Vísir - 13.02.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 13.02.1980, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 13. febrúar, 1980, 36. tbl. 70. árg. Drekkhlaöin loönuveiöiskip haf a beðið löndunar hjá Sfldarverksniiöjum rlkisins á Siglufirði slöustu dagana og voru hvorki meira né minnaenl5,þegarmyndinvartekiníg»r. . Vlsismynd: Kristjan Möller. Vísir ræðlr viö loðnusklpstjóra um velðlbannlð: „TRÚI EKKI ÖÐRU EN MENN VIRÐI BANNIÐ pp ,,Ég hef ekki trú á aö menn fari Ut Isvoleiöis vitleysu", sagöieinn loðnuskipstjdrinn I morgun, þegar Vísir innti hann eftir þvl, hvort sjómenn hygðust virða loðnuveiðibannið ao vettugi.Aðrir skipstjórar, sem talað var við, tóku mjög I sama streng. Tilkynning sjávarútvegsráðu- „Þetta bann er I rauninni neytisins um loðnuveiðibann frá og með deginum 'í dag hefur valdið miklu fjaðrafoki og heitar umræður spunnust um málið á Alþingi I gær. Vlsir hafði samband við nokkra aðila sem hagsmuna eiga að gæta í sambandi við loðnuveiðarnar. „Menn hafa fundið mjög mikla loðnu undanfarið, miklu meira en I fyrra, og það bendir nú varla til þess að hún sé að verða búin", sagði Sigurjón Valdimarsson, skipstjóri á furðulegt þvi I fyrra var haft eftir fiskifræöingum að nU yrði óhætt að veiða mun meira en þá var gert. Ég hef ekki heyrt menn tala um að hundsa bannið". „Ég er- alfarið á móti veiði- banninu og ég held að kollegar mlnir séu það undantekninga- laust", sagði Þórarinn Óiafsson, skipstjóri á Albert GK, „Ég var að koma I land i fyrrakvöld og það fer ekkert á milli mála, að nóg er af loðnu á miðunum þannig að það er ana I land. Þetta bann kemur að manni eins og þjófur á nóttu". — Er hugsanlegt að loðnusjó- menn hundsi bannið? „Ég hef nú ekki tní á að menn fari út I svoleiðis vitleysu, aö minnsta kosti hef ég ekki heyrt talað um það." „Það eru allir skipstjórar á móti þessu banni og okkur ber öllum saman um það, að það sé meira magn I sjónum en fiski- fræðingar vilja vera láta", sagði Haraidur Ágústsson, skipstjóri á Sigurði RE. „Ég held ekki að bannið verði Berki NK. hreinlega fráleitt að reka bát- hundsað. Við höfum verið lög- hlýðnir fram að þessu". „Eins og loðnan hefur verið staðsett við landið hefði veiðin þurft að vera svo glfurleg til þess að við gætum gert okkur nokkrar vonir um loðnu, að við hefðum sjálfsagt ekkert fengið, þó svo að bannið hefði ekki kom- ið", sagði Sigurður Einarsson, forstjóri Hraöfrystistöðvar- innar í Vestmannaeyjum. „Viö byggjum okkar vonir helst á þvf nUna, að við fáum loðnu til frystingar og hrogna- töku þegar þar að kemur. Okkar sjónarmið er að það sé skyn- samlegt að skilja eitthVaö eftir fyrir slíka vinnslu þvl hun gefur mest af sér." P.M. TÍU prósenta launahækk- un 1. mars nk. Laun munu hækka um u.þ.b. 10% hinn 1. mars nk. að þvl er áreiöanlegar heimildir VIsis telja. Er hér um að ræða hækkun samkvæmt verðbótavisitölu á laun, sem ákveöin var með ólafs- lögum svokölluðum á sl. ári. Taliö er, að visitala fram- færslukostnaöar muni hækka nokkru meira en veröbótavisital- an, eða 11-12%. Laun hækka hins vegar minna en nemur hækkun framfærsluvisitölu vegna rýrnun- ar á viðskiptakjörum landsins. Vísi tókst ekki I morgun að fá ofangreindar upplýsingar stað- festar, en buast ma við tilkynn- ingu kaupgjaldsnefndar um mál- ið innan skamms. Bjargaðist er bíll steyptist 5-6 metra í óshlíðinní TIu hjóla vörubill af Man gerö fór Ut af veginum við Óshllð um fjögurleytiö I gær. úlfar Onundarson, bilstjóri vörubllsins, var aö taka beygju þegar hann missti stjórn á bllnum, sem steyptist niður snarbratta hliöina um 5-6 metra. Vörublllinn er tal- inn gjöronýtur, en úlfar sakaði ekki. Bjargaði konu úr höfnlnni Kona um fimmtugt kastaöi sér I sjóinn viö Ægisgarð i gærkvöldi um kl. 23.30. Það sást til hennar, og var lögreglunni gert viðvart. Einn lögreglumannanna, sem komu á staöinn, synti á eftir kon- unni, náöi henni rétt fyrir utan garðinn og kom henni I land. Konan var mjög illa haldin og meðvitundarlaus er hUn náöist og var hUn f lutt á Slysadeild Borgar- spitalans. Hver átti að hjálpa áfengissjúklingnum? „Kerfið virðist hafa klikkað" - segir Þðrarlnn Tyrfingsson, læknir á Silungapolli „Kerfið virðist hafa klikkað i þessu tilfelli", sagði Þórarinn Tyrfingsson læknir á Silunga- polli þegar Visir spuröist fyrir um það hvaða aðili hefði átt að koma til hjálpar áfengis- sjUklingnum sem blaðið greindi frá I gær. t samtölum við þá aðila sem á einhvern hátt komu við sögu I máli mannsins kom I ljós að enginn taldi sér skyldugt að taka við honum skilyrðislaust. Engin bráðaþjðnusta fyrir áfengissjuka væri I rauninni til og því tilviljun háð hvar maöur- inn fengi inni. Hann fékk hins vegar hvergi inni þrátt fyrir 18 tima þref og dó heima hjá sér. M.ö.o. það var ekkert rUm fyrir hann I kerfinu. A bls. 21 Vfsi I dag er rætt við Þdrarinn Tyrfingsson lækni, Jó- hannes Bergsveinsson yfirlækni á Kleppi og Skúla Johnsen borgarlækni og þeir spurðir hver hefði átt að koma maiiiiin- um til hjálpar. —HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.