Vísir - 26.01.1980, Side 9

Vísir - 26.01.1980, Side 9
Laugardagur 26. janúar 1980 [ LÁN D ÖG SÝNIR Kvikmyndin Land og synir var frumsýnd í gærkvöidi. Hún byggir á samnefndri sögu eftir Indriða G. Þorsteinsson, rit- höfund. Hér á síðunni er birtur einn kafti úr skáldsögu Ind- riða, sjötti kaflinn, og með honum myndir úr kvikmyndinni. Þaö voru tveir dagar siðan hún hafði horft á eftir þeim suður göturnar vestan í hólnum. Þeir höfðu riðið fetið og faðir hennar hafði haft taumana slaka og bifazt eftir rólegum hreyf ing- um gamla blesótta hestsins, sem hafði borið hann alla vegi eins lengi og hún múndi. Þeir höfðu fariðgötuna á undan Einari og hestur hans hafði sótt á að hlaupa og lyft fótunum hátt istutt- um hröðum skrefum með höfuðið alveg i fangi hans undan taumtakinu. Menn töluðu um þennan hest móður hans eins og goðkynjaða skepnu. Og hún skildi nú að þetta ferfætta stolta dýr var sá hviti draumur sem Einar átti ser utan nauðsynj- ar og erf iðis, sprotfinn upp úr náttúrunni og eng- um falur frekar en guðsgjafirnar. Kannski ekk- ert skipti hann máli annað en þessi hestur, og að vera til og lifa væri einungis fólgið í gangi hans og tilþrifum og allt í einu hafði hún f undið að hún hataði þetta reista höf uð og mikla fax og þennan langa mjóa skrokk og háu fætur, og heit af brýðin hafði farið um hana eins og beiskt óslökkvandi hungur og gert henni rjótt i vöngum unz þeir voru horfnir og ekkert vert að sjá nema regnið sem beið þeirra i suðri. Nú var sólskin og þær höfðu lokið við morgun- verkin. Margrét hélt að móðir sin hefði lagt sig þegar hún heyrði hana kalla. Hún stóð við austurgluggann og horfði niður á veginn er Mar- grét kom inn til hennar. — Það er eitthvað að honum Ölaf i, sagði hún. Margrét fór til hennar út að glugganum. Þá var Olafur kominn inn fyrir beygjuna á hóltaglinu. Hann átti sýnilega afarérf itt með gang og settist á vegbrúnina meðan þær stóðu þarna. — Ég fer á móti honum, sagði Margrét. — En ef þetta er nú ekki neitt. — Þá sæti hann ekki þarna. — Kannski vill hann fara heim. — Það getur hann ekki, aleinn og enginn til að hugsa um hann. ölafur var staðinn á fætur og lagður af stað vestur brautina og það var eins og hann hefði mikinn storm i fangið. Hann stanzaði öðru hverjuog horfði undan sól yfir kilana og starar- flárnar norðurundan. Margrét batt skýlu um hár sitt og flýtti sér niður tröðina. Móðir hennar leit aftur út um gluggann og horfði á gamla manninn unz hann var kominn i hvarf. Þá gekk hún fram bæinn og út i dyr og horfði á þau mætast við túnhliðið. Olafur fékk sér sæti á vegbrúninni. — Við héldum að eitthvað væri að þér, sagði Margrét. — Það liður hjá. — Þú ættir að koma heim á meðan. — Ég verð skárri af að sitja. starði á farþegann. Hún þekkti af myndum i blöðum að þetta var Orlygur Olafsson skáld frá Máná. — Ég varð að stanza þegar ég sá fólk við veg- inn, sagði hann. Olafur beit á jaxlinn og færði sig utan úr veg- brúninni að bilnum. Feitt kringluleitt andlit far- þegans kom honum kunnuglega fyrir sjónir. Það hlaut einhvern tima að hafa verið mjög fritt. Farþeginn setti hattinn á höfuðið og augu hans hvíldu a Margréti og gældu við hana og það var dálítið óþægilegt. — Hvað heitið þér, min fagra. Hún roðnaði undir þessu ávarpi. Það hafði enginn sagt min fagra við hana áður, og þetta lét í eyrum hennar eins og hjal úr sögu, óraunveru- legt og fjarlægt og gerði hana feimna. — Margrét Tómasdóttir, sagði hún. — Tómasar Péturssonar frá Alviðru. — Já. — Þetta hefur hann getað. Siðan sneri hann sér að Olafi og sagði: — Hvað heitið þér. — Olafur Einarsson. — Frá Gilsbakka. — Sá er maðurinn. — Eru árin orðin svona mörg. — Ég kem manninum ekki fyrir mig. — Ég er Orlygur frá Máná. — Orlygur, sagði Olafur og harkaði af sér meðan hann var að rétta honum höndina. Mar- grét sá að hann var þjáður og henni leið illa að geta ekkert gert fyrir hann. Þau horfðu bæði á Orlyg. Hann var í svörtum klæðisfrakka með hvítri rós i hnappagatinu. Frakkinn var frá- hneppturog rósin var orðin dálítið velkt. Það sá i Ijós sumarföt innan undir. — Þú hefur fitnað, sagði Olafur. Orlygur fékk hósta og leit snöggt til Margrét- ar. Henni fannst gamli maðurinn hefði ekki þurft að segja þetta. — Ja, hver andskotinn, hef ég fitnað, sagði Orlygur. — Þú minnir mig á faktor. — Er það svona slæmt. — Það þótti nú einú sinni mikilsvert að vera ekki eins og tálgað hrifuskaft. — Feitur og ríkur, ha. — Þú manst jafnvel svo langt aftur. Olaf ur seig saman og hallaði sér upp að bilnum og það sló svita um hann allan. — Er eitthvað að þér, kæri vinur. — Það lagast. — Hann er veikur, sagði Margrét. — Við sáum hann koma eftir veginum og hann gat varia gengið. Olafur bóndi úti á hlaOi. — Þú gætir lagt þig ef þú kæmir heim. — Þetta er gott hérna á vegkantinum. — Viltu að ég sæki eitthvað handa þér. — Það er ekkert að sækja, þetta lagast. — Ég gæti farið eftir mjólk. — Onei. Þetta er ekki annað en einhver bölvaður hvellurinn. — En þú ert sveittur. — Það er ellin, góða mín. Hann ætlaði að standa á fætur og halda áfram þegar þau heyrðu i bil austan i hólnum. Það var óvenjulegt á þessum tima dags og þau litu bæði i áttina að beygjunni um leið og gl jáandi kælihlif in birtist og siðan billinn allur. Hann rann viðstöðu- laust út á hornið, og malrokin framhjólin þeyst- ust áfram undir gapandi aurhlifum á beina kafl- anum sem var milli þeirra og beygjunnar. Þetta var drossia með Reykjavikurnúmeri. Hún stanz- aði hjá þeim með skruðningum og iskri. Það var einn maður i henni fyrir utan bilstjórann, sem var með gula hanzka upp að olnbogum og borða- lagða húfu. Farþeginn sat aftur i bilnum og hann var varla stanzaður þegar hann hafði opn- að hurðina og teygt fætur sina i hvitum legghlif- um út á aurbrettið. Hann mjakaði sér eftir sæt- inu út i dyrnar og steig niður á brautina, lyfti. grænum floshatti sinum og bauð góðan dag. Það sást i gull þegar hann brosti. Olafur hafði setið kyrr meðan billinn var á leiðinni. Nú gerði hann alvöru úr þvi að standa upp, en hann gat ekki rétt úr sér vegna sársaukans og horfði á farþegani undan lyftum brúnum svo að gráir hárkamparn- ir yf ir augum hans skyggðu ekki á hann. Margrét — Ölafur minn, hvað er að þér. — Það er bara verkur. — Bara verkur, ha. — Þú ættir að fara til læknis, sagði Margrét. Olafur færði sig frá bilnum og það var eins og hann ætlaði að setjast aftur á vegbrúnina. Hurð- in hafði haldiztopin. Hún var klædd grænu plussi að innanverðu. Það hlaut að vera dýrt á hurðir. — Það væri nóg að sima, sagði Olafur. — Sima, nei, nú verður ekki símað, sagði Orlygur. — Þú kemur með okkur til læknis. — Ég get ekki farið i þessum fötum. — Ertu orðinn pjattaður, gamli vinur, sagði Orlygur. — Og órakaður, sagði Olafur. — Hverju skiptir það, sagði Margrét. — Við skulum koma, sagði örlygur. — En kýrnar. — Ég skal sjá um þær, sagði Margrét. — Auðvitað sér ungfrúin um þær, sagði Orlygur. Hann drap tittlinga framan i hana og færði sig nær henni. Hún hörfaði að hliðinu. — Og drengurinn minn er i göngum, sagði Ölafur. — Þú verður kominn aftur, sagði Margrét. — Ferðu I réttirnar á morgun, sagði Olafur. — Já. — Þá segirðu honum að ég hafi þurft til lækn- is. Orlygur tók undir hönd Olafs og hjálpaði hon- um inn i bilinn. Siðan snaraðist hann hinum meg- in og settist við hlið hans í aftursætið. Margrét lokaði hurðinni þeim megin sem Olafur var. Ólafur, Margrét og örlvgur skáld frá Máná Hann brosti vandræðalega til hennar í gegnum rúðuna. — Þetta er alltof mikið fyrirhöfn, sagði hann. Hún heyrði aðeins óminn af rödd hans og svo voru þeir farnir. Bilstjórinn hægði ferðina þegar þeir komu að brúnni yfir Gilsbakkaána og Orlygur hallaði sér fram í sætinu og sagði: — Manden er syg og det haster. — Han bli'r sagtens ikke rask knalder man mod broen, sagði bilstjórinn. Hann herti ferðina þegar þeir voru komnir yfir. Billinn hnykktist áfram við skiptingarnar. Sætið dúaði f ínlega og Olaf ur rétti úr fótunum og sársaukinn varð þolanlegri. Innan stundar voru þeir á langholtinu. Olafur horfði á landið fara hjá og bæina sem stóðu i röðum i þýfðum hallan- um fyrir neðan veginn. Hann sa ekki aðrar skepnur en nokkrar kýr. Sumstaðar voru þær reknar yfir á eylendið og ösluðu ána kvölds og morgna. Bæjarhlöðin sneru enn að f lötunum ánni og eylendinu nema þar sem byggt hafði verið á siðustu árum. Nyju húsin höfðu verið látin snúa framhliðunum að veginum. Þau voru grá og för- in undan steypumótunum sóust um langan veg. Niður undan bæjunum lágu langir garðar þvert á engin. Það voru leifar áveituskurða, sem menn höfðu grafið á stofnárum ræktunarfélaganna. Þá hafði verið mikið um fundi og menn höfðu flutt langar ræður þegar þeir töluðu fyrir þess- um skurðum. Gróinn uppmoksturinn skipti engj- unum enn niður í skákir þótt skurðirnir væru ekki orðnir annað en vík i árbakkanum, þar sem ber fættir drengir dorguðu fyrir silung a heiturrr sumardögum. örlygur horfði einnig yfir landið fyrir neðan. Hann sneri sér aðOlaf i og sagði: — Það fer ekki mikið fyrir skurðunum þínum. — Menn misstu áhugann. — Þannig fer um öll mannvirki ykkar. — Áveitan kenndi okkur þó að standa saman. — Og hverju ert þú nær. — Ég hef lifað margan góðan dag. — Og séð grasið gróa á verkum þinum. — Það voru f leiri en ég sem stóðu að þessari á- veitu. — Samt komst þú henni á fót. — Hún var sjálfsögð á sinum tima. — En núna. Hvað gerist núna. — Menn eru að biða. — Það á eitthvað að fljúga upp i þá eins og fyrri daginn. — Þeir risa upp aftur. — Bændaþjóðfélagið er búið að vera. — Þú hefur aldrei verið fyrir búskap. — Kæri vinur. Þetta gerist alls staðar og er ó- umflýjanlegt. Og þegar breytingin kemur hér verður hún áreiðanlega fáránleg og öfgaf ull eins og lokin á þessari áveitu þinni. — Ekkert þjóðfélag getur verið án bænda. — Hér verður það ekki uppgötvað fyrr en engir bændur eru eftir. — Hvernig hefur þér liðið, sagði Ölafur. — Ég þarf ekki að kvarta. — Danmörk er góð fóstra. — Hvað áttu við. — Ekkert annað en gott sé að vera þar. — Hvað hefði ég átt að gera hér. — Yrkja á islenzku eins og hinir. — Þetta er ekki annað en bölvað nudd. Hvers vegna eru allir með þetta nudd. Hér er ekki hægt að lifa. — Það tekst nú samt. — Hvað er á móti Danmörku. — Alls ekkert. Hún er feitt og hlýtt land. — Andskotinn eigi allan ykkar hor. — Og þér liður vel i andanum. — Þið breytizt litið þessir aldamótamenn. — Þú hefur heldur ekki breytzt. — Maður hittir ykkur i keng og samt spyrjið þið hvernig maður hafi það i andanum. — Ertu alkominn heim. — Ég er á leið til skips. — Þá kemurðu seinna. — Nei. — Við höfum alltaf haldiðað þú yrðir ekki einn þeirra sem brygðust. — Hverju hef ég brugðizt þótt ég færi. Hér er ekkert að svikja. Hér er ekki neitt. — Við fréttum þú hefðir ort fyrir kónginn. — Það hefur þótt skritið. — Nei, við urðum dálitið uppveðruð. Þú sérð það er ekki búið að drepa úr okkur hégómagirnd- ina. — Vertu ekki svona háðskur. — Þetta er gjörvilegur maður. — Hann er að minnsta kosti nógu langur. Þeir voru yzt á langholtinu og það var þögn fyrir utan dyninn af ferð bilsins. Orlygur lyfti hattinum og hortði tyrirlitlega á moldbrún bæj- arbökin, lotleg og gróin niður i túnin alveg eins og i æsku hans, þegar þau höfðu minnt hann á stafna á leiðum, sem voru hlaðin upp svo ætt- ingjarnir vissu hvar þeir ættu að gráta. — Hvenær fer skipið, sagði Olafur. — I kvöld. — Hefurðu hiff einhverja. — Nei, engan. — Ekkert stanzað. — Nei, ég kem beint að sunnan. — Það hef ðu margir haf t gaman af að sjá þig. — Jæja. — Þu ert frægur maður. — Hvað er frægð. — Nú veit ég ekki. — Hefur þig langað i frægð. — Nei, en það er nú annað mál. — Hvernig er verkurinn. — Hann er minni. — Hefurðu efnazt á búskapnum. — Það hefur verið kreppa. — Það heitir alltaf eitthvað baslið i þessu landi. — Svo er pest. — Auövitað er pest. — En ég kvarta ekki. — Það er kannski verst af öllu. Skömmu siðar voru þeir komnir a hæðirnar fyrir innan kaupétaðinn og Ölafur fann kvölina byrja að nýju. Hann kreppti sig í sætinu meðan þeir fóru hæð af hæð og siðan eftir brekkunni niður að syðstu húsunum. Orlygur horfði a skipið Orlygur ólafsson skáld frá Máná. úti á legunni, svarta súð þess og rauða botnmáln- inguna frammi við stefnið og yfirbygginguna, sem var hvit og tandurhrein i sólskininu. Þeir óku i moldarmekki inn i kaupstaðinn og stönzuðu fyrir framan sjúkrahúsið. — A ég að hjálpa þér inn, sagði Orlygur. — Nei. — Ég vona þér batni fljótt. — Það var gaman að sjá þig. — Sömuleiðis, kæri gamli vinur. — Og verst að þú skulir ekki koma heim. — Það væri ekki til neins. — Mundu samt að þetta er þitt hérað. — Ég skal ekki gleyma þvi. Þeir tókust i hendur inni i aftursætinu og Olafur opnaði hurðina. — Hver býr á Máná, sagði Orlygur. — Hún er komin i eyði, sagði Olafur. Hann var stiginn út. Orlygur horfði á hann andartak beygðan og heitan í andliti af sársauk- anum. Olafur steig upp á gangstéttina og fetaði sig að tröppunum. Þeir biðu meðan hann var að fara upp tröppurnar og Orlygur hlustaði á gargið i sjófuglunum, sem barst til hans inn um opna hliðarrúðuna. Það var nokkur gola og aldan féll með jöfnum þungum dynkjum á sandinn handan við húsaröðina á malarkambinum. Hann andaði að sér gamalkunnri lykt af sjó og tjöru. Þessi sjávarpláss voru alls staðar eins, húsaþyrping viðsjóinn undir bröttum fjöllumog fiskur i vögn- um, sem skeggjaðir menn i peysum óku á undan sér, kyrrlátir og fámæltir og snauðir eins og um- hverfið. Orlygur Olafsson skáld frá Máná lokaði augunum og rödd hans var beisk og þunglyndis- leg þegar hann sneri sér að hanzkaklæddum bil- stjóranum og sagði a tungu þjóðar hans: — Við skulum aka.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.