Vísir - 26.01.1980, Síða 25

Vísir - 26.01.1980, Síða 25
VÍSIR Laugardagur 26. janúar 1980 r------------------------- j Borgin hef ur sér- j stödu meöal ! veitingahúsanna v _ t seinustu viku voru 50 ár liöin frá þvi Hótel Borg tók tii starfa. „Borgin” er og hefur veriö snar þáttur I lífi okkar Reykjvikinga og raunar allra iandsmanna, því I áratugi var Hótel Borg eina eiginlega hóteliö á tslandi. En timarnir breytast og hótelin einnig. N’ú eru mörg hótel i Reykjavik og enn fleiri veitingastaöir. En þrátt fyrir aö samkeppnin hafi harönaö hefur Hótel Borg algjöra sérstööu á meöal islenskra veitingahúsa. Þvi Hótel Borg er eina veitinga- húsiö á tslandi sem á sér einhverja sögu. Saga Hótel Borgar veröur ekki rakin hér, annaö en aö hóteliö teiknaöi Guöjón Samúelsson, húsameistari. Hann teiknaöi ekki einungis húsiö heldur einnig húsgögnin og meira aö segja boröbúnaö- inn. Fullsmiöaö kostaöi hóteliö 1.3 milljónir króna. Ef einhver lesandi Sælkerasiöunnar hefði hug á aö kaupa Hótel Borg i dag, þá efast Sælkerasíöan um að veröiö yrði undir einum mil- jarði. Og þarna hefur „Borgin” staöið viö Austurvöll i 50 ár. 50 ár eru kannski ekki langur timi ef miðaö er viö aldur bygginga erlendis, en hér hjá okkur eru 50 ára gömul bygging eöa fyrir- tæki gamalt. Þaö hafa margar glæsilegar veislur veriö haldnar á Hótel Borg. Margir konungar og önnur stórmenni hafa þegið þar veitingar. Veisla i hádeginu Já I hádeginu er yfirleitt þröngt setinn bekkurinn á „Borginni”. Þaö eru þeir sem vinna i miöborginni, sem snæða þar oft, hittast og slappa af og til þess er „Borgin” kjörinn staöur. Veisla er kannski ekki rétta oröiö og þó, maturinn er góöur. Sælkerasiöan getur mælt meö „kalda boröinu” og þá sér- staklega slldinni, hún var frá- bær. Þrátt fyrir að Sælkerasiö- an hafi gert viöreist og kunni aö meta góöa síld, þá er sildin á Hótel Borg sennilega sú besta sem er á boöstólum á islenskum veitingahúsum, enda þarf engan aö undra, þvi þaö er hún Borgihni sem útbýr sildarrétt- ina. Hún hefur starfað á Hótel Borg frá árinu 1933 eða i 47 ár. Uppskriftirnar að sfldarréttun- um læröi Þórunn af Karolinu Guðlaugsdóttur fyrri konu Jó- hannesar Jósefssonar stofnanda Hótel Borgar. Það er gaman aö koma á Hótel Borg i hádeginu. Staöurinn minnir á gamlan evrópskan veitingastaö. Um tima virtist Hótél Borg hafa orðið undir i sam- keppninni, Borgin svaf I nokkur ár, en nú er aftur fariö aö dansa á Borginni. En Sælkerasiöan kann best viö Borgina i hádeg- inu — og eins og áöur hefur komiö fram þá er hádegismat- urinn ágætur. Ekki má gleyma kaffitimanum. Þá er venjulega nóg aö gera á Borginni, enda vart hægt aö finna betri staö en Borgina til aö hittast og ræöa málin. Vinarlambasneiðar meö kryddsildarsm jöri og kartöflum „önnu frænku” er meöal góögætis á aöalmatseöl- inum. Þetta ergamall og góöur réttur sem engan svikur. Þessi réttur er nr. 302 á matseölinum. Annars var Sælkerasiöan hrifin af tveimur súpum, sem eru á matseöli Hótel Borgar. Nr. 151 á matseölinum er humarsúpa meö austurlenskum blæ. Þessi súpa kostar kr. 2.000,- og getur Sælkerasiðan mælt meö henni. önnur góösúpa er nr. 153_á seöl- inum. Þaö er sveppasúpá „Dry Sack” eöa sveppasúpa meö sherrý. A matseðlinum eru nokkrir góöir og ódýrir léttir sérréttir. Rækjur eru hollur og gódur matur Siguröur Gislason, hótelstjóri sœlkeiasíðan Sælkerasiöan getur mælt meö rétti nr. 402, sem er kjúklinga- salat meö brauði og smjöri. Kostar þessi réttur kr. 4.800.-. Vinlistinn er ekki ýkja fjöl- breyttur, en á honum eru þó nokkrar ágætar tegundir, mætti þar nefna St. Emillion og Chate- auneuf Du Pape svo eitthvaö sé nefnt. Dvraverðirnir á Hótel Borg hafa töluvert veriö i sviðsljósinu undanfarna mán- uöi. Ekki ætlar Sælkerasiöan aö blanda sér i þá umræðu, en þó er þaö álit Sælkerasiöunnar að það mætti auka dyravörslu á Borginni. Þvi þrátt fyrir aö flestir gesta Borgarinnar séu hiö mesta ágætis fólk, viröast slæöast inn gestir sem ekkert erindi eiga á veitingahús eins og Hótel Borg. En vonandi á þetta eftir að lagast. Aö lokum óskar Sælkerasiöan Siguröi Gislasyni og öllu ööru starfsfólki Hótel Borgar innilega til hamingju meö afmæliö. Hittumst I hádeg- inu. Savarin au rhum Eru bæöi ódýrar og góöar. A Sælkerasiöunni 29. sept. s.l. var kvartaö yfir þvi aö ekki væri hægt aö kaupa hér i verslunum heila ópillaöa rækju. Nú er þetta hægt, hér i Reykjavík aö minnsta kosti og er þaö vel. Rækjur eru bæöi hollur og góöur matur. Fyrir þá sem eru i megrun er upplagt aö boröa rækjur. Rækjur meö nokkrum dropum af sitrónusafa yfir eru fyrirtaksmatur. Þaö má útbúa margs konar rétti úr rækjum. Rækjusósa þykir fyrirtaks góö meö ýmsum sjávarréttum. Hér er uppskrift af úrvals rækjusósu. Þaö sem nota á er: 300 gr. ópiliuö rækja 1 litill biti af sellerirót 1/2 gulrót (skorin i þunnar sneiöar) 1/2 laukur (fint saxaöur) 3 matsk. smjörllki 5 dl. af fisksoöi 2 matsk. smjör 3 matsk. hveiti 1 dl. rjómi 2 matsk. koniak eöa sherry 1 matsk. tómatkraftur (puré) Hvitur pipar og paprikuduft Byrjað er á þvi aö pilla rækj- una, setjiö skelina I pott ásamt smjörlikinu, selleriinu, laukn- um og gulrótinni. Steikiö þetta allt saman þar til að skelin er oröin ljós. Helliö þá fisksoöinu i pottinn og látiö þetta allt malla I 10 minútur. Eftir þann tima er soöiö siaö og sett I litinn skaft- pott. Setjiö pott á helluna og bræðiö i' honum smjöriö óg hræriö siðan hveitinu saman viö. Þynniö hveitijafninginn meö soöinu og rjómanum. Bragöbætiö sósuna meö koniak- inu eða sherrýinu, piparnum og paprikuduftinu. Látiö sósuna malla I 3-5 minútur. Þetta er konungleg sósa sem má nota meö fjölmörgum sjávarréttum. T.d. steiktri eöa soöinni lúöu. Rækjurnar má setja I sósuna eöa nota þær til skreytingar. Einfaldur rækjuréttur Ég held aö allir ættu aö geta útbúið þennan rétt. Þaö má bæöi nota hann sem forrétt og aöal- rétt. Blandið saman 2 dl. af sýröum rjóma. Rifiö niöur stórt grænt epli meö rifjárni og blandiö þvi saman viö rjómann. Kryddiö meö 2 tesk. karrý og salti. Þá er sósan tilbúin. Bland- iö þá rækjunum saman við sós- una eftir smekk. Ferskar rækjur án nokkurrar sósu eru mjög góöar. Hér er annar ágætur og auöveldur réttur sem upplagt er aö útbúa sem næturmat. Bland- iö saman eftir smekk rækjum og rifnum osti. Hræriö saman sinn- ep og smjör og smyrjiö á brauð- sneiðar. Setjlö hálfa ananas- sneiö á hverja brauösneiö, þá rækju og ostblönduna. Setjiö brauöiö I 200 gr. heitan ofn í 5 minútur. Þessi réttur er mjög góöur og ef sérstakt tilefni er tíl er ágætt aö drekka freyöivin meö þessum rétti en annars má mæla meö pilsner. Sælkerakv öldin sem haldin hafa veriö á Hótel Loftleiöum aö undanförnu hafa vakiö verö- skuldaöa athygli. Reykvikingar hafa sýnt aö þeir kunna vel aö meta alla nýbreytni. Þaö er álit Sælkerasiöunnar aö veitinga- menn hér á höfuöborgarsvæöinu mættu sýna meiri djörfung. Þaö er einna helst á Hótel Loftleiö- um sem eitthvaö hefur veriö um aö vera. Nefna má, fyrir utan Sælkerakvöldin, Þjóöarkvöld, sildarævintýri, ostaviku, LUsiu- hátíö. En vikjum nú að seinasta Sæl- kerakvöldinu á Hótel Loftleiö- um en Sælkerasiöan var mætt þar. Sælkeri þetta kvöld var Friðrik Gislason, skólastjóri Hótel og veitingaskóla Islands. Friörik er landskunnur sælkeri og án efa einn besti matreiöslu- maöur á tslandi, enda bar mat- seðillinn þvi glöggt vitni. Fyrsti rétturinn var „Gullas- súpa” sérstaklega góö bragð- mikil en mettandi. Næsti réttur var „fyllt egg, djúpsteiktur humar og laukhringir þá koma aöalrétturinn „Piparsteik i eig- in safa, meö rjóma”, „Filet mignon dans son jus”... Hráefn- iö var mjög gott og steikin þvi mjög góö. Siöasti rétturinn á matseölinum var svo „Romm- kaka”, „Savarin au rhum”. Þaö er ekki oft sem maöur fær i köku i eftirrétt hér á veitinga- stööum, þvi miöur. Þaö er hins vegar algengt erlendis, t.d. I Englandi og Frakklandi. , Rommkakan hans Friöriks var ljómandi góö. Friörik var svo elskulegur að gefa Sælkerasiö- unni uppskriftina aö rommkök- unni góöu. Þaö sem nota á er: 480 gr. hveiti ? egg 1/2 tesk. salt 20 gr. sykur 2 1/2 dl. mjólk 20 gr. ger. Leysiö geriö upp I volgri mjólk. Blandiö siöan saman hveitinu, mjólkinni, gerinu og sýkrinum. Látiö deigið hefjast ' smá stund. A meöan beöið er eftir þvi er ágæ'.i aö þeyta egg- in. Þeim er þá blandaö saman viö deigiö. Þá er deigiö sett i form og þaö á aö fylla sem svar- ar 2/3 hluta formsins. Deigiö er þá látið hefast I forminu þar til þaö er fullt. Þá er kakan bökuð i 215 gr. heitum ofni i 20 minútur. Þá útbúiöi eftirfarandi: 2 dl. af mjög sterku tei er blandaö saman viö 100 gr. af sykri, 2 dl. af vatni og 2 dl. af rommi. Þegar kakan er tilbúin er þessari blöndu hellt yfir kök- una og þá er hún tilbúin — nema aö kakan veröur enn betri ef hún færaðstanda i svona einn sólar- hring áöur en hún er borin á borð. Meö kökunni er gott að hafa þeyttan rjóma og ávexti. Sælkerasiöan skorar á ykkur sælkerar góöir aö reyna þessa köku, hún er frábær.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.