Vísir - 18.02.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 18.02.1980, Blaðsíða 9
vtsm Mánudagur 18. febrúar 1980. Engum þarf aö segja aö ekki I hafi flýtt fyrir myndun stjórnar ■ Gunnars Thoroddsens aö and- ■ stæöir flokkar töldu sig geta ■ meö samstarfi viö varafor- ■ manninn komiö nokkrum glund- ■ roöa i liöiö. Gagn af slikum ■ glundroða getur oröið tvieggjað ■ siöar meir fyrir flokkaskipu- lagiö i landinu, einkum þegar I þess er gætt, að allir flokkarnir fjórir hallast i framkvæmd mestmegnis til vinstri, þ.e. þeg- ar þeim tekst að vera i rikis- stjórn. Þaö kann ekki góðri lukku að stýra til frambúðar aö i landinu fyrirfinnist ekki nema ? vinstri flokkar, eða flokkar sem einkennast af samneyzlustefnu, sem býr ekki við neina teljandi endurskoðun. Sá einstaklingur, sem einu sinni kemst á fasta- greiðslur samneyzlunnar dvelur mm viö þann kassa meðan lifsand- inn blaktir i brjóstinu og bera föst fjárlög og lögbundin aö I áttatiu hundraðshlutum ■ heildarupphæðar fjárlaga ■ hverju sinni nokkurn vott um það. Skrifstofuveldi ríkisins Skattaheimtan, samfara samneyzlunni, bindur siöan hendur manna og sjálfsbjargar- hvöt úr hófi, unz svo fer að lok- um að siðustu móikanarnir gef- ast upp. Þá er komið hið æski- legasta tækifæri fyrir flokkana i landinu að samþykkja i bróð- erni að hér skuli taka upp skrif- stofuveldi rikisins sem i löndum ýtrustu fátæktar hefur verið kallað alræði öreiganna. Miðað við pólitiska þróun fram til þessa er ekki að vænta að neinn hinna fjögurra flokka muni spyrna við fótum með þeim hætti að valdataka skrifstofu- manna verði hindruð. Ekki þarf annað en lita til hinnar sivax- andi þarfar fyrir aukinn mann- fjölda i opinberri þjónustu til að sjá, að innan nokkurra áratuga verða aðeins fjórar stéttir til i landinu: opinberir starfsmenn, iðnaðarmenn, sjómenn og bændur. Iðnaðarmenn, sjómenn og bændur verða tryggðir af rik- inu afkomulega séð, enda hafa a.m.k. bændur og sjómenn verið það um nokkurn tima, og þarf ekki að efa að iðnaðarmenn verði líka komnir með viðhlit- andi tryggingar. Þótt það heyri til mannréttinda að hafa at- vinnu, verður ekki séð að þau mannréttindi verði einungis tryggð með alráðu skrifstofu- veldi. Deilt um tekjuskiptingu Núverandi flokkakerfi spratt upp úr vaxandi stéttaátökum og þó einkum stéttaskilningi á öðrum tug aldarinnar. Þessi stéttaskilningur skipaði mönn- um i flokka fremur en hugsjón- ir, þótt þær bæri hátt á þeim tima, þegar enn var hægt að kveikja elda út af sambúðar- málum við Dani. Við erum ekki stórt samfélag, og baráttan um tekjuskiptinguna tók á sig myndir mannfæðar, þar sem allir þekktust svo að segja. Þingmenn i fámennum kjör- dæmum, þau voru raunar öll fá- menn, fundu til út af þvi sem kallaðhefur verið ranglát tekju- skipting, hvar i flokki sem þeir stóðu. Þessi ákveðna réttlætis- tilfinning hefur raunar verið helzta einkennið á pólitik siðustu áratuga, sem sveigt hef- ur flokkana stöðugt til meiri samneyzlu hvaða stefnumið sem þeim hafa verið ætluð. Þetta er ekki sagt hér til að fara með aðfinnslur. Það virðist bara ekkert framhald geta orðið i viðureigninni við tekju- skiptinguna annað en skrif- stofuveldi rikisins. Jafnvel til- burðir Alþingis til að hægja á þessari þróun leiða aðeins til þess að koma þeirri skoðun inn hjá almenningi að Alþingi sé i sjálfu sér ómerkileg og valda- laus stofnun. Völdin séu að fær- ast i hendur þeirra sem deila um tekjuskiptinguna. „Umræðan um hinn auöleysta efnahagsvanda, sem allar stjórnir lofa aö leysa, hefur gefiö hugmyndinni um gjaldþrota pólitik stjórnmálaflokkanna byr undir báöa vængi”, segir Indriöi G. Þorsteinsson. Atburðir síðustu vikna hafa leitt hugann að þvi hvort f lokkaskipulagið sé komið á fallanda fót. Tii- drög að myndun stjórnar Gunnars Thoroddsens gætu bent til þess, að baráttan í islenzkri pólitík væri ekki lengur rekin á vettvangi málefna, heldur væri freistað að seilast til nokkurrar sundrungar í röðum andstæðinga. Þetta hefur auðvitað viðgeng- ist í vissum mæli alla tíð frá upphafi núverandi flokkaskipunar í landínu, og þar á undan. En sjald- an eða aldrei hefur f lokkur staðið í öðrum eins opin- berum erfiðleikum og Sjálfstæðisflokkurinn þegar varaformaður hans tók af skarið og myndaði ríkis- stjórn á nokkrum dögum eftir að formenn allra flokkanna fjögurra höfðu árangurslaust reynt að koma sér saman i tvo mánuði. neöanmdls Indriöi G. Þorsteinsson rithöf- undur, fjallar hér um stööuna i islenskum stjórnmálum eftir myndun rikisstjórnar Gunnars Thoroddsens, skrifstofuveldi rikisins og efnahagsvanda llö- andi stundar. Indriöi segir meðal annars: „Efnahagsvand- inn á tslandi er ákveöinn lifs- still, samþykktur af öllum flokkum og rikisstjórn Gunnars Thoroddsens leysir hann auövitaö ekki”. Frelsi til fótabúnaðar Inn i þetta mál blandast svo ákveðnir pólitiskir ástriðu- menn, sem telja að hægt sé að hagnast atkvæðalega á þvi að boða sérstakar þarfir hluta þjóðfélagsþegnanna með það fyrir augum að hafa sjálfir með skrifstofuveldi rikisins að gera þegar það verður algjört. Þeir ætla sér að verða hin nýja ráða- stétt i þjóðfélaginu, og einvaldir nokkuð. En keppinautar þeirra telja hinsvegar, að þótt sam- neyzlan sé óhjákvæmileg, og þótt horft sé fram á skrifstofu- veldi rikisins, megi samt sem áður notast við nokkurskonar þingræði með gamla laginu. Þetta verður þeim dýr mis- Efnahags- vandlnn er llfs- stfll okkar skilningur. Fyrr en varir gefst eða hvað þau nú heita þessi fólk upp á að tönnlast á frelsi dýrðarljós gamalla borgara- einstaklinga, samvinnuverzlun, legra dyggða. Menn verða bara framkvæmdastjórar yfir ein- hverjum rikisbáknum, bæði i verzlun og öörum atvinnugrein- um. Þeim veröur ekki gert að skyldu aö skila hagnaði i neinni grein, heldur tryggja að fólk hafi eitthvað fyrir stafni meðan á löglegum vinnutima stendúr. Skattheimtan verður siðan miðuð við, að þegninn hafi ekki mikið með peninga að gera, enda getur hann sótt fjármuni til að efna til fermingarveizlna til ákveðinnar rikisskrifstofu, jafnvel fataleyfi, vilji hann ekki ganga meö strigapoka um fæturna, eins og þegnar þekktra skrifstofuvelda gera i dag. „Strax i dag" Fullkomiö þjóðfélag er auð- vitað ekki til, og er til litils að vera að skammast út i sam- félög, sem eru kannski eitthvað verr á vegi stödd en önnur. Við erum heldur ekki fullkomiö þjóðfélag, en við höfum þó okk- ar sérstöku svipdrætti i sam- félagi þjóðanna. Þeir eru mikilsverðir fyrir okkur. Siðast- liðin tiu ár höfum við búið við stööugan són um efnahags- vanda. Allar þjóðir hafa viö efnahagsvanda að striða. Hér gerist það hins vegar að efna- hagsvandann á að leysa á hverju stjórnartimabili á fætur öðru. Þannig leyfum við okkur að tala eins og börn um atriði, sem getur i versta tilfelli verið misjafnlega slæmt. En um- ræðan um hinn auðleysta efna- hagsvanda, sem allar stjórnir lofa að leysa — hugsið ykkur — leysa, hefur gefið hugmyndinni um gjaldþroto pólitik stjórn- málaflokkanna byr undir báða vængi. Takist að sannfæra nógu marga um hið pólitiska gjald- þrot og þegar það tekst upphefst skrifstofuveldi rikisins. Eftir það verður ekki talað um efna- hagsvanda, skyldi maður halda. Efnahagsvandinn er lífs- stíll Og enn er komin rikisstjórn, sem á sér það æðst markmið að fást við efnahagsvandann. A sama tima og öll tekju- skiptingarmál er leyst með verðlausari krónum, og varla missi maður svo úr viku við veiðar eða i heyþurrkun að ekki sé kvakað um rikisafskipti eða lagfæringu á gengi svo dæmi séu nefnd, halda rikisstjórnir að landsmenn séu i stakk búnir til að leysa hinn óguriega en auðleysta vanda. Efnahags- vandinn á Islandi er ákveðinn lifsstill, samþykktur af öllum flokkum, og rikisstjórn Gunnars Thoroddsens leysir hann auð- vitað ekki. Þar sem allir flokkarnir fjórir hafa orðið berir að þvi að standa ýmist til vinstri eða biðla a.m.k. til vinstn, sætir engri furðu þótt fjörlega gangi i efnahagsmálum þjóðarinnar. Flokkar, sem i óöaverðbólgu keppa að velvild og vinsældaþokka hafa auðvitað ekki við neinn vanda að fást. Leiftursóknin, sem Sjálfstæðis- flokkurinn boðaði gegn verð- bólgu, var skynsemisrödd, sem engan varðaði um og gekk þvert á lifsstil tslendinga. úrslit kosninganna urðu samkvæmt þvi. Og þegar flokkar eru farnir að tapa kosningum á skynsemi, þá þarf varla að búast við að þeir haldi henni til streitu. Sigurvegarinn i nýliðnum kosningum boðaði vinstri stjórn á tima þegar allir flokkar mynda einskonar vinstri stjórn- ir misjafnlega vinsælar hjá launþegasamtökunum. Kjör- orðið var rétt valið. Hins vegar fékkst enginn meirihluti fyrir þvi við stjórnarmyndun fyrr en þrir menn úr Sjálfstæðisflokkn- um gengu til liðs við hugmynd- ina. Það þýðir þó ekki að Sjálf- stæðisflokkurinn stefni nú til hægri. 1 mesta lagi reynir hann að þræða brotin i Skeiðará stjórnmálanna á meðan hina rekur — til vinstri. IGÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.