Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Málþing um mjólk
Mikilvægur
kalkgjafi og
gefur orku
MÁLÞING ummjólk verðurhaldið í þingsal 1
á Hótel Loftleiðum 2.
október og hefst það
klukkan 20. Þingið er
haldið að tilhlutan Nátt-
úrulækningafélags Ís-
lands og verða flutt þar
fjögur framsöguerindi.
Einn fyrirlesara er Kol-
brún Einarsdóttir nær-
ingarráðgjafi. Hún var
spurð hvað hún ætlaði að
ræða um?
„Ég ætla að tala þarna
um mjólkurofnæmi og
mjólkursykuróþol.“
– Er slíkt algengt?
„Mjólkurofnæmi er al-
gengara hjá börnum en
fullorðnum. Hjá börnum
er stærsti hlutinn annað-
hvort með mjólkur- eða
eggjaofnæmi. Hjá fullorðnum er
algengast ofnæmi fyrir hnetum
eða skelfiski.
– Er mjólkurofnæmi hættu-
legt?
„Það getur verið það. Fólk
getur fengið mjög slæm ein-
kenni, svo sem onæmislost. Al-
gengast er hins vegar að fólk sé
með annaðhvort húðútbrot eða
einkenni frá meltingu eða önd-
unarfærum.“
– Er hægt að ráða við svona
ofnæmi með ofnæmistöflum?
„Þær geta haldið niðri ein-
kennum en ef fólk greinist með
ofnæmi fyrir mjólk er best að
halda sig algjörlega frá mjólk og
mjólkurvörum og margir losna
þá alveg við einkenni.“
– Er ekki slæmt að geta ekki
notað neinar mjólkurvörur?
„Eðlilega er það erfitt því við
Íslendingar notum mjólk í ýms-
an mat. Mjólk er því oft í unnum
matvörum. Þeir sem þjást af
svona ofnæmi geta því ekki
keypt hvað sem er í búðum, það
þarf að kunna að lesa innihalds-
lýsingar og síðan þarf fólk að
læra hvaða mat það þarf að
borða í staðinn. Þegar mjólkin
er tekin hverfur úr fæðinu mikið
af hitaeiningum og einnig er
mjólk þýðingarmikill kalkgjafi.
Fólk verður því að nota t.d.
kalkbætta sojamjólk eða taka
inn kalktöflur.“
– Er mjólk mikilvæg fæðuteg-
und fyrir þá sem hana þola?
„Mjólkurvörur eru einkum
mikilvægur kalkgjafi. Þeir sem
nota ekki mjólkurvörur þurfa að
tryggja að fá kalk úr öðrum
matvörum, sardínur gefa t.d.
mikið af kalki en annar matur
gefur kalk í minna mæli, svo
sem grænmeti, ávextir og korn-
matur. Mjólkin gefur líka orku,
prótein og B2 vítamín, en auð-
velt er að fá þetta úr öðrum
matvælum.“
– Nú segja sumir að fullorðið
fólk hafi ekki sérstak-
lega gott af mikilli
mjólk?
„Við höfum ekki
þörf á að þamba mjólk
en gott er að drekka
tvö glös af mjólk á
dag og borða ost á
eina til tvær brauðsneiðar.“
– Þurfa börn meiri mjólk en
fullorðnir?
„Þau þurfa sama skammt og
fullorðnir nema þau sem eru í
örum vexti eins og unglingar,
þau þurfa aðeins meira.“
– Er mjólkursykursóþol al-
gengt?
„Mjólkursykursóþol er mjög
algengt hjá öðrum þjóðum,
nema Norður-Evrópubúum.
Ensímið sem sér um að brjóta
niður mjólkursykur hverfur úr
meltingarveginum þegar fólk
kemst á fullorðinsár nema hjá
Norður-Evrópubúum.“
– Hvernig stendur á þessum
mun?
„Þetta er erfðafræðilegur
munur og er ekki sjúkdómur
heldur eðlilegt.“
– Hvernig lýsir mjólkursyk-
ursóþol sér?
„Fólk fær uppþembu, vind-
gang, magaverki eða niður-
gang.“
– Er hægt að laga þetta?
„Nei, fólk þarf að forðast mat
sem inniheldur mikinn mjólkur-
sykur, svo sem mjólk og súr-
mjólkurvörur en fólk getur hins
vegar borðað venjulega osta.
Það getur verið misjafnt hvað
fólk þolir af mjólkursykri, sumir
þola hálft glas af mjólk en aðrir
þola alls ekki neitt.“
– Hvað með lyf – slá þau á
óþolið?
„Það er hægt að fá lyf til að
taka inn og hjálpa til við nið-
urbrot mjólkursykurs. Einnig er
hægt að fá dropa til að setja út í
mjólkina þannig að
mjólkursykurinn
brotni niður. Á mörg-
um stöðum erlendis er
hægt að fá mjólkur-
sykurssnauða mjólk
og mjólkurvörur.“
– Hvað fleira verður
fjallað um á námskeiðinu?
„Aðrir fyrirlesarar verða
Björn Guðbjörnsson gigtarlækn-
ir, Hallgrímur Magnússon lækn-
ir og Auðunn Hermannsson hjá
Mjólkurbúi Flóamanna. Auk
þess verða pallborðsumræður
þar sem þetta málefni verður
rætt og fyrirspurnum svarað.“
Kolbrún Einarsdóttir
Kolbrún Einarsdóttir fæddist
9. desember 1956 í Reykjavík.
Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Tjörn
1976 og námi í næringarfræði
frá háskólanum í Ósló 1981 og í
klínískri meðferðarfræði frá
háskólanum í Gautaborg 1983.
Hún hefur starfað sem nær-
ingarráðgjafi á Landspít-
alanum og er nú deildarstjóri
næringarstofu á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi.
Kolbrún er gift Gísla Þór
Sigurþórssyni kennara og eiga
þau þrjú börn.
Tvö glös af
mjólk á dag
og ostur á
eina eða tvær
brauðsneiðar
ÁSGERÐUR Halldórsdóttir, for-
maður suðvesturkjördæmis Sjálf-
stæðisflokksins og fulltrúi í mið-
stjórn flokksins,
hefur ákveðið að
gefa kost á sér í
fyrsta sæti í bæj-
arstjórnarpróf-
kjöri flokksins
sem fram fer 3.
nóvember nk.
Ásgerður, sem
er fædd árið 1956,
hefur um langt
skeið verið mjög
virk í íþrótta- og félagsmálum Sel-
tjarnarness og gegnt fjölmörgum
trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, bæði á nesinu sem á lands-
vísu.
„Ásgerður lauk prófi í viðskipta-
fræði við Háskóla Íslands árið 1990
en stundar nú nám í stjórnun og
stefnumótun við meistaradeild HÍ.
Hún er deildarstjóri innra eftirlits og
reikningshalds hjá Tryggingamið-
stöðinni hf., þar sem hún hefur starf-
að í mörg ár. Eiginmaður hennar er
Kristján Guðlaugsson, forstöðumað-
ur tölvudeildar Lýsingar hf. og eiga
þau þrjú börn á aldrinum 7, 16 og 21
árs,“ segir í fréttatilkynningu.
Gefur kost
á sér í
fyrsta sæti
Ásgerður
Halldórsdóttir
Sjálfstæðismenn
á Seltjarnarnesi
Það er fátt annað eftir til ráða í þessu heimsins besta kvótakerfi en að reyna að „flengja sjóinn“.
HÁSKÓLARÁÐ hefur falið kennslu-
málanefnd Háskólans að yfirfara
hugmyndir um samræmingu reglna
sem gilda um lokaverkefni stúdenta.
Í tilkynningu frá HÍ segir að þær
sameiginlegu reglur fyrir Háskóla Ís-
lands sem settar voru af háskólaráði
26. júní 2000, kveði fyrst og fremst al-
mennt á um það hvernig stúdentar
skuli haga námi sínu. Slík almenn
ákvæði eigi m.a. við um kröfur sem
gerðar eru til lokaverkefna nemenda.
Í 4. mgr. 53. gr. segi til dæmis að
stúdentum sé algerlega óheimilt að
nýta sér hugverk annarra í ritgerðum
og verkefnum, nema heimilda sé getið
í samræmi við viðurkennd fræðileg
vinnubrögð.
„Viðmiðanir um fræðileg vinnu-
brögð eru ekki teknar upp í reglurn-
ar, enda styðjast þær við órofa hefð.
Í Háskóla Íslands er meginreglan
sú, að deildum er falin nánari útfærsla
hinna almennu reglna í samræmi við
aðstæður og hefðir á hverju fræða-
sviði, sem geta verið um margt ólíkar.
Flestar deildir hafa gefið út skrifleg
fyrirmæli í þessu efni, sem að jafnaði
eru birt í kennsluskrá Háskólans eða
á heimasíðu viðkomandi deildar,“ seg-
ir í fréttatilkynniningu frá HÍ.
Deildir Háskólans fylgjast með því
að reglum um lokaverkefni og annað
sem að náminu lýtur sé fylgt. Þær
geta beitt ýmsum úrræðum ef mis-
brestur verður á því.
Háskólinn fer yfir regl-
ur um lokaverkefni