Vísir - 18.10.1979, Side 24

Vísir - 18.10.1979, Side 24
Spásvæöi VeOurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiöafjörö- ur, 3. Vestfirðir, 4. Noröur- land, 5. Norðausturland, 6. Austfirðir, 7. Suðausturland, 8, Suðvesturland. Veðurspá dagslns Búist er viö stormi á suð- vesturmiðum og suðaustur- miðum. Kl. 6 var 980 mb. lægð um 700 km SV af landinu á hreyfingu NA eöa ANA. Hiti verður viða 3-6 stig á landinu, en við frostmark nyrst á Vestfjörðum. Veöurhorfur næsta sólar- hring: Suövesturmiö: vaxandi SA og A-átt, ASA 8-9 og rigning upp úr hádegi. Suövesturland til Breiöa- fjaröar, Faxaflóamiö og Breiöafjaröarmiö: Sunnan 2-3 og smáskúrir fyrst, en A 6-8 og rigning siödegis. Vestfirðir og miö: NA 2-3 og siðar 5-7, dálitil slydda eöa snjókoma norðan til. Noröurland og miö: NV 2-4 og sums staöar skúrir fyrst, gengur i A 5-6 og þykknar upp siðdegis. Viða rigning I nótt. Norðausturland og miö: V 2- 4 og viða léttskýjað fram eftir degi. en SA 5-6 og skýjað sið- degis, viöa rigning i nótt. Austfirðir og mið: V 2-4 og bjartviðri fyrst, SA 6-7 og rigning siödegis. Suöausturland og miö: V 4- 5, bjart til landsins, en skúrir á miöum I fyrstu. A eða SA 8-9 og rigning siödegis. veðrið hér og par Veöriö kl. 6 i morgun: Akureyri skýjað 4, Bergen léttskýjað 6, Helsinkiléttskýj- að 1, Kaupmannahöfn skýjað 9, Oslóþokumóða 3, Reykjavik skúr 3, Stokkhólmur skýjaö 7, Þórshöfn léttskýjaö 7. Veöriö kl. 18 I gær: Aþena léttskýjað 22, Berlfn skýjað 11, Chicago þokumóöa 16, Feneyjar þokumóða 18, R-ankfurt skýjað 13, Nuuk skýjað 5, London alskýjað 14, Luxemburg skýjað 10, Las Palmas skýjað 21, Mallorca léttskýjað 19, Montrealskýjað 10, New York skúr 16, Paris léttskýjað 13, Róm þokumóða 22, Malaga skýjað 17, Vin skýjaö 15, Winnipeg alskýjaö 10. Loki segir Lista- og skemmtideild sjónvarpsins heldur vel á spööunum um þessar mundir. Seölaspil var mjög góöur þáttur og nú eru aö hefjast sýningar á tveimur fram- haldsflokkum, Watergate- hneyksliö og Framboösstriö, en sá siöarnefndi er innlend framleiösla. Fimmtudagur 18. október 1979 síminn er86611 Eðvarð og Svava ákveðaaðhæfla Ýmsir að hugsa framboðsmálin Framboösmálin skýrast nú dag frá degi, enda aö veröa siöustu forvöö til þess aö ákveöa hvort menn gefa kost á sér I prófkjör eöa ekki. Eðvarð hættir ,,Ég hef ákveðiö aö fara ekki i framboð og tilkynnti ég það á fundi i gærkvöldi til réttra aðila i minum flokki, Alþýðubandalag- inu”, sagði Eðvarð Sigurðsson al- þingismaður, þegar Visir spurði hann, hvort hann ætlaöi I fram- boð. Eövarð var spuröur, hvaða á- stæöur lægju fyrir ákvörðun hans og sagðist hann þá vera farinn aö eldast og vilja minnka við sig verkefnin, enda heföi setan á Al- þingi aldrei verið nema hluti af hans starfi. Svava hættir líka Svava Jakobsdóttir, alþing- isihaður (Ab), hefur einnig á- kveðið að fara ekki aftur I fram- boð og munu ástæður hennar ein- göngu vera persónulegar. Telur hún þingmennskuna vera krefj- andi og timafrekt starf og hafi hún af þeim sökum ekki getaö sinnt ritstörfum þann tima, sem hún hefur setið á Alþingi eða hartnær áratug. Þó segist hún kveðja þingmannsstarfið meö nokkrum söknuði. Jóhannóákveðinn ,,Ég er ekki meö neinar hug- leiðingar um þetta I bili”, sagði Jóhann Einvarðsson (F) bæjar- stjóri 1 Keflavik, þegar Visir spuröi, hvort hann hygði á fram- boð. „Eg er afskaplega lítiö far- inn aö hugsa um þetta”. Fréttir hafa veriö á kreiki um að Jóhann muni verða I fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins I Reykjaneskjördæmi. Sólnessegir ekkert „Ég vil ekki ræða þetta núna”, sagði Jón G. Sólnes, alþingismað- ur (S), þegar hann var I morgun spurður, hvort hann hygðist gefa kost á sér i prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins 1 Norðurlandskjördæmi eystra. Davíð Scheving enn óákveðinn „Ég er ekki reiðuðúinn að svara þvi ennþá”, sagöi Davið Scheving Thorsteinsson, þegar Visir innti hann eftir þvi, hvort hann ætlaði I prófkjör Sjálfstæöis- flokksins I Reykjaneskjördæmi. Davið sagði, aö margir hefðu komiö að máli viö sig — raunar mun fleiri en sig hafi órað fyrir, og hvatt hann til að fara fram, en ennþá hefði hann ekki gert upp hug sinn I þessu máli. Þó mundi hann taka ákvörðun i dag eða á morgun, enda ekki seinna vænna, þvi að framboðsfresturinn rynni út á morgun, föstudag. —ÓT./HR. uv ||n .% l R étBúQ í MORGUN Lögreglan var á slfelldum þönum milli árekstrastaða I morgun og stundum voru þeir tilkynntir á sömu minútu. (Visism. BG) Thgir bíla í árekstrum á göluuum í morgun Mikiil fjöldi árekstra varð á höfuðborgarsvæðinu f morgun. óhöppin byrjuðu laust fyrir klukkan hálf átta og tilkynnt var um árekstra á nokkurra minútna fresti til lögreglunnar. i Reykjavik lentu um 20 bilar i árekstri á hálfri kiukkustund. Laust fyrir klukkan hálf átta lentu sex bilar i árekstri undir Elliðaárbrúnni og á sama tima varö árekstur tveggja bila við Keldnaholt. Einn var fluttur á slysadeild úr þvi óhappi. Þrir bilar lentu I árekstri á mótum Skógarsel og Stekkjarbakka og einn fluttur ú slysadeild. Margir árekstrar uröu á Miklubraut, I Kópavogi og Hafnarfiröi, bill fór út af og valt á Keflavikurvegi og þannig mætti lengi telja. Ising var á götunum i morgun og virðast ökumenn ekki hafa áttaö sig á aöstæðum. Allt lög- reglulið borgarinnar var meira og minna upptekið að sinna þessum árekstrum i morgun og viða uröu miklar tafir i umferö- inni. Eignatjón hefur oröið mjög mikið þar sem tugir bila uröu fyrir skemmdum og þaö miklum I sumum tilfellum. —SG. YllrskoOunarmenn elnu aOllarnlr. sem hafa aOgang aO hæOl reiknlngum Alhlngls og Kröflu: ATHUGASEMDIR RÍKISENDUR- SKOÐUNAR VORU UPPHAFIO „Málið er þannig, að rikisendurskoðun skoðar ekki reikninga Alþing- is. Viðyfirskoðunarmenn fórum yfir athugasemdir rikisendurskoðunar vegna Kröfluvirkjunar og þar kom fram, aðheimild skorti til greiðslu á simakostnaði Jóns G. Sólenss. Við samanburð á reikningum Alþingis kom Iljós, að simareikningar höfðu verið tvfborgaðir”, sagði Bjarni P. Magnússon, einn af yfirskoðunarmönnum rfkisréikninga, I samtali við Vfsi. Sem kunnugt er af fréttum VIs- is, fékk Jón G. Sólnes alþingis- maður greiddan simakostnað á árunum 1976 til 1978 hjá Alþingi eftir ljósriti af slmareikningum, sem hann hafði einnig fengiö greidda hjá Kröflunefnd. „Vegna þess aö yfirskoöunar- menn eru einu mennirnir, sem sjá reikninga beggja stofnana, þótti okkur fyllsta ástæða til þess að kanna máliö til hlltar og fá sér- fræðiaöstoð við þaö vérk. Við skrifuðum þess vegna rlkisendur- skoöanda og báðum hann um að- stoð. Einnig skrifuöum við for- seta Sameinaðs þings til þess aö hann vissi, að við værum að koma með þessa athugun. Við heyrum beint undir þingiö en ekki undir neitt ráöuneyti og þvl þótti okkur ástæða til aö láta forseta vita bæði um málavöxtu og hitt, aö við værum að fá mann úr stofnun, sem venjulega endurskoðar ekki reikninga Alþingis, til þess að at- huga þetta mál og gefa okkur um það skýrslu.” Jón Sólness hefur átalið yfir- skoðunarmenn fyrir að blða ekki eftir þvl aö hann kæmi á þeirra fund og skýröi sitt mái. Bjárni sagði, aö þetta mál heföi veriö þess eðlis, að það heföi ekki veriö hægt að blöa með þaö. — KS Flmm öpáða- birgðalög endur- úigefin „Við samþykktum á rikis- stjórnarfundi strax eftir að þing var rofiö, aö endurútgefa þau bráöabirgöalög vinstri stjórnar- innar, sem falla áttu úr gildi viö þingrof”, sagöi Magnús H. Magnússon, félagsmálaráöherra, I samtali viö Visi 1 morgun. „í fyrsta lagi eru þaö bráða- birgðalög um stöövun verkfalls á farskipum og verkbannsaðgerða Vinnuveitendasambands Islands. Slðan eru það bráöabirgöalög um hækkun söluskatts og tima- bundins vörugjalds. Þá eru þaö bráöabirgöalög um heimild til viöbótarlántöku og ábyrgöar- heimildar vegna framkvæmda á sviði orkumála árið 1979. Svo eru það bráöabirgðalög um breytingar á lögum um tima- bundið ollugjald til fiskiskipa, og bráðabirgðalög um veröuppbót á vannýttar fisktegundir. öll eru þessi bráðabirgðalög óbreytt, nema hvað smávægi- legar breytingar eru geröar á lög- unum um tímabundið vörugjald”. Þá sagði Magnús, að ákveöið hafi verið að stytta framboðs- frestinn til þingkosninganna I þrjár vikur. Fresturinn var styttur til að auka svigrúm fyrir prófkjörin. —ATA. Lentl fyr- ir vélsög Laust fyrir klukkan 101 morgun varð slys við nýbyggingu húss aldraðra viö Dalbraut. Þar lenti maður með hönd I vélsög og var þegar fluttur á slysadeild. Ekki var Ijóst hve meiðsl hans voru mikil, þegar blaðiö fór I prentun. Þá varð bílslys viö Kópavogs- læk I morgun og einn fluttur á slysadeild. —SG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.