Vísir - 27.02.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 27.02.1980, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 27. febrúar 1980 .7 \ v ■ ■ ■ 9 ! Kerfiö í öiöstdöu eftir sýknuflóm í Guðmunflarmálínu: ! I Eru svikamál að uDDhæð i ! nær 700 mllliónlr lyrnd ?! Getur svo fariö að skattsvik og brot á bökhaldslögum og brot á gjaldeyrislögum, er nema nærri 700 milljónum króna, komi aldrei til kasta dómstóla vegna fyrninga? Þessi spurning vaknar óhjákvæmilega i sam- bandi við svindlið sem átti sér stað árum saman við skipakaup frá Noregi. Það fer ekkert milli máia að glfurleg svikamylla hefur veriö i gangi kringum þessi skipa- kaup þar sem lög og reglur hafa verið þverbrotnar. Dómur hefur veriö kveðinn upp i aðeins tveimur málum af þessu tagi. i Grjótjötunsmálinu voru kveðnir upp fangelsisdómar yfir tveim- ur mönnum. Þegar dómur var loks kveðinn upp I máli sem ákært var i vegna kaupanna á Guðmundi RE var kveðinn upp sýknudómur á grundvelli þess að sök væri fyrnd. Hver veröa þá örlög um 20 annarra mála af svipuðum toga, þar sem kaup- endur hafa gefið upp of hátt kaupverð til yfirvalda og fengið mismuninn greiddan undir boröiö? Visir gerði könnun á þvi hvar þessi mál væru stödd I kerfinu 9og spurðist fyrir um hvort dóm- urinn I Guðmundarmálinu þýddi að ekki yrði ákært I fleiri málum. Erfitt viðureignar Samkvæmt niðurstööum rannsóknar Garðars Valdi- marssonar skattrannsóknar- stjóra, en þeirri rannsókn lauk I september siðast liðnum, feng- ust upplýsingar um baksamn- inga að upphæð 8,3 milljónir norskra króna. Á mlverandi gengi svarar þetta til um 680 milljóna islenskra króna. Þetta baksamningsfé skiptist að mestu á 18 skip af þeim 29 sem upplýsingar fengust um. Þegar skattrannsóknarstjóri hafði lokið rannsókn á skatta- þætti þessara mála sendi hann þau til gjaldeyriseftirlits Seöla- bankans aftur, en þar byrjaöi þessi skipakauparannsókn árið 1976. „Það hefur fallið dómur sem hefuráhrifá gang þessara mála hjá okkur og við höfum ekki unnið að þeim siðustu vikurn- ar”, sagöi Siguröur Jóhannes- son forstöðumaður gjaldeyris- eftirlitsins i samtali við Visi. Siguröur sagði að Seölabank- inn hefði sent nokkuð af málun- um til rikissaksóknara með beiðni um rannsókn vegna ætl- aðra brota. „En það eru vand- kvæöi okkar hvað þessi mál fyrnast fljótt eöa á tveimur ár- um ef ekki liggja þungar refs- ingar við” sagði Sigurður. — Er fyrirsjáanlegt að málin eru öll fyrnd? „Fljótt á litið finnst mér þaö. Um þaö getum við samt ekkert fullyrt þvi þarna koma til marg- ir þættir sem dómsvaldið þarf að meta til sakar” sagði Sigurö- ur Jóhannesson ennfremur. „Æskilegt væri að fá dóminn” Þá hafði Vísir tal af Þóröi Björnssyni rikissaksóknara og spurði hvort úrslit þeirra mála sem nú væru hjá honum myndu ráðast af dóminum i Guðmund- armálinu. ,,Ég þori ekki að fara með það þvi þessi dómur hefur ekki kom- iðtil min ennþá. Það væri mjög eölilegt og æskilegt að maður gæti fengið að sjá þennan dóm sem gekk I Guðmundarmálinu svo hægt sé að sjá hvernig þeir gripa á þessu” sagði rikissak- sóknari. Hann taldi hugsanlegt að dómurinn gæti ráðiö úrslitum um fleiri mál. Þó þyrfti þaö ekki að vera þvi atvik gætu verið mismunandi. Þetta færi eftir forsendum dómsins I Guömund- armálinu. Til skýringar má geta þess að ákært var I Guömundarmálinu af hálfu saksóknara þann 9. feb- rúar árið 1978. Þaö var þó ekki fyrr en i lok janúar á þessu ári sem sakadómur Reykjavikur kvað loks upp sýknudóm i mál- inu. Enginn viröist hafa fengið að sjá þann dóm ennþá og eins og fram kemur hér að framan hefur saksóknari ekki enn feng- ið hann i hendur. Þaö væri synd að segja að þetta mál hefði runnið greitt I kerfinu. Nokkur mál i biðstöðu Samkvæmt upplýsingum rik- issaksóknara var mál varöandi kaup á Skinney frá Hornafiröi sent til Rannsóknarlögreglu rik- isins 2. febrúar 1979 og kom það- an aftur skömmu fyrir jól. Ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun um hvort ákært verð- ur I þvi máli, en Skinney var keypt á árinu 1975. Þá kom það fram i samtalinu við Þórð Björnsson að þann 21. janúar fékk hann frá Seðla- bankanum mál er varöar kaup- in á Snæfelli, sem er I eigu Cit- gerðarfélags KEA, en það var keypt árið 1975. Þetta mál hefur enn ekki verið sent Rannsókn- arlögreglunni til meðferöar. „Þá eru hér tvö mál sem komu fra Seðlabankanum I jan- úar og snúast um skip sem keypt voru á árunum 1973 og 1974. Þau mál eru örugglega fyrnd og við erum aö skrifa Seðlabankanum og tilkynna að það sé fyrirfram vonlaust að fera fram á rannsókn Rann- sóknarlögreglunnar á þeim” sagði Þóröur Björnssoni ríkis- saksóknari. Þrjú mál hjá RLR Hjá Erlu Jónsdóttur deildar- stjóra Rannsóknarlögreglu rik- isins fékk Visir þær upplýsingar að þar væru nú þrjú skipa- kaupamál til rannsóknar úr Grjótjötunn. Fangelsisdómur var kveöinn upp vegna svikanna er viöhöfö voru viö kaup skipsins. þessum hópi. Tvö af þessum málum varða skip er keypt voru 1974 eða jafnvel fyrr. Skipin semhér um ræðireru frá Akranesi, Seyðisfiröi og Keflavik. Vildi Erla engu spá um hvenær rannsókn þessara mála lyki. !■■■■! Sæmundur Guövinsson blaöamaöur skrifar Málin misstór Samkvæmt þeim upplýsing- um sem Vísir hefur aflað sér er það mjög mismunandi hve ein- stakir kaupendur fengu mikið greitt til baka undir boröiö af þvi kaupveröi sem tilgreint var I skjölum og samningum. 1 Guðmundarmálinu sem áö- ur er minnst á nam þessi upp- hæð 200 þúsund norskum krón- um og I Grjótjötunsmálinu var um að ræöa 400 þúsund norskar krónur. Þótt hér sé um dálaglegar upphæöir aö ræða hafa þó aörir reynst stórtækari á þessu sviöi. Þannig hefur Vísir sannfrétt að I einu tilfelli hafi kaupendur fengiö greitt undir borðið hvorki meira né minna en eina og hálfa milljón norskra króna. Þetta svarar til liðlega 120 milljóna Is- lenskra á þvi gengi sem skráð er um þessar mundir. Mikil og margháttuð svik Þótt dómurhafi aöeins falliö I einu af þessum skipakaupamál- um þarf ekki að fara I neinar grafgötur með að margháttuö svik hafa verið höfð uppi I þeim öðrum málum sem Seðlabank- inn og skattrannsóknarstjóri hafa séð ástæðu til að láta ganga lengra þótt þessir aöilar vilji aö sjálfsögðu ekki svara fyrir dómskerfið. Það fer til dæmis ekkert milli mála, aö Islenskir skipamiðlarar hafa fengiö gif- urlegar fúlgur greiddar bak við tjöldin og kæmi ekki á óvart þótt hér væru um að ræöa ein hrika- legustu skattsvik sem komist hefur upp um hérlendis. Kaupendur skipanna og for- svarsmenn þeirra hafa mjög haldið þvi fram aö umræddir baksamningar hafi verið gerðir til aö fá fé til kaupa á ýmsum fylgi- eöa aukabúnaði til skip- anna. Ljóst er aö stórum hluta af baksamningsfénu hefur veriö varið á þennan hátt. En þaö fer heldur ekkert milli mála, aö stórar fúlgur hafa runnið til per- sónulegra nota einstakra manna, það er að segja kaup- enda og/eða forsvarsmanna þeirra. I dóminum sem kveðinn var upp I Grjótjötunsmálinu voru lögmennirnir Knútur Bruun og Þorfinnur Egilsson skipamiðl- ari dæmdir fyrir fjárdrátt og fjársvik. Var Knútur fundinn sekur um fjárdrátt að upphæö 50 þúsund norskar krónur og Þor- finnur um fjársvik að upphæö 300 þúsund norskar krónur. Þessum dómi var áfrýjað til Hæstaréttar. Skattsvik fyrnast einn- ig lífltl'Sri/ájjé CUÐMUNDU8 Varðandi 15 af þessum 29 skipakaupum sem upplýsingar fengust um frá Noregi gaf rann- sókn skattrannsóknarstjóra til- efni til boðunar upptöku á skatt- stofnum kaupenda og/eða for- svarsmönnum þeirra. Rikis- skattstjóraembættið hefur lagt á viðbótarálagningu vegna margra þessara mála. Hins vegar ber þess aö geta aö málin eru rannsökuö samkvæmt gömlu skattalögunum þar sem fyrningarfrestur er fimm ár. Það getur þvi reynst erfitt að koma skattsektum við i mörg- um þessara mála vegna þessara ákvæöa þar sem rannsókn skattrannsóknarstjóra rýfur ekki fymingu. Hins vegar á eftir að koma I ljós hvort einhverjum málanna verður visaö til ríkis- saksóknara vegna skattsvika- þáttarins sérstaklega. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessara mála og óneitanlega er það ömurlegt ef framhald þessara mála verö- ur að hafna I bréfakörfu kerfis- ins.vegna fyrningarfrests,eftir alla þá vinnu sem lögð hefur verið I rannsóknina árum sam- an. — SG Guömundur RE. Akærðu Iþvl máli voru sýknaöir og sök talin fyrnd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.