Vísir - 18.02.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 18.02.1980, Blaðsíða 4
Mánudagur 18. febrúar 1980. Urval af bílaáklæðum (coverum) Sendum i póstkröfu Altikabúðin Hverfisgotu 72. S 22677 Nauðungaruppboð annaö og síðasta á fasteignini Garðsbraut 54, Garði, þing- l;ýstri eign Sigurjóns Skúlasonar, fer fram á eigninni sjálfri, að kröfu Garðars Garðarssonar hdl. og Veðdeildar Landsbanka tslands fimmtudaginn 21. febrúar 1980 kl. 14.00. Sýslumaöurinn i Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð annað og siðasta á fasteigninni Heiðarhrauni 15, Grinda- vík, þinglýstri eign Guðmundar Haraldssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu innheimtumanns rikissjóðs og Veðdeildar Landsbanka tslands fimmtudaginn 21. febrúar 1980 kl. 15.00. Bæjarfógetinn I Grindavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 87., 91. og 99. tbl. Lögbirtingablaðsins 1979 á fasteigninni Bakkastigur 28, Njarðvik, þinglýstri eign Fiskiðjunnar hf., Hafnargötu 91, Keflavik, fer fram á eignituii sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdL, fimmtudag- inn 21. febrúar 1980 kl. 10.30. Bæjarfógetinn í Njarövik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 75., 76 og 78. tbl. Lögbirtingablaösins 1979 á fasteigninni Staðarvör 14, Grindavik, fer fram á eigninni sjálfri, að kröfu Guðjóns Steingrimssonar hrl., Skúla J. Pálmasonar hrl., Hákonar Árnasonar hrL, Tryggingastofnunar rikisins, Ævars Guömundssonar hdl. og Landsbanka tslands, fimmtudaginn 21. febrúar 1980 kl. 16.30. Bæjarfógetinn I Grindavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 59, 61 og 64. tölubl. Lögbirtingablaðsins 1979 á eigninni Melabraut 59, vesturenda, Seltjarnarnesi, þingl. eign Guðnýjar Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Guðna Guðnasonar, hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. febrúar 1980 kl. 4.00 eh. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi Nauðungaruppboð sem auglýst var i 101, 103 og 106 tölubi. Lögbirtingablaös- ins 1977 á eigninni Gimli v/ÁIftanesveg, Garðakaupstað, þingl. eign GuðmundaihEinarssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs og Jóns Þóroddssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. febrúar 1980 kl. 3.00 eh. Bæjarfógetinn i Garðakaupstaö. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 86., 91. og 96. tölubl. Lögbirtingablaðs- ins 1979 á eignini Smyrlahraun 28 og bílskúr nr. 27B, Hafnarfirði, þingl. eign Hilmars Sigurþórssonar fer fram eftir kröfu Hafnarfjarðarbæjar, og Innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. febrúar 1980 kl. 1.30 eh. Bæjarfógetinn I Hafnarfiröi. Nauðungaruppboð annað og siöasta á eigninni Hörgatún 23, Garöakaupstað, þingl. eign Karls J. Herbertssonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. febrúar 1980 kl. 2.00 eh. Bæjarfógetinn í Garðakaupstaö. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 87., 91. og 99 tbl. Lögbirtingablaðsins 1979 á fasteigninni Brekkustigur 34, Njarðvik, þinglýstri eign Fiskiðjunnar hf., Hafnargötu 91, Keflavik, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl., fimmtudag- inn 21. febrúar 1980 kl. 10.00 Bæjarfógetinn I Njarðvik. V A f . # • * ■ A * . * « f'm y,p í 4 Leiðtogar stærstu stjórnmálaflokka Kanada: Pierre Trudeau (t.v.) þá Ed Broadbent og loks Joe Clark. Kanadamenn kjösa í dag Pierre Trudeau virt- ist á leið i forsætisráð- herrastólinn i Kanada aftur i dag, en þá kannski fyrir minni- hlutastjórn. Þótt ekki séu liðnir nema niu mánuðir siðan Trudeau og Frjálslyndi flokkurinn töpuðu i siðustu kosn- ingum (i mai) stjórn arandstöðu þeirri, sem flokkurinn hefur haft siðustu ellefu ár, höfðu skoðanakannanir fram að helginni núna flestar bent til þess, að Frjáls- lyndi flokkurinn mundi hljóta flest þingsæti allra flokka. Fáir ætla þó, að Frjálslyndir nái hrein- um meirihluta i sam- bandsþinginu i Ottawa, þar sem 282 þingfull- trúar sitja i neðri mál- stofunni. Samkvæmt þessum sig- urspám til handa frjálslyndum verður forsætisráðherraferill hins fertuga leiötoga ihalds- manna, Joe Clark, stuttur að þessu sinni. Engu skal þó slegið föstu um það, þvi að kjördagur er ekki enn aö kvöldi kominn, og allt getur skeð I pólitik. Sjálfur var Clark i tali hinn öruggasti' um traust kjósenda sér til handa, og fréttaskýrendur I Kanada vildu ekki útiloka, að nægilega stórum hluta þeirra fimmtán milljóna, sem ganga að kjörborðinu i dag, gæti snúist hugur til þess aö tryggja Clark áfram setu I ráðherrastólnum fyrir minnihlutastjórn. Til kosninganna var boöaö fyrir tveim mánuðum, þegar minnihlutastjórn Clarks var felld viö atkvæöagreiðslu um fjárlagafrumvarp hennar. Frjálslyndir byggja sigurvon- ir sinar aöallega á fylgi þeirra I Quebec, sem hefur lengi verið þeirra aðalvigi. Er þeim spáð sigri I öllum kjördæmum þar nema i örfáum undantekningum og I fjölmennasta kjördæminu, Ontario. Forystumenn frjáls- lyndra vonast þó eftir að fá 50-60 af 95 þingsætum Ontario. Þeir fengu þó ekki nema 32 þingsæti aðutan Umsjón: Guðmundur Pétursson þar I kosningunum I maimán- uöi. En Ihaldsmenn gera sér einn- ig vonir um að halda þvi fylgi I Ontario, sem þeir hlutu I siöustu kosningum. í siðustu kosninga- ferð sinni til vesturstrandarinn- ar var Clark hinn sigurvissasti og fullyrti, að skoðanakannan- imar, sem gáfu til kynna að frjálslyndir nytu 15-17% meira fylgis, væru rangar. Kosningastjórar Clarks spá þvi, að lhaldsflokkurinn sitji áfram i minnihlutastjórn eftir kosningarnar. Pierre Trudeau hefur hins- vegar engu viljað spá fyrir um úrslitin opinberlega, og sagði nýlega þegar hann var á kosn- ingaferöalagi i Vancouver: ,,Mér hefur alltaf fundist réttast að biða með aö vigta aflann, þar til veiðinN er komin um borð”. Trudeau er Quebekkingur sjálfur, en hann dró það að heimsækja sina heimamenn þar til núna i siðustu viku. Þá fór hann á kostum I ræöustóln- um, en þessi kosningabarátta þykir annars hafa einkennst af iitlum tilþrifum I ræðumennsku og áhugadeyfð kjósenda. Flokksbræður hans tóku ræðu hans fádæma vel, svo að leita verður allt aftur til ársins 1968, þegar ,,Trudeau-æðið” eins og það var kallað fleytti honum alla leiö upp I forsætisráöherra- stólinn. — ólikt þvi, sem hann hafði gert til þessa I kosninga- baráttunni, talaði Trudeau blaöalaust og blés öllum frjáls- lyndum mönnum I vestur- fylkjunum til sóknar með sér. Trudeau staöfesti þó um leiö, að hann, sem hafði ætlað að draga sig I hlé úr stjórnmála- baráttunni og var búinn áöur að lýsa þvi yfir, að hann gæfi ekki aftur kost á sér til formannsem- bættis flokksins, mundi aðeins sitja eitt fimm ára kjörtimabil. Hann sagðist vilja, að flokkur- inn kysi nýjan leiötoga eftir fjögur ár eða svo, svo að eftir- maður hans fengi tækifæri til þess að aðlaga sig embættinu, áður en til næstu kosninga- baráttu yrði gengið. Eins og við á i kosningaræðu gagnrýndi Trudeau starfsferil stjörnar Clarks, og Clark sjálf- an. Sakaði hann Clark um hroka, þegar hann heföi reynt að knýja fram efnahagsstefnu i fjárlögunum, sem hann vissi þó, að stjórnarandstaðan heföi aldrei samþykkt, og það þótt Clark hefði ekki getaö reitt sig á þingmeirihluta. Clark hefur helst varið sig með þvi, að hann og stjórn hans hefðu aldrei fengiö tima eða tækifæri til þess að sýna hvers hún var megnug. Hann segist hafa sætt þindarlausri rógs- herferð, þar sem reynt hefði verið að útmála hann veikan stjórnmálaforingja og atkvæða- lltinn. Allar götur frá þvi að Clark var kosinn leiötogi Ihaldsflokks- ins fyrir fjórum árum til mála- miðlunar, þegar ekki náðist samkomulag um aðra, hefur hann verið að reyna að reka af sér þetta slyöruorö, sem á hann var klint. — ,,Ég veit ekki hver sú Gróa á Leiti er, en henni hef- ur orðið vel ágengt, og pólitískir andstæðingar okkar hafa notið góðs af,” segir hann. Mikið þykir I húfi fyrir hann, að thaldsflokkurinn hafði fylgi sinu eða helst auki viö það, þvi að ella þykir hugsanlegt, að hann verði aö vikja úr for- mannssæti flokks sins fyrir ein- hverjum öðrum. Ýmsir atburöir hafa orðið á siöustu vikum, sem hafa orðiö stjörn Clarks til álitsauka, eins og þegar sendiráð Kanada i Teheran hjálpaði sex banda- riskum diplómötum til þess að sleppa úr tran. En það þykir þó ekki liklegt til að ráða úrslitum I hugum kjósenda þegar þeir skila kjörseðlum sinum. Um leið hefur það skeð, að álit Trudeaus hefur vaxið að nýju, eftirleiðann, sem fældi kjósend- ur frá honum i fyrra. 1 skoðana- könnunum um, hver þætti mesti flokksleiðtoginn, hefur Trudeau skipað efsta sæti, á undan Ed Broadbent, leiðtoga Nýja lýð- veldisflokksins, og Jóe Clark, sem verið hefur i þriðja sæti. Enginn spáir-Nýja lýðveldis- flokknum að komast i stjórn, en ef hvorugur hinna flokkanna fær meirihluta, gæti hann komist i sterka áhrifaaðstöðu. Eftir siöustu þingkosningar skiptust þingsætin þannig á milliflokkanna: Ihaldsmenn 136 sæti, Frjálslyndir 114, Lýö- veldisflokkurinn 27, og Sósfalfski kreditflokkurinn (Quebekkingar) 5 þingsæti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.