Vísir - 26.01.1980, Síða 31
VtSIR
Laugardagur 26. janúar 1980
Margrét horfir á eftir bilnum, sem ekur. á brott meö Ólaf bónda sjúkan.
FRABÆRT AFREK
Land og synír
eftir Indriða G. Þorsteinsson
Handrit og stjórn: Ágúst Guðmundsson
Kvikmyndun: Sigurður Sverrir Pálsson
Leikmynd: Jón Þórisson
Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson
Framleiðandi: Jón Hermannsson
Einar er einkasonur for-
eldra sinna. Móðir hans er ný-
dáin. Þeir eru tveir eftir i kot-
inu, Einar og karl faðir hans,
kvenmannslausir og allslaus-
ir. Skuldugir upp fyrir haus, og
krepRa i þjóðarlikamanum.
Einar vill selja og fara suður.
Karlinn þráast við, þar til hann
hrekkur upp af einn daginn, og
Einar er frjáls. Hann fellir
Hviting, eftirlætisgæðing móð-
ur sinnar, gefur Kóp, hundinn
sinn, en Margrét, stúlkan hans
af næsta bæ, lofar að fara með
honum suður.
Við, sem erum borin og
barnfædd i borgarbilífinu, eig-
um kannski ekki gott með að
setja okkur i spor Einars og
þeirrar kreppukynslóðar, sem
neitaði að hokra á búum feðra
sinna, seldi fortið sina og fórn-
aði þvi besta, sem hún átti,
jáfnvel æskuástinni fyrir — ja,
fyrir hvað? Fyrir annars kon-
ar baráttu — á mölinni.
1 augum okkar, borgarbú-
anna, sem þekkjum sveitalifið i
gegnum bilrúðu, er bóndinn
frjáls. Hans húsbóndi er him-
inn og jörð, hans riki er hin
nóttlausa voraldar veröld.
Maður, hundur og hestur eru
eitt.
Hvers vegna vill þessi ungi
maður yfirgefa alla þessa
dýrð, spyrjum við, sem ekki
þekkjum. Hvérs vegna vill
hann frekar flytja suður á möl-
ina, þar sem húsin byrgja
mönnum sýn, og malbikið kæfir
gróðurinn? Harðæri, kreppa,
skuldir við Kaupfélagið, mann-
fæð. Vonleysið er algert, hann
vill ekki eyða fjörutiu árum i að
borga niður skuldir. „Það
verður að gera fleira en gott
| þykir”, segir Margrét. En
hann vill ekki sætta sig við þau
býti.
Land og synir fjalla um
þáttaskil i islensku þjóölifi, þau
timamót, þegar öll þjóðin flutt-
ist suður i von um betri daga.
Sveitirnar tæmdust, og gamla
fólkiðsá ævistarfið kafna i arfa
og illgresi. Höfundur tekur
enga afstöðu með eða móti,
hannsýnir okkur aðeins fram á
það vonleysi, sem fátæktin lyk-
ur um mannlifið. Við skiljumst
við Einar við rútubilinn á leið
suður. Við finnum til með hon-
um, af þvi að stúlkan hans læt-
ur ekki sjá sig. Henni hefur
snúist hugur, og hann leggur
einn upp i langferð. Við höfum
ekki hugmynd um, hvað biður
hans.
Kvikmyndin um land og syni,
sem var frumsýnd i gærkvöldi,
er að minu mati frábært afrek.
Hún rótar upp i tilfinningalifi
manns, hún veitir manni nýja
sýn og nýjan skilning á þjóðlifi
voru. Hún sameinar allt i senn,
mikilvæga atburði i samfélag-
inu, sögu ungra elskenda,
mynd af lifi bændastéttarinnar
og ægifagurt litróf islenskrar
náttúru. Margar senur eru svo
fallegar, að maður gripur and-
ann á lofti. Samt er ekkert ýkt,
höfundar reyna hvergi að fegra
myndina um of. Þetta er bara
svona, óendanlega heillandi i
einfaldleik sinum. (Hvers
vegna vilja menn svo hætta að
búa?)
Hvar skilur á milli leik-
stjóra, kvikmyndatökumanns
og höfundar leikmynda við töku
kvikmyndar? Það er hinum
venjulega leikmanni ekki ljóst.
Þeir verða allir að nálgast
verkefnið með sama hugarfari,
hver taka er eins og pensil-
dráttur i myndverki.
m tm wm .«■ mt m m h wm mb
kvikmyndir
Bryndls
Schram
skrifar
Leikstjóra hefur ekki mis-
tekist val á leikendum. Auka-
persónur allar eru eins og
sprottnar upp úr þessu um
hverfi, falla eðlilega saman við
landslag og skepnur. Aðal-
leikarar eru að sunnan flestir,
en gefa heimamönnum litt eftir,
og voru hvergi feimnir við bú-
verkin. Sigurður Sigurjónsson
gerir Einar ögn mannblendn-
ari og gamansamari en sá Ein-
ar, sem maður kynnist i bók-
inni, og er það ekki til lýta.
Þetta er svo venjulegur strák-
ur, sem sér engan tilgang i
hokrinu. En skelfing á hann
bágt, þegar hann neyðist til að
fara upp i rútuna Margrétar-
laus i lokin. Jón Sigurbjörns-
son dregur upp ljúfa mynd af
Tómasi bónda, sem kaupir
jörðina af Einari, kannski i
þeirri von, að hann verði
áfram. Mjög vel gert hjá Jóni.
Guðný Ragnarsdóttir er nýliði,
hin fallega norræna týpa, eins
konar framhald áf islensku
landslagi, og getur þvi ekki
annað en gert vel. Það er gam-
an að sjá Jónas Tryggvason
spreyta sig á Ólafi föður Ein-
ars. Hann gerir það vel, nema
hvað honum er ofraun að túlka
kvalirnar i lokin.
Tónlistin eftir Gunnar Reyni
Sveinsson undirstrikar
stemninguna og gefur myndun-
um meiri dýpt. Eitt minnis-
stæðasta atvikið úr myndinni
er tenorinn úr Svarfaðardal,
sem tekur lagið við vatnið. Þar
hljómar hinn fagri tónn, eins
konar samnefnari þessarar
eftirminnilegu kvikmyndar.
Bryndis Schram
Nýja lisKverðiO:
Miðað við sama
aliamagn og í
„Það sem skiptir mestu máli
fyr’i’r okkur er lækkun oliugjalds-
ins úr 9% I 5%, þrátt fyrir að
oliuverðið hafi hækkað,” sagði
Kristján Ragnarsson formaður
Lítr, þegar Visir spurði hann um
fiskverðið i morgun.
Kristján sagði að við ákvörð-
un oliugjalds hefðu stjórnvöld
byggt á afkomu útgerðarinnar
við núverandi rekstrarskilyrði.
„Það þýðir að við veiðum ekki
minna á þessu ári en þvi siðasta,
sem var metaflaár. Við þurfum
þvi að veiða 340-350 þúsund tonn
af þorski. Við skulum svo bara
vona að okkur takist að fiska all-
an þennan afla.”
Nýja fiskverðið felur i sér
hækkun á skiptaverði helstu
botnfisktegunda, sem nemur að
meðaltali 11%. Samkomulagið
byggðist að verulegu leyti á lög-
um, sem samþykkt voru á Al-
þingi I gær um oliugjald, útflutn-
ingsgjald og ráðstöfun tekna af
fyrra
þvi og Aflatryggingasjóð sjávar-
útvegs ins.
Samkvæmt fiskverðs-
samningunum hækkar skipta-
verð til sjómanna um 11%, hlutur
útgerðar i verðinu hækkar um
.5,5% og hráefniskostnaöur fisk-
vinnslunnar hækkar um 7,3%.
Veröiðgildir frá áramótum og
til 31. mai n.k., en er uppsegjan-
legt með viku fyrirvara frá og
með 1. mars. '
— SJ
Vinnuveitendasamhandlð hefur
stofnaO vinnudeilusjóð:
EKki greitt
úr sjóOnum
fyrr en eftír
nokkur ár
//Það er búið að ákveða að stofna vinnudeilusjóð á
miðju þessu ári," sagði Þorsteinn Pálsson fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands islands isamtali
við Vísi.
Vinnudeilus jóöurinn kom
fyrst til tals á árinu 1977 um leið
og ákveðið var aö taka árgjalda-
kerfi sambandsins til endur-
skoðunar. Tillögur um þessi
atriði voru siöan samþykktar á
félagsfundi 22. janúar sl.
Þorsteinn sagöi að árgjöldin
yrðu samræmd, þannig að öll
fyrirtæki, sem aðild ættu að
sambandinu, beint eða fyrir
milligöngu annarra samtaka,
sætu við sama borð. Til að byrja
meö greiða fyrirtækin 0.3% af
launagreiðslum sinum til sam-
bandsins, en það hlutfall hækkar
i áföngum i 0.4%.
Til þessa hafa fyrirtæki greitt
mjög mismunandi árgjöld.
Þorsteinn sagði, að þrátt fyrir
að með þessu myndu tekjur
V.S.l. aukast talsvert, yrðu
þessar greiðslur fyrirtækja til
vinnumarkaðsstarfa innan við
helmingur þess sem launþegar
greiða til verkalýðssamtakanna.
Bíður í nokkur ár
1 vinnudeilus jóðinn á að renna
1/4 af árgjöldum sem til V.S.I.
koma. Það mun þó ekki koma til
framkvæmda að fullu fyrr en á
þriðja ári. Þetta hlutfail verður
minna til að byrja með.
Þegar fullu hlutfalli er náð er
reiknaö með aö 80-100 milljónir
króna bætist við sjóöinn á ári
miðað viö núverandi verðgildi.
Þorsteinn sagði aö siðan tæki
nokkur ár að byggja sjóðinn upp,
áður en hægt yrði að deila úr
honum. Þangað til yrði s jóðurinn
ávaxtaður eftir föngum.
„Hlutverk sjóðsins er fyrstog
fremst að auðvelda fyrirtækjum
að komast gegnum vinnudeilur.
Hugmyndin er nákvæmlega sú
sama og verkfallssjóður laun-
þega. Það verður þvi jafnræði
milli vinnuveitenda og launþega,
þegar i vinnudeilur kemur.”
-SJ
Sameining á Akureyri:
Ferðaskrlfsiofa
Akureyrar stofnuó
Nýtt fyrirtæki, Ferðaskrif-
stofa Akureyrar h.f., var stofnað
i gær á Akureyri. Stofnendur eru
Jón Egilsson og sonur hans,
Gisli Jónsson, sem ráku fyrir-
tæki með sama nafni þar nyrðra,
Flugleiðir, Flugfélag Norður-
lands og Ferðaskrifstofan Úr-
val.
Nýja fyrirtækið tekur við af
tveimur rótgrónum fyrirtækjum
fyrir norðan, Ferðaskrifstofu
Akureyrar, sem Jón stofnaði ár-
ið 1947, og söluskrifstofu Flug-
leiða, sem rekja má allt aftur til
stofnunar Flugfélags Akureyrar
árið 1938.
Gfslr verður framkvæmda-
stjóri nýju ferðaskrifstofunnar,
en Kolbeinn Sigurbjörnsson,
sem veitti söluskrifstofu Flug-
leiða á Akureyri forstöðu, verð-
ur skrifstofustjóri.
GS/Akureyri/ESJ
Hrunamenn hafa að undanförnu sýnt leikritiðStorminn eftir Sigurð
Róbertsson viða um Suðurland. Leikstjóri er Gisli Halldórsson.
Leikurinn hefur hlotið miklar vinsældir og sýningar eru nú orönar
fimmtán talsins. Fyrir viku var hann sýndur i Félagsheimili Kópa-
vogs, en þá þurftu margir frá aö hverfa. önnur sýning verður þvi I
kvöld klukkan 21 I Félags heimilinu.