Vísir - 07.02.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 07.02.1980, Blaðsíða 8
vísm ÍFimmtudagur 7. febrúar 1980 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjori: Daviö Guömundsson Rítstjorar: Olafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjornarfulltruar: Bragi Guómundsson, Elias Snæland Jonsson. Frettastjori erlendra fretta: Guðmundur G Petursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldor Reynisson, Jonina AAichaelsdottir, Katr.r Palsdottir, Pall Magnusson, Sigurveig Jonsdottir. Sæmundur Guðvinsson iþrottir Gylfi Kristjansson og Kjartan L Pálsson. Ljosmyndir: Gunnar V: Andre'sson, Jens Alexandersscn Uílit og honnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnus Olatsson. Auglysinga og solustjori: Pall Stefansson Dreifingarstjori: Sigurður R. Petursson. Auglysingar og skrifstofur: Siðumula 8. Simar 8661 1 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjorn: Siðumula 14, simi 8661 1 7 linur. Askrift er kr. 4.500 a manuði innanlands. Verð i lausasölu 230 kr. eintakið. Prentun Blaðaprent h/f HVATNING SAKHAR0VS 0G BUK0VSKYS Hvatningar sovésku andófsmannanna til frjálsra þjóða heims um aö sýna samstööu sína meö andófshreyfingunni á þann hátt aö koma ekki til Moskvuleikanna, ættu aö veröa forystumönnum islenskra iþróttamála tilefni þess aö endurskoöa afstööu sina Vaxandi róstur hér innanlands síðustu dagana hafa orðið til þess að draga um sinn athygli okkar frá þeim alvarlegu atburðum, sem hafa verið að gerast úti í hinum stóra heimi. Þótt hinir óvæntu atburðir á innanlandsvettvangi geti vissu- lega haft örlagaríkar afleiðingar hér innanlands, verðum við þó að varast að missa sjónar á eða gleyma þeim harmsögulegu við- burðum, sem hafa verið að ger- astog eru í gerjun annars staðar. Hernaðarinnrás Sovétríkjanna í Afganistan, valdataka þeirra þar í landi og hinar hertu ofsóknir á hendur andófsmönnum innan Sovétríkjanna, þarsem hæst ber frelsissviptinguna á friðarverð- launahafanum Andrei Sakharov, hafa rifjað upp með óþægi- legum hætti heimsvaldastefnu Sovétstjórnarinnar og hina ólýð- ræðislegu stjórnarhætti, sem þar ríkja. f framhaldi af þessu hefur sú spurning gerst áleitnari með hverjum deginum hjá Vestur- landaþjóðum, og reyndar öðrum þjóðum einnig, hvort þær geti farið eins og ekkert haf i í skorist til Ölympíuleikanna í Moskvu eða hvort kref jast eigi þess, að leik- arnir verði fluttir til annars eða annarra landa eða þeim jafnvel til þátttöku. frestað. Bandaríkjamenn urðu fyrstir til að kveða upp úr með það, að íþróttamenn þeirra mundu ekki halda til Moskvuleik- anna, nema sovéska innrásar- Mðið yrði kvatt í burt frá Afgan- istan. Sömu afstöðu hafa nú um 60 þjóðir tekið, þar á meðal Bretar, Kanadamenn, Hollend- ingar, að öllum líkindum Vestur Þjóðverjar, tuttugu ríki Múhameðstrúarmanna og ýmsar fleiri þjóðir Og á næstunni er fullvíst, að fjöldi annarra þjóða muni bætast í þennan hóp. Sovésku andóf smennirnir Andrei Sakharov, sem nú hefur verið sviptur frelsi sínu, og Vladimir Búkovský, sem hrakinn var í útlegð, hafa auk ýmissa annarra úr sovésku andófshreyf- ingunni hvatt þjóðir heimsins til þess að sýna kúgunarstefnu Sovétherranna fyrirlitningu sína með því að mæta ekki til skraut- sýningar þeirra í Moskvu og sýna með þeim hætti samstöðu með andófshreyfingunni innan Sovét- ríkjanna. Geta frjálsar þjóðir heimsins daufheyrst við þessari bón hinna hugrökku frelsishetja, svo lítið sem við í raun og veru höfum getað gert til þess að styðja baráttu þeirra? Auðvitað ekki. Við hljótum að vænta þess af iþróttahreyf ingum frjálsra þjóða, að tekin verði eindregin afstaða með hinu frjálshuga fólki innan Sovétríkjanna, en ekki með kúgurum þess. Það hefur óneitanlega vakið athygliog furðu, hversu íslenskir st jórnmálamenn hafa verið tregir til þess að taka undir kröf- una um, að Ölympiuleikarnir verði fluttir frá Moskvu. Hið sama má reyndar segja um Ólympíunefnd íslands, þótt hún virðist sem betur fer ekki hafa læst sig alveg fasta í afstöðu sinni. Sem betur fer er það þó ekki undantekningarlaust, að ís- lenskir stjórnmálamenn hafi þagað þunnu hljóði. Þannig hef ur t.d. Birgir (sl. Gunnarsson al- þingismaður hvatt til þess, að ís- lendingar endurskoði afstöðu sína til þátttöku í Moskvuleikn- um. í grein, sem hann skrifaði í Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum, sagði hann m.a.: „Við endanlega ákvörðun verða menn að hafa í huga, að með því að fara til til Moskvu, taka menn þátt í leikum sem að mati Kreml- verja verður einn mikilvægast pólitískri viðburður, sem fram hefur farið í Sovétríkjunum um langan tíma". f Ijósi þessa ætti íslensk íþróttahreyf ing að endur- skoða afstöðu sína í þessu máli. Hugmyndafræði (anda frjálshyggju Sjálfstæðisflokkurinn. Klassfska timabilið 1929—1944. Höfundur: Svanur Kristjáns- son. Útgafndi: Félagsvisinda- deild Háskóla tslands og bóka- útgafan Örn og Örlygur 1979. Rit þetta er hið fimmta i rit- röðinni islensk þjóðfélagsfræöi sem Félagsvisindadeild Háskóla tslands gefur út i samvinnu við bókaútgáfuna örn og örlyg. Hér er ekki á ferðinni itarleg rannsókn á Sjálfstæðis- flokknum fyrstu fimmtán árin þótt hér sé um hluta doktorsrit- geröar að ræða. 1 raun hefur þessi hluti doktorsritgerðarinn- ar meira yfirbragð timarits- greinar en rannsóknarrits, enda er megimál bæklingsins aðeins 35—40 siður aö lengd. Samt sem áður er bæklingurinn um margt fróðlegur þó ekki sé miklu bætt við það sem áður var vitað, hvorki i upplýsingum né grein- ingu. Aður hefur hluti þessarar sömu doktorsritgeröar komið út i ritröð Félagsvisindadeildar, en það var íslensk verkalýös- hreyfing 1920—1930. Um hugmyndafræði íhaldsflokksins I fyrsta kafla bæklingsins er fjallað um uppruna Sjálfstæðis- flokksins og skipulag. Þar er þvi haldið fram aö við samruna Frjálslynda flokksins og Ihalds- flokksins áriö 1929 hafi Ihalds- flokkurinn lagt fram styrk- leikann en Frjálslyndi flokkur- inn hafi lagt fram „hugmynda- fræði þjóðernishyggjunnar og áherslu á sjálfstæðis- baráttuna”, eins og segir i bæklingnum. (Bls. 9). Ástæða er til að gera athugasemd við þessa túlkun, þar sem litið virðist gert úr hugmyndafræði Ihaldsflokksins. 1 ágætri grein eftir Jón Þorláksson, formann Ihalds- flokksins og fyrsta formann Sjálfstæðisflokksins, sem birtist i Eimreiðinni árið 1926 undir heitinu íhaldsstefnan er á greinargóðan hátt gerð grein fyrir hugmyndafræði Ihalds- manna. Af þeirri grein verður ekki annað ráðið en að um sömu stefnu sé að ræða og siðar varð stefna Sjálfstæðisflokksins. Jón Þorláksson segir þannig á ein- um stað i nefndri grein að ihaldsstefnan hafi sprottið upp til verndar þeim verðmætum sem striðsástandið og stjórnlyndið hafi verið að troða fótum. „011 þessi verðmæti voru beinn ávöxtur frjálslyndu stefn- unnar, sem hér var rikjandi fram að styrjöldinni. Þessi Ihaldsstefna hlaut þvi að vera frjálslynd...”, segir Jón meðal annars I greininni. Af lestri thaldsstefnunnar og einnig annarra greina eftir Jón Þorláksson, til að mynda Milli fátæktar og bjargálna (Sjálf- stæðisstefnan, Heimdallur 1979, bls. 9—30), veröur það helst ráð- ið að hugmyndafræöi ihalds- manna var i anda frjálshyggju. Þaö má þvi orða það sem svo að Ihaldsnafnið hafi verið rang- nefni. Höfundur bæklingsins greinir enda frá þvi að nafnið hafi verið mörgum forystumanni Ihaldsflokksins þyrnir I augum, en fyrir þvi eru hugmyndafræðilegar ástæður. Nafnið Sjálfstæöisflokkur var að mati þessara manna meira réttnefni, þar sem þaö túlkaði ágætlega frelsishugsjón þeirra sem berjast fyrir sjálfstæöi þjóðar og einstaklings. Gunnar Thoroddsen, einn forystumanna Sjálfstæðis- flokksins á þessum tima, hefur sagt að það hafi verið eindregið álit flestra fylgismanna beggja flokka að stefna þeirra hafi verið svo likað full ástæða hafi bókmenntir verið til þess að sameina þá. (Sjálfstæðisstefnan, Heimdallur 1979, bls. 137). Þetta mat forystumanna Sjálfstæðis- flokksins bendir til þess að ómögulegt sé að segja að hug- myndirnar hafi fremur komið frá Frjálslynda flokknum en íhaldsflokknum. Það má leiða að þvi likur að sameiningin hafi i raun verið litið annað en nafn- breyting á Ihaldsflokknum sem þannig skapaði skilyrði fyrir samruna Frjálslynda flokksins og Ihaldsflokksins. 1 þessu sambandi má einnig benda á þá staðreynd að helstu flokksfélög íhaldsflokksins, eins og til dæmis Vörður og Heimdallur, urðu sjálfkrafa burðarásinn i starfsemi hins nýja Sjálfstæðisflokks. Annar kafli bæklingsins fjall- ar um hugmyndafræði Sjálf- stæðisflokksins og er á einum stað komist þannig að orði að hugtökin þjóðernishyggja og ha gs munasamstaöa lýsi best grundvallarhugmyndum Sjálf- stæöismanna. Aður hafði komið fram i bæklingnum að forystu- menn flokksins hafi haldið þvi fram að flokkurinn væri: „fulltrúi allrar þjóðarinnar, en ekki einstakra hagsmunahópa”. (Bls. 10). Siðar I bæklingnum segir höfundur: „Hugmynda- fræði Sjálfstæðisflokksins er samstöðuhugmyndafræði”. (Bls. 33). En hverjir eru þeir þá þessir hagsmunir sem hægt er að skapa viðtæka samstöðu um? Jú, það eru þeir hagsmunir sem eru sameiginlegir öllum einstaklingum: frelsiö. Réttara væri þvi að segja að frelsishug- takið, frelsi þjóðar og einstakl- ings, sé það hugtak sem lýsi best þessum grundvallarhug- myndum. Einstaklings og atvinnufrelsi Höfundur bæklingsins setur fram þrjár röksemdir „þvi til skýringar að hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins átti jafn greiðan aðgang að almenningi og raun bar vitni”, eins og þaö er orðað. Þessar röksemdir eru: „1 fyrsta lagi sú staðreynd að túlkun Sjálfstæðisflokksins á þjóðernishyggju var keimlik fyrri hugmyndum manna um fyrirbærið. 1 öðru lagi að nokkr- ir mestu klofningsþættirnir voru ekki til staðar á Islandi og i þriðja lagi að hin harða lifs- barátta hafi ýtt undir sam- stöðuvitund”. (Bls. 19). Hér gleymir höfundur einu atriði, það er öðru aðal stefnumáli Sjálfstæðismanna, einstaklings- 'og atvinnufrelsinu. En getur ekki einmitt verið að sú hugsjón hafi vegið hvað þyngst i þessu efni? 1 öllu falli er einstaklings- hyggjan mjög rik i Islendingum. Þá segir höfundur i þriðja kafla bókarinnar, sem fjallar um stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins, að athugun á fylgis- grundvelli Sjálfstæðisflokksins 1929—1944 leiði ótvirætt i ljós, „að með tilliti til fylgis var Sjálfstæðisflokkurinn að nokkru leyti flokkur allra stétta”. (Bls. 26). Siöan reynir höfundur að meta fylgi Sjálfstæðisflokksins á þessum tima með tilliti til þjóðfélagsstöðu kjósendanna. Hann skiptir þeirri umfjöllun milli eignamanna, millistéttar, bænda, kvenna og verka- manna. Ekki er ástæða til að fjölyrða um þá flokkun, en þó verður að draga i efa að menn hafi almennt valið sér stjórnmálaflokka með tilliti til „stéttarstöðu..” Skipting sem þessi kann að vera til hagræðis i bæklingi sem þessum, en verður að öðru leyt að taka með varúð. Niðurstaðan er þó sú, eins og áður segir, að Sjálf- stæðisflokkurinn er flokkur allra stétta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.