Vísir - 07.02.1980, Blaðsíða 5
0rm**W*
VÍSIR
Fimmtudagur 7. febrúar 1980
ísraelsmenn í Negev-eyDímörklnni
Jarðýtur og aðrar stórvinnuvélar eru nú á þönum í Negev-eyðimörkinni, þar sem israelsmenn eru
byrjaðir á smiði nýs milljarða dollara herflugvallar. Hann á aö koma i stað tveggja herflugvalla á
Siniaskaga, sem israelsmenn misstu um leið og þeir afhentu Egeyptum skagann — Ætlunin er að ljúka
gerð flugvallarins og herbækistöðvarinnar á aðeins 30 mánuöum.
DRflP SÍDASTA GÍSLINN
OG SVO SJÁLFAN SIG
Brjálæðingurinn, sem tók sjö
gisla i skrifstofu fyrirtækis eins i
Milanó, batt enda á 30 klukku-
stunda þref sitt við yfirvöld og
framdi sjálfsmorð, en áður drap
hann einn gisla sinna, stúlku eina,
Elga ekki að segja 61-
nefndum fyrir verkum
Killanin lávarður, formaður al-
þjóða ólympiunefndarinnar,
sagði i gærkvöldi, að hann væri
enn þeirrar skoðunar, að óhugs-
andi væri að flytja ólympiuleik-
ana frá Moskvu. Sagði hann, að
ólympiunefndir ættu ekki að íáta
rikisstjórnir segja sér fyrir verk-
um.
Killanin kom til Lake Placid i
gær.þarsem vetrarleikarnir fara
fram. Sagði hann, að iþrótta-
hreyfingin stæði frammi fyrir
sinum versta vanda i allri sögu
iþróttanna.
Hann vildi engu spá um,
hvernig alþjóða-ólympiunefndin
mundi bregðast við áskorun
Carters forseta um að leikarnir i
Moskvu verði sniðgengnir.
sem var einkaritari i fyrirtækinu.
Hann hafði áður fallist á að gef-
ast upp fyrir lögreglunni og sleppt
sex gislunum, en hélt eftir stúlk-
unni, sem boðið hafði sig fram til
þess. Enginn veit, hvi honum
snerist hugur.
1 simtölum við milligöngumenn
hafði maðurinn játað, að hann
hafði ráðist á skrifstofuna til þess
að ná sér niður á fertugum sendli
fyrirtækisins, en hann skaut hann
til bana á þriðjudagskvöld.
Kvaðst hann elska konu sendils-
ins.
Enn flvla
naiieit-
dansarar
frá Moskvu
Fyrrum aðaldansmær
Bolshoi-ballettsins, Sulamif
Messerer, sem einu sinni var i
miklu dálæti hjá Stalín, hefur nú
leitað hælis sem pólitiskur flótta-
maður i Bandarikjunum ásamt
syni sinum, Mikhail.
Hin sjötuga Sulamif kom til
New York i gær með 31 árs
gömlum syni sinum eftir tólf
stunda flug frá Tókió, en þau
höfðu leitað hælis hjá banda-
riska sendiráðinu þar.
,,Ég er feginn þvi að vera kom-
in hingað. Viö erum Bandarikjun-
um þakklát fyrir þetta veitta
tækifæri,” sagði Sulamif.
Mikhail er ballettdansari viö
Bolshoi-ballettinn og móðir hans
hefur verið þar kennari. Þau
mæðgin fylgja i kjölfar Alexand-
ers Godunovs, sem strauk frá
ballettinum i ágúst, og Leonids
Kozlovs og Valentinu konu hans,
sem struku i september.
Fjöldi sovéskra ballettdansara
hefur flúið til vesturlanda á sið-
ustu tveim áratugum. Þar á
meðal Rudolf Nureyev, Natalya
Makarova, Mikhail Barysnhikov
og fleiri.
Sulamif Messerer er af gyð-
ingaættum og frá Lettlandi, en
þaðan flutti hún til Rússlands
fyrir aldamótin. Hún hefur lengi
verið hjá Bolshoi og veriö að-
kvæðamikil i menningarlifi
Moskvu á fleiri sviðum.
Deila Túnis
og Líbíu
Túnis og Libia hafa óskað eftir
aukafundi innan Arababanda-
lagsins vegna deildu þeirra, sem
sprottin er upp af skæruliöaárás,
sem gerð var á bæinn Gafsa i
suðurhluta Túnis i siðustu viku.
Túnis hefur sakað Libiu um að
skipuleggja árásina, sem kostaði
41 mann lifiö. Segist Túnis-stjórn
hafa játningar handtekinna
skæruliða fyrir þvi, að þeir hafi
notið stuðnings Libiu.
1 Tripóli hefur stjórn Libiu
krafist fundarins til þess að
„fjalla um árás Frakklands á
Túnis”, eins og það er kallað.
Franska stjórnin sendi þrjú her-
skip til vesturhluta Miðjarðar-
hafs eftir árásina á þorpið, en
stjórnarandstæðingar I Túnis
segja herskipaferðina hafa sýnt
stuðning við stjórn Bourguiba
forseta.
A mánudag réöst Libiu-skrill á
franska sendiráöið i Tripóli til
þess aðmótmæla herskÍDaferöun-
um, en franska stjórnin kallaði
saidiráðslið sitt heim þaðan á
þriðjudagog sagði, að stjórnvöld
hefðu hundsað beiðni um að veita
sendiráðinu vernd.
Siðustu daga hafa Lfbiu-yfir-
völd visað 1.200 Túnis-verka-
mönnum úr landi.
íransforseii:
VEITIST A8
STÚDENTUNUM
Reiptog er hafið i Iran milli
hinna herskáu stúdenta i banda-
riska sendiráðinu og yfirvalda
landsins vegna upplýsingamála-
ráöherrans, Nasser Minachi, sem
stúdentarnir tóku fastan i gær.
Segja þeir, að skjöl i banda-
riska sendiráðinu sýni, að
Minachi hafi látið USA i té upp-
lýsingar.
Byltingarráöið fyrirskipaði
hinsvegar i gærkvöldi, að
Minachi skyldi látinn laus aftur.
Bani-Sadr, forseti sagði: „Við
höfum stjórnarskrá og við verð-
um aö fara að henni i meðferð
svona mála”.
Fyrr i gær veittist Bani-Sadr
harkalega að stúdentunum I
blaöaviðtali og sakaði þá um að
haga sér eins og „riki i rikinu”.
Hann hefur áður gagnrýnt töku
sendiráðsins.
Aiiir viija rannsaka múiuhneyksiið
Fulltrúar Bandarikjaþings eru
ákveðnir i að láta fara fram þing-
rannsókn i máli átta þingmanna,
sem orðaðir eru við mútugildru
FBI, en dómsyfirvöld eru þvi
andvig og treg til þess að láta
þingnefnd i té gögn málsins.
Dómsmálaráðherrann hefur
skorað á siðareglunefndir þings-
ins að fresta rannsóknum sinum i
hálft ár eða meir, til þess að spilla
ekki fyrir dómrannsókn málsins,
en þingnefndirnar hafa tekið
þeim tilmælum dræmt. Halda
þær f ast við kröfur sinar um að fá
i hendur kvikmyndir og önnur
gögn FBI í málinu.
Þingmennirnir átta, sem
orðaðir eru viö málið, hafa allir
borið af sér sakir. Einn þeirra,
Richard Kelly frá Flórida, segist
hafa tekiö við 25.000 dollurum frá
leynierindrekum FBI, vegna þess
að hann vildi sjálfur rannsaka
þessa „skuggalegu náunga".
Hann skilaöi FBI fénu aftur,
þegar máliö haföi verið gert opin-
bert.