Vísir - 13.02.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 13.02.1980, Blaðsíða 22
VISLR Miðvikudagur 13. febrúar 1980. Aila leiö norður á Sval- barða, við suðurrönd heimsskautaíssins, liggur Smeerenburg. Með sína þúsund íbúa var þetta einn af stærstu bæjum Noregs á sextándu öld. Á dögum Kristjáns fjórða var þús- und manna bær stór, og Osló var i þann tíma naum- ast tvö þúsund manna byggðarlag. — Þó hafa fæst okkar nokkurn tíma heyrt um Smeerenburg. 1 fyrra hófst hópur hollenskra fornleifafræðinga handa við fyrsta fornminjagröftinn i Smeerenburg, og er það eiginlega brautryðjendastarf a þvi sviði i þeim hluta Noregs, sem fellur að heimskautasvæðinu. Þeir gerðu athyglisverða fundi. — Næsta sumar ætla Hollendingar aftur á þessar slóðir með leiðangur tuttugu manna undir stjórn dr. Lourens Hacguebord hjá forn- minjadeild Groningen-háskóla. Það var jafnan i júnimánuði, sem lif færðist i tuskurnar á Amsterdameyju nyrst á Sval- barða. Þá dreif að hvalfangara, með skyttum sinum, bræðslu- mönnum, sjómönnum og fleirum. Þegar flest var, voru um eitt þúsund menn i þessari hvalveiði- nýlendu. A árunum 1617 til 1650 höfðu Hollendingar útræði i Smeerenburg við hvalveiðar sinar. 1650 hvarf hvalurinn af þessum miðum, og Hollendingar fluttu sig til annarra slóða, en fram til þess var þetta stærsta hvalveiðistöð Noregs i heim- skautahafinu. Þeir höfðu gott skipulag á hlutunum þarna, Hollend- \ firlitsmynd yfir uppgroftinn í Smeerenburg á Svalbarða, þar sem Hollendingar höfðu hvalstöð á sex- tándu öld. skriflegar heimildir um lifið i þessum byggðum. Dagbækur, leiðabækur skipa og réttarskjöl. — „Það, sem okkur þykir kannski áhugaverðast við fornleifa- uppgröftinn þarna, er að við höfum svo margar heimildir að bera saman við það, sem við finnum,” segir dr. Hacguebord. Veðráttan og náttúran var hvalveiðimönnunum hörð, en þeim stafaði einnig hætta af öðrum mönnum. Það var hörð samkeppnin um þessar auðugu hvalveiðislóðir. Englendingar voru fyrstir á þessar slóðir upp úr 1611. Arið 1624 (sama árið og Osló brann og Kristján fjórði hói að reisa Kristjaniu) komu Eng- lendingar og Hollendingar sér saman um að skipta Svalbarða- veiðinni milli sin. Hollendingar skyldu vera á norðurhluta eyjar- innar. Siðan sóttu Baskar á þessar slóðir og danskir og norsk- ir hvalveiðimenn og þá tók að krauma i. Það kom til átaka, og er bardögunum lýst með litrfkum hætti i gömlu dagbókunum. En það voru ekki þessar erjur, sem bundu enda á hvalstöðina i Smeerenburg. Hvalurinn flutti sig burt eða honum var útrýmt, og hvalfangarnir urðu að leita æ lengra norður á bóginn eftir veiði. I gegnum aldirnar voru þeir þrjátiu eða fjörutiu kofar, sem voru i Smeerenburg, rifnir niður af þeim, sem leiðir áttu um þessar slóðir. Þeir notuðu timbrið, ýmist i eldivið eða til við- gerða á skútum sinum. A siðari árum hefur hafið einnig unnið sitt skemmdarverk á minjum þarna. Þvi þykir orðið bráðliggja á upp- greftrinum, ef menn ætla að rannsaka fornminjarnar á annað borð, og hafa Hollendingar brugðið við. Þeir i Groningenháskóla hafa Hlnn gleymfll slórbær á Svaibarða Þessutn ti siðasta su mburkofa klömbruðu fornleifafræðingarnir upp á Svalbarða mar, en i honum höfðu þeir aðalbækistöð sina. Leirskálar, sem sprungið hafa í frostinu, en þykja þó merkilegur lundur. Járnáhöld, sem hvalveiöimennirnir skildu eftir sig á Svalbarða. ingarnir. Vistarverurnar stóðu i þyrpingu um þá sjö eöa átta potta, sem hvalspikið var brætt i. Úr þvi fengu þeir lýsið fyrir grútarlampa sextándu aldar, sápu og fleira hagnýtt, sem selja mátti viða i Evrópu. Pollen-rann- sóknir á ösku úr gömlu eld- stæöunum, sem leiðangur dr. Hacguebords fann i fyrra, sýna, að Hollendingarnir notuðu kol frá Svalbarða, en það er elsta vit- neskja, sem menn hafa um nýtingu Svalbarðakola. „Það voru fimm til sex hús við hvern bræðslupott i Smeeren- burg,” sagði Hacguebord i viðtali norska blaðamanninn Magne Haug. Smeerenborgarar voru geröir út af kaupmönnum i Amsterdam, þvi að mikil verð- mæti lágu i hvallýsi og sápu á þeim árum og mikið fjárfest i hvalveiðum. „Engan óraði fyrir þvi, að þessar fornu mannabyggðir hefðu varveist jafnvel og raun bar vitni um,” segir dr. Hacguebord. „Við fundum i fyrra f jölda húsatótta og i sumum hafði jafnvel trégólfiö varðveist litið skemmt. Á rusla- haugunum við byggingarnar mátti finna heilu fornleifafjár- sjóðina. Matarleifar. fatnað og útbúnað, sem sýndi, hvernig þeir hafa búið þarna og hvernig byggðin hefur þróast. Það eru mörg lög á húsastæðunum." „Avextir hafa verið drjúgur hluti mataræðisins i Smeeren- burg. Um það bera plómu- kjarnar, rúsinur og fleira vitm. Kornmatur ýmiss konar, svina- kjöt, nautakjöt, kindakjöt og hreindýrakjöt, isbjarnarkjöt og svo að sjálfsögðu fuglakjöt. Einnig hafa fundist leifar af fisk- meti eins og þorski og sild. Skyrbjúgur var samt aðalplága Hollendinganna þarna. — Fundist hafa krydd, sem notuð voru til þess að sigrast á skyrbjúg, þvi að allir, sem voru þar lengur en einn mánuö, fengu aðkenningu af honum. Gamlar dagbækur frá Smeerenburg greina einnig frá gigtarveiki. Harðast urðu þeir fyrir barðinu á skyrbjúgnum, sem höfðu þarna vetursetu.” Hollendingar ætluðu sér að gera Svalbarða að nýlendu sinni og gerðu áætlanir um að leggja undis sig allar eyjarnar. Þvi urðu þeirað hafa vetursetu. Dagbækur segja frá þvi að veturinn 1933 og ’34 hafi dvölin verið þolanleg, en árið eftir dóu allir vetursetu- mennirnir átta á Amsterdameyju úr skyrbjúg. Átakanlegar lýsingar af dauðastriði þeirra finnast i þessum gömlu dag- bókum. — Hollendingar gáfust upp á nýlenduáætlunum. Það liggja fyrir furðumiklar lengi alið á hugmyndinni um að rannsaka staðinn, og með fjár- styrk einkaaðila tókst þeim að gera þann draum að veruleika i fyrra. Starfiði fyrrasumar var þó aðallega undirbúningsstarf. Styrktaraðilar vildu og sjá, hvað sú tilraun færði þeim i aðra hönd i auglýsingagildi og umtali. Þótti leiðangurinn takast vel bæði hvað viðkom visindalegum árangri og auglýsingagildi fyrir fyrirtækin, sem styrktu leiðangurinn. Hann vakti mikla athygli i Hollandi. Þvi munu dr. Hacguebord og félagar hans aftur halda til Sval- barða i sumar. Dr. Lourens Hacguebord, leiðangursstjóri fornleifafræðinganna hol- lensku á Svalbarða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.