Vísir - 27.02.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 27.02.1980, Blaðsíða 1
Æ* Miðvikudagur 27. febrúar 1980/ 48. tbl. 70. árg Hundruða milljóna svik eru óafgreidd: verður ekki ákærl í fleiri skipakaupamálum? Óvissa rikir nú um framhald skipakaupamálanna i dómskerfinu eftir aö Sakadómur kvaö upp sýknudóm i Guðmundar RE málinu þár sem sök var talin fyrnd. Þessi dómur kann að valda þvi að ekki verði ákært i fleiri af þessum málum, en mörg mál eru óafgreidd. Má þar nefna eitt, þar sem kaupendur skips fengu greiddar á annað hundrað milljónir undir borðið. Þóröur Björnsson rlkissak- sóknari sagöi I samtali viö VIsi, a6 hann væri ekki enn búinn aö fá dóminn I Guðmundarmálinu, en hann var kveoinn upp i lok janúar. ,,Þa6 er auðvitaö mjög eðli- legt og æskilegt, að maður geti fengið að sjá þennan dóm strax til að sjá hvernig þeir grlpa á þessum spursmálum", sagði saksóknari. Embætti saksóknara hefur nú undir höndum rannsókn Rann- sóknarlögreglu rfkisins, sem var vegna kaupanna á Skinney frá Hornafirði. Þrú önnur mál eru til meðferöar Rannsóknar- lögreglunnar. Þá hefur ríkis- saksóknari fengið i hendur frá Seðlabankanum mál vegna kaupa á Snæfelli EA og er enn ekki ljóst, hvort það mál verður sent áfram til rannsóknar. Saksóknari taldi hugsanlegt að dómurinn i Guðmundarmálinu réði úrslitum um önnur mál en þö þyrfti það ekki að vera. Rannsókn skattrannsóknar- stjóra og gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á skipakaupum frá Noregi á árunum 1971-1976 leiddi i ljós- að við kaup á 18 skipum höfðu kaupendur fengið endurgreitt undir borðið samtals 8.3 milljónir norskra króna, eða um 680 millj. Isl. króna. Kaupverð var tilgreint of hátt I samningum og skjölum, er fóru til banka og stjórnvalda. Slðan var gerður baksamningur um, að hluti verðsins skyldi renna aftur til kaupenda og eða forsvarsmanna kaupenda. 1 Grjótjötunsmálinu nam bak- samningsféð 400 þúsund norskum krónum,en 200 þusund I Guðmundarmálinu. Samkvæmt upplysingum, sem Visi hefur tekist að afla sér, nam baksamningsfé við kaup á einu skipi- um 1.5 milljónir norskra krona eða. liðlega 120 milljónir íslenskra á núverandi gengi. A blaðsfðu 9 I VIsi I dag er nánar fjallaö um skipakaupa- málin. -SG. Jón með unna skðk Jón L. Arnason er með unna biöskák á móti Kupreichik, segif' Jóhann örn Sigurjónsson meðal annars I umfjöllum sinni um 3. umferð Reykjavfkurskákmótsins sem birt er á bls. 3. , Fjórða umferð fer fram I dag og hefst klukkan 17. Þessir tefla saman: Haukur-Helgi, Vasjukov-Margeir, Torre-MUes, Kupreichik-Guðmundur, Browne-Jón L., Byrne-Schiissler, Sosonko-Helmers. -SG. Skipverjl á logara siasast Skipverji á skuttogaranum Lárusi Sveinssyni frá ólafsvlk slasaðist, þegar hann klemmdist milli hlera. Slysið átti sér stað á sunnudaginn og hélt togarinn þegar til ólafsvikur. Þaðan var maðurinn siðan fluttur á sjúkra- htisiö á Akranesi. —sg Vlkingasýningin I Hritish Museum I London hefur vakið inikla athygli. i tengslum við þessa sýningu hafa fslenskir fataframleiðendur sýnt vörur slnar. t fyrrakvöld var vegleg tiskusýning sem Hilda, Alafoss og Iðnaðardeild sambandsins stóöu að. tslenskar sýningar- stúlkur sýndu fatnaðinn. Mikill áhugi er á. þessum fatnaði I London og vakti hann verðskuldaða athygli. Stúlkurn- ar, þær Frfða Gfsladóttir og Auður Guðmundsdóttir. klæðast jökkum frá Sambandinu. Sfmamynd frá UPI. FORSÆTIS- RÁÐHERRA Á REINNI LÍNU VlSIS Gunnar Thoroddsen svarar spurningum landsmanna I sfma ritstlórnar vísis 86611 annað kvöld Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra og varaformaður Sjdlf- stæðisflokksins, mun verða við slmann á ritstjórn Visis I Reykja- vik annað kvöld fra klukkan hálf átta til niu og svara spurningum ykkar á beinni linu VIsis. Slminn er 86611. „Bein Hna VIsis" var fyrst tek- in upp I ársbyrjun 1978 og hefur blaðið með henni gefið lands- mönnum kost á ab spyrja framá- menn úr þjóöllfinu spurninga um þau málefni, sem efst eru á baugi hverju sinni. Slðast þegar beina Hnan var hjá okkur hér á VIsi sátu fyrir svörum fulltruar allra stjornmálaflokkanna og voru kosningamál þá á dagskrá. Nil mun forsætisráðherra nýrr- ar rlkisstjórnar, Gunnar Thor- oddsen, verða við símann á rit- stjórn Visis og svara þeim spurningum, sem koma I huga lesenda blaðsins og annarra landsmanna, sem hug hafa á að leita svara hjá forsætisráðherra. Ekki er aö efa, að margar spurningar brenna á vörum fólks þessa dagana varöandi stjórnar- myndunina, stefnumál stjdrnar- Gunnar Thoroddsen, ráðherra. forstætis- innar og verkefni hennar ásamt málefnum Sjálfstæöisflokksins, sem mjög hafa veriö til umræðu. Beina llnan hefst sem sagt ann- að kvöld klukkan 19.30 og er áætl- að aö forsætisráöherra verði við slmann til klukkan 21, en síminn er 86611. Efni af beinu Hnuiini verður svo að venju birt í VIsi daginn eftir, það er á föstudag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.