Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.09.2001, Blaðsíða 48
Harry þolinmæð- ina og stingur af frá öllu klabbinu og fer til Guat- emala. Hann tel- ur sig nú hólpinn frá því upprenn- andi kaldastríðssamfélagi sem hann var farinn að hata, en þar skjátlast kauða. Guatemala er á þessum árum bara enn einn leikvangur stórveld- anna í baráttu hugmyndafræðanna. Bandaríska leyniþjónustan og kommúnískir útsendarar takast þar á í huldubaráttu og beita fyrir sig innfæddum tindátum af mikilli grimmd til að klekkja á andstæð- ingnum og Harry kemst ekki hjá því að taka þátt. Harry er harður nagli og tekur því sem fyrir hann ber með mátulegu jafnaðargeði og miklu ofbeldi. Þátt- takendur í sögunni eru eins og Harry, litaðir mjög sterkum litum. Þeir eru annaðhvort góðir í gegn eða hinir verstu drulludelar og eru bandarískir fjölmennari í seinni flokknum. Þær kvenpersónur sem koma fyrir eru hinar mestu breddur og alltaf til í að koma sínu til leiðar með kynþokkanum og finnst mér þessi einfaldleiki í persónusköpun einn helsti ljóðurinn á annars góðri og áhugaverðri bók. Höfundarnir virðast hafa lagt upp með að gera bók sem væri samblanda krimma af gamla skólanum og sagnfræðilegrar úttektar og hefur bara tekist nokkuð vel upp. Þetta er ljót og oft og tíðum ruddaleg saga. Bandaríska leyni- þjónustan fær ekki háa einkunn í sið- semiskladdann; endalaust baktjalda- makk og mannfórnir í þágu málstaðarins, en tilgangurinn helgar víst meðalið. Þetta er enn ein pens- ilstrokan í þeirri heimsmynd sem við búum nú við. Í leit okkar að sögulegu orsakasamhengi má þó ekki gleyma að sú gósentíð sem við á Vesturlönd- um göngum nú í gegnum byggist að miklu leyti einmitt á óbilgirni Banda- ríkjanna í utanríkispólitík þeirra. Ef litlir dómínókubbar eins og banana- lýðveldið Guatemala hefðu ekki haldist uppréttir er ekki loku fyrir það skotið að kalda stríðið hefði breyst í kjarnorkuvetur. Ber okkur því ekki að gæta hófs í formælingum á því kerfi sem verndar velmegun okkar. VIÐ erum jú kerfið. ÞAÐ Á ekki af Kananum að ganga. Aðeins fáum vikum eftir hryðjuverkin í New York, sem sumir segja að muni breyta gangi sögunn- ar, er farið að leita skýringa á ódæð- inu. Sagan er nú skoðuð í ljósi þess- ara atburða og reynt að finna orsakir þess að menn geti orðið svo blindir af heift að þeir geti bókstaflega steypt sér í opinn dauðann með hinn hrylli- legasta farangur; lifandi fólk. Á með- an verið er að hreinsa til í rústunum á Manhattan hafa sjálfkvaddir spek- úlantar og sögurýnar verið að ryk- suga skúmaskot bandarískrar utan- ríkisstefnu til að hreinsa loftið. Við það hefur margt misjafnlega geðfellt komið í ljós sem sjálfsagt hefur alltaf verið þekkt en aldrei áður verið sett í jafnóhuggulegt samhengi. Kjarn- orkuveldið Bandaríkin hefur verið í fararbroddi hins „frjálsa heims“ frá lokum seinna stríðs og verndað þetta frelsi með kjafti og klóm og þar sem það hefur ekki dugað, með morðum og pyntingum. Bókin American Century: Scars and Stripes gefur okkur innsýn í brot af þessari sorgarsögu. Árið er 1949 og Bandaríkin eru á barmi styrjaldar í Kóreu og kommagrýlan með McCarthy á hælunum er á hraðri uppsiglingu. Flugmaðurinn Harry Blokk upplifir ameríska drauminn. Með fallega konu sér við hlið, gott starf og hús í úthverfinu. En allt er þetta gegnumrotið þegar skyggnst er undir yfirborðið; framhjáhöld, grasserandi fordómar, og forpokunarháttur. Harry er kall- aður í herinn til að berjast gegn kommúnistum í Kóreu og reyna ásamt öðrum að koma í veg fyrir að fyrsti dómínókubburinn falli. Dóm- ínólíkingin var notuð til að lýsa þeirri keðjuverkun sem gæti hafist með valdatöku kommúnista í Kóreu. Önnur lönd áttu þá að geta fallið fyr- ir rauðu hættunni eins og kubbar í dómínó. Við kvaðninguna missir Myndasaga vikunnar er Americ- an Century: Scars and Stripes eftir þá Howard Chaykin, David Tisch- man, Marc Laming og John Stokes. Útgefið af DC Comics, 2001. Bókin er fáanleg í Nexus 6 á Hverfisgötu. heimirs@mbl.is Dómínó- forleikur MYNDASAGA VIKUNNAR Heimir Snorrason 48 SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                   !"#!$% &'$% &( KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness í leikgerð Sveins Einarssonar Í KVÖLD: kl. 20 - UPPSELT 3. sýning fim 4. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 4. sýning fö 5. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 5. sýning lau 13. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 6. sýning su 14. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI 7. sýning fi 18. okt kl. 20 - LAUS SÆTI 8. sýning fö 19. okt kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 6. okt, kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 12. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 20. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI FÖ26. okt kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 3. nov kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eva Ensler Í KVÖLD: kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 50. sýning Fi 4. okt kl. 20 - UPPSELT Fö. 5. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 6. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fi 11. okt kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 13. okt kl. 20 - LAUS SÆTI ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Lau 6. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI Fim11. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 12. okt. 20 - LAUS SÆTI ATH. AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR UMRÆÐUKVÖLD Á VEGUM SIÐFRÆÐISTOFNUNAR Evrópska framúrstefnan. Upplestrarkvöld með yfirlýsingum og ljóðum eftir F. T. Marinetti, T. Tzara o.fl. Þr. 2. okt. kl. 20.00. Stóra svið Litla svið 3. hæðin Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Munið áskriftarkortin Sölunni lýkur um helgina VERTU MEÐ Í VETUR!!! Pjotr Tsjajkovskíj: Fiðlukonsert Pjotr Tsjajkovskíj: Sinfónía nr. 4 Hljómsveitarstjóri: Myron Romanul Einleikari: Akiko Suwanai Japanski fiðluleikarinn Akiko Suwanai vann sér það til frægðar 1990 að verða yngsti sigurvegarinn í hinni þekktu Tsjajkovskí-fiðlukeppni í Moskvu, þá aðeins fjórtán ára gömul. Sagan segir að Tsjajkovskí hafi aðeins verið fjögurra ára þegar hann samdi sitt fyrsta tónverk. Sinfónían Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Undrabörn Gul áskriftaröð föstudaginn 5. október kl. 19:30 í Háskólabíói                                                                       !"                           !  "#$% &     '(#)#***# #   $    %&' "  #    +  &,(        -., $    (    &      '(#)#***# (&&  )    *   $ +  ," -  /  01     ,   $  ,    2  ( "  (,    )*# /  #   3  ( , (   . 4 5#'(#6#7**# .   /    / (   * ""     8      - ,  $    9, #   +  8   9  0     #:  ( .;  /  51 ( ./ .(# ( . #'(#6#7**#  !    "##$%& !    ""##$%&    "'() $*&+      ""##$%&     "##$%& "    ""##$%&     "%,"$$*&+ #$  %,"$$*&+    '() $*&+ ,& -.  /  0  %  &&' $   !( " ) * & ) * *# & '*  * ) * &    ( "+  ) *  $0 1223455 67 8.   7       7  9    6 :  9  7 ;  &<   =>4? 7 ;; /        IRO Á ÍSLANDI, Loftkastalinn, kl. 20. sun 30/9 kl. 20 síðasta sýning Miðasala er í síma 552 3000, virka daga kl. 12-16, um helgar frá kl. 16 og fram að sýningu. MEÐGÖNGUFATNAÐUR fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136 Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136. ÍRSKA hljómsveitin The Cranberries hefur tekið nýjasta myndband sitt úr umferð því það sýnir myndir af skýjakljúfum, flugvélum og krítaðar út- línur af líki á gangstétt. Í yfirlýsingu frá sveit- inni segir að margir telji að sum atriði í mynd- bandinu við smáskífuna „Analyse“ skírskoti óþægi- lega beint til hörmung- anna í Bandaríkjunum 11. september. Ákveðið hefur verið að endurgera myndbandið og klippa það til frá grunni. Smáskífan með laginu kemur út 15. október og fylgir ný breiðskífa, Wake up and Smell the Coffee, fast á hæla hennar. The Cranberries komin á ról Hætt við myndband Dolores O’Riordan FÓLK Í FRÉTTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.