Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 25

Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 25
I VÍSIR Laugardagur 29. mars 1980 Góöur Páskamatur Nú er gott veröa á hænsnakjöti i verslunum. Hér kemur upp- skrift af ágætum hænsnakjöts- rétti frá austurhluta Frakk- lands. Þessi réttur er mjög ljúf- fengur og þvi upplagBur i páskamatinn. 1 réttinn þarf: 1 stk. hæna (1 kg.) 1 matsk. hveiti 2 matsk. smjör 1 tesk. salt 1/2 tesk. pipar 1 tesk. Salvia SÓSA: 2 matsk. smjör 2 matsk. hveiti 2 dl. hænsnasoð (1 teningur) 1 dl. hvitvin,ef þvf er sleppt er 1 dl. hænsnasoöi bætt viö 2 dl. rjómi 2 tesk. sinnep 3 matsk. rifinn ostur. Byrjiö á þvi aö blanda saman salti, pipar og salviu. Nuddiö þessari kryddblöndu vel utan á fuglinn og afgangi inn i hæn- una. Bindiö fuglinn saman. Best er aö steikja fuglinn i steikar- poka, annars er ágætt aö steikja hænuna i ofnpönnunni i 2 matsk. af smjöri. Fuglinn er steiktur i 200gráöu heitum ofni i u.þ.b. 50 minútur. A meöan hænan er i ofninum er sósan búin til. Bræöiö 2 matsk. af smjöri i potti. Þegar smjöriö er vel heitt er hveitiö hrært saman viö. Hræriö þá hænsnasoöiö og hvit- vinið ef þaö er notaö, annars 1 dl. i viðbót af soöi og 1 dl. af rjóma. Látiö sósuna svo malla i u.þ.b. 5 min. Þvf næst er sinn- epiö hrært út i og sósan krydduö með salti og pipar. Þá er rifna ostinum blandaö saman viö og sósan enn látin malla i ca. 5 min. Þegar hænan hefur veriö steikt en þaö má sjá meö þvi aö stinga prjóni i læriö þar sem þaö er þykkast og ef safi eöa blóö rennur er hænan ekki tilbúin en viö göngum út frá þvi aö svo sé. Þá er hænan hlutuö i bita og sett i eldfast fat. Hellið þá sósunni yfir. Fatinu er siöan stungiö inn i 225 gráöu heitan ofn i u.þ.b. 15 minútur og þá er hænan tilbúin. Beriö hrisgrjón, hrásalat cg hvitt brauö fram meö þessum rétti. Drekka má sama hvitvin ognotaö var I sósuna. Varist aö nota of sætt hvitvin. Sælkera- siöan getur svo sannarlega mælt meö þessum rétti. sœlkerasíöaix RJÖNH 1/2 LÍTRÍ Gdöur hænsnakjöts-réttur frá Frakklandi. Ítöísk rauðvtn t verslunum Áfengis- og Tó- baksverslunar rlkisins eru aöeins til þrjár tegundir af itölsku rauövini og ein tegund af hvitvini. Italir eru miklir vln- framleiöendur og mörg itölsku vinanna eru frábærlega góð. Þaö er þvi vægast sagt alveg ótrúlegt aö ekki skuli vera meira úrval af Itölskum vinum. Og hvernig stendur á þvi aö hiö ágæta vin Chianti Ruffino skuli aöeins vera til 111/2 liters flösk- um? Vonandi veröur bætt úr þessu sem fyrst. Þetta er ttölsku vinin eru sum hver frá- bær. spurning um lágmarks þjónustu sem neytendur eiga heimtingu á eöa hafa viöskiptavinir Afengis- verslunarinnar ekki sama rétt og aðrir neytendur? A ári hverju eru framleiddir um 70 millj. litrar af Chianti vlnum og eru þau i mörgum gæöaflokk- um. Bestu vinin eru Chianti Classico sem er gæöavin. En af þeim eru framleiddir um 16 millj. lltrar á ári. Onnur ágætis vln itölsk eru hinar ýmsu teg- undir af Valpolicella og Lambrusco. Chianti vlnin minna á Beujolais og er þvl best aö drekka þau ung. Ef þaö er á dagskrá hjá Afengisverslun- inni aö auka úrvaliö af Itölskum vinum þá getur Sælkerasiöan mælt meö Recioto Della Valpolicella Classico. Þetta vln er ljómandi millivin. Frændur vorir Danir eru til dæmis ákaf- lega hrifnir af þessu vlni og eru þeir smekkmenn á vin og mat. Annaö vln sem hægt er aö mæla meö er Riserva Ducale Chianti Classico frá Ruffino. Þettu er úrvals vin, sennilega meö bestu Itölsku vinunum. Víniö er frekar milt, bragöiö er rétt aöeins sætt þó er viniö frekar i þurra kant- inum. Þetta vln hefur náö miklum vinsældum I Bandarlkj- unum. Ef þiö eru meö Chianti Ruffino á boðstólum þá er upp- lagt aö hella þvl á karöflu og láta þaö standa f 1 til 2 tima. Viniö á aö vera um 20 gráöu heitt. Vonandi á úrvaliö af Itölskum vlnum eftir aö aukast. Ólafur Pizza aö störfum. Nýir réttir á matseöli Hornsins 1 næstu viku koma nokkrir nýir réttir á matseöil Hornsins i Hafnarstræti. Mætti þar nefna 5 nýar pizzur. Ein þeirra er „Pizza Pazza”, eöa „brjálaöa pizza” en hún er með tómat, osti, lauk og papriku — vel krydduö. Aörarnýjar pizzureru „Pizza Margherita”, „Pizza Fiorentina”, „Pizza Bella Italia” og „Pizza Campagn- ola”. Af nýjum forréttum mætti neftia „Zuppa Di Pomadoro” eða „Tómatsúpa”. Svo er rækjukokteill kominn á mat- seðilinn. Af aöalréttum mætti nefna „Filets De Turbot Marine” eöa graflúöa meö sinnepssósu. „Poisons Casqnova”, sem er gufusoöin smálúöuflök meö hvítvlnssósu og krækling. Annar nýr ljúf- fengur réttur er „Volaille Fritt es Americane” en það er djúp steiktur kjúklingur meö heitri tómatsósu. Auk þessara rétta veröa á matseölinum „Spagetti Bolognaise” og „Lasagne A1 Forno”. Annár athyglisveröur réttur er „Bochetta A Lá Gengis Kahn” eöa marineraö lambakjöt á teini meö ananas, lauk, sveppum og mint-sósu. Einnig eru nokkrir nýir eftir- réttir á matseölinum. Sælkera- siðan hefur frétt aö brátt muni Horniö fá vlnveitingaleyfi. Vin- nefndin hefur skoöaö staöinn. Aö vfsu vantaöi aðstööu fyrir starfsfólkiö en nú er verið aö bæta úr þvf. Sælkerasíöan skoöaöi staöinn og gat ekki annaö séö en aö þaö væri sjálf- sagt aö Horniö fengi vinveit- ingaleyfi. Maturinn er ljómandi og staöurinn mjög aölaöandi. A meöan gestirnir eru aö blöa eftir matnum geta þeir skroppiö niður I kjallara — Djúpiö — og skoöaö listaverk en þar eru haldnar myndlistasýningar. A fimmtudagskvöldum er svo djass I Djúpinu. Starfsemi Hornsins er því hin fjölbreyti- legasta og setur sinn svip á lifiö i miöbænum og ekki veitir nú af. Þaö er því ekki nema eölilegur hlutur aö „HORNIД fái vln- veitingaleyfi enda mun þess sennilega ekki vera langt aö blöa. Eru þeir ekki vigalegir? Heimsækiö Hótel- og Veitingaskóíann Þaö eru nemendur 3. bekkjar skólans sem standa fyrir sýn- ingu á ýmsu þvl sem viökemur hinni göfugu matargeröarlist. 1 tengslum viö sýninguna veröa ýmsar kræsingar á boöstólum, þaö er þvi upplagt fyrir alla sæl- kera aö snæöa hjá nemendum skólans. Veitingasalan veröur opin i dag og á morgun frá kl. 19.00 til kl. 23.30. Matseöillinn veröur mjög fjölbreyttur eins og búast má viö og veröur veröinu mjög stillt I hóf. Agóöinn af veit- ingasölunni veröur notaöur til aðstyrkja þá nemendur sem út- skrifast I vor,til kynnisferöar til Bandarlkjana. Þaö er þvl I þágu allra sælkera aö sjá til þess aö þjónar og matsveinar fram- tiöarinnar kynni sér hina göfugu matargeröalist. Einnig er þaö án efa mjög lærdómsrikt fyrir alla þá sem hafa áhuga á matargerö aö skoöa sýninguna og sjá nemana aö störfum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.