Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 1
Húsnæðismál spítalanna MORGUNBLAÐIÐ 30. SEPTEMBER 2001 223. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 10 Hægri hönd bin Ladens 14 Laxveiði enn í öldudal 24 B PAKISTÖNSK kona lítur út um glugga á strætisvagni í hafnarborg- inni Karachi í gær. Stjórn talibana í nágrannaríkinu Afganistan hefur samþykkt að eiga frekari fundi með pakistönskum embættismönnum sem eru að reyna að fá harð- línustjórnina til að framselja Osama bin Laden, sem grunaður er um að hafa staðið á bak við hryðju- verkin í Bandaríkjunum 11. sept- ember. Reuters Í strætó í Karachi KAÞÓLSKUR blaðamaður var skotinn til bana á Norður-Ír- landi á föstudaginn, fáeinum klukkustund- um eftir að bresk stjórn- völd höfðu krafist þess að stærsti útlaga- hópurinn í röð- um mótmæl- enda léti af aðgerðum gegn kaþólsk- um og lög- reglu, en sæta pólitískum refsiaðgerðum ella. Að sögn lögreglu skutu byssumenn blaðamanninn, Martin O’Hagan, þegar þeir óku framhjá honum í Lurgan, bæ suðvestur af Belfast, þar sem hann var á göngu ásamt konu sinni. Hún varð ekki fyrir skoti. O’Hagan var 51 árs. Hann er fyrsti blaðamaðurinn sem er myrtur í átökunum á Norður-Írlandi, sem staðið hafa í þrjá áratugi. O’Hagan hafði áunnið sér óvild margra herskárra manna í undirheimum bardagaliðs mótmælenda vegna bein- skeyttra skrifa sinna um af- brot þeirra og manndráp. Hann starfaði í Dublin fyrir blaðið Sunday World, en hann flúði frá Norður-Írlandi árið 1993 eftir að skrifstofur blaðs- ins í Belfast voru sprengdar í loft upp og honum tóku að ber- ast morðhótanir frá bardaga- liðum mótmælenda vegna greina sem hann hafði skrifað um þá. N-Írland Blaða- maður skotinn Martin O’Hagan Belfast. AP. HVERFANDI líkur eru taldar á því að diplómatísk lausn finnist á deil- unni í Afganistan eftir að pakist- anskir sendimenn snéru heim frá landinu tómhentir úr leiðangri sem miðaði að því að sannfæra talibana- stjórnina í Afganistan um að fram- selja hinn meinta hryðjuverkafor- sprakka Osama bin Laden. Réttarhöldum yfir átta erlendum hjálparstarfsmönnum, sem eru í haldi í Afganistan, var í gær frestað til dagsins í dag (sunnudags). Er hjálparstarfsmönnunum, tveim Bandaríkjamönnum, tveim Áströl- um og fjórum Þjóðverjum, gefið að sök að hafa boðað kristna trú í Afg- anistan sem stjórnað er samkvæmt íslömskum trúarbókstaf. Sendinefnd skipuð háttsettum ísl- ömskum klerkum og yfirmanni pak- istönsku leyniþjónustunnar reyndi að fá talibanastjórnina til að af- henda bin Laden, sem grunaður er um að hafa staðið á bak við hryðju- verkin í Bandaríkjunum 11. sept- ember sl. Pakistan hefur lýst stuðningi við Bandaríkjamenn í deilunni við talib- ana, en Pakistan er ennfremur eina ríkið í heiminum sem viðurkennir stjórn talibana í Afganistan. Höfðu Pakistanar vonast til að geta komið í veg fyrir að Bandaríkjamenn beittu hervaldi í deilunni við talibana. Þetta var í annað sinn sem Pak- istanar sendu menn til viðræðna við talibanastjórnina síðan hryðjuverk- in voru unnin. Fyrri viðræðunum lauk með því að afganskt klerkaráð ákvað að bin Laden skyldi beðinn um að fara sjálfviljugur úr landi. Það hefur hann ekki gert. Einn af sendimönnunum í seinni ferðinni sagði að hann teldi að æðsti leiðtogi talibana, múllann Mohamm- ed Omar, væri „óhræddur við stríð“ við Bandaríkjamenn. Á fundinum hefði Omar ekki einu sinni viljað ræða um bin Laden. Haft er eftir pakistönskum klerki, sem tók þátt í viðræðunum við talib- anastjórnina, að Omar hafi sagst ekki hafa skipt um skoðun og neitað að afhenda bin Laden. Hafði klerk- urinn, Mohammad Jamil, ennfrem- ur eftir Omar, að Bandaríkjamenn yrðu að láta af „þrjósku“ sinni. Hernaðarátök virðast sífellt lík- legri og fregnir hafa borist af því að bandarískar sérsveitir hafi þegar farið inn fyrir landamæri Afganist- ans í könnunarleiðangra. Háttsettur bandarískur embættismaður stað- festi þetta sl. föstudag. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá því á fréttavef sínum að talibanastjórnin neiti því að banda- rískir sérsveitarmenn hafi komið inn á yfirráðasvæði talibana, sem ráða um 90% af öllu landinu. Þá hefðu talibanar einnig neitað frétt- um þess efnis að þrír bandarískir sérsveitarmenn og tveir afganskir leiðsögumenn þeirra hafi verið tekn- ir höndum. Sjónvarpsstöðin al-Jazeera í Quatar hafði það eftir heimildar- manni í al-Qaeda-samtökum bin Ladens að hópurinn hefði verið handtekinn af liðssveitum talibana og verið færður til yfirheyrslu. Yrðu myndir af þeim birtar innan tíðar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hefur samþykkt ályktun um að öll 189 aðildarríki samtakanna skuli neita hryðjuverkamönnum um pen- inga, stuðning og skjól. Ályktunin er bindandi og var samþykkt einróma á föstudaginn. Pakistanar segja talib- ana ekkert gefa eftir Islamabad, Sameinuðu þjóðunum. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.