Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1250 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is  kvikmyndir.com  kvikmyndir.is Þegar þú veist lykilorðið, geturðu gert allt! Sýnd kl. 8 og 10.10. B i. 16. Vit 251  strik.is  strik.is Mögnuð stuðmynd í nánast alla staði!  kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 6. Ísl. tal. Vit 258. Sýnd kl. 2 og 8. Mán kl 8. Enskt. tal. Vit 265. Sýnd kl. 10. B.i. 12. Vit 256 Sýnd kl. 4 og 8. Mán kl. 8. B. i. 12. Vit 270 Steven Spielberg leikstyrir hér Haley Joel Osment (Sixth Sense, Pay it Forward) og Jude Law (Enemy at the Gates) í einni stór- kostlegustu sögu og sjónarspili sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Í leikstjórn Steven Spielberg  Radíó X  HK DV  Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com Að falla inní hópinn getur reynst dýrkeypt. Naglbítandi og „sexí“ sálrænn tryllir í anda „Cruel Intentions“. FRUMSÝNING FRUMSÝNING Litríkur leikhópur gerir myndina að kostulegri skemmtun. Með Bette Midler (What Women Want), Nathan Lane (The Birdcage), Stockhard Channing (West Wing þættirnir á RÚV), David Hyde Pierce (Frasier þættirnir), John Cleese (A Fish Called Wanda) og Amanda Peet (The Whole Nine Yards). Leikstjóri: Andrew Bergman (The Freshman, Honeymoon in Vegas). Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6, 8 og 10. B. i. 12. Vit 275 Hæfileikar eru ekki allt. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Mán kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 274 Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 6. Ísl tal. Vit 245 HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 6. Sýnd kl. 2, 5.15, 8 og 10. Mán kl. 5.15, 8 og 10.B. i. 12 ára. Himnasending i i Frá leikstjórum American Pie. Líf og dauði hef- ur sínar góðu og slæmu hliðar. Með „fyndnasta manni“ í Ameríku, Chris Rock (Lethal Weap- on 4, Dogma), Mark Addy (The Full Monty), Eugene Levy (American Pie), Regina King (Jerry Maguire, Enemy of the State) og Chazz Palmenteri (Analyze This). Sýnd kl. 8. Kvikmyndir.com Hugleikur DV  strik.is Stærsta mynd ársins yfir 50.000 áhorfendur Steven Spielberg leikstyrir hér Haley Joel Osment (Sixth Sense, Pay it Forward) og Jude Law (Enemy at the Gates) í einni stórkostlegustu sögu og sjónarspili sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Í leikstjórn Steven Spielberg Hagatorgi www.haskolabio.is sími 530 1919  Radíó X  Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com  HK DV Sýnd mánudag kl. 10.30. Litríkur leikhópur gerir myndina að kostulegri skemmtun. Með Bette Midler (What Women Want), Nathan Lane (The Birdcage), Stockhard Channing (West Wing þættirnir á RÚV), David Hyde Pierce (Frasier þættirnir), John Cleese (A Fish Called Wanda) og Amanda Peet (The Whole Nine Yards). Leikstjóri: Andrew Bergman (The Freshman, Honeymoon in Vegas). Hæfileikar eru ekki allt. FRUMSÝNING Sýnd kl. 6, 8 og 10. Mán kl. 8 og 10. Sýnd kl.2, 4 og 6. Mán kl. 6. Ísl tal Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Mán kl. 6, 8 og 10. KRISTINN hefur búið á Manhatt- an í fimmtán ár og kynnst lífinu þar í sínum fjölbreytilegustu myndum. „Borgin er orðin svolítið eins og einhver suðurríkjabær með öllum þessum fánum,“ byrjar Kristinn, „en hátturinn er svona hér, þeim finnst þetta sjálfsagt. Daginn eftir að ég kom hingað, árið 1986, tók ég neðanjarðarlest án þess að kunna nokkuð á kerfið og lenti inni í World Trade Center. Ég leit upp og dáðist að allri þess- ari symmetríu. Hvernig þeir náðu upp eins og augað eygði. Þeir urðu að þessu tákni því þeir voru tveir – ég efast um að einhver hefði ráðist á einn turn.“ Hluti af spænsku gamanprógrammi En hvað varstu að gera þegar árásirnar áttu sér stað? „Ég var með sendibílstjóra fyr- irtækisins sem ég vinn hjá að koma úr sendiferð á 29. stræti. Þetta var fullkominn dagur eins og þeir segja hér; ekki ský á himni. Við vorum á leið upp eftir 8. breið- götu og samstarfsmaðurinn var að hlýða á grófan morgunþátt á spænsku. Skyndilega sagði hann við mig: „Ég held það sé eitthvað að gerast í World Trade Center.“ Og þegar við litum við sáum við þessa reykjarbólstra sem voru eins og eldgos. Ég var farinn að halda að þetta væri bara hluti af spænska gamanprógramminu þeg- ar sagt var að önnur flugvél hefði flogið í hinn turninn. Svo komu all- ar þessar sírenur, lögreglu- og slökkvibílar með rauðum ljósum; þetta var mikið sjónarspil. Þegar ég horfði á þéttmannaða slökkvi- bílana aka hjá tók ég eftir því hvað slökkviliðsmennirnir voru spenntir á svipinn. Rúmlega 300 þeirra fór- ust … Við hættum okkur ekki út úr bílnum og héldum síðan uppeftir í vinnuna. Þegar turnarnir voru hrundir fórum við bílstjórinn aftur niður- eftir, því hann þurfti að sækja konuna sína. Það var ekki auðvelt að leita að einni manneskju þar því ástandið minnti á Innrásina frá Mars. Allir starfsmenn þarna nið- urfrá voru að ganga eða hlaupa heim til sín. Ég held ég hafi aldrei séð meiri manngrúa. Þetta var eins og þrisvar sinnum Times Square á gamlárskvöld. Menn voru dolfallnir, sumir stjarfir, og grátandi náttúrlega. Fréttir bárust fljótt, hvar sem maður fór: Annar turninn er far- inn! Svo var sagt: Hinn er farinn! Og eftir alla vinnuna við að koma þeim upp, sögðu menn. Mér er sagt að um fimmtíu verkamenn hafi farist við byggingu þeirra.“ Engin New York eftir tíu ár? Þegar Kristinn gekk um borgina næsta dag segir hann að stemmn- ingin hafi verið rólegri en á þakk- argjörðardag. Allar götur auðar og ekki hræða á ferli. „„Þetta er eins og laugardagur án timburmanna,“ sagði kona sem ég mætti. Þennan dag fann ég reykjarlykt.“ Kristinn lítur framtíð New York-borgar ekkert sérlega björt- um augum og sér fyrir sér endalok hennar samfara nýrri heims- kreppu. „Ég hef haft á tilfinningunni, allt frá fyrsta tilræðinu við turnana, 1993, að eitthvað þessu líkt myndi gerast. Það er auðvelt að segja það nú. Þá þekkti ég fólk sem gekk grátandi niður úr turn- unum og grét. Núna held ég að það gæti verið að New York eyddist á næstu ár- um. Ef þessir menn hefðu haft kjarnorkuvopn hefðu þeir notað þau. Það má hugsa sér að það verði engin New York eftir tíu ár.“ Er það ekki óþarfa svartsýni? „Ég veit það ekki – tala menn ekki svona um heimsendi? Þegar þú sérð þessa tvo turna, þar sem vinna 50.000 manns, hrynja niður því tvær flugvélar fóru af fyrirhugaðri leið geturðu ímyndað þér hvað menn með kjarnavopn gætu gert. Þetta kunna að virðast órar en hefði ein- hver spáð því sem gerðist núna hefði það líka verið sagt órar. CIA datt aldrei í hug að þetta gæti gerst.“ Hlýrra til borgarinnar en áður – Er þá ekki kominn tími til fyr- ir þig að yfirgefa þessa borg? „Tilfinningar mínar til borgar- innar hafa frekar hitnað en hitt. Þær voru farnar að kólna svolítið áður en þetta gerðist. Nú vill mað- ur sjá hver næsti leikur verður. Líklega verður stríð en enginn veit hvort náunginn næst manni er hryðjuverkamaður eða ekki. Við sjáum að þeir eru með auðugt ímyndunarafl og vestræn mannslíf eru í þeirra augum aumari en hundslíf. Þeir hafa örugglega ekki haft efasemdir – segja að þetta sé samkvæmt trúnni. Samkvæmt Kóraninum njóti þeir sælu á himni með sjötíu dökkeygum hreinum meyjum.“ Svo komu allar þessar sírenur Morgunblaðið/Einar Falur Kristinn Jón Guðmundsson hefur búið í New York síðustu fimmtán árin. Hér gengur hann eftir Times Square, þar sem stórir bandarískir fánar hafa verið settir upp. Einhver kunnasti New York-búi af íslensku bergi brotinn er Kristinn Jón Guðmunds- son. Eins og Stefán Jón Hafstein sagði okkur um árið hefur Kristinn búið ólög- lega í Manhattan um árabil og tekið ástfóstri við eyjuna. Einari Fali Ingólfssyni lék því forvitni á að vita hvernig hann upp- lifði árásirnar voveiflegu. Ég tel að þá eigi að byggja jafnstóra turna, stærri, eða alls ekki. Ekki sextíu hæð- ir, það væri meðal- mennska og ekki í anda New York. Við sjáum að þeir eru með auðugt ímynd- unarafl og vestræn mannslíf eru í þeirra augum aumari en hundslíf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.