Vísir - 27.02.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 27.02.1980, Blaðsíða 16
VlSIR Miðvikudagur 27. febrúar 1980 Umsjön: Katrin Pálsddttir NYTT ISLANDSMET í PLÖTUÞEYTINGI Eins og flestir vita, þá eru þeir margir sem alltaf eru að keppa um hin ýmsu íslandsmet. Einna örust munu eigenda- skiptin þö vera i plötiiþeytingi. Hiö siðasta af þvi taginu var sett á Akureyri um siöustu helgi, nánar tiltekiB i veitingastaBnum H-100 en þar mun vera eitt af vinsælustu diskótekum landsins um þessar mundir. Þarna tókst Loga DýrfjörB, 21 árs gömlum Reykvikingi aí endurheimta aö nýju sinn gamla titil, sem Islands- meistara i plötuþeytingi. Gamla metiB átti ungur Akureyringur frá helginni þar áBur en þá haföi hann þeytt plötur i 30 tima sam- fleytt. En Logi var ekkert aö spara kraftana heldur bætti hann hvorki meira né minna en 20 timum viö gamla metiB og má þvi segja aB hann sé öruggur „Islandsmeistari i plötuþeyt- ingi”. 1 stuttu spjalli sem blaöa- maöur áttu viö hinn nýbakaöa Islandsmeistara sagöist hann hafa byrjaB kl. 9 á föstudags- kvöldiö og spilaB stanslaust tii kl. 22.45 á sunnudagskvöld, en þá gafst hann upp sem skiljan- legt er eftir aö hafa snúiB skif- unum I 50 tima án hvildar. Meöan á þessu stóö var H-100 opiö almenningi og reyndu Akureyringar aö setja met i maraþondansi en hættu eftir 20 tima en þaö reyndist ekki nóg til hess aö hnekkja gamla metinu sem þó er i eigu noröanmanna. Logi Dýrfjörö hefur unniö sem atvinnumaöur i diskótek- um landsins i tæplega þrjú ár og sagöi hann aö erfitt væri aö framfleyta sér á þessu þar sem þetta væri illa launaö starf, að minnsta kosti á höfuöborgar- svæöinu. Aö lokum var Logi spuröur aö þvi hvort honum finndist ein- hver munur vera á hinni svo- kölluðu „diskómenningu” á suöur- og noröurlandi og svar- aöi hann þvl játandi þar sem noröanmenn væru ekki nógu opnir fyrir nýjum lögum og væru þvi dálltiö á eftir. — M.A.— Logi Dýrfjörö, nýi tslandsmeistarinn i plötuþeytingi. Guöbergur Auðunsson í FÍM-salnum ' ; Guðbergur Auöunsson hefur opnað sýningu I FtM-sainum við Laugarnesveg. Þar sýnir hann tuttugu verk. Guðbergur nam við Kunsthandværkerskolen I Kaupmannahöfn og málaradeild Myndlista- og handfðaskólans. Hann hefur sýnt á Kjarvalsstöðum og Galleri Suðurgötu 7. Verk eftir hann eru i eigu Listasafn tslands og Listasafn Kópavogs. Sýningin verður opin til 9. mars. Vlsismynd GVA. NORRÆNA HÚSIÐ: TRANSTROMER KYNNIR SKÁLDSKAP SINN Sænska skáldið og sál- fræðingurinn Tomas Tranströmer kynnir skáld- skap sinn í Norrænahúsinu í kvöld. Fyrirlestur Tranströmer hefst klukkan 20.30. Tomas Tranströmer fæddist 1931. Hann lauk fil. kand prófi 1956 og skrifaöi ritgerö um sænska skáldiö Carl Hohan Loman. Frá 1957 hefur Tranströmer starfaö sem sál- fræöingur. Ariö 1954 sendi hann frá sér sina fyrstu ljóöabók „17 dikter” og vakti þessi frumraun hans sér- staka athygli. Siðan hafa komiö út „Hemligheter pa vagen” 1958, Den halvfardiga himlen” 1962 og „Klanger och spar” 1966. Þá hefur hann gefiö út fjögur ljóöa- söfn, Mörkerseende, Stigar, Ostersjöar og Sanningsbarriaren. Nokkur ljóöa Tranströmer hafa birst i islenskri þýöingu Jóhanns Hjálmarssonar. Jass í Menntaskólanum við Hamrahlíð Jasshljómleikar veröa haldnir i hátiöarsal Menntaskólans viö Hamrahliö i kvöld. Hljómleik- arnir hefjast klukkan 20.30. Það er Tónlistarfélag MH sem stendur fyrir tónleikunum. Allur ágóöi mun renna til starf- semi Islandsdeildar Amnesty International. Allir aöilar gefa vinnu sina. Þaö er Jasstrió Guömundar Ingólfssonar sem mun leika af fingrum fram, en siöan mun Stormsveitin láta til sin heyra. Fyrrverandi götusöngvari kemur I heimsókn og Trad kompaniið mun leika. Ekkert lát á iiutningl nýrra íslenskra verka SINFÓNÍUTÓNLEIKAR 21. febrúar Stjórnandi Göran W. Nilson Einleikari Ingvar Jónasson Efnisskrá: Fjölnir Stefánsson: Kóplon (frumflutningur) W. Walton: Viólukonsert P. Tsjaikofský: Sinfónia nr. 2 I c-moll, op. 17 Þó aö „Myrkir músikdagar” séu liönir hjá, linnir ekki frum- flutningi á nýjum islenzkum tónverkum. Aö þessu sinni var þaö nýtt hljómsveitarverk eftir Fjölni Stefánsson, nefnt þvi ein- kennilega nafni „Kóplon”, sem mun véra samdráttur úr nöfn- um þeirra merku borga Kópa- vogs og Londonar, en á þessum tveimur stööum varö verkiö til aö sögn höfundar. Þetta er vandaö og alvarlegt verk, sem sjálfsagt mundi vinna á viö nánari kynni. Þaö byggist á einu stefi (tónaröö?), sem óbóiö flytur i upphafi, en heyrist sföan frá öörum hljóöfærum I si- breytilegum myndum. Þrátt fyrir nokkrar hraöabreytingar sýnist verkiö i heild fremur hæggengt, og andstæöur þess og tilbreyting viröist felast fremur I breytilegri hljóöfæraskipan en efnismeöferö. Allt þetta er sagt meö þeim fyrirvara, aö ég hef heyrt verkiö aöeins einu sinni. Til útvarpsins vildi ég skjóta þessari ábendingu: Þegar svo vill til, eins og hér var, aö frum- flutningi islenzkra tónverka er útvarpaö beint frá tór.ieikum, má þá ekki endurflytja þau’ fljótlega 1 útvarpinu, þó ekki væri nema vegna þeirra, sem á tónleikunum voru og ef til vill vildu kynnast verkunum nánar? Gera má ráö fyrir aö i þessum hópi séu ýmsir af tryggustu tón- listarhlustendum útvarpsins, sem svo fáir eru sagðir vera, og þyrfti ekkert ffá öörum aö taka, þó aö þetta væri gert þeim til hæfis. William Walton er ekki mjög þekktur hér á landi, þó aö hann sé meöal allra fremstu tón- skálda Breta á þessari öld. Var þvi sérstakur fengur aö Viólu- konsert hans, sem aö visu er tónlist oröinn rúmlega hálfrar aldar gamall, en hefur þó staöizt tim- ans tönn betur en mörg nýrri verk, sem nýstárlegri hafa þótt 1 upphafi. Ingvar Jónasson er einn þeirra agætu islenzku lista- manna, sem sezt hafa aö i út- löndum, I bili aö minnsta kosti, vegna ófullnægjandi starfsskil- yröa hér heima. En hann heim- sækir okkur ööru hverju, sem betur fer, og kemur jafnan fær- andi hendi. Honum er þvi heilsaö meö fögnuöi, en hann er kvaddur meö eftirsjá. Onnur sinfónian eftir Tsjaikofský er verk sem sjaldan heyrist, og verö ég að játa aö ég er litt kunnugur þvi. 1 efnisskrá þessara tónleika er gerö grein fyrir þvi, aö verkiö sé til I tveimur ólikum geröum, en hins hefur láöst aö geta, hvor þeirra varð hér fyrir valinu. Var þaö ekki slöari geröin, þó aö höfundurinn teldi hana aö ýmsu leyti lakari hinni fyrri? Sinfónian viröist mér vera létt- vægt verk og fremur yfirborðs- legt og ekki mjög áhugavert. Göran W. Nilson er ötull og nákvæmur stjórnandi og geröi margt vel á þessum tónleikum. Þó heföihann aöskaölausu mátt taka meira tillit til einleikarans I konsertinum, t.d. i upphafinu, þar sem við lá aö þykkur og dökkur undirleikur hljóm- sveitarinnar drekkti viökvæmri rödd lágfiðlunnar. Og samsetn- ing efnisskrárinnar fannst mér ekki vel heppnuö. Ég tel aö Fjölnir og Walton heföu báöir notiö sin betur I ööru samhengi, og Tsjaikofský hefði aö skaö- lausu mátt biöa betri tima. Leiðrétting 1 umsögn i VIsi 22. þ.m. um tónleika sem finnsku listamenn- irnir Seppo Tukiainen og Tapani Valsta héldu nýlega i Norræna húsinu hefur oröiö prentvilla I efnisskránni, sem gerir um- sögnina með öllu óskiljanlega. 1 staö linunnar Aulis Sallinen: Sónata (1917) átti aö standa Aulis Sallinen: Fjórar etýður Claude Debussy: Sónata (1917) Jón Þórarinsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.