Vísir - 18.02.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 18.02.1980, Blaðsíða 23
i ít J * í *. fv SJ Umsjón: . Hannes Sigurösson vtsm Mánudagur 18. febrúar 1980. Slónvarp ki. 22.05: David Frost, sjónvarpsspyrillinn frœgi og Reza palehvi, fyrrverandi Iranskeisari. iranskelsari spurður splörunum úr Sjónvarpsviötaliö milli David Frost, sjónvarpsspyrilsins fræga og Reza Palehvi, fyrrverandi lranskeisara, sem eflaust margir biöa meB óþreyju, veröur á dag- skrá sjónvarpsins i kvöld, en viö- taliö var tekiö upp á Contadora- eyju, undan ströndum Panama. Jón O. Edwald, þýöandi þáttar- ins, sagöi aB fyrrv. keisari væri spuröur spjörunum úr, meöal annars um hvaö sé hæft i þvi, aö hann hafi komiö miklum auöæf- um úr landi fyrir byltinguna, aö- dragandann aö þvi aö hann fór úr landi, leynilögregluna og starf- semi hennar o.fl. — Nær David einhverju upp úr honum? — Þaö er náttúrlega matsatriöi, en Palehvi svarar öll- um spurningunum. Hann snýr sér stundum út úr þeim, og mér finnst hann gera þaö skemmti- lega. Hann er greinilega óvitlaus maöur. Jón sagöi aö þaö væri ákaflega fróölegt aö skyggnast inn i hugar- heim sliks manns, sem Paldivi er, þvi aö eins og hann segir sjálf- ur, þá hafa menn veriö aö bera hans riki saman viö fyrirmyndar lýöræöisriki, á meöan þaö var veriö aö gagnrýna hann, en svo aftur núna sé talaö um aö þaö veröi aö sýna þessum mönnum umburöarlyndi og reyna aö skilja þá, þvi aö Islam sé nú alltaf sér á parti. — Palehvi ver sig að sjálf- sögöu af skiljanlegum ástæöum, sagöi Jón aö lokum. Sýning þátt- arins tekur um 50 mlnútur. H.S. Útvarp kl. 20.00: Við unga fólkið „Það veröur byrjaö á þvi aö fjalla um þaö fyröufyrirbæri ást- ina, og I þvi sambandi erum viö meö nokkur viötöl”, sagöi Jórunn Siguröardóttir, einn af stjórnend- um þáttarins „Viö” (-unga fólk- iö), ásamt Árna Guömundssyni. í sambandi viö ástina, veröur aöallega rætt viö krakka ofan úr Reykholtum, og er einn þeirra i mikilli ástarvimu. Þá verður lesinn smá kafli úr bókinni „Sjáöu sæta naflann minn”, en samnefnd mynd byggöri á bókinni, var sýnd fyrir skömmu á Kvikmyndahátíöinni. Siöan veröur viötal viö hljóm- sveitina Exotus, og að lokum ætl- ar Þorsteinn Jónsson, kvik- myndageröarmaöur, aö segja frá dreifingu kvikmynda: Semsagt um hvaö veröur af myndinni, eftir aö búiö er aö taka hana upp og hljóösetja, hvernig myndinni er komið i bióhúsin og hver ráöi þar um. Inn á milli hinna einstöku atriða, veröur spiluö fjölbreytileg músik, en Jórunn sagöi aö reynt yröi samt aö halda sem mest viö eina tegund tónlistar 1 einu. Þátt- urinn tekur um 40 minútur. HS útvarp Mánudagur 18. febrúar 11.00 Tónleikar. Þulur velur og kynnir 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tónleikasyrpa Leikin létt- klassisk lög, svo og dans- og dægurlög. 14.30 Miðdegissagan: „Gatan” eftir Ivar Lo- Johansson Gunnar , Benediktsson þýddi. Hall- dór Gunnarsson les (31). 15.00 Popp. Þorgeir Astvalds- son kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar 17.20 Útvarpsleikrit barna og unglinga: „Andrée- leiðangurinn" eftir Lars Broling: — þriðji þáttur. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Arni Böövarsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Lára Sigurbjörnsdóttir talar. 20.00 Við, — þáttur fyrir ungt fólk Stjórnendur: Jóurnn Siguröardóttir og Arni Guö- mundsson 20.40 Lög unga fólksins Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.35 Útvarpssagan: „Sólon tslandus" eftir Davið Stefánsson frá Fagraskógi Þorsteinn ö. Stephensen les (13) 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.30 Lestur Passiusálma 22.40 „Varnargarðurinn” smásaga eftir Astu Sigurðardóttur Kristin Bjarnadóttir leikkona les. 23.00 Verkin sýna merkin Þáttur um klassiska tónlist I umsjá dr. Ketils Ingólfs- sonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Mánudagur 18. febrúar 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Tommi og Jenni (Tom and Jerry). Næstu mánuöi veröa sýndar á mánudögum og þriöjudögum stuttar teiknimyndir um endalausa baráttu kattar viö pöróttar ; húsamýs. 20.40 tþróttir. Vetrarólympíu- leikarnir I Lake Placid I Bandarikjunum skipa veg- legan sess I dagskrá Sjón- varpsins næstu tvær vik- umar. Reynt veröur aö til- kynna hvaöa keppnisgrein veröur á dagskrá hverju sinni. t þessum þætti er fyrirhugaö aö sýna mynd af bruni karla. Kynnir Bjarni Felixson. (Evróvision — upptaka Norska sjónvarps- ins. 21.40 Bærinn okkar. Valkyrj- urnar. Annaö leikrit af sex, sem byggö eru á smásögum eftir Charles Lee. Ungur nýkvæntur sjómaöur, Orlando, sér einn ókost I fari konu sinnar: hún talar of mikiö. Hann leitar ráöa eldri og reyndari manna og ekki stendur á úrræöunum. Þýöandi Kristrún Þóröar- dóttir. 22.05 Keisarinn talar Sjónvarpsspyrillinn frægi, David Frost, spyr fyrrver- andi Iranskeisara spjör- unum úr, meöal annars um auöæfi þau, sem keisarinn kom úr landi fyrir bylt- inguna, haröýögi leynilög- reglunnar I tran og spillingu I fjármálum. Einnig ber á góma fyrstu kynni keisar- ans af Komeini og núver- andi stjórnarfar i landinu. Þáttur þessi hefur vakiö gifurlega athygli viöa um lönd. Þýöandi Jón O. Edwald. 22.55 Dagskrárlok. Leilturmilljaröar I landbúnað Rikisstjórn Gunnars Thoroddsens hefur heitið þvi aö draga ár verðbólgu. Það fyrir- heit hefur aflað stjórninni vin- sælda svona fyrsta kastið eink- um af þvi að samdrátturinn á ekki að kosta neinn mann neitt. Ráðherrar hafa hingað til ekki flutt neinar stórræður, svo ekki er enn vitaö hver hin raunveru- lega aðferð verður við að draga sársaukalaust úr veröbólgu. Hins vegar hafa fasteignasalar þegar orðið varir viö trúna; á rikisstjórnina. DraugagangUr- inn Ifasteignasölunnilýsir sér á þann veg, að nú vilja allir kaupa hvað sem það kostar. Enginn viröist lengur hræddur við vext- ina, enda eiga þeir að lækka, og : skuldir ægja mönnum ekki lengur. Það var þó munur en þegar boðað var fyrir kosningar að vinna ætti bug á stórum hluta verðbólgunnar. Þá fyrst urðu menn hræddir. Og svo getur hver sem vill velt fyrir sér, hvernig þjóöfélagið er orðið. Eina stóra ræðan sem ráöherra I stjórn Gunnars Thoroddsens hefur flutt, er ræöa Pálma Jónssonar, landbúnaö- arráðherra, við setningu Búnaðarþings. Manni skilst á þeirri ræöu að landbúnaðurinn þurfi nú allt að ellefu milljörö- um i uppbætur, lán og önnur víravirki. Þar sem nú situr ein hreinræktaöasta landbúnaðar- stjórn, sem hér hefur setið I langan tima þarf ekki að efa að þessir ellefu milljarðar renna til bænda og bændaverslunar á næstunni. Hefðu það þótt tlðindi fyrir nokkrum mánuðum, t.d. fyrir kosningarnar, ef I stað leiftursóknar gegn verðbólgu hefði komið stefnan leifturmillj- arðar i landbúnað. Vel má vera að landbúnaður- inn þurfi þessar fjárhæðir og meira til, eins og honum er nú hagað. A móti kemur tilraun til að draga úr framleiðslunni, m.a. með þvl að ætla honum aö búa viöútflutningsverö af litlum hluta framleiðslunnar. Er I þvl efni jafnvel farið niður fyrir hið algilda visitölubú, en það þýðir einfaldlega I framkvæmd að stærri búum verður skipt milli föður og sonar, og á stórum bú- jöröum verða innan tiðar , skráöir þrir eða fjórir bændur, allir með sinn skammt af leyfi- legri framleiðslu. Þannig er hægt að tala sig frá hlutum á sama tima og skattborgurum landsins, bændum sem öðrum, er ætlað að bera byrðar ellefu milljarða til landbúnaðar á einu bretti. t raun mætti snúa þessum málum viö og segja sem svo, að landbúnaðarverö ákvarðist af útflutningsverði, en innanlands- neyslan sé greidd sérstaklega úr rlkissjóði. Með þvl móti gæfi rikissjóöur eða öllu heldur skattborgarinn fleirum að éta en þeim rúmum fjórum þúsund- um sem nú eru skráð við búskap. i þess stað er tekinn litill hluti af prósent-framleiðsl- unni og verðlagður til útflutn- ings. Ræða Pálma Jónssonar á Búnaðarþingi er marktæk spá um það, að I islenskustjórnarfari hefur ekkert breyst. Eins og áður mæna allra augu til rlkis- fjárhirslunnar um úrlausnir og fyrirgreiðslu. Reikningsdæmin veröa bara stærri og hrikalegri. Jafnvel hið óháða og frjálsa Dagblaöhelst stuðningsmálgagn rikisstjórnarinnar, gerir nú svo vel og styður ellefu milljarða til landbúnaðar, af þvi blaðinu er annt um stjórn Gunnars Thor- oddsen. Þannig snýst flest land- búnaðinum I vil um þessar mundir i peningamálum. Jafnvel Framsókn hefur aldrei talið sér skylt að ganga svo langt við aö fjármagna landbúnað og bændaverslun, að hún hafi þoraö að nefna ellefu milljarða á einu bretti. A hún þó meira undir þessu tvennu en aðrir flokkar. Nú eru þaö raunar ekk- ert nema bændur sjálfir, sem geta snúist til varnar, af þvl þeir eru góðir þegnar. Hin pólitiska ölmusupólitik getur ekki verð þeim aðskapi, og þaðan af siöur að gera út á kindur, kýr og skattborgara eins og um einn og sama skepnustofninn sé að ræða. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.