Vísir - 15.02.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 15.02.1980, Blaðsíða 24
WÉSXR Föstudagur 15. febrúar 1980. Víslr ræðir vlð ráðherra I nýju ríkisstlórninni: HYGGJAST EKKI RADJt SER ABSTOMRRMHERRA Samfara þvf aö ráðherrum hefur fjölgað, hefur einnig færst I vöxt, að þeir hafi ráðið tii sin aöstoðar- menn, sem þeim er heimilt samkvæmt lögum. Sem dæmi má nefna, að fimm af niu ráöherrum siðustu vinstri stjórnar réðu sér aðstoðarmenn. Visir hafði samband við niu af tiu ráðherrum núverandi stjórnar og spurði þá hvort þeir hefðu tekið ákvörðun um slika ráðningu. Svör þeirra fara hér á eftir. Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra: ,,Ég er ekkert farinn að hugsa um þau mál”. Ólafur Jóhannesson, utanrikis- ráðherra: ,,Ég hef enga ákvörö- un tekið I þeim efnum og hef engin áform uppi um það að ráða aðstoðarmann. Ég sé til”. Ingvar Gislason, menntamála- ráðherra: ,,Ég er ekkert farinn að hugsa um þaö, en mér þykir ósennilegt, aö ég ráði mér að- stoðarmann”. Pálmi Jónsson, landbúnaðar- ráðherra: ,,Ég hef ekki tekið neina ákvörðun og það er ekkert slikt á döfinni. Að minnsta kosti ekki fyrsta kastið”. Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegs- og samgönguráð- herra: „Ég er ekki búinn að ráða neinn og er ekkert farinn að hugsa um þaö ennþá. Það gæti þó orðið seinna”. Svavar Gestsson, félags-, heil- brigðis- og tryggingaráöherra: „Ég hef ekki haft neinn tima, til að velta þessu fyrir mér og veit ekkert, hvað ég geri i þeim efn- um”. Tómas Árnason, viðskipta- ráöherra: „Ég hef ekki ráðið neinn og hef engar fyrirætlanir um slikt að svo stöddu”. Friðjón Þórðarson, dómsmáia- ráðherra: „Ég er ekkert farinn að hugsa um þessi mál og get eiginlega ekki svarað þvi, hvort svo veröi. Maður er vanur að bjarga sér sjálfur og þyrfti þvl að söðla svolitið um, ef til þess kæmi”. Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra: „Ég hef enga ákvörð- un tekið i þessum efnum”. Vísi tókst ekki I morgun að ná sambandi við Gunnar Thorodd- sen forsætisráöherra. —PM mmd Akureyri hefur löngum verið kölluð ein mesta skiðaparadis lslands. Þessi mynd er einmitt tekin þar, en þó ekki á frægasta skiðastaðnum þar um slóðir, Hiiðarfjalli. Hún er tekin á golfvellinum á Akureyri en á honum er eitt vinsælasta skiðagöngusvæði Akureyringa á veturna. Maðurinn á myndinni ætti að rata vel um svæðið hvort sem er vetur eöa sumar, þvi að þetta er formaöur golfklúbbsins, Frimann Gunn- laugsson sem þarna fer eftir fyrstu brautinni á skiðunum sinum. En við segjum nánar frá skiðaparadis- inni á Akureyri I opnu blaösins I dag. Mynd: Þengili Valdimarsson, Akureyri. ðvlssa um dómvexd - Sumir dómar í bæjarpíngi Reykjavikur gera ráö iyrir 36.5% ársvöxtum, en aðrir 43.5% óvissa er nú komin upp um þaö, hvaða vaxtafótur verður talinn við eiga, þegar dæma skal dómvexti samkvæmt lögum, sem sett voru á síðasta ári. Er spurningin sú, hvort dæmdir verða vextir jafnháir vöxtum af vaxtaaukainnlánsreikningum, sem bundnir eru I þrjá mánuði (nú 36,5% á ári) eða slíkum reikningum, sem bundnir eru I tólf mánuði (nú 43,5% á ári). Hafa I bæjarþingi Reykjavíkur gengið dómar, sem stangast á í þessu efni. Spásvæöi Veðurstofu Islands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörð- ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður- land, 5. Norðausturland, 6. Austfirðir, 7. Suðausturland, 8. Suðvesturland. Veöurspá dagsíns Klukkan sex var 963 mb. lægð um 1200 km SV I hafi á hreyf- ingu N eða NNV. Vaxandi 1025 mb. hæö yfir NA-Grænlandi. Smám saman hlýnar i veöri. Suðvesturland til Breiðafjarö- ar: SA 2-4, viða skúrir I fyrstu en SA 6-8 á miðum. Rigning siðdegis. Viðast hægari til landsins. Vestfirðir:Hægviöri og skýjað með köflum I fyrstu, en geng- ur i A 5-7 með éljum I nótt. Norðurland og Norðaustur- iand: Hægviöri og bjart meö köflum i dag. Gengur I A eða SA 4-6 og þykknar upp I kvöld. Austfirðir og Suðausturland: Hægviðri og viðast bjart I fyrstu, S eða SA 4-6 og rigning i nótt. veðrið hér og har Klukkan sex i morgun: Akur- eyri léttskýjaö l.Bcrgen rign- ing 4, Helsinki þokumóða 0, Kaupmannahöfn þoka 1, Osió frostúði -1, Reykjavik rigning 3, Stokkhólmur þokumóða 2, Klukkan átján I gær: Aþena skýjað 7, Berlin þokumóöa 2, Feneyjar heiðskirt 7, Frank- furt léttskýjað 2, Nuuk létt- skýjað -3, London alskýjað 8, Luxemburg þokumóða 2, Las Paimas léttskýjað 19, Mall- orcka skýjað 11, Montreal snjóél-2, New Yorkléttskýjaö 6, Paris skýjað 5, Róm þoku- móða 9, Malagaskýjaö 15, Vin þokumóða 0, Winnipeg létt- skýjað -18. LOKI seglr Guömundur J. Guðmundsson hefur nú tekiö upp tal Garöars ftokksbróður sins um pappirstigrisdýr og súkkulaöi- drengi og gerir sig liklegan til aö kremja tigrisdýrin og éta súkkulaðidrengina I komandi átökum um kjaramálin. 1 lögunum um dómvexti er talaö um, að þeir „skuli vera jafnháir hæstu innlánsvöxtum viö innlánsstofnanir eins og þeir eru ákveðnir samkvæmt lögum á hverjum tima, þannig að sem fyllst tillit sé tekið til varöveislu á verögildi fjármagns”. A sl. hausti var kveöinn upp af Bjarna K. Bjarnasyni borgar- dómara dómur i bæjarþingi Reykjavlkur um vexti I skulda- máli, þar sem vaxtafótur var miðaöur við vexti af vaxtaauka- innlánum, er bundin voru i tólf mánuöi, en þeir voru þá 39,5%, en hækkuðu 1. desember sl. i 43,5%. Siöan munu fleiri dómar hafa gengið i bæjarþinginu i sömu átt. Nú fyrir skömmu var svo kveöinn upp af Guðmundi Jóns- syni borgardómara dómur i bæjarþingi Reykjavikur, þar Fjðrutíu og níu loðnu- bátar enn á loðnumiðum Enn eru 49 bátar á loðnumiðun- um en þrir eru á leiðinni til hafn- ar. Veður hefur verið óhagstætt á miöunum og hefur það hamlað veiðum. 1 nótt brá hins vegar til hins betra og hófu bátarnir þá þegar veiðar. Heildarloðnuveiðiaflinn er nú orðinn 251 þúsund lestir en ef allir bátarnir fylla sig er búist við að hann verði 285-290 þúsund tonn. Aflahæstu bátar eru Sigurður, Júpiter, Bjarni Ólafsson, Viking- ur og Pétur Jónsson og er afla- hæsta skipið með tæp tlu þúsund tonn. —ATA Flöldí ðrekstra Lögreglan i Reykjavik hafði I nógu að snúast I gærdag.en þá uröu 18 árekstrar á götum borgarinnar frá klukkan 12.30-18. Ekki urðu umtalsverð meiðsl á fólki i öllum þessum árekstrum. —SG sem sagði I forsendum dóms á þá leiö, að meö hliðsjón af til- gangi laganna og eðli málsins ætti að miða vaxtafót við inn- lánsvexti af vaxtaaukainnlán- um, sem bundin eru i þrjá mán- uði. Af þessum lánum eru greiddir 36,5% ársvextir siðan 1. desember sl. Munar þvl hér töluveröu, hvort dómvextir eru taldir eiga að miðast við þriggja eöa tólf mánaða vaxtaaukainnlán. Hæstiréttur mun ekki enn hafa skoriö úr ágreiningi um þetta efni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.