Vísir - 18.10.1979, Síða 2

Vísir - 18.10.1979, Síða 2
2 VÍSIR Fimmtudagur 18. október 1979 Lestu auglýsingarnar i blöðunum? Dúi Karlsson, sjómaöur. Já, ég les helst smáauglýsingarnar. Maður rekst oft á skemmtilega hluti þar auk þess sem maður getur fært sér þær i nyt. Margrét Si gurðardóttir af- greiðslustúlka. Ég renni oftast yfir smáauglýsigar og skoða stærri auglýsingarnar ef þær eru skemmtilega myndskreyttar. Þórólfur Þórlindsson kennari. Það kemur fyrir að ég notfæri mér auglýsingarnar. Siöast þurfti ég á þeim að halda þegar ég var að leita mér að hjóli. Einar Sævarsson sjómabur. Já, ég les alltaf einkamál og bllaaug- lýsingar og renni 1 gegn um hinar. Siguröur Sigurbjörnsson verka- maður. Ég renni yfir þær og at- huga hvort ég sé eitthvað for- vitnilegt. Pétur Sigurðsson fyrir raksturinn... ■og eftir. Visismyndir: ATA. Nú læt ég skeggið tjúkai' segir Pélur Sigurðsson sem skerli pað ekki i tið vinsiri stiórnar „Ég tók upp á þvi að láta mér vaxa skegg þegar vinstri stjórnin tók viö og ég hét því að skeröa það ekki fyrr en hún væri farin frá og nú er komiöaö þvi að þaö fjúki!” . sagði Pétur Sigurðsson fyrrum alþingismaöur, stundum kallaður sjómaöur I stuttu spjalli við VIsi. „Þaö hafa margir oröiö til að gantast meö þetta skegg, ekki slst þeir sem studdu siöustu rikis- stjórn” og jafnvel sagt að það yrði orðiöskósittáöuren yfirlyki, en annað hefur nú komiö á dag- inn.” Annars hafa spunnist margar sögur í kringum þetta skegg. Gamalli konu þótti skeggið ljótt og eitt sinn þegar hún hitti mig sagði hún: „Æ, það vildi ég að stjórnin félli nU sem allra fyrst, svo þú rakaðir af þér skeggið!” önnur gömul vinkona min sem var eitthvað óánægð með gerðir stjórnarinnar sagði hins vegar: „Sviptu þvi nU sem allrafyrst . Pétur minn — þessi rikisstjórn hefúr hvort sem er svikiö öll sin loforö! ”. —HR innflutningur á iapönskum dekkjum dregsl saman: Magnús sagöi aö ekki hefðu tekist samningar við hina japönsku framleiöendur fyrr en um slðir og þá loksins hafi þeir átt erfitt með að afgreiða send- ingu til tslands fyrr en eftir ára- mót. Innflytjandinn hér heföi þá ákveðiö að flytja ekki inn dekk af þessari tegund vegna þess hve seint þau kæmu, þvi erfitt skorti á í vetur BÚÍSt ViO „Það má búast við að einhver skortur verði á snjó- dekkjum í vetur einkum á vörubíla og önnur atvinnu- tæki/ þar sem innflutningur á Bridgestone-vetrar- dekkjum verður sáralítill, en meira en helmingur vörubíladekkja hefur verið af þeirri tegund" sagði Magnús Arnarson starfsmaður hjá Rolf Johansen og Company en það fyrirtæki flytur inn þessa tegund dekkja. Hér er verið aö negla vetrar- dekk en nú eru allar llkur á aö sllk dekk komi til með að skorta I vetur fyrir vörubila og önnur atvinnutæki. væri að liggja lengi með dýran lager. Magnús taldi þó ekki að þetta kæmi til með aö hafa nein veru- leg áhrif á framboö á vetrar- dekkjum fyrir fólksbfla, þar sem hlutur Bridgestone-dekkja væri þar mun minni. Hins vegar væri alltaf erfitt að segja til um þörfina fyrirfram, þvl þegar fyrsta hálkan kæmi, yrði allt vitlaust og eftirspurnin ryki upp úr öllu valdi. Hingaö til hefði hún hins vegar verið með ró- legra móti, sagði Magnús að lokum. —HR „Helstu Kennitölur jákvæðar - segip Svavar Geslsson, irálarandi vlðsklplaráöherra „Þrátt fyrir barlóm og svart- sýni manna vegna veröbólg- unnar og slæms ástands I efna- hagslifinu, þá vilég geta þess að ýmsar helstu kennitölur I efna- hagslifinu eru jákvæðar, þegar rikisstjórnin fer frá völdum”, sagöi Svavar Gestsson, fráfar- andi viðskiptaráðherra, á fundi sem hann hélt með fréttamönn- um. A fundinum gaf Svavar eins- konar skýrslu yfir störf sln sem viöskiptaráðherra. Svavar nefndi nokkrar tölur, fullyrðingu sinni til staðfest- ingar: „A þessu þréttán mán- aöa valdatímabili rlkisstjórnar- innar, hefur gjaldeyrisstaðan batnaö mikið. Þegar rlkis- stjórnin tók við I ágúst 1978 var gjaldeyrisstaðan neikvæö um 15,2 milljónir Bandarlkjadala. En I júlllok 1979 var hún jákvæð um 86milljónir Bandarlkjadala. Trausta gjaldeyrisstöðu tel ég vera undirstöðu efnahagslegs sjálfstæðis hverrar þjóðar”, sagöi Svavar. Svavar hélt áfram: „Við- skiptajöfnuðurinn var jákvæður siöustu þrjá ársfjórðunga og út- flutningur jókst aö magni til um 18% á þessu timabili. Til hlið- sjónar má geta þess, að siðustu sjö ársfjóröungana á valdaferli rikisstjórnar Geir Hallgrims- sonar var viöskiptajöfnuðurinn neikvæöur.” Þá gat Svavar þess, að á tlmabilinu 31.7 78 til 31.7 79hafi aukning sparifjár orðið 58,6%, aukning útlána bankakerfisins 41,3%, en til samanburðar mætti geta þess að vlsitala framfærslukostnaðar hækkaði um 41,9% á þessu sama tíma- bili. „Þaö er vissulega rétt aö við náðum ekki þeim tökum á verð- bólgunni sem stefnt var aö. En þá má geta þess, aö 10 prósentu- stig af verðbólgu hækkuninni stafa beint éða óbeint af ollu- veröshækkununum, sem orðiö hafa”, sagði Svavar. Svavar Gestsson gat þess, að þann tlma sem hann var við- skiptaráöherra, skipaði hann allmargar nefndir og sagðist ekki trúa öðru en að eftirmaður sinn I ráöherrastól, Kjartan Jóhannsson, léti nefndirnar halda áfram störfum og skila áliti. Helstu nefndirnar eru þessar: I vor var skipuö nefnd sem kanna skyldi alla helstu þætti Svavar Gestsson á fundi meö blaöamönnum I Þórshamri. oliuverslunar. Þessi nefnd mun á næstunni skila skýrslu um inn- flutning, verölagningu hérlendis og stöðu ollufélaganna. í vor var skipuö nefnd er kanna skyldi alla útflutnings- verslun með sjávarafuröir bg önnur, er gera skyldi úttekt á fraktskipaflota þjóöarinnar. Innflutning á fraktskipum sagöi Svavar vera tilviljunarkenndan og ekki væri til^nein samræmd stefnumótun stjornvalda I þeim efnum. Þá skipaði Svavar Gestsson nefnd i september 78, er rann- saka skyldi innflutningsverslun- ina. Sú nefnd skilaði af sér I janúar og benti meðal annars á, aö verölag á innflutningi áriö 1978 hafi verið allt aö 20 mill- jöröum hærra en nauösynlegt var. Nefnd er kanna skyldi, hvort ekki væri hægt aö endurskoða álagningu verslunarinnar var skipuð I haust. Þá sagöist Svavar hafa falið vissum manni I viöskiptaráðu- neytinu að semja skýrslu um samskipti Islendinga viö al- þjóðaþankann og alþjóða gjald- eyrissjóðinn. Að lokum sagði Svavar: „Það var um margt ánægjulegt, blátt áfram skemmtilegt, að starfa I viöskiptaráöuneytinu. En tlm- inn var skammur og verkefnin stór. Og þessi stutti tlmi nýttist ekki nógu vel, þvi mikið af hon- um fór I þras við samstarfs- flokkana og fundarhöld. Þess má geta, aö á þessum 13 mánuð- um sem stjórnin sat, voru haldnir 129 formlegir rikis- stjórnarfundir, auk annarra funda”, sagði Svavar Gestsson. —ATA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.