Vísir - 27.02.1980, Blaðsíða 15
VtSIR
Miðvikudagur 27. febrúar 1980
Frá tlskusyningu Módelsamtakanna sl. fimmtudagskvöld f Skálafelli.
Vfsismynd BG.
Hótel Esja fer af
stað með jasskvöld
Veitingastaðurinn Esjuberg
sem er til htlsa á fyrstu hæð
Hótel Esju hyggst nti brydda
upp á ýmsum nýjungum í starfi
sinu og má þar m.a. nefna að
efnt verður þar til Jass-kvölda á
hverjum fimmtudegi.
Fyrst um sinn munu tvær
hljómsveitir koma fram og spila
Dixie-land og jasstónlist. A
sama tíma veröur svo boðiö upp
á sfldar-hlaöborö ásamt einum
heitum rétti.
Þá er ætlunin að vera með
L-.......
Italskan sunnudag 16. mars og
hinn 23. mars verður svo kín-
verskur sunnudagur. Veröa
þessa daga sérstakir réttir frá
þessum löndum á boðstólum.
A Esjubergi hefur einnig
verið tekin upp sú nýjung aö
hafa sérstakt barnahorn þar
sem börn geta leikið sér á með-
an að foreldrarnir snæða þar á
staönum.
Tiskusýningar eru alltaf
haldnar í Skálafelli á níundu
hæð Hótel Esju og hafa Módel-
samtökin undir stjórn Unnar
Arngrlmsdóttur frá upphafi séö
um þá starfsemi. Eru tlsku-
sýningarnar nú alls orönar 107
frá upphafi. Hefur þarna veriö
sýndur hinn fjölbreytilegasti
fatnaöur — allt frá náttfötum til
pelsa.
Þess má loks geta aö fyrsta
jasskvöldiö verður haldiö nk.
fimmtudagskvöld og mun þar
Trad.-kompaníið troöa upp.
—HR
Neytendasamtökin
stolna delldtr
á Btönduósl og
Sauðárkrókt
Stofnaðar hafa verið deildir
Neytendasamtakanna I Skaga-
firöi og I A-Húnavatnssýslu. Voru
haldnir stofnfundir um helgina
þar sem fulltrúar úr stjórn NS,
þeir Reynir Armannsson formaö-
ur og Jóhnnes Gunnarsson for-
maöur Borgarfjarðardeildar NS
voru mættir.
Fundir þessir voru vel sóttir og
til marks um þaö má nefna að tl-
undi hver Ibúi á Hofsósi er stofn-
félagi I Skagafjarðardeildinni. Þá
hafa 197 manns látiö skrá sig sem
stofnfélaga I Skagafjarðardeild-
inni, en áður voru á þessu svæði
einungis 8 félagar í NS.
Formaður Skagafjaröardeildar
Neytendasamtakanna er Gunnar
Haraldsson Vföigrund 8 Sauöár-
króki, en formaöur deildarinnar I
A-Húnavatnssýslu hefur enn ekki
veriö valinn.
Meö þessum nýstofnuöu deild-
um eru nú alls 14 deildir I
Neytendasamtökunum um allt
land. Þar af hafa 13 verið stofnaö-
ar á sl. tveimur árum.
—HR
Tveir áhugasamlr úr Híðaskóla
Þessir tveir kappar úr Hliöaskólanum I Reykjavfk hafa veriö meöal
þeirra nemenda, sem kynnt hafa sér starfsemi VIsis aö undanförnu og
eftir nokkurra daga vera á ritstjórninni voru þeir farnir aö taka þátt f
þvt sem þar er unnið aö. Hér lfta þeir stundarkorn upp úr verkefnum
sínum er Gunnar ljósmyndari festi þá á filmu. Þessir áhugasömu
blaöamenn heita Jón D. Hauksson, viö ritvélina, og Halldór Páll Gfsla-
son er viö slmann.
Stórgóð aflabrögð í janúar:
Botnflskafllnn hállu meiri
en sama tfmabll í fyrra
Botnfiskaflinn í janúar 1980
varö alls 42126 tonn á móti 34620
I janúar 1979. Þar af var þorsk-
aflinn um 30 þúsund tonn 1980 á
móti rúmlega 20 þúsund tonnum
1979. Er þá talinn meö bæöi tog-
araafli og bátaaflinn.
Þetta kemur fram I skýrslu
sem Fiskifélag Islands hefur
látiö fara frá sér. Er yfirleitt
alls staöar um mikla aukningu
aö ræöa, en eftirtekt vekur aö
aukningin er einna mest I
Reykjavík. Þar jókst aflinn úr
tæpl. 5 þúsund tonnum I janúar
1979 I rúml. 9 þús. tonn 1 janúar
1980. Aörir landshlutar þar sem
aukning varö umtalsverö, eru
Noröurland og Vestfiröir.
Heildarveiöi á loönu var I
janúar sl. 135 þús. tonn en var
110 þús. tonn i sama mánuöi I
fyrra. Hörpuskelveiöin jókst úr
766 í 978 á þessu tlmabili, en
rækjuveiöin dróst hins vegar
saman. Var hún 1101 tonn I
janúar á þessu ári en var 1426 I
sama mánubi I fyrra.
—HR
Auglýsing
um aðalskoðun bifreiða í
Lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur í
marsmánuði 1980
Mánudagur 3. mars R-5601 til R-6100
Þriöjudagur 4. mars R-6101 til R-6600
Miövikudagur 5. mars R-6601 til R-7100
Fimmtudagur 6. mars R-7101 til R-7600
Föstudagur 7. mars R-7601 til R-8100
Mánudagur 10. mars R-8101 til R-8600
Þriöjudagur 11. mars R-8601 til R-9100
Miövikudagur 12. mars R-9101 til R-9600
Fimmtudagur 13. mars R-9601 til R-10100
Föstudagur 14. mars R-10101 til R-10600
Mánudagur 17. mars R-10601 til R-11100
Þriöjudagur 18. mars R-11101 itil R-11600
Miövikudagur 19. mars R-11601 til R-12100
Fimmtudagur 20. mars R-12101 til R-12600
Föstudagur 21. mars R-12601 til R-13100
Mánudagur 24. mars R-13101 til R-13600
Þriöjudagur 25. mars R-13601 til R-14100
Miövikudagur 26. mars R-14101 til R-14600
Fimmtudagur 27. mars R-14601 til R-15100
Föstudagur 28. mars R-15101 til R-15600
Mánudagur 31. mars R-15601 til R-16100
Bifreiðaeigendum ber að koma með buf-
reiðar sinar til Bifreiðaeftirlits riksisins,
Bildshöfða 8 og verður skoðun fram-
kvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til
16:00.
Festivagnar, tengivagnar og farþega-
byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunár.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna
leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber
skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur sé
greiddur og vátrygging fyrir hverja bif-
reið sé i gildi.
Athygii skal vakin á þvi, að skráningar-
númer skulu vera vel læsileg.
Samkvæmt gildandi reglum skal vera
gjaldmælir i leigubifreiðum sem sýnir rétt
ökugjald á hverjum tima. A leigubifreið-
um til mannflutninga, allt að 8 farþegum,
skal vera sérstakt merki með bókstafnum
L.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á auglýstum tima verður hann
látinn sæta sektum samkvæmt umferðar-
lögum og bifreiðin tekin úr umferð hva
sem til hennar næst.
Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum.
Lögreglustjórinn i Reykjavík
25. febrúar 1980.
Sigurjón Sigurðsson.
Á5KRIFENDUR!
Ef blaðið kemur EKKI með skilum til
ykkar,
þá vinsamlegast hringið i sima 86611:
virka daga til kl. 19.30
laugardaga til kl. 14.00
og mun afgreiðslan þá gera sitt besta
til þess að blaðið berist.
Afgreiðslo YÍSIS
sími 86644
ío Smurbrauðstofan
BJÖRNÍNN
Njálsgötu 49 — Simi 15105