Vísir - 18.02.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 18.02.1980, Blaðsíða 24
r /»j Spásvæði Veöurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiöafjörð- ur, 3. Vestfirðir, 4. Norður- land, 5. Norðausturland, 6. Austfirðir, 7. Suöausturland, 8, Suðvesturland. Veðurspá dagsins Um 300 km SSA af Horna- firði er 946 mb. lægð sem hreyfist NNA. Skammt útaf Labrador er önnur lægð 970 mb djiip, hreyfist hún einnig NNA. Heldur kólnar I veðri. Suðvesturland til Breiöa- fjaröar: N gola eða kaldi i dag, hægviðri meö kvöldinu, léttskyjaö. Vestfiröir: NA gola eða kaldi og slöar hægviðri, skýj- að. Norðuriand: A og siöan N kaldi eða stinningskaldi dálltil rigning. Noröausturland og Aust- firöir: NA og siðar N stinn- ingskaldi eöa allhvasst. Rign- ing, lægir heldur slðdegis. Suöausturland: N kaldi eða stinningskaldi I dag, gola með kvöldinu, léttskýjað. veðrið hér 09 har Klukkan sex I morgun: Akureyri alskýjað 3, Bergen alskýjað 4, Helsinkiþoka 4-16, Kaupmannahöfn þoka -t-3, óslóþoka +9, Reykjavik létt- skýjaö 2, Stokkhóimur létt- skýjað -r 7, Þórshöfn skýjað 8. Klukkan átján I gær: Berlín skýjaö 2, Feneyjarþokumóða 7, Frankfurt léttskýjað 6, Nuuk snjókoma 4-7, London léttskýjað 10, Luxemburg skýjaö 5, Las Palmars alskyj- aö 19, Maliorca léttskýjað 12, Montreal léttskýjaö 4-12, New York léttskýjaö 4-3, Paris skýjað 8, Róm þokumóða 11, Malaga léttskýjað 16, Vln skýjaö 2, Winnipeg léttskýjað -i-15. Loki segir Þá er kominn bolludagur. Sumir velta þvf fyrir sér, hvort Geir muni færa Gunnari bollu I tilefni dagsins. Og svo hefur heyrst, aö forsvarsmenn Alþýöubandalagsfélagsins i Keykjavik hafi beðið fyrir ut- an hjá Guömundi Joö f morg- un og fært honum boilu f staö- inn fýrir flokksráössætiö. Mánudagur 18. febrúar 1979 síminnerðóóll Nýtt atvinnufyrlrtæki í landbúnaðarhéraði: Opna saumastofu í Skeiðahreppi „Hér hefur ekki verið stundaður annar at- vinnuvegur en landbúnaður, þannig að það má segja að þetta séu viðbrögð við nýjum tima, enda er áhuginn feiknalegur i hreppnum” sagði Sigmar Guðbjörnsson, Skeiðahreppi i Árnes- sýslu þegar Visir spurði hann um saumastofu sem sett var á laggirnar i hreppnum fyrir fáein- um dögum. Saumastofan sem hefur fengið nafniö „Braut hf.” er I eigu hreppsins og nokkurra einkaaðila. Viöfyrirtækið starfa tólf konur, ýmist hálfan eða all- an daginn. Að sögn Sigmars er keypt voð á prjónastofum og slöan saumaðar peysur og kápur eftir módelum sem út- flutningsaöilinn leggur til. Þetta hefur verið nokkurn tlma I undirbúningi eða slðan I fyrra. Þá hóf hreppsnefndin könnun á hvort þetta væri mögulegt og skipaði nefnd i málið. „Við byrjum með fimm saumavélar og erum I leiguhús- næði. Ég reikna með að kostnaður við að koma upp saumastofu af þessari stærö, ef ekki þarf að kaupa húsnæði, sé um þaö bil tlu milljónir. Þaö er mikill áhugi i sveitunum hér I kring fyrir fyrirtæki af þessu tagi, þar sem atvinnu er nánast ekki að hafa af neinu nema landbúnaði” sagði Sigmar. I Skeiðahreppi búa að sögn Sigmars um það bil 240 manns. JM Nokkrir keppendanna fyrir keppnina. Mel f marabondansl sett á Akureyrl Maraþondanskeppni var haldin á Akureyri um helgina og stóð hún I samtals 23 klukkutima sem er nýtt Islandsmet. 52 keppendur hófu dansinn i æskulýðshúsinu Dynheimum um tiuleytiö á laugardagsmorgun, en þegar dansinn var stöövaður 23 timum siðar voru þrír keppendur eftir. Sigurvegari varö Þórhalla Karlsdóttir en jafnar I ööru og þriöja sæti urðu Katrin Reynis- dóttir og Katrin Pálsdóttir. En plötusnúðurinn, Viðar Garðarsson, var ekki búinn að fá nóg eftir þessa 23 klukkutlma og hélt áfram að snúa plötum til klukkan 16 og haföi þá verið að i 30 tima, sem er nýtt tslandsmet. HMB-Akureyri Þórhalla Karlsdóttir sigraöi i maraþonkeppninni. Visismyndir: Þráinn Lárusson Vfsismyndir: Þráinn Lárusson Loönuaflinn er nú oröinn um 287 þúsund tonn. Aðeins einn loðnu- bátur á miðunum Aöeins einn loönubátur var enn á loönumiöunum I morgun, hinir voru allir komnir til hafnar meö fullfermi. Samkvæmt upplýsingum frá Loðnunefnd er loðnuaflinn á ver- tiöinni nú orðinn 287 þúsund tonn og veröur að öllum likindum 288 þúsund tonn, þegar siöasti bátur- inn (Hilmir) kemur til hafnar. Heföbundnar loðnulöndunar- stöðvar milli Reykjaness og Gerpis hafa til þessa fengið veru- lega minni afla að þessu sinni en á undangengnum vertiðum og á sumum þessara staða hefur engri lopnu verið landað. Ekki var búið að taka saman tölur um hæstu löndunarstaði i morgun, en sámkvæmt siðustu tölum var Siglufjörður hæstur, þá Seyöisfjörður og Raufarhöfn. — ATA Strandíð I Sandgerði: Báturlnn ónýtur „Báturinn er ónýtur og ekkert annað að gera en taka úr honum það sem nothæft er og svo veröur eflaust að fjarlægja hann úr höfn- inni” sagði Egill Þorfinnsson hjá Vélbátatryggingu Reykjaness, þegar Visir spurði hann um vél- bátinnSævarKE19sem strandaöi sunnan við syðri grjótgarðinn viö höfnina i Sandgerði á laugardags- morgun. Ahöfnin fór frá borði eftir að báturinn lagðist á hliðina. Að sögn Egils eru öll tæki farin i sjó- inn og vélarnar hafa margfyllst, þannig að báturinn er gerónýtur. ..Utanrikisstefnan óhreytt með- an ég er ulanríkisráéherra” - segir ölafur Jóhannesson „Ég vil segja þaö hér og nú, aö þaö mun veröa fylgt fram al- veg óbreyttri stefnu, aö þvi er varöar NATO og öryggismál ís- lands aö ööru leyti”, sagöi ólaf- ur Jóhannesson, utanrfkisráö- herra, á fundi Varöbergs, félags ungra áhugamanna um vest- ræna samvinnu, sl. laugardag. Utanríkisráöherra sagði m.a. I ræðu sinni, að frá stofnun NATO hefði rikt valdajafnvægi I Evrópu og friöur rikt I okkar heimshlúta, þó að ótal styrjaldir hefðu geisaö I öðrum heimshlut- um. Utanrikisráöherra ræddi einnig um innrás Sovétrfkjanna i Afganistan, sem hann sagöist álita, að væri engin tilviljun, heldur vel undirbúin og þaul- hugsuö aögerö. Ráöamönnum i Moskvu hlyti ab hafa verið ljóst, að með þessari hernaðaraögerö væri slökunarstefnunni varpað fyrir borð, a.m.k. f bili. Þessi at- buröur gæti oröið miklu afdrifa- rikari en innrás Sovétrfkjanna i Tékkóslóvakfu 1968, enda hefði Afganistan ekki verið á yfir- ráöasvæði Sovétríkjanna, held- ur hlutlaust land. Jafnaði utan- rlkisráðherra ástandinu f heimsmálum nú við þaö, þegar Kúbudeilan stóö hæst árið 1962, en sú deila hefði verið hápunkt- ur kalda strfðsins. Sagðist hann telja, að næstu 12-14 mánuðina yrði mikil óvissa rfkjandi um atburöarás f alþjóðamálum. „Ég vil að lokum aðeins und- irstrika það, að utanrikisstefn- an verður óbreytt á meðan ég verð utanrikisráðherra, þ.á m. I öryggismálunum”, sagöi Olafur Jóhannesson, utanrikisráð- herra, er hann lauk ræðu sinni á Varðbergsfundinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.