Vísir - 07.02.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 07.02.1980, Blaðsíða 12
■Smt Fimmtudagur 7. febrúar 1980 13 Nú eru merkingarnar í samræmi við merkingar annarrar matvöru í neyt- endaumbúðum. Vissir þú að 45+ osturinn er aðeins 26% feitur? Gömlu merkingar ostanna sýndu fitu- hlutfall í þurrefnum þeirra. Mtaöfixmviö brwtt merkmgum ostaxmatílað auöveldabér að sjá raummnilagt fituimií'haW þeúra. VÍSIR Fimmtudagur 7. febrúar 1980 en hann er líka hollur því að í honum eru öll næringarefni mjólkurinnar og flest í mun ríkara mæli. Próteiniö- gur skammtur af því er nauðsyn- legur til uppbyggingar og viðhalds frumum líkamans. Ostur er mun pró- teinríkari en t. d. kjöt eða fiskur. Dagleg þörf af próteini er áætluð um 45—65 g en í 100 g af osti eru 27—32 g af próteini. Mjólkurostur^r besti í venjulegu fæði. En kalkið á mestan þátt í myndun og viðhaldi tanna og beina. Af því þurfa börnin mikið og allir eitthvað. Auk þess er í osti sem gerir ostínn gó steinefna ogvitamina sem auka orku og létta lund Já bað er fleira en bragðið [ðoan. Söngvararnir.sem syngja einsöngshlutverkin f óperunni La Traviata. Stjórnandinn Gilbert Levine er á milli þeirra ólafar Haröardóttur og Garöars Cortes.sem syngja hlutverk Violettu og Alfredo. Visismynd GVA. Þaö fór ekki á milli mála að margt okkar besta söngfólk var saman komið i Melaskólanum i gærkvöldi. Fallegar ariur hljóm- uðu um skólann og þegar kórinn tók undir mátti heyra það út á götu. Æfingar á operunni La Traviata eru nú i fullum gangi, en hún verð- ur sýnd i Háskólabíó á þriðjudag og fimmtudag i konsertuppfærslu. Flutninginn annast Sinfóniuhljóm- sveit Islands, Söngsveitin Fil- harmonia og tiu einsöngvarar. Alls taka þátt um 180 manns i óperunni. Hljómsveitarstjóri er Gilbert Levine og honum til aðstoðar Sue Marie Peters. La Traviata var sett upp i Þjóð- leikhúsinu 1951, en þetta er i fyrsta skipti sem Sinfóniuhljómsveit Is- lands á frumkvæðið aö flutningi óperu. Sue Marie Peters starfar viö Metropolitan óperuna i San Fransisco, en þar hefur hún þaö starf aö þjálfa sérstaklega söngvara sem syngja i óperum. ísiensku söngvararnir voru mjög ánægöir meö starf hennar hér. Tekur við sprota Karajans. Gilbert Levine er rúmlega þri- tugur. Hann er fæddur i New York og lærði hjá Dennis Russel Davies við Juillard-skólann. Þá nam hann einnig við Princetonháskólann, hjá Nadiu Boulanger I Paris og við Yaleháskólann i Connecticut hjá Gustav Meyer. Levine varð sérlegur aðstoðar- maður George Solti i London og Paris árið 1973. Þar unnu þeir saman að konsertum með L’Orcherstre de Paris, BBC Syn- phony Orcherstra við Royaí Opera House, Covent Garden og með London Philharmonic Orchestra við upptökur á La Bohéme. Hann varö framkvæmdastjóri og fastur hljómsveitarstjóri Nor- walk Symphony Orcherstra 1974 og hefur siðan stjórnað ýmsum hljómsveitum i Evrópu og Ameriku. Arið 1975 komst hann i úrslit i hinni þekktu Karajankeppni I Berlin og er hann eini Bandarikja- maðurinn sem hefur tekist þaö. Héðan fer hann til Berlinar þar sem hann tekur við sprotanum úr hendi Herbert von Karajan og stjórnar Filharmóniuhljómsveit Berlinar. Sue Marie Peters starfar við Metrópolitanóperuna i San Fransisco. Hún þjálfar sérstak- lega söngvara sem fara með hlut- verk i óperum. Átakanleg ástarsaga. Giuseppe Verdi samdi La Tra- viata áriö 1853, en vann hana jafn- hliða óperunni II Trovatore. Verdi vann óperur sinar venjulega á nokkrum mánuðum, en La Travi- ata samdi hann aðeins á einum mánuöi. Öperan fjallar um ástir þeirra Violettu Valery og Alfredo Ger- mont. Ungu hjúin fá ekki að eigast og endurinn verður sá að Violetta deyr i örmum Alfredo. 1 fyrsta sinn þegar óperan var sýnd á ttaliu I mars 1853 fékk hún ömurlegar viðtökur. Astæðan var sú að hlutverkaskipan féll ekki i kramið hjá leikhúsgestum. Það er kannski ekki furða þvi i hlutverki Violettu var tvibreið frú og elsk- huginn var álika i laginu. Þau áttuþvi erfitt með að draga upp mynd af ungum elskendum, þrátt fyrir góðar raddir. Ari siðar var annað uppi á ten- ingnum hvað varðaði hlutverka- skipan og óperan var látin gerast um 1700, en ekki i samtimanum eins og i fyrstu uppfærslunni. Þessi sýning sló i gegn og slðan hefur La Traviata verið uppáhald óperugesta. Ólöf og Garðar I aðal- hlutverkum. Það eru þau ölöf K. Harðardótt- ir og Garðar Cortes sem fara með hlutverk elskendanna Violettu og Alfredo. Þetta er stærsta hlutverk Ólafar hingað til. Giorgio Germont föður Alfredo syngur Guðmundur Jónsson, Floru vinkonu Violettu syngur Anna Júliana Sveinsdóttir og Kristinn Hallsson syngur hlutverk læknis hennar. Þá syngja þau Elisabet Erlings- dóttir, Már Magnússon, Halldór Vilhelmsson, Hjálmar Kjartans- son og Kristinn Sigmundsson, að ógleymdum kór, sem er skipaður Söngsveitinni Filharmóniu. Stjórnandi hennar er Marteinn H. Friðriksson og undirleikari er Agnes Löve. —KP. La Traviata var sett upp I Þjóðleikhúsinu 1951, hér eru Einar Kristjáns- son og sænska söngkonan Hjördis Schynberg I hlutverkum sinum. erking áður 20+ 30+ 45+ u% 17% 26%

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.