Vísir - 22.10.1979, Side 15
vísm
Mánudagur 22. oktáber 1979
Mlklö að gera h|á „nýju fslendingunum:
/#Teitur! Viltu lesa þessi
þrjú orð".
Kristján Guðlaugsson,
kennari/ bendir á þrjú orð á
skólatöf lunni: Hatur —
haddur — hartur.
Það er íslensku-tími hjá
kínversku Vietnömunum,
sem fluttust til islands
eftir að hafa orðið að flýja
föðurland sitt.
Teitur les orðin af töfl-
unni/ en íslenskan vefst
ennþá fyrir honum. Það er
erfitt aö greina muninn á
þessum orðum í
framburði/ jafnvel fyrir
islendinga.
Áhuginn skin úr augum
nemendanna og hafa sjálf-
sagt sjaldan iðnari
nemendur stundað nám í
Námsflokkum Reykja-
víkur.
Fjórir kennarar sjá um
að kenna Vietnömunum,
Kristján Guðlaugsson,
Tryggvi Harðarson, Asta
Kristjánsdóttir og skóla-
stjórinn, Guðrún Halldórs-
dóttir. Tvö þeirra tala
kínversku þau Tryggvi og
Asta.
klnverskunni, en annars túlkar
Hanna útskýringarnar úr ensku
yfir á kínversku. Hanna talar
ensku, ein Vietnamanna.
21 Vietnamanna eru i þessu
islenskunámi hjá Námsflokkun-
um, fimm börn á aldrinum 3—6
ára eru i einkakennslu og f jögur
börn eru I Melaskólanum.
„Duga — dugga”, segir Helga,
og tekst vel upp og fær hrós,
bæöi hjá kennaranum og félögum
sinum.
„Þetta gengur alveg ágætlega
hjá þeim, miöaö viö aöstæöur”,
segir Guörún Halldórsdóttir,
skólastjóri. „Raddbeitingin hjá
þeim er mjög óllk raddbeitingu
islendinga og kinversku hljóöin
afar frábrugöin hljóöum I
islensku svo þetta er erfitt fyrir
þau. En þau vita hvaö mikiö
liggur viö hjá þeim aö læra
Islenskuna og eru mjög iöin. Þau
kunna ekkert annaö mál en
kinversku eöa vietnömsku og
væru þvi mállaus og hjálparlaus
á íslandi.
Þetta kom fram á grátbros-
legan hátt hér um daginn”, sagöi
Guörún.
óheppileg hjálpsemi
Og Guörún sagöi okkur sögu um
tvo nýju lslendingana, sem voru
aö koma úr vinnu og ætluöu i
skólann. En þeir mættu ekki og
voru þvi spuröir daginn eftir hvar
þeir heföu aliö manninn.
Þá kom upp úr dúrnum, aö þeir
höföu oröiö viöskila viö félaga
sina þvi þeir ætluöu meö bréf I
póstkassa og þaöan i skólann.
Sem þeir stóöu viö póstkassann,
stansaöi bill og ökumaöurinn
bauöst til aö aka þeim. Þeir
settust inn I bilinn, sem fór af
staö.
Þeir reyndu aö útskýra fyrir
ökumanninum hvert þeir ætluöu,
en ökumaöurinn skildi þá ekki og
Kennslan fer aö mestu fram á
islensku, en þegar þarf aö
útskýra eitthvaö, bregöa þau
Tryggvi og Asta fyrir sig
„Hvaö er þetta?” Tryggvi Haröarson bendir á myndir á blaöi og nemendurnir segja honum á Islensku
hvaö hluturinn heitir.
Vinna á morgnana -
í skðla síðdegis
Texti:
Axel
Ammendrup
Myndir:
Gunnar V.
Andrésson
þeir ekki hann. ökumaöurinn brá
þá á þaö ráö aö aka þeim heim til
sin og bjóöa þeim upp á kaffisopa.
Þar sátu þeir til klukkan fjögur
og aldrei komst ökumaöurinn aö
þvi, hvert Vietnamarnir ætluöu.
Hann gafst þvi upp og ók þeim
niöur i bæ aftur og lét þá út viö
póstkassann þar sem hann tók þá
upp.
Gengur vel að aðlagast
En hvernig gengur þeim aö
aölagast Islenskum kringumstæ-
um, sem eru svo ólikar þvi sem
þeir hafa átt aö venjast? Svariö
hlýtur aö vera: Vel.
Þó ekki sé liöinn nema rúmur
mánuöur frá þvi Vietnamarnir
komu hingaö, þá eru þrettán
komnir I vinnu og sá fjórtándi
byrjar sennilega aö vinna fljót-
lega. Sex vinna hjá Bæjarút-
geröinni, þrir hjá Holtakexi, þrir
hjá prjónastofunni Alis og einn
vinnur á lager hjá SIS. Þá eru all-
ar likur til þess aö einn hefji vinnu
á Hótel Sögu og matreiöi
kinverska og vietnamska rétti
fyrir gesti. Þeir vinna á morgn-
ana og stunda islenskunám eftir
hádegi.
Sem fyrr segir eru niu
barnanna i skólum og allir þeir
fullorönu stunda íslenskunám hjá
Námsflokkunum.
Og börn eru alls staöar eins,
hvar sem er I heiminum. Enda
leika vietnömsku börnin og
islensku börnin sér saman, og þó
þau tali ólik tungumál er þaö eng-
in hindrun i leiknum.
— ATA
„Okkur fannst við vera týnd
í frumskögi framandi orða”
- seglr Hanna. túlkur „nýju Islendlnganna”
„Jú, mér líkar vel við landið. Það er bara einn galli: Hér er svo kalt", sagði %
Hanna, túlkur víetnömsku komumannanna.
Nú er liðinn rúmur mánuður frá komu „nýju Islendinganna" til landsins og
nokkur reynsla er því komin á dvöl þeirra hér. Okkur fannst forvitnilegt að heyra
álit hennar á landi og þjóö að fenginni þeirri reynslu.
— Hvernig likar ykkur viö mat-
inn?
„Hingaö til höfum viö mest
megnis boröaö kinverskan og
vietnamskan mat. Viö höfum þó
nokkrum sinnum boröaö Islensk-
an mat, þá aöallega i boöum, og
okkur likar hann ágætlega.
En islenskan er mjög erfitt
tungumál. Okkur fannst fyrst
sem viö værum týnd I frumskógi
oröa, sem viö botnuöum hvorki
upp né niöur i. Ég hef lært ensku
og frönsku og þau tungumál eru
auöveld miöuö viö islenskuna.
Þaö eru svo mörg föll og beyging-
ar. Ég vorkenni félögum minum,
sem kunna ekkert annaö tungu-
mál en móöurmál sitt.
En viö reynum okkar besta.
Þaö er hreinlega skylda þeirra,
sem ætla aö búa i landinu, aö
kunna máliö”.
— Finnst ykkur þiö vera of
mikiö i sviösljósinu, gerir fólk
ykkur ónæöi?
„Nei, þaö finnst mér ekki. Mér
finnst islendingarnir þegar vera
farnir aö lita á okkur sem Islend-
inga. Ég þarf oft aö feröast I
strætó til aö komast i skólann og
vlöar. Ég mæti ekki ööru en
vingjarnlegu og brosandi fólki.
Mér likar vel viö íslendinga.”
„Ég hef ekki heyrt neinar
kvartanir um kaupiö. Einu
kvartanirnar, sem ég hef heyrt,er
þegar fólkiö fer I vinnuna
snemma á morgnana, þá er
dimmt og kalt.”
— Fariö þiö út aö skemmta
ykkur?
„Nokkrir félaga minna hafa
fariö i diskotek og bió, sjálf hef ég
fariö tvisvar i bió.”
— Hvernig finnst þér húsiö,
sem þiö búiö I?
„Húsiö er ágætt, en þaö er ef til
vill dálitiö litiö fyrir allan þennan
fjölda. En þaö er mjög hlýtt og
þaö er aöalatriöiö”, sagöi Hanna
og brosti.
— Hvaö finnst þér um nýja
nafniö þitt?
„Hanna? Jú, mér finnst þaö
ágætt og þaö er auövelt aö bera
þaö fram. Og auövelt aö beygja
þaö: Hanna — Hönnu — Hönnu —
Hönnu.
Okkur fannst nöfnin dálitiö
fyndin fyrst og sumir gátu ekki
boriö þau fram. En þetta kemur
allt saman.”
Þegar viö ætluöum aö kveöja
Hönnu og þakka fyrir okkur,
sagöi hún:
„Má ég spyrja þig einnar
spurningar? Hvernig likar þér viö
okkur? Finnst þér viö vera eitt-
hver.t þjóöfélagsvandamál?”
Þessi spurning kom mér I opna
skjöldu. En ég svaraöi, aö mér
hafi aldrei dottiö i hug aö halda aö
þau væru eöa yröu vandamál. Ég
gat ekki sagt sannara orö. Og eft-
ir aö hafa kynnst aöeins högum
Vietnamanna og séö hvernig þeir
spjara sig i ókunnu og framandi
landi, styrktist sú skoöun min
enn.
— ATA
Mánudagur 22. október 1979
Anna (imiöjunni) á leiö inn ikennslustund meö nemendum i Melaskólanum. Anna er ári yngri en bekkjarsystkin hennar.
lslenskutimi hjá námsflokkunum. Hanna, sem er fyrir miöri mynd, aöstoöar kennarana og túlkar útskýringar yfir á
kfnversku.
Kennslustund i Melaskólanum
Nú £er hver aó
veróa síóastur
til þess að sjá frábœran
plötuþeyti:
Robert Dennis