Vísir - 26.01.1980, Page 3

Vísir - 26.01.1980, Page 3
VÍSIR Laugardagur 26. janúar 1980 Cindy Pickett er nyjasta uppgötvun Roger Vadims Roger Vadim — maöurinn sem „uppgötvaði” Brigitte Bardot, Annette Stroyberg, Catherine Deneuve og var giftur Jane Fonda —hann hefur nú fundið sér nýja störnu sem þykir sverja sig i ætt við fyrri konur Vadims. Þetta er Cindy Piekett, sem leikur aðal- hlutverkið i nýjustu mynd Vad- ims, Night Games eða Næturleik- h-. Hún hefur leikið um nokkurra ára skeið i vinsælum ameriskum sjónvarpsþáttum en þótti ekki neitt tiltökumál fyrr en Vadim valdi hana i' mynd sina. Cindy er frá Houston i Texas en þar er móðir hennar leikkona og faðir hennar kennir leiklistarfræði við háskólann. „Það var ægilega erfitt fyrst að fara i' reynsluviðtölin”, segir Cindy. ,,Ég var hræðiiega tauga- óstyrk þangað til ég áttaði mig á þvi að sennilega ætti ég engan möguleika á hlutverkinu. Þá gat ég slappað af .r Það kom mér svo ofsalega á óvart þegar Vadim hringdi og vildi fá mig i hlutverkið. Ég var ekki sein á mér að taka þvi.” Roger Vadim er þekktur fyrir að taka fyrir kynferðis.mál i myndum sinum og allar þær kon- ur sem hann hefur staðið i sam- bandi við hafa verið miklar ,,kyn- bombur”. Fyrst var það Brigitte Bardot. ,,Það var;stíll hennar sem dró mig að helini”, segir Vadim. „Hún var mjög óþvinguð i fram- komu, hvernig hún hreyfði sig, talaði oghugsaði. Þá var hún ægi- lega góð i gömlu dönsunum og hafði svona „elegans” eins og ballettdansarar. Bardot, miðað við að hún var jú bara smáborgari, var mjög bylt- ingarsinnuð. Hún tók öllu sem að höndum bar með mjög opnum huga. Fyrst og fremst var hún mjög eðlileg, mjög frjálsleg.” Næst var Annette Stroyberg, dönsk fyrirsæta sem Vadim lét leika i nokkrum mynda sinna. Hún varð aldrei sérlega þekkt sem leikkona en þvi frægari var hún utan hvi'ta tjaldsins. Þau Vadim voru gift i þrjú ár en skildu 1961. Þá hitti hann Catherine Deneuve, sem enn er mjög þekkt stjarna i Frakklandi en ekki leng- ur það „kyn-tákn” sem Vadim gerði hana að i myndum sinum. Þau bjuggu saman i þrjú ár og áttu son. Fjórða samband Vadims við konur var nokkuð annars eðlis. Jane Fondavar þegarorðið fræg stjarna þegar hann kom til sög- unnar en hann gerði hana — sem aðrar konur sem hann hefur kom- ið nálægt að „kyn-tákni”. Þau voru gift i fjögur ár. Vadim kvartaðiyfir þvi þegar þau skildu að hún væri að breytast i Jóhönnu frá örk... „Hún var indæl, tilfinningarik og hláturmild. Ég varð ástfang- inn af henni við fyrstu sýn, það var undarleg tilfinning. Eftir að þau skildu hefur Vadim staðið i sambandi við ýmsar kon- ur og hefur verið sagt að Sylvia Kristel, Emanúel-stjarnan fræga, séein þeirra. En Vadim skaut öll- um sögusögnum ref fyrir rass og giftist óþekktri konu, Catherine Schneider, erfingja milljónaauð- æfa. Hún skildi þó við hann eftir nokkurra ára hjónaband. Og nú er það Cindy Pickett... ,,Ég er lélegur elskhugi” segir Vadim, „þvert ofan i það orðsem af mér fer. Góðir elskhugar eru svo vitlausir, hreinir heimskingj- ar! Ef ég á að segja alveg einsog er, þá hef ég aðeins elskað eina konu raunverulega. Það er dóttir min, Vanessa, sem ég átti með Jane Fonda...” Þar fór nú það... Cindy Pickett leikur aðalhlutverkið i nýjustu mynd Roger Vadims, Næturleikir. Hún þykir ekki ósvipuð Brigitte Bardot... 82.37 m : .um helgína sem þíð getíð komíð og kynnt ykfcor UCI/I ÆlLMWZ ndVLjh* nr Laugavegi 170-172 Sími 21240 AMERISKU HEIMILISEæKIN FRA GENERAL ELECTRIC. GENERAL ELECTRIC Raftækjadeild okkar að Laugavegi 170 hefur nú verið stækkuð og endurbætt. Af því tilefni höfum við ákveðið að hafa sýningu á hinum stórglæsilegu og fallegu heimilistækjum frá GE laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. janúar. Til sýnis verður: Kæliskápur með sjálfvirkum affrystingarútbúnaði og ísvél í frystihólfinu sem framleiðir, hvort heldur sem er, heila ísmola eða mulinn ís, allt eftir óskum hvers og eins. Eldavélarsamstæða með sérstökum grillofni, innbyggðum gufugleypi og bökunarofni sem er sjálfhreinsandi og með sjálfvirkum steikarmæli, að ógleymdri stórri geymsluskúffu undir bökunarofninum sjálfum. Þar að auki verður til sýnis þvottavél, uppþvottavél, tauþurrkari og sorpkvöm, allt frá GENERAL ELECTRIC. Lítið inn í raftækjadeild okkar að Laugavegi 170 laugardag og sunnudag og sjáið hin stórkostlegu AMERISKU HEIMILISTÆKI FRÁ GENERAL ELECTRIC.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.