Vísir - 27.02.1980, Blaðsíða 4
4
VÍSIR
Miðvikudagur 27. febrúar 1980
ALLT FYRIR
SKIÐAFÓLt
DvNAFIT SKÍDASKÓR
SKÍÐABINDINGAR
' -
ÉCARRfRA skíðagleraugu
/’ eiilsfcaÉs s,S'OA‘
^ solgleraugu .
ANDREAS WENZEL
SKÁTABÚÐIN
SERVERSLUN
FYRIR
FJALLA- OG
FERÐAMENN.
SNORRABRAUT 58 SÍMI 12045
D Hjálparsveit Skáta Reykjávík
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 190., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á
Fagrabæ 4, þingl. eign Svans Skæringssonar fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, á eigninni sjálfri
föfstudag 29. febrúar 1980 kl. 16.15.
Borgarfögetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 90., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á
Brekkuseli 11, þingl. eign Asdisar Þorsteinsdóttur o.fl. fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik,
Verslunarb. tslands, Veðdeildar Landabankans og Gisla i
Baldurs Garðarssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudag 29.
febrúar 1980 kl. 15.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 90., 94. og 99. tbi. Lögbirtingablaðs 1979 á
Bergstaðastræti 56, talinni eign Margrétar Jónsdóttur fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni
sjáifri föstudag 29. febrúar 1980 kl. 10.45.
Borgarfógetaembættið I Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 190., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1979 á
Breiðhöfða 10, þingl. eign Byggingariðjunnar hf. fer fram
eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjáifri ;
föstudag 29. febrúar 1980 ki. 15.00.
Borgarfógetaembættið I Reykjavik.
jÍaóburöarfóÍK
óskast!
HVERFI
Hverf isgata
Fidel Castro, forseti
Kúbu, á við vaxandi
erfiðleika að striða,
bæði innanlands og er-
lendis. v
Efnahag Kúbu hefur
farið hrakandi stöðugt
síðustu árin, og al-
menningur á Kúbu er
farinn að ókyrrast
undir lifskjörunum og
jafnvel láta óánægju
sina i ljós.
Um leiö hefur innrás Sovét-
manna I Afganistan sett fótinn
fyrir metnaöarfullar áætlanir
Castró á utanrikismálasviðinu.
Eftir kjöriö i leiötogastæti Titós
sem forseti samtaka óháðra
rlkja hugðist Castro hasla sér
völl sem helsti talsmaður þriðja
heims-rikja og láta að sér kveöa
undir gunnfána hinna óháðu.
His Masters Voice.
ErfiDleikar
Caströs
Málalíði Moskvu
forseti ohaöu
samtakanna
Svo undarlega sem það
hljómar, þá voru hernaðaraf-
skipti KUbu-manna I Afrlku á
snærum Kremlherrana ekki nóg
til þess að aftra frá þvl að
velja Castró I forsæti óháðu
rikjanna. Eftir innrásina I
Afganistan, sem var úr röðum
hlutlausra og óháöra rlkja, opn-
uöust augu margra fyrir hinum
raunverulega tilgangi utan-
rlkisstefnu Sovétstjórnarinnar,
og hlutur Castró-stjórnarinnar I
ljósi þess hefur skýrst.
Eftir stendur því Castró for-
seti samtaka óháðu rikjanna
nær einangraður I þeim hópi og
hefur beðið mikinn álisthnekki.
Hreinsanír
En þaö voru efnahagsöröug-
leikarnir, sem voru aðalástæöa
hreinsanana I stjórn Castrós
upp úr áramótunum. Þá hurfu
fjöldi ráöherra og ráöunauta af
sjónarsviöinu, og hin kúbanski
„Maximo” treysti sln eigin tök
og áhrif innan stjórnarkerfisins.
Þessum hreinsunum hefur síöan
veriö fylgt eftir meö frekari
mannaskiptum I lægri þrepum
þess opinbera.
Augljóst er, aö ætlunin meö
þessum mannaskiptum er aö
miöa aö árangursríkari stefnu I
efnahagsmálum meö hvatningu
yfirvalda og aögeröum til þess
aö örva driftina og auka fram-
leiönina I atvinnulífinu. Sýnist
sem stjórnvöld ætli hvorki aö
spara til þess hótanir eöa fögur
fyrirheit.
Engin vlnnugleði
Castro jafnt sem hans nánustu
samstarfsmenn hafa kennt
„hningnandi vinnusiögæöi” hjá
Kúbönum um helstu erfiöleik-
ana í efnahagslífinu. Verkalýö-
urinn hefur veriö gagnrýndur
fyrir heyskni, undanbrögö, leti
og agaleysi. Yfirmenn þeirra
hafa veriö sakaöir um spillingu
og hyglni.
Þaö stendur ekki á skýr-
ingunni á þvl, hvernig svona
aöutan
sorglega megi vera komið mál-
um. I höfuöatriöum er hún sú,
aö alþýðan hefur misst
byltingareldmóöinn og sér I lagi
æskan. — A þvl skal nú ráöin
bót.
„Glæöa veröur byltingareld-
inn, sem logar I hjörtum hinna
ungu,” sagöi Raoul, bróöir
Castrós, fyrir skömmu.
Allt frá þvl aö Castró kom til
valda, hefur Kúbönum veriö lof-
aö vor I dal og blóm I haga. Llfs-
kjör þeirra skyldu svo sannar-
lega batna, ef þeir aöeins legöu
hart aö sér I vinnunni. Nú er liö-
iö tuttugu og eitt ár frá bylting-
unni. Enn eru nær allar llfs-
nauösynjar næstum munaöar-
vara, skammtaö Ur hnefa, hörg-
ull á Ibúöarhúsnæöi og þær I-
búöir, sem fáanlegar eru, I væg-
ast sagt hæpnu ástandi. — Menn
verða oft langeygir eftir upp-
fyllingu loforöa á skemmri tíma
en tuttugu og einu ári, og ekki
nema mannlegt, aö mesti hug-
sjónaglampinn dofni i augum
Kúbumanna og þeir gerist sljóir
viö brauöstritiö, sem færir þá
engu nær draumasælunni.
Tregöulögmálið
Þessi svonefndu vinnusvik
eru þó ekki nema ein skýringin
af mörgum á efnahagsöröug-
leikum Kúbu. Aöalábyrgöina
ber auövitaö stjórnin sjálf, sem
I flestum tilvikum yröi viöur-
kennt I lýöræöislegra rlki. Fyrir
þaö fyrsta er hiö trega og hæg-
fara stjórnarbákn, sem Castró
hefur sett á laggirnar, gjör-
sneyttallri hvatningu til þess aö
einstaklingurinn leggi sig fram.
Þar til viöbótar er þaö kafffært I
skriffinnsku, sem hemlar af
sérhverja viðleitni til endurbóta
eöa lagfæringar. I ööru lagi
hefur um ein milljón framtaks-
sömustu Kúbananna slitiö sig
upp úr átthögunum og flúiö eöa
flust frá Kúbu undan á-
nauöinni til þess aö lifa heldur
viö frjálsari aöstæöur. Hvaöa
byggöarlag munar ekki um það,
ef aöal driffjaörirnar hverfa á
brott? — I þriöja lagi hefur
Ihlutunarstefna Castrós I Afrlku
og erindrekstur hans sjálfs á
vegum Kremlar hingað og
þangaö um heiminn veriö Kúbu
dýrkeypt sport. Eins og stendur
á Kúba næstum fjörutlu þúsund
hermenn I ýmsum Afrlkulönd-
um, auk um átta þúsund sér-
fræöiráöunauta (lækna, tækni-
menn, vélamenn og kennara).
Þaö liggur ekki á ljósu, aö hvaö
miklu leyti Sovétstjórnin kostar
þessa „nærveru” Kúbumanna
hjá byltingarbræörunum, en
alla vega leiöir þetta til missis
fyrir Kúbu á mikilvægu vinnu-
afli.
Framleiðslu-
örðugleíkar
Auk þessa alls, sem að ofan
hefur veriö taliö og blasir viö,
hefur slöan Kúbustjórn mistek-
ist aö laga efnahag Kúbu aö
þeim sveiflum, sem oröiö hafa á
heimsmarkaönum, eöa draga
úr áhrifum þeirra. Hefur þó
ekki skort áætlanir, sem stefna
skyldu I þá átt. En á þessu
tuttugu og eina ári hefur það
einhvern veginn veriö svo meö
efnahagsaögeröir og áætlanir
Castróstjórnarinnar, aö þær
rætast fæstar eöa ná fram aö
ganga.
Enn er aöalútflutningur KUbu
sykur, nikkel og tóbak. Sykur-
veröiö er um þessar mundir ó-
hagstætt, og hefur ekki bætt úr
skák, aö sykurreyrinn hefur
falliö hjá Kúbönum af ein-
hverjum plöntus júkdómi.
Plöntusýkin breiddist út vegna
skorts viöbrögöum eöa viö-
búnaöi til þess aö hefta hana.
Tóbaksframleiöslan hefur einn-
ig dregist saman. Bæöi fylgdi sá
samdráttur samyrkjubúskapn-
um, sem upp var tekinn, þegar
tugir þúsunda plantekra voru
sameinaöar á hendi þess opin-
bera, og eins hefur plöntusýki
hrjáö þá landbúnaöargrein eins
og sykurræktunina.
Síöustu árin hefur Castró tek-
ist meö naumindum að bægja
frá algeru gjaldþroti og aðal-
lega þá fyrir efnahagsaöstoöir
Moskvustjórnarinnar. Um leiö
hefur hánn þó oröiö algerlega
háöur Moskvu. Þvl heföi lltiö
þýtt fyrir hann aö malda I mó-
inn vegna innrásarinnar I
Afganistan, þar sem Sovét-
menn I einu höggi eyöilögöu álit
besta vinar slns I hópi hinna ó-
háöu — þótt hann heföi viljaö.