn til þess verðmætis sem í húfi er. Í allri þeirri einkavæðingu sem nú er rekin af miklum ákafa, með sölu á bönkum og síma og hluta- bréfum í fyrrverandi ríkiseignum, liggur auðvitað í augum uppi, að sömu aðferð má nota í aðgangi að fiskimiðunum, með því að bjóða kvótann upp, selja hæstbjóðanda afla- heimildir og láta þjóðina njóta góðs af þeim arði og þeim aðgangi sem menn vilja borga til að gera út á miðin. Þetta kalla ungir sjálfstæðismenn hins-vegar sósíalisma, á nýlegu landsþingisínu, og vilja frekar standa vörð um sérhagsmunina og gjafakvótann. Þar er Bleik brugðið. Er þá svona komið fyrir gömlu góðu sjálfstæðisstefnunni, að unga fólkið í flokknum telji það sósíalisma að setja þessi verðmæti þjóðarinnar á markað? Er þá svo komið fyrir frelsi og framtaki einstaklings- ins, að það sé best framkvæmt og varðveitt með því að slá skjaldborg um einokun? Skyldu sömu skilaboð koma frá landsfundin- um í næsta mánuði? Eftir því sem manni skilst af þeim rökum sem flutt hafa verið til stuðnings ókeypis út- hlutun á fiskikvótum og til fulltingis frjálsu framsali útvalinna einstaklinga á þessum verðmætum, er því haldið fram, að frjálsa framsalið leiði til aukinnar hagræðingar og betri stýringar á fiskisókn. Hver er nú sannleikurinn og staðreyndin í þeim efnum? Útgerðin safnar skuldum í gríð og erg, fiskistofnarnir dragast saman, kvót- inn minnkar, brottkastið eykst, braskið blómstrar og heil byggðarlög eru að leggjast í rúst og eyði, vegna vitleysunnar í kvótamál- unum. En á meðan geta „kvótaeigendur“ labbað út úr útgerðinni og frá landinu, með milljarða í farteskinu, af því að þeir eru skráðir eigendur á fiskikvóta, sem ekki er enn búið að veiða og veiðist kannske aldrei! Og þjóðin sýpur seyðið af þessari forheimsku og þessu ranglæti, í minni veiði, meiri byggðaröskun og rýrnandi lífskjörum. Upp á þetta hefur maður horft og beðið þolinmóður eftir efndunum um að sætta þjóðina; að koma til móts við réttlætið og þá sterku undiröldu, sem hafnar þessu kerfi og vill að sameign þjóðarinnar sé sameign þjóð- arinnar. Ekki nokkurra og örfárra útvaldra. Nú bendir hinsvegar flest til þess aðhinn ráðandi meirihluti á Alþingiætli sér að ulla framan í okkur, hundsa með öllu þá biðlund og bón, að brag- arbót verði gerð sem dugi. Afkomutengt auð- lindagjald! Ef þetta er svarið, ef þetta verður sáttatilboðið, þá er það lítilsvirðing og létt spaug, sem ekki er hægt annað en að hlæja við, ef manni væri hlátur í hug. En þetta er ekkert aðhlátursefni. Því mið- ur. Spaugað með þjóðina Afkomutengt auðlindagjald! Ef þetta er svarið, ef þetta verður sáttatilboðið, þá er það lítilsvirðing og létt spaug sem ekki er hægt annað en að hlæja við, ef manni væri hlátur í hug, skrifar Ellert B. Schram. En þetta er ekkert aðhlátursefni. Því miður. HUGSAÐ UPPHÁTT DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.