Vísir - 13.02.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 13.02.1980, Blaðsíða 24
síminnerðóóll Oll loðnan hefur nú pp gengiö eystri leiöina - segir HJálmar Vilhjálmsson. fiskifræðingur 99 „Undanfarin ár, til dæmis I fyrra, hefur loðnan verift tviskipt, þannig að helmingur hennar hefur gengið norður fyrir land og hinn helmingurinn vestur fyrir. Loðnan sem gengur norður fyrir land núna og sem skipin eru að moka upp, er svipuð að magni og f fyrra, en sáralftil loöna viröist ætla að ganga vestur fyrir iandið”, sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur, er Vfsir náði tafi af honum i morgun, en hann er um borð I Bjarna Sæmundssyni. ,,A þessu byggjum við, að loðnustofninn/sé mun minni í ár en i fyrra”. — Útgerðarmenn hafa bent á, að ætla mætti, að sameiginleg umsögn á sjötta tug loðnu- skipstjóra sé markverðari en álit leiðangursstjóra á einu eða tveimur rannsóknarskipum. „Loðnan er mjög þétt núna og heldur sig á afmörkuðu svæði svo að það gera loönuveiðiskipin að sjálfsögðu einnig. Við reyn- um hins vegar aö leita sem viö- ast, svo að ég tel okkur hafa betri heildaryfirsýn. Við verðum að hafa I huga, að loðnan drepst yfirleitt eftir hrygningu, þannig aö ekki er nema um tvo árganga að ræöa. Þvi er það mjög mikilvægt að klak mistakist ekki eitt árið, það gæti tekið langan tima að ná þvi upp”. — Loðnusjómenn telja, að bannið þýöi einfaldlega það aö ásóknin I þorskinn aukist enn- frekar og aö fleiri veröi um það litla magn sem leyft er að veiða. „Ég tel ekki,að það sé rétt að- ferð að friða þorskinn með þvi að drepa niður loðnuna. Við verðum að hafa I huga að þorskurinn étur loðnu. —ATA ' 1-1 i :%M 11 J r* Nokkrir bankamenn tefla við bandarfska stórmeistarann Wafter Browne I gærkvöldi. Vfsismynd: JA FIMM HAFA UNNW BROWNE Spásvæði Veöurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörð- ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður- land, 5. Noröausturland, 6. Austfiröir, 7. Suðausturland, 8, Suðvesturland. veöurspá úagsins Enn er stormur á Vestfjarða- miðum. Klukkan sex var minnkandi 1025 mb hæð yfir Grænlandi en heldur vaxandi 993 mb. lægð við suöurströnd- ina. Um 700 km SSA af Hvarfi er 965 mb. lægð. Veður fer hægt kólnandi. Suðvesturland og Faxaflói: NA 4-5, skýjað með köflum. Breiðafjörður: A eða NA 5-7, skýjað en úrkomulaust aö mestu. Vestfirðir: NA 8-10 á miðum, 6-7 til landsins, hægari þegar kemur fram á daginn. Snjó- koma með köflum noröan til. Noröurland: NA 6-8 á miöum, en NA 3-5 til landsins. Slydda eöa rigning, einkum á miöum og annesjum. Norðausturfand og Austfirðir: NA 4-6, rigning eða súld á miö- um og annesjum. Slydda til landsins. Suðausturland: NA 4-5 og rigning I fyrstu en SA 3-4 og skúrir síðdegis. Veöriö hér og par Klukkan sex I morgun: Akur- eyrialskýjaö 2, Bergenslydda 1, Helsinki snjókoma -M6, Kaupmannahöfnalskýjað -r2, Oslósnjókoma +6, Reykjavlk léttskýjaö 2, Stokkhólmur al- skýjað -í- 6, Þórshöfn súld 7. Klukkan átján f gær: Aþena skýjað 12, Berlfn rigning 4, Feneyjar heiösklrt 7, Frank- furtskýjaö 7, Nuuk skýjað 1, Londonskýjaö 10, Luxemburg rigning 5 Las Palmas skýjaö 20, Mallorka skýjað 10, Róm heiðskírt 10, Malagaskýjað 13, Vln skúrir 4. Bandarfski stórmeistarinn Browne tefldi fjöltefli viö banka- menn I húsakynnum Útvegsbank- ans I gærkvöldi. Brownetapaði einni skák, það var Sólmundur Kristjánsson, sem lagði kappann, og sex skákum lauk með jafntefli. Áöur hafði Browne teflt fjöltefli við 38 manns I félagsheimili Tafl- félags Reykjavlkur og vann hann þar 26 skákir, en tapaöi fjórum. Þeir sem þá unnu Browne voru Björn Ó. Hauksson, Egill Þor- steins, Gunnar Freyr Rúnarsson og Páll Þórhallsson. Atta gerðu jafntefli við Browne, þar á meöal Helgi Hjartarson, sem er aðeins 11 ára gamall. —SG-ATA litvarpsráð sampykKlr nýjan íÞróttafréttamann: ÚlíKiegt að ég mggi starflð - segir Jon Björgvin Stefánsson. félagsmáiastjóri á Selfossl Útvarpsráð hefur samþykkt, að Jón Björgvin Stefánsson, 29 ára gamall Selfyssingur, hljóti starf iþróttafréttamanns við sjónvarp- ið og verði Bjarna Felixsyni þar til aðstoöar. Jón sagði hins vegar I samtali við Visi, að óliklegt væri að hann gæti þegið starfið, þvi það tæki mun meiri tima en hon- um hefði verið tjáö áður en hann sótti um. Arni Gunnarsson, varaformað- ur útvarpsráðs, sagði Visi, að út- varpsráð hefði tekið ákvörðun fyrir rúmri viku. 21 maður sótti um þessa iþróttafréttamanns- stöðu, og Jón Björgvin varð fyrir valinu, en hann er íþróttakennari að mennt og starfar sem félags- málastjóri á Selfossi. Ætlunin var að Jón annaðist Iþróttaþátt annan hvern mánu- dag I sjónvarpinu, en nú eru sem sagt likur á að útvarpsráð verði að endurskoða afstööu sína. Fiskiðjan í Keflavík í gang fijótlega: „IELJUM U K0MA MEGI f VEG FYMR MENQINIIU" //Við teljum að með þeim ráðstöfunum sem við höfum gert megi koma í veg fyrir mengunina/ þ.á m. lyktarmengunina sem komið hefur frá Fiskiðjunni"/ sagði Hilmar Haraldsson sem nýlega tók við starfi framkvæmdastjóra og verksmiðju- stjóra Fiskiðjunnar í Keflavík,í samtali við Vísi/ en verksmiðjan fer aftur af stað mjög fljótlega. Loki segir Daginn eftir að þingflokkur Alþýðubandalagsins kaus Ólaf Ragnar sem formann þing- flokksins talar samflokks- maður hans um, að „pappirs- tfgrfsdýr og súkkulaöidreng- ir” ráði ferðinni I þingflokk- um. Nú velta menn þvf fyrir sér, hvort hann telur, að ólaf- ur sé súkkulaöidrengur eða pappfrstfgrisdýr. Hilmar sagöi að mengunar- varnirnar fælust I þvi að ýmis mengandi efni væru þvegin úr reyknum og hann kældur, en slö' an væri lyktin brennd úr reykn- um. Hér væri um aö ræöa nýj- ung og þýddi hún I raun aö reyk- urinn væri heimingi minni en áður og sparaðist við þetta sú orka sem annars færi I það aö hita upp þann reyk. Hilmar sagði að kostnaðurinn við þessar mengunarvarnir væri i kringum 140 milljónir og kæmu þær til meö að borga sig þegar til lengdar léti vegna orkusparnaðarins. Hann var þá spuröur hvers vegna Fiskiöjan hefði ekki fariö út f þessar fram- kvænidir fyrr og sagöi hann aö þeirri spurningu yröu aörir aö svara þvi hann væri nýkominn til verksmiöjunnar. Hilmar var spuröur hvers vegna bæjarstjórn Keflavikur hefði fariö fram á þaö aö Fisk- iöjunni yröi veitt aftur starfs- leyfiö jafnvel áður en mengun- arvarnir væru komnar i gagniö og sagöi hann aö eflaust heföu hvatirnar veriö atvinnulegs eölis, þvi atvinnuástand væri fremur slæmt á Suöurnesjum um þessar mundir. —HR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.