Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LOKATÖLUR eru ekki allsstaðar staðfestar hvað þáað fyrir liggi heildarveiði-tala fyrir vertíðina 2001.Samanburðurinn er þó við
sumarið 2000 er heildarveiði nam
27.287 löxum og 24.432 löxum ef
menn kjósa að draga frá þá fiska
sem skráðir voru slepptir í veiðibæk-
ur, en þeir voru 2.918 síðasta sumar.
Að öllum líkindum eitthvað fleiri nú.
Talsverður barlómur hefur verið í
stangaveiðimönnum og víst er, að í
ýmsum ám var veiðin ekki beysin og
annars staðar þar sem þó gekk eitt-
hvað af fiski fóru ill skilyrði illa með
veiðivonina. Þannig voru langvar-
andi þurrkar víða um land um há-
sumarið og lítill vatnsforði til að við-
halda laxveiðiánum. Þetta kom
auðvitað illa niður á veiðiskapnum
og mun minna veiddist en ella.
En þrátt fyrir barlóminn er at-
hyglisvert að skoða eitthvað af veiði-
tölum sumarsins.
Sem fyrr segir verður Eystri- og
Ytri-Rangá lokað nú um helgina, en
lokatölur í þeim eru nokkuð ljósar,
Eystri-Rangá er með um 3.000 laxa
og Ytri-Rangá um það bil 2.500 laxa.
Þær eru langhæstar yfir landið, en
hafa algera sérstöðu í íslensku veiði-
áaflórunni ásamt Breiðdalsá. Þær
eru sum sé hafbeitarstöðvar, göngu-
seiðum er sleppt í stórum stíl í þær,
seiðin ganga til sjávar og skila sér til
baka. Náttúrulegir laxastofnar
Rangánna eru hverfandi og silungur
er þeirra fiskur. Af þessum sökum
segir ástand og gangur mála í Rang-
ánum lítið um ástand villtra ís-
lenskra stofna. Það segir ekki einu
sinni að ástandið sé hugsanlegra
betra í hafinu af því að metveiði var í
ánum, því hún kann að stafa af betri
seiðum og sleppitækni en áður.
Margar af „sjálfbæru“ ánum eru
sannarlega með lakari veiði heldur
en í fyrra, en þónokkrar þeirra eru
svipaðar og jafnvel betri. Við skulum
líta á nokkur dæmi. Efst er Langá á
Mýrum með 1.407 laxa sem er mun
betra en í fyrra, þá skilaði áin 1.014
löxum. Næst er Norðurá í Borgar-
firði með 1.354 laxa sem er 287 löx-
um minna en í fyrra. Blanda og
Svartá voru með um 1.325 laxa sam-
an á móti aðeins 713 löxum í fyrra.
Næsta sæti er skipað Þverá/Kjarrá,
heildartalan úr þeim til samans var
1.205 laxar sem er svipað og í fyrra,
nokkrum löxum minna þó, 1.286 í
fyrra. Næst er Selá með 1.110 laxa
sem er ívið minna en í fyrra (1.360),
en afar góð veiði samt. Utan Eystri-
og Ytri-Rangár eru síðan þrjár ár til
viðbótar sem fóru yfir þúsund laxa,
Laxá í Aðaldal með 1.079 laxa sem er
dálítill bati frá fyrra ári (942), Laxá í
Kjós sem gaf um 1.020 laxa sem er
næstum sama veiði og í fyrra og
Grímsá sem gaf 1.006 laxa sem einn-
ig er nánast sama veiði og í fyrra.
Næstu ár eru Laxá í Leirársveit
með um 930 laxa sem er svipað og í
fyrra, Hofsá með um 910 laxa sem er
um hundrað löxum meira en í fyrra,
Laxá í Dölum með um 900 laxa sem
er 300 laxa viðbót frá fyrra ári.
Af öðrum þekktum laxveiðiám má
nefna eftirtaldar og eru tölur frá
2000 innan sviga. Laxá á Ásum 565
(760), Haukadalsá 575 (348), Elliða-
árnar 414 (586), Miðfjarðará 434
(632), Leirvogsá 430 (540), Vatns-
dalsá um 520 (323). Auk þess má
nefna að allar ár Þistilfjarðar voru
með nokkrum tugum laxa meiri afla
heldur en í fyrra og þar var með-
alþyngd laxa um eða yfir 9 pund.
A.m.k. var svo í Svalbarðsá og
Hafralónsá.
Loðið og teygjanlegt
Orri Vigfússon, formaður NASF,
verndarsjóðs Atlantshafslaxins
sagði um vertíðina, að enn einu sinni
hefðu vonir brugðist. „Lokatölur
liggja enn ekki fyrir, en það stefnir í
að heildarveiði verði langt fyrir neð-
an 35.000 laxa langtímameðaltalið.
Reikna má með að heildarveiðin í ár
verði undir 30.000 löxum. Ef dregin
er frá veiðin í hafbeitaránum, sleppt-
um fiski og laxi af eldisuppruna má
áætla að eftir standi um 18.000 veiði
á hreinum villtum laxi,“ segir Orri
og heldur áfram:
„Laxastofnar á Íslandi og í Rúss-
landi standa þó betur en í flestum
öðrum löndum þar sem hrunið er um
eða yfir 80%. Nýlega ræddi ég við fé-
laga minn sem var að veiða í Ponoi-
ánni. Þeir félagar höfðu veitt 144
laxa og þar af voru 104 nýir eða lús-
ugir, margir stórir og pattaralegir.
Öllum löxunum var að sjálfsögðu
sleppt en Rússar eru smám saman
að taka forystu í stjórnun laxveiða á
meðan við keppumst við að hífa upp
nokkrar veiðitölur með maðkaflokk-
um. Ef ekkert verður að gert og
laxastofnar halda áfram að minnka,
glatast mikil verðmæti sem engin
leið er að bæta, þ.e.a.s. efnahagsleg
verðmæti, en ekki síður hin miklu
verðmæti sem fólgin eru í útivist og
veiðiskap. Við hljótum að vera sam-
mála um að þessi glæsilegi fiskur má
ekki við meiri áföllum, það verður að
spyrna við fæti og snúa þeirri
óheillaþróun sem við blasir.“
Guðni Guðbergsson, fiskifræðing-
ur hjá Veiðimálastofnun, sagði í
samtali við Morgunblaðið að enn
væri of snemmt til að rýna um of í
tölur sumarsins. Hins vegar sagði
hann að títtnefnt orð, „óefni“, þegar
rætt væri um ástand og horfur í lax-
veiðum hér á landi, væri bæði loðið
og teygjanlegt. Lagði Guðni áherslu
á, að ákveðið magn þyrfti af hrygn-
um í hverri á til að framleiða ákveðið
magn hrogna sem þyrfti til að gjör-
nýta búsvæðin. Það sem framleidd-
ist umfram það væri það sem aflögu
væri fyrir veiðimenn og það gæti
verið langur vegur frá því ástandi að
veiðimenn teldu ástandið orðið óvið-
unandi og til þess að það væri orðið
þannig að ástæða væri til að hafa
áhyggjur og grípa til aðgerða.
„Veiðitölur komast mun fyrr í
„óefni“ heldur en raunverulegt
ástand stofna. Svo er líka hugtakið
teygjanlegt, hvað eru menn að tala
um? Jú, e.t.v. rýrnandi verðgildi og
menn fái minna fyrir peninginn. Á
móti kemur að merki eru um að það
skipti menn minna máli, menn borgi
uppsett verð og geri sig ánægða með
minni afla,“ segir Guðni.
Ríflega 200 þúsund fiskifræðingar
Guðni lagði á það ríka áherslu að
allar aðgerðir sem hugsanlega yrði
gripið til byggðust á rannsóknum og
fyrirliggjandi gögnum. „Það hefur
sýnt sig að það eru ríflega 200.000
fiskifræðingar í landinu og rík til-
hneiging til að grípa til patent-
lausna. Lítið dæmi þar um eru
sleppingar. Ég bendi t.a.m. á að 65%
smálaxa, sem bera uppi veiðina á Ís-
landi, eru hængar. Það er sem sagt
nóg af þeim og spurning hvað fæst
með því að sleppa þeim. Patent-
lausnirnar eru allt frá því að dæla
kviðpokaseiðum í ár og upp í að loka
þeim alveg og friða í nokkrar ár til
að ná upp hrygningarstofni. Ég held
að mikilvægara sé að skýra myndina
af því hvað er að gerast í náttúrunni.
Við þurfum að fá höfuðstól endur-
heimtan. Er sjórinn að skila minna
til baka eða eru færri seiði að fara til
hafs? Hvað veiðist af hverri göngu?
Laxinn er að heyja ansi harða lífs-
baráttu. Við höfum horft upp á það
sem við teljum góða árganga göngu-
seiða ganga út í hagstætt sjávarhita-
stig, en svo skilar fiskur sér illa
heim. Eitthvað í mynstrinu hefur
breyst. Ef við lítum til áranna milli
1970 og 1980 þá veiddust 20.000
smálaxar og 20.000 stórlaxar. Í fyrra
veiddust hins vegar 20.000 smálaxar
en aðeins 4.000 stórlaxar og þessar
tölur hljóta að segja eitthvað. Menn
hafa velt fyrir sér að aukaár í sjó
höggvi stór skörð í laxatorfurnar, en
við erum að tala um fisk sem er þá
orðinn 50–60 sentímetra langur og
erfitt að sjá að einhverjir afræningj-
ar geti verið stórtækir. Ég held hins
vegar að það sé innbyggt í seiðin
hvað þau verði lengi í sjó strax og
þau ganga úr ánum. Kynjahlutfall
laxa hefur verið rannsakað í Víði-
dalsá og Laxá í Aðaldal. Í þeim eru
65% stórlaxa hrygnur og 25% smá-
laxa hrygnur. Þetta hlutfall breytist
ekki þótt stórlöxum fækki en smá-
laxar standi í stað. Þegar síðan stór-
lax þverr á þennan hátt hlýtur það
að koma harðast niður á norðlensku
ánum sem hafa verið með jafnt hlut-
fall stór- og smálaxa.
Breyttar forsendur talna
Hér á undan var þess getið að víða
í laxveiðiánum væru forsendur veiði-
talna breyttar og bæri að skoða
sumarútkomuna í ljósi þess. Vaxandi
fjöldi áa þar sem fluga er annað-
hvort eina leyfilega agnið eða að
stærstum hluta er hluti af skýring-
unni. Veiðiminnkun í Norðurá virð-
ist t.d. mega rekja til þess að svo-
kölluð maðkaholl voru ekki í ánni
síðsumars. Veiðiminnkunin milli ára
nemur um það bil það sem tvö fyrstu
maðkahollin hafa verið að veiða síð-
ustu sumrin. Í stað maðkaholla var
veitt til vertíðarloka með flugu og að
auki við slök þurrkaskilyrði. Í
Kjarrá var aðeins fluguveiði og má
búast við að heildarveiði í Þverá/
Kjarrá hefði verið eitthvað yfir
veiðitölu síðasta sumars ef mað-
kveiðihollin hefðu verið á ferð síð-
sumars eins og áður. Miðfjarðará,
sem var mjög slök í sumar hefði ugg-
laust verið með mun hærri tölu hefði
verið veitt á maðk, en maðkahollin
þar nyrðra hafa verið sérstaklega
dugleg síðustu sumur og veitt jafn-
vel á þriðja hundrað laxa á þremur
dögum í vatns- og fiskleysi. Segja
má að með því að takmarka eða
banna maðkinn í vaxandi fjölda áa sé
verið að draga úr sókn og álagi. Tals-
vert er um dæmi af þeim toga sem
hér hafa verið nefnd og þeim mun ef-
laust fjölga ef eitthvað er næstu
sumrin, enda er það nú tilkynnt á
hverjum árbakkanum af öðrum að
hér eftir verði aðeins leyfð flugu-
veiði.
Laxveiði á Íslandi
enn í öldudal
Veiðimenn með væna laxa við Kaðalstaðahyl í Þverá í Borgarfirði.
Laxveiðivertíðinni 2001
lýkur nú um helgina, en þá
verður Rangánum báðum
og Breiðdalsá lokað. Lax-
veiði á Íslandi er enn í öldu-
dal en einstakar laxveiðiár
voru ýmist betri, svipaðar
eða lakari en í fyrra. Þá eru
ekki lengur sömu forsendur
fyrir sumum aflatölum og
áður. Guðmundur Guð-
jónsson kannaði landslagið
og ræddi meðal annars við
Guðna Guðbergsson fiski-
fræðing.
Sumar ár, eins og t.d. Blanda, hafa verið á uppleið í veiði.
Laxinn er að heyja
ansi harða lífsbar-
áttu. Við höfum
horft upp á það
sem við teljum
góða árganga
gönguseiða ganga
út í hagstætt sjáv-
arhitastig, en svo
skilar fiskur sér
illa heim. Eitthvað
í mynstrinu hefur
breyst.