Vísir - 13.02.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 13.02.1980, Blaðsíða 4
VÍSIR MiOvikudagur 13. febrúar 1980. Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum í póstkröfu Altikabúðin Hverfisgotu 72. S 22677 HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVIKUR óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: hjúkrunarfræðinga við heimahjúkrun Ijósmóður við mæðradeild í hálft starf sjúkraliða til afleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400, HEILBRIGÐISRÁÐ REYKJAVIKUR. B.I.K.R. SKRIFSTOFAN ER OPIN I KVÖLD. Sunnudag 17. febrúar verður ísakstur kl. 2 og íscross kl. 3. Hittumst í Hollywood kl. 8. Starfsmenn óskast. Hringið í síma 12504 eða komið á skrifstofuna. Væntanlegir þátttakendur skrái sig á skrif- stofunni i kvöld eða hjá Loga Einarssyni í sím- um 39769 eða 22040. ÍSAKSTURSNEFND. AUGLYSING frá ríkisskattstjóra um framtalsfresti Ákveðið hefur verið að framlengja áður aug- lýstan frest einstaklinga til skila á skattfram- tali 1980 svo sem hér segir: Hjá einstaklingum, sem ekki hafa með hönd- um atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, framlengist skilafrestur fré 25. febr. til og með 10. mars 1980. Hjá einstaklingum, sem hafa með höndum at- vinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, fram- lengist skilafrestur frá 31. mars til og með 15. apríl 1980. Reykjavík 12. febrúar 1980 RIKISSKATTSTJÓRI. samúð og vinarhug við fráfall eiginkonu minnar ióhönnu Sigurðardóttur Gunnar Kristófersson, Hrafnistu og aðrir aðstandendur LlffræOl- legar ástæður geð- truliana Læknahópur, sem starfar aö rannsóknum á vegum Pedia- trisk forskningsinstitutt viö Rlkisspitalann i Osló, telur sig hafa gert merkilegar upp- götvanir, sem lúta aö líffræöi- legum ástæöum geörænna trufl- ana. Hópur þessi sem starfar undir stjórn læknanna Olav Trygstad og Karl Reichelt, telur sig hafa fundið I þvagsýnum geösjúk- linga óeölilega mikiö magn af „peptiöum”. „Peptlður” bera upplýsingar milli frumanna i likamanum og geta átt sinn þátt I þvi aö skapa skilyrði til geörænna truflana hjá dýrum. I samspili við umhverfið geta þessi skilyrði leitt til efna- breytinga sem kalla fram truflanir á borð við „schizofreni” og „mani” (i dag- íegu tali kallað geðklofi og þunglyndisköst). ' Ástæðan til þessa óeðlilega magns af „peptiðum” er enn ókunn en þykir geta legið I erfðarlegum truflunum, eða hugsanlega myndast I alheil- brigðu fólki, sem er undir þungu taugaálagi. Telja visindamenn- irnir að aðallega stafi slikt of- framboð á „peptiðum” af utan- aðkomandi áhrifum umhverfis á einstaklinga sem likamlega eru þannig gerðir fyrir að þeir eru móttækilegri en aðrir fyrir sliku. Segja þeir að einkennin megi finna á hvaða aldursstigi sem vera vill en sé þó nokkuð undir þvi komiö hve miklar hin- ar Hffræðilegu truflanir séu og undir hve miklu álagi viðkom- andi manneskja hefur veriö. Rannsóknarhópurinn ætlar að þessar uppgötvanir eigi eftir að hafa hagnýtt gildi við aðrar rannsóknir og siðar meir við ákvarðanir um meðhöndlun sjúklinga, en mörg ár geti þó liðið áður en siðari áfanganum verði náð. Erfiðleikar hjá norskrl togara- útgorð Norsk togaraútgerð er sögö standa völtum fótum um þessar mundir, en sum útgeröarfélögin hafa ekki sýnt hagnaö siöan 1974, og fæst þeirra hafa haft hagnað siöan 1977. Þykir ljóst aö veröi ekki gripiö til sérstakra ráðstafana lendi margar togaraútgeröir i alvarlegum rekstraröröugleikum fljótlega á þessu ári. Þetta kemur fram i skýrslu sem prófessor Terje Hansen við verslunarháskólann i Björgvin hefur gert um stöðu togaraút- gerðarinnar fyrir sjávarútvegs- ráðuneytið. Skýrsla Hansens tekur til út- gerða samtals sextiu og fimm togara en útgerðarfélög þeirra þrettán sem útundan hafa orðið þykja á svipuðu skeri stödd. Auk bágrar afkomu útgerðar- innar bætist siðan horfur á minna aflamagni á árunum 1980 til 1984, heldur en á siðasta ára- tug. Prófessor Hansen gerir ráð fyrir að ferskfisk- og frystitog- ararnir muni veiða á þeim árum milli áttatiu og áttatiu og fjögur þúsund tonn. Arið 1977 var afli þessara togara 136 þúsund tonn og árið 1978 124 þúsund tonn. Sonur Mary og Louis Leakey, Richard Leakey sem sést hér ásamt konu sinni, hefur einnig starfaö aö mannfræðirannsóknum og veitir forstööu safni f Kenya. 3,6 mllllón ára gömul mannaspor Mannfræöingurinn, Mary Leakey segir aö fótspor, sem fundist hafi nýlega, kunni aö vera eftir fjölskyldu, karl, konu og barn, sem hafi veriö á göngu um eldfjallasléttu I Austur-Af- riku fyrir meir en 3,6 milljónum ára. Dr. Leakey kunngerði fund þessara fótspora i fyrra en segir nú, að rannsóknir siðasta árs á þessum sporum gefi til kynna að þau séu eftir karlmann og konu, sem fylgdi á eftir honum með barn sér viö hlið. aðutan Umsjón: f Guömundur ' Pétursson A sporunum er helst að sjá sem konan hafi jafnvel leitt barnið. Þessar verur, eða „hominids” eins og mannfræöingar kalla þær, hafa gengið uppréttar á tveim fótum og eru þvi elsta dæmið,eftir þvi sem dr. Mary Leakey segir, um forföður nú- timamannsins. Hún var spurð hvaða þýðingu þessi fundur hefði fyrir rannsóknir á upp- runa mannsins og taldi sjálf hann ekki ýkja merkilegan. Mary Leakey er ef til vill hætt að kippa sér sjálf upp við forn- leifafundi sina þvi að hún og maður hennar, dr. Louis Leakey heitinn, þykja hafa gert ein- hverjar merkilegustu upp- götvanir sem gerðar hafa verið i rannsóknum á uppruna manns- ins. Sjálf segist hún aðeins starfa að þessu til þess einfald- lega að svala eigin forvitni. Segir hún, að þessi siðasti fundur varpi ljósi á getgátur manna um hvenær frummaður- inn hafi byrjað að ganga á tveim fótum, sem var mikilvægur áfangi i þróun hans. Þannig urðu hendurnar frjálsar til burðar og áhaldagerðar. Fótsporin fundust á Laetoli- sléttunni sem er suður af Oldu- vai þar sem þau hjónin, Mary og Louis, gerðu margar upp- götvanir sinar. Sporin benda til þess, að fjölskyldan hafi stefnt i norður en barnið hafi annað veifið reynt að slita sig frá móðursinni. Af fótastærðinni að dæma hafa þessar verur verið 1.2 og 1.5 metra háar. p > H Mary Leakey hefur gert ýmsar merkilegar uppgötvanir varðandi uppruna mannsins I Tanzaniu I Austur-Afrlku, og þessa stein- gervinga, bein úr frummanni 3.750.000 ára gömul fann hún 1978.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.