Vísir - 16.01.1980, Side 16

Vísir - 16.01.1980, Side 16
Myrkir músikdagar: Söngvar um ástlna ogdauDam - í flutningi Rut L. Magnússon og Sinfóníuhljómsveilarinnar ,,Mér finnst söngvarnir um ástina og dauðann eftir Jón Þórarinsson með fallegustu lögum eftir islensk tónskáld sem ég þekki”, sagði Rut L. Magnússon i spjalli við Visi um fyrstu tónleikana á Myrkum músikdögum sem eru i Menntaskólan- um við Hamrahlið á fimmtudaginn klukkan 20.30. Paul Zukofsky bandariski fiðlu- snillingurinn stjórnar þá Sinfóniuhljómsveit Islands og á efnisskránni er m.a. verk Jóns, sem Rut syngur. Verkið er skrifað fyrir fremur stóra hljóm- sveitog var gefið út 1950 af Menn- ingarsjóði. „Upphaflega var þetta verk skrifað fyrir baritonrödd, og var frumflutt á sinum tima af Kristni Hallssyni. Þetta er mjög fallegt og rómantiskt ljóð, en höfundur- inn er Christina Rossetti”. sagði Rut Stjórnandinn, Zukofsky, hefur leikið hér á landi og stjórnað. Þá hefur hann einnig unnið mikið og gott starf hér sem leiðbeinandi á námskeiðum, sem erlendir tón- Rut L. Magnússon syngur einsöng með Sinfónfuhljómsveit tslands á fyrstu tónieikum Myrkra músik- daga á fimmtudaginn. Visismynd BG. listarmenn hafa einnig sótt. ,,Það er stórkostlegt að vinna með Zukofsky. Hann er þolin- móður og getur dregið það fram sem hann vill fá frá þvi fólki sem hann starfar með”, sagði Rut. Á tónleikunum i Menntaskólan- um við Hamrahlið verða ein- göngu flutt islensk verk. Eftir Jón Leifs verður flutt verkið Þrjár myndir op. 44. Þá verður frum- flutt hér á landi verk Snorra Sigfús Birgissopar sem hann nefnir Þáttur. Verkið hefur verið flutt i Osló og Stokkhólmi við góöar undirtektir. Hreinn: Súm: 74, nefnist verk Atla Heimis Sveinssonar sem verður einnig frumflutt á þessum tónleikum. Hið klassiska verk Jóns As- geirssonar Lilja verður einnig flutt á þessum fyrstu tónleikum Myrkra músikdaga. Rut L. MagnUssoTi syngur einnigeinsöng á öðrum tönleikun- um sem haldnir verða i BUstaða- kirkju á sunnudaginn 20. janúar. „Hér er um að ræða verk eftir danskan höfund Vagn Holmboe, sem hann nefnir Timinn. Þetta er frumflutningur á verkinu hér á landi, en ég er búinn að hafa það nokkuð lengi hjá mér i þeirri von að það yrði flutt”, sagði Rut. Holmboe varð sjötugur á sið- asta ári. Hann er mikill Islands- vinur og hefur samið verk við ljóð Halldórs Laxness. Rutkennirvið Tónlistarskólann i Reykjavik, en einnig hefur hún stjórnað Háskólakórnum s.l. sjö ár. — KP. Þursarnir koma fram á hljómleikunum, en þeir vöktu mikla athygli á hljómleikaferðalagi um Norðurlönd I sumar. PÖNKARAR OG ÞURSARAR - á hijómleikum tll styrktar hjálparstarli í Kambútseu ,,Nú hafa safnast um 130 milljónir króna I Kambútseu- söfnunina. Henni fer nú að ljúka, en lokaátakið verða hljómleik- arnir, sem viö vonumst til aö fái góðar undirtektir”, sagði Guð- mundur Einarsson framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunnar kirkj- unnar I spjalli viö Vísi. Hljómleikar þeir sem Guð- mundur nefnir veröa haldnir i Austurbæjarbiói laugardaginn 9. febrúar og hefjast þeir klukkan 14. Fjórar kunnar hljómsveitir hafa boöið fram krafta sina, ásamt félögum i Al- þýðuleikhúsinu. Þær eru Pönkrokkhljómsveitin Fræbbbl- arnir, Snillingar, Kjarabót og þursarnir Tómas Tómasson, Egill Ólafsson, Karl Sighvatsson, Björgvin Gislason, og Asgeir Óskarsson munu leika af fingrum fram. Þá munu þeir einnig vera með skemmtilegt leyninúmer. Allir þeir sem vinna aö þessum hljómleikum gefa vinnu sina, jafnt tónlistarmenn, leikarar og starfsfólk Austurbæjarbió. Þá hafa eigendur biósins gefið eftir leigu á húsinu. Miðar á tónleikana verða seldir viku fyrir fram hjá Fálkanum og i Austurbæjarbiói. Mjólkurduft sent út. Guðmundur sagöi að sennilega yrði keypt mjólkurduft fyrir þá peninga sem söfnuðust. Það yrði liklega skipt við innlenda aðila, ef duftið fæst á samkeppnishæfu verið við það sem geríst i löndum Efnahagsbandalagsins. Til þess þurfa niðurgreiðslur úr rikissjóöi að koma til. Hjálparstarfið er skipulagt þrjá mánuði fram i tfmann, þannig að nú liggur fyrir að skipuleggja timabilið fram mars og fram i mai. Sendingin frá Islandi kemur þvi til þurfandi fólks á þessu timabili. Hjálparstarfið gengur mjög vel. „Samkvæmt fréttum sem ég hef fengið frá yfirmanni hjálpar- starfsins i Kambútseu, Niels Olsen, gengur það betur en hann hefði þorað að vona. Þeir aðilar sem standa að þessu eru ekki tor- tryggðir af stjórnvöldum, og því geta þeir unnið óhindraðir. Við störfum i samvinnu við bresku hjálparstofnunina Oxfam, hjálparstofnun lúterska heims- sambandsins og og hjálpar- stofnun kaþóisku kirkjunnar i Þýskalandi. Þetta eru allt virtar og þekktar stofnanir”, sagði Guð- mundur Einarsson. — KP. Pönkrokkhljómsveitin Fræbbblarnir taka létta rispu á hljómleikunum. Grænlandsvaka í Norræna húsinu Græniandsvinafélagiö Inuit og Norrænafélagið efna til Græn- landsvöku á fimmtudagskvöldið kiukkan 20.30 i Norrænahúsinu. A dagskrá vökunnar verður m.a. ávarp Hjálmars Ólafssonar formanns Norræna félagsins. Benedikta Þorsteinsson, græn- lensk kona sem stundar nám við Háskóla tslands, talar um tungu Grænlendinga. Kynnt verður grænlensk tónlist. Asi i Bæ flytur stemningar frá Grænlandi. Þá kynnir Arni Johnsen söngva og Páll Steingrimsson sýnir lit- skyggnur. I Norræna húsinu standa nú yfir tvær sýningar frá Grænlandi, list- sýningin Land mannanna og grænlensk bókasýning i bókasafni hússins. Þessar sýningar verða opnar á fimmtudagskvöidið. Atriði úr Hvaö sögðu englarnir? Tvöfalt siögæöi Tvö leikrit eru nú sýnd ú litla sviði Þjóðleikhúsins, Kirsiblóm á Noröurfjalli, og Hvað sögðu engl- arnir. Það fyrrnefnda eru tveir japanskir einþáttungar, en það siðarar er eftir Ninu Björk Arna- dóttur. Bæöi þessi leikrit hafa vakið verðskuldaða athygli leikhús- gesta. Leikrit Ninu Bjarkar er á litla sviðinu i kvöld klukkan 20.30. Það er nýstárleg athugun á tvö- földu siðgæði okkar þjóðfélags. I leiknum segir frá Steini og Brynju,- ungum elskendum sem fortiðin og kringumstæðurnar i samfélaginu meina að eigast. Við sjáum atvik úr fortið Steins i draumkenndum myndum og fáum hugboð um hrikalegt og ómenneskjulegt misrétti. Leikstjóri er Stefán Baldurs- son, en leikmyndina gerir Þórunn Sigriður Þorgrimsdóttir. Með hlutverkin fara Sigurður Sigur- jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Briet Héðinsdóttir, Helga Back- mann, Bessi Bjarnason, Helgi Skúlason, Sigriður Þorvalds- dóttir, Helga Jónsdóttir, Þór- hallur Sigurðsson og Arnar Jóns- son.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.