Vísir - 07.02.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 07.02.1980, Blaðsíða 2
VtSLH Fimmtudagur 7. febrúar 1980 P. Sardlnurnar gömlu og „góöu”: Eins og sjá má er dósin frá 1975, en venjulega er slík vara ekki talin endast lengur en 1-3 ár. Visismynd JA úsðluhæfar innfluttar matvðrur á boðstólum hérlendls Sama tegund matvöru og heiidrigöisytirvöiú tókuafmark- aði sl. sumar enn tll sölu í einni störversiun i Reykjavík Á að leyfa frjálsa notkun eiturlyf ja? Hafdis Kristmundsdóttir, nemi: Mér finnst að ef það er ekkert hættulegra en áfengi, þá eigi fólki að vera það i sjálfsvaldi setti. Olaíur Jakobsson, vinnur viö járnsmiö: Nei, ég held að það gæti komið mörgu fólki við. Annars er ég á móti ýmsum höft- um, sem stjórnvöldin hafa sett á þessi eiturlyf. Gunnar Valgeirsson, nemi: Nei, ég vil nú ekki láta leyfa al- gjörtfrjálsræði. Það fer eftir þvi hve sterk lyfin eru. Það er allt i lagi með hass og mariúana — sýrurnar eru hins vegar verri. Stefán Friöðgeirsson, nemi: Nei, alveg örugglega ekki. Ég tel að þessi efni leiði ekki gott af sér. Iiildur Ardis Siguröardóttir, nemi: Það á að leyfa fr jálsa not- kun kannabisefna, þar sem það er t.d. ekkert hættulegra en áfengi. Notkun þessara efna ætti samt að vera háð vissum aldri. Innfiuttar niöursuöu vörur sem ekki standast kröfur heil- brigöisyfirvalda eru seldar I verslunum hérlendis aö þvi er Visir hefur sannreynt. Er hér um aö ræöa niðursoönar sardin- ur frá Marokkó frá árinu 1975, en sardinur frá sama framleiö- anda, framleiddar áriö 1976, voru dæmdar ósöluhæfar af Heilbrigöiseftirliti Reykjavikur sl. sumar. Upphaf þessa máls er það að Neytendasamtökin iétu rann- saka sardlnur sem keyptar höfðu verið hjá Sláturfélagi Suðurlands I Glæsibæ i júlimán- uði sl. Var þar um að ræöa portúgalskar sardinur frá árinu 1975 og sardinur frá Marokkó, en þær voru frá 1976. Við rann- sókn hjá Matvælarannsóknum rikisins reyndust báðar þessar tegundir vera ósöluhæfar og fór þá Heilbrigðiseftirlit Reykja- vikur þess á leit við verslunina að vörur þessar væru teknar af markaði. Var það gert nema hvað birgðir af Natacha-sardin- um frá Marokkó voru þrotnar, að sögn verslunarstjórans. Nýlega rakst blaöamaður Visis svo á þessa sömu tegund af sardinum i S.S. Glæsibæ og voru þær dósir ári eldri en hinar sem dæmdar höfðu verið ósöluhæfar af Heilbrigðiseftir- liti Reykjavikur. Fékk hann Neytendasamtökin til að rann- saka sardinurnar og voru þá fleiri sýnishorn tekin um leið. Dósirnar voru slðan rannsak- aðar hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaöarins og kom þá i ljós aö Natacha-sardinudósin var mikið tærð að innan og voru komnar gráar skellur á dósina innanverða. Að auki voru ryð- blettir á dósinni utanverðri. Ekkert var tekið fram á umbúð- um um endingartima vörunnar. Portúgalskar sardinudósir frá 1977 sem rannsakaðar voru reyndust einnig tærðar, en mis- mikið. Sardinurnar voru þó taldar vera i lagi með tilliti til lyktar bragðsog útlits, en gerla- prófun fór ekki fram. Þess má geta aö samkvæmt sænskum staðli er endingartimi slikrar vöru talinn vera eitt ár. —HR Sardinudósin aö innanveröu: Þar má greinilega sjá stórarskellur sem eru tiikomnar vegna tæringar. „Þetta hlýlur að vera siys” sagðl verslunar- stjórlnn í Glæslbæ „Þaö hefur bara gerst slys — þaö hefur fundist einhver gam- all kassi meö sardinudósum á lagernum og hann hefur óvart verriö settur upp I verslunina,” sagöi Guöjón Guðjónsson, versl- unarstjóri I Glæsibæ, þegar Vis- ir spurðist fyrir um þetla atvik. Guðjón sagði aö þessum sardinum yrði kastað, þar sem þær væru orðnar of gamlar. Þarna væri um að ræða sardin- ur i oliu, en venjulegur endingar- timi þeirra værii kringum þrjú ár. Natacha-sardinurnar eru hins vegar frá árinu 1975, en hinar sardinurnar sem rann- sakaðar voru, frá árinu 1977. Guðjón var spurður hver hef ði flutt þessar vörur inn og sagði hann aö erfitt væri fyrir- sig að muna það, þar sem vörur þess- ar hefðu verið fluttar inn fyrir 2-3 árum, en taldi þó að Ó. John- son og Kaaber hefði flutt þær inn. Þegar Visir spurðist fyrir um þetta hjá fyrirtækinu, könn- uðust forsvarsmenn þar við aö hafa flutt inn nokkrar þeirra tegunda sem rannsakaðar voru, en ekki umræddar Natacha-sardlnur. —HR Guöjón Guöjónsson verslunar- stjóri i Glæsibæ. Ekki fariö að reglum seglr forstöðumaður Helibrigðiseftlrllts Reyklavfkur ,,Viö veröum aö taka þetta til- felli þegar til meöferöar, þvi þaö er á hreinu aö þarna er ekki fariö eftir settum reglum”, sagöi Þórhallur Halldórsson forstööumaöur Heilbrigöiseftir- iits Revkjavikur i Samtali viö Vísi. Þaö er heilbr igðisef tirli t Reykjavikur sem hefur eftirlit með matvöru i verslunum i Reykjavikur og lætur stöðva sölu á matvælum, ef heilbrigöis kröfur eru ekki uppfylltar. Svo var einmittgert með niðursoðn- ar sardinur frá PortUgal og Marokkó sl. sumar, m.a. Natacha sardinur frá árinu 1976. Sagði Þórhallur að það yrði litiö mjög alvarlegum aug- um ef um ný jan innflutning væri að ræöa á þessum sardinum, en eins og áöur er vikið aö fundust núna sardinur frá 1975 I verslun- inni. Heilbrigðiseftirlit rikisins hefur eftirlit með innflutningi á niðursoðinni matvöru, og sagði Hrafn Friöriksson forstöðumaö- ur nýlega I viötali við Visi aö vegna mannfæðár og fjárskorts væri eftirlitið ekki i stakk búiö til að fylgjast með öllum þeim vörum, sem hér kæmu á mark- að. —HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.