Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 32
MINNINGAR
32 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
! "# !$%
! "#& !$% ! "" '("$!!)"
! "#*+ " ",
&
'-"# &
!
" # $
"
$ % $
!
"#$
%&$# ' (
)*
#
! "#
$ % &# $ "#
' &# %() &#
) *"# +
!" #
!
"# $%&'(#)#
* $%&'(#+" , #
# , #!
###
"#+"
)' #+#+!
!""#
✝ GuðmundurEiðsson fæddist
á Þúfnavöllum í
Hörgárdal 1. desem-
ber 1917. Hann lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
23. september síð-
astliðinn. Foreldrar
Guðmundar voru
Eiður Guðmunds-
son, bóndi og hrepp-
stjóri á Þúfnavöll-
um, f. 2.10. 1888, d.
10.11. 1984, og Lára
Friðbjarnardóttir, f.
24.12. 1897, d. 18.11.
1937.
Systkini Guðmundar eru Stein-
gerður, f. 3.3. 1921, d. 27.6. 2001,
og Hrafn, f. 8.12. 1922. Hálfsystk-
sem skrifstofumaður hjá KEA og
við bústörf á Þúfnavöllum. Guð-
mundur var bóndi á Þúfnavöllum
1940–1973, samhliða búskapnum
var hann í hlutastarfi hjá útibúi
Búnaðarbankans á Akureyri frá
1940–1961 og í fullu starfi 1963–
1973. Guðmundur var útibússtjóri
Búnaðarbankans á Hólmavík
1973–1975 og útibússtjóri Búnað-
arbankans á Stykkishólmi frá
1975–1982 er hann lét af störfum.
Guðmundur og Berghildur fluttu
aftur norður í Þúfnavelli 1982.
Árið 1984 fluttust þau hjón til Ak-
ureyrar og hafa búið þar síðan,
síðastliðin sjö ár í Lindasíðu 4.
Útför Guðmundar fer fram frá
Akureyrarkirkju á morgun,
mánudaginn 1. október, og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
ini Guðmundar sam-
feðra eru Sturla, f.
16.11. 1940, og Drop-
laug, f. 13.1. 1951.
Guðmundur kvæntist
1. desember 1944 eft-
irlifandi eiginkonu
sinni, Berghildi Bern-
harðsdóttur, f. 17.7.
1917. Sonur þeirra er
Eiður, f. 6.10. 1954,
maki Emelía Jóhanns-
dóttir, f. 25.5. 1957.
Fósturbörn Eiðs, börn
Emelíu, eru Óli Ívars-
son, f. 4.10. 1982, og
Edda Hermannsdótt-
ir, f. 18.4. 1986.
Guðmundur varð gagnfræðing-
ur frá Menntaskólanum á Akur-
eyri 1937. Hann starfaði síðan
Elsku afi.
Núna ertu kominn upp til himna í
hvíld. Þú varst orðinn lúinn og
þreyttur. Við vonum að þú hafir það
sem best og að þér líði vel. Þú hefur
alltaf verið okkur góður afi og við er-
um stolt af að hafa átt þig sem afa.
Það er erfitt að kveðja þig en við
hugsum bara um hvað við áttum góð-
ar stundir saman og þær voru nú
ekki fáar. Þið amma komuð oft í
heimsókn til okkar þegar við bjugg-
um í Danmörku og það var alltaf frá-
bært þegar þið komuð. Svo fluttumst
við til Akureyrar og vorum við þá ná-
lægt ykkur og gátum heimsótt ykkur
oftar. Svo er okkur ofarlega í huga
þegar þið amma fóruð með okkur í
sumarbústað í Aðaldal og þú fórst
með okkur út í fótbolta. Þær voru
líka margar stundirnar sem við átt-
um saman við taflborðið, þar sem þú
varst að kenna okkur mannganginn.
Þessum stundum munum við aldrei
gleyma. Við viljum þakka þér fyrir
þessi yndislegu ár og allt sem þú hef-
ur kennt okkur.
Þitt hjarta bar frið. Það var heilög örk.
Þín hönd var svöl, og mín kné sig beygja.
Fótsár af ævinnar eyðimörk
einn unaðsblett fann ég - til þess að deyja.
Volduga, mjúkhenta líkn míns lífs,
hve ljúft var í skaut þitt ennið að hneigja.
Mín sál á ei málið, - en varir míns vífs,
vilja þær orð mér til frelsis segja?
(Einar Benediktsson.)
Edda og Óli.
GUÐMUNDUR EIÐSSON
✝ Atli Helgasonfæddist í Kaup-
mannahöfn 7. júlí 1926.
Hann lést á Landspít-
alanum við Hringbraut
18. september síðast-
liðinn. Foreldrar Atla
voru Helgi Jónsson frá
Brennu, verslunar-
maður í Reykjavík, f.
1.1. 1887, d. 18.9. 1959,
og Elín Albertsdóttir,
frá Leiðarhöfn við
Vopnafjörð, hár-
greiðslumeistari í
Kaupmannahöfn, f.
19.6. 1903, d. 27.2.
1968. Atli ólst upp hjá fósturfor-
eldrum sínum á Vopnafirði og í
Reykjavík. Fósturforeldrar hans
voru Guðmundur Albertsson frá
Leiðarhöfn við Vopnafjörð, stór-
kaupmaður í Reykjavík, Amster-
dam og víðar, f. 2.6. 1893, d. 11.12.
1970, og Guðný Jóna Guðmunds-
dóttir Albertsson frá Borgarfirði
eystra húsmóðir, f. 12.2. 1902, d.
8.12. 1994. Atli kvæntist 22.3 1951
Sif Áslaugu Johnsen húsmóður, f.
meðan stríðið geisaði sigldi Atli í ís-
fiskflutningum til Englands, vetur-
inn 1943–44 á Aldin frá Dalvík og
síðan veturna 1944–45 og 1945–46
á Rifsnesinu frá Reykjavík. Hann
var síðan háseti á ms. Vatnajökli
1947–51. Að loknu farmannaprófi,
1951, var hann 3. stýrimaður á es.
Token frá Gautaborg, stýrimaður á
varð- og strandferðaskipum ríkis-
ins 1952–54, var flugumferðar-
stjóri við Flugstjórnarmiðstöðina í
Reykjavík 1954–56, en sigldi á
skipum Eimskipafélagsins 1956–
80, fyrsti stýrimaður á ms. Kötlu og
síðan ms. Öskju og skipstjóri þar
1962–76 og loks skipstjóri á ms.
Skeiðsfossi 1976–80. Atli starfaði
síðan hjá Íslenskum aðalverktök-
um sf. við Olíustöð NATO í Hval-
firði 1980–86 og var verkstjóri hjá
Lýsi hf. 1986–88. Á árunum 1980–
95 var hann skipstjóri og yfirstýri-
maður á skipum frá Noregi, Kýpur
og Íslandi. Um páskana 1993 var
hann skipstjóri á togaranum Hauki
frá Siglufirði og sigldi hann skip-
inu til Tromsø fyrir rússneska út-
gerð sem keypt hafði skipið. Atli
var einn af stofnendum Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra.
Útför Atla fer fram frá Kópa-
vogskirkju á morgun, mánudaginn
1. október, og hefst athöfnin klukk-
an 13.30.
25.8. 1926. Foreldrar
Sifjar Áslaugar eru
Lárus Kristinn John-
sen, verslunarmaður
og konsúll í Vest-
mannaeyjum, og Hall-
dóra Þórðardóttir
Johnsen húsfreyja.
Börn Atla og Sifjar Ás-
laugar eru 1) Lárus
Johnsen, f. 21.9. 1951,
kona hans er Nanna
Guðrún Zoëga, og eru
þeirra börn Atli
Sveinn, Kristinn Ingi,
Lárus Helgi, Guðjón
Hrafn og Sigurjón Örn
Lárussynir, dóttir Lárusar frá því
áður er Una Marsibil en dótturdótt-
ir hans er Alexandra Dís Jónsdótt-
ir; 2) Guðmundur Halldór, f. 2.1.
1958; 3) Atli Helgi, f. 25.5. 1965; 4)
Dóra Elín húsmóðir, f. 10.1. 1968,
gift Birgi Gunnsteini Bárðarsyni
og er dóttir þeirra Silvía Sif Birg-
isdóttir, auk þess sem sonur hennar
er Guðmundur Halldór Atlason.
Árið 1943 fór Atli til sjós sem há-
seti á ms. Geir frá Siglufirði. Á
Þegar við hjónin nú kveðjum Atla
Helgason að lokinni langri samleið
er margs að minnast. Fyrir Auði allt
frá bernsku þeirra og fyrir mig (Guð-
jón) eftir að ég kom inn í fjölskyldu
þeirra. Í hugann kemur fjöldi atriða,
sem orðin eru að dýrmætum endur-
minningum, sem ýtt er til hliðar og
geymdar. Þær eru of persónulegar
til að fjalla um þær hér og sennilega
heldur ekki sögulegri en gengur og
gerist innan fjölskyldu. Eftir stend-
ur í minningunni Atli sjálfur og per-
sónuleiki hans, hreinlyndi og glað-
værð, auðmýkt í meðlæti og
þolinmæði og þrautseigja í mótlæti,
glaðværð og – kannske mest – góð-
vild.
Það tók ekki langan tíma fyrir
neinn að kynnast Atla Helgasyni.
Það má segja að hann hafi verið allur
þar sem hann var séður. Það var
engin tilraun til að sýnast og fláræði
eða undirferli var ekki til í hans per-
sónuleika. Heiðarleiki og samvisku-
semi voru honum í blóð borin. Því
fylgdi engin vandlæting eða gagn-
rýni. Atli hafði víða farið og mikið
séð. Hann þekkti allar hliðar mann-
lífsins og hafði staðið af sér stóra
storma í lífi og starfi. Þá treysti hann
þeirri forsjá, sem honum hafði best
reynst og þessari þjóð í gegnum ald-
irnar. Við ræddum nær aldrei um
trúmál – okkar tal var á léttari nót-
um – en ég vissi að hann var mjög
trúhneigður, þótt hann væri dulur
um slíkt. Hans barnatrú dugði hon-
um og hann sá ekki ástæðu til að
flækja hana með óþarfa vangavelt-
um.
Ævistarf hans var á sjónum. Sjó-
mennskan virtist honum í blóð borin.
Þar var hann kunnáttumaður og
sigldi fleyi sínu jafnan heilu heim eft-
ir marga baráttuna við stríða vinda
og úfinn sjó. Þar skerptist þolinmæði
hans og æðruleysi í baráttu við mátt-
arvöldin.
Hann tók hliðarspor frá sjónum er
hann lærði flug og flugumferðar-
stjórn, en það stóð ekki lengi. Synir
hans tóku hins vegar upp þráðinn og
hafa haslað sér völl í alþjóðlegri flug-
starfsemi.
Glaðværð hans var smitandi, hann
hafði frá mörgu að segja og sagði vel
frá. Hlátur hans var skellihlátur.
Bærist talið hins vegar að alvarleg-
um hlutum í lífi eða starfi þagnaði
hann fljótt og vildi sem minnst um þá
tala, bar í bætifláka fyrir og trúði, að
þeir myndu leysast. Þegar land-
krabbinn spurði hvort einhver sjó-
ferðin hefði ekki verið erfið vegna
fárviðris, sem hafði geisað, fannst
honum það ekki umtalsvert, aðeins
hluti af daglegu starfi og ekki meira
um það.
Ég held að meginviðhorf Atla í líf-
inu hafi verið að láta gott af sér leiða,
en ekki að sækjast eftir veraldlegum
gæðum umfram það að sjá fjölskyldu
sinni farborða og börnum sínum fyr-
ir menntun. Hann bar fjölskylduna
mjög fyrir brjósti en þurfti að vera
viðskila við hana löngum stundum
vegna starfs síns. Ekkert gladdi
hann meira en að sjá börnin og
barnabörnin vaxa úr grasi og verða
að nýtum mönnum. Sú ræktarsemi,
sem hann sýndi þeim alla tíð, skilaði
sér margföld til baka.
Ég held að á sínum lífsferli hafi
Atli haft miklu meiri áhrif á sam-
ferðamenn sína en margir þeir sem
hærra lætur í og að þessi veröld okk-
ar sé heldur betri en ella vegna þess
að hann lifði í henni um tíma.
Auður og Guðjón.
ATLI
HELGASON
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Traust persónuleg
alhliða útfararþjónusta.
Áratuga reynsla.
Símar 567 9110 & 893 8638
utfarir.is