Vísir - 18.02.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 18.02.1980, Blaðsíða 3
3 VÍSIR Mánudagur 18. febrúar 1980. Fyrrverandi Iranskeisarf og David Frost ræðast vlð í sjónvarninu íkvöid: ViðiaisDátlur. sem vakti mikla athygli Reza Phalevi, fyrrv. irans- keisari. keisarans, næöi naumast þúsund. — „Þeir sem nefna tölur eins og 100 þúsund manns, kunna greini- lega ekki aö telja, hvaö þá meir,” sagöi Reza Phalevi. Þungorður um Khomeini Hann fór hörðum orðum bæði um Khomeini æðstaprest og vald- hafana i iran eftir hina islömsku byltingu. Efaðist hann um, að Khomeini hefði greind eða getu til þess að stýra landi og þjóð, eða hrinda hugsjónamálum sinum i framkvæmd. Þegar Frost spurði hann um, hvort hann hygðist snúa aftur til Irans og láta dómstóla skera úr ákærumálunum á hendur honum, svaraði keisar- inn: „Hverjir þykjast þeir vera þess umkomnir að dæma mig? Fyrr ætti aö draga þá fyrir rétt. Þeirhafna ályktunum Sameinuðu þjóðanna, hundsa úrskuröi Alþjóðadómstólsins i Haag, hiröa ekki hætishót um almenningsálit- ið i heiminum og virða ekki al- þjóðalög. Þeir myrða fólk svo hundruðum, ef ekki þúsundum skiptir.” Þeir Frost og keisarinn komu viða viö i samræöum sinum, og véku meðal annars aö orðskvitti um, að íran hefði látið fé renna i kosningarsjóði stjórnmálamanna Viðtalsþátturinn, sem islenska sjónvarpið hefur 'fengið til sýningar í kvöld, með þeim Mohammed Reza Phalevi, fyrr- um transkeisara og David Frost, sjónvarpsstjörnunni „fyrrver- andi”, eins og sagt hefur verið um hann, vakti mikla athygli. Ýmsar umsagnir keisarans lentu á forsiðum heimsblaðanna daginn eftir að þátturinn var sýndur i bandarisku sjónvarps- stöðinni ABC, sem var 17. janúar. Reza Phalevi keisari þótti koma vel fyrir og svara spurning- um David Frosts, sem i þessum þætti var jafn-aðgangsharður við „fórnarlamb” sitt og hann er frægur fyrir úr öðrum þáttum, bæði einarðlega og sannfærandi. Frost minnist meðal annars á þá gagnrýni og þau ámæli sem keisarastjórn Irans hefur legið undir, og grimmd og harðýðgi SAVAK-leynilögreglunnar. Keis- arinn glúpnaði hvergi, heldur sagði þessar sögusagnir hrika- legar ýkjur og illrætinn róg. Þegar á hann var gengið, taldi hann, að tala þeirra, sem látist hefðu i riki hans allan valdatima David Frost. hér og þar i heiminum, og þar á meðal kosningasjóði Bandarikja- forsetanna, Fords og Nixons. Sagði keisarinn það hreinan upp- spuna. Ábyrgö olíufélaga Hann upplýsti hinsvegar, að nokkur bandarisk oliufélög bæru að hluta ábyrgð á falli keisara- stjórnarinnar. Hann nafngreindi ekki þessi oliufélög. Reza Phalevi litur á sjálfan sig enn sem keisara Irans, og benti Frost á það i viðtalinu, að hann hefði aldrei fallist á afsögn, heldur einungis brugðið sér i ferðalag til útlanda. Frost spurði keisarann, hvort stuðningsyfirlýsingar Banda- rikjastjórnar hefðu ekki i reynd komið honum illa og beinlinis stuðlað að falli hans. — „Það hefði verið heppilegra, að stjórnir Bandarikjanna og Bretlands hefðu farið sér hægar i yfirlýsing- unum og látið vera að blanda sér i innanrikismál Irans,” var svar- ið. Þátturinn var aðeins klukku- sýndur hjá ABC, en þegar Frost lét taka þáttinn upp, sem var á heimili keisarans i útlegöinni i Panama, voru samræöur þeirra miklu lengri. Þátturinn var klipptur úr alls ellefu klukku- stunda upptökum, en Frost dvaldi i nokkra daga hjá keisaranum vegna þáttarins. —GP HAFSKIP HR Hlutafjárútboð Nýtt atak til sóknar Að gefnu tilefni vill stjórn Hafskips hf. vekja athygli þína á mikilvægi frjálsrar samkeppni í öllum flutningum til og frá landi okkar. Skipasiglingar milli íslands og annarra landa er ein mikilvægasta líf- æð þjóðarinnar og burðarstólpi frjáls at- hafnalífs í landinu. Hafskip hf. gegnir hér mikilvægu hlutverki. Við viljum benda á, að með frjálsri samkeppni í flutningum landsmanna er m. a. hægt að stuðla að lægri tilkostnaði, betri þjónustu og mark- vissari nýtingu tækniframfara, sem leiðir til samkeppnishæfara verðlags á útflutn- ings- og innflutningsvörum. Tilvera framsækinna afla á þessu sviði er ein mikilvægasta forsenda lýðræðislegrar þróunar í atvinnulífinu. Hluthafahópur Hafskips hf. er stór, en betur má ef duga skal. Nokkur hundruð einstaklingar og fyrirtæki hafa sameinast í Hafskip hf., til þess að stuðla að jafnvægi og frjálsari sam- keppni íflutningamálum lands- manna, og bættust hátt í 200 nýir aðilar í hópinn á s. I. ári. En okkur er Ijóst, að ef við ætlum að ná ár- angri í baráttu við rót- gróin einokunaröfl og verjast ofríki á flutn- ingamarkaðnum þarf að koma til ný sóknar- lota. Endurnýjun skipastóls Hafskips hf. hófst með tilkomu fjölhæfniskipsins Ms. ,,Borre“. En eitt nýtt skip í flota okkar dugar ekki til að losa um einokunartök. Við verðum að taka í notkun fleiri ný skip, bæta tæknilega uppbygginu og vöru- meðferð í landi, endurbæta skipaaf- greiðsluna heima og heiman, lækka til- kostnað flytjenda og tryggja enn betra áætlana- og siglingakerfi í næstu fram- tíð. Stjórn Hafskips hf. hefur því ákveðið að leggja fram á næsta aðalfundi félags- ins, 21. marz n. k., tillögu um 250 millj. króna hlutafjáraukningu. Viljir þú leggja okkur lið, þá er stjórn og starfsfólk Haf- skips hf. reiðubúið að veita þér allar upp- lýsingar og taka við hlutafjárloforðum. Þú heldur ef til vill, að hlutafjárframlag þitt sé aðeins dropi í hafið, en hafðu það hugfast, að það kann að vera dropinn, sem tryggir okkuröllum frjálsarsiglingar um ókomin ár. Hafskip hf. heitir á allt stuðningsfólk frjálsra viðskiptahátta að standa vörð um félagið og efla það til enn virkari siglingasamkeppni. Febrúar, 1980 Stjórn Hafskips hf. m HAFSKIP HF Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu Sími 21160

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.