Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 30

Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 30
vtsm Laugardagur 29. mars 1980 fP úrsiitin í Evrópukeppninni: ÞETTfl VERBUR 60 MINUTNA BLOBBAU M - segir stefán Gunnarsson. fyrirliöi valsmanna. um leikinn gegn Groswallstadt í flag Kjartan L. Pálsson, blaðamaður Visis, skrifar frá Miinchen i Þýskalandi: Þaö fer ekkert á milli mála við lestur dagblaöa hér f Þýska- landi, aö Valsmenn eru ekki taldir eiga mikla möguleika gegn þýska liöinu Groswallstadt i úrslitaleik Evrópukeppninnar I handknattleik i Ólympíuhöllinni hér I Munchen i kvöld. „Allt undir 5-marka sigri okk- ar erslakt”, segir Felix Ruedid- er, þjálfari Groswallstadt i dag- blööum hér og er greinilegt aö „Sir Felix” eins og hann er kall- aöur I Þýskalandi, er fullviss um hver stendur uppi sem sig- urvegari I kvöld. En Stefán Gunnarsson, fyrirliöi Vals- manna, er á ööru máli. „Þaö veröur blóö, sviti, en vonandi engin tár”, sagöi hann, er ég ræddi viö hann um leikinn. „Við ætlum okkur ekki að gefa þeim neitt og þeir skulu fá aö hafa fyrir sigrinum. Við berum enga minnimáttarkennd gagn- vart þeim. Viö vitum reyndar aö þeir eru sterkir, en þeir eru bara mannlegir eins og viö og ekki ósigrandi. Viö göngum meö sama hugarfari gegn þeim og gegn Sviunum og Spánverjun- um, sem viö höfum þegar rutt úr vegi i þessari keppni I vetur”. Sami bakgrunnur. Groswallstadt er núverandi Evrópumeistari félagsliða i handknattleik. Liöiö lék gegn a-þýska meistaraliðinu Rostov i úrslitunum i fyrra, og þá var leikiö i Ólympiuhöllinni i Munchen eins og nú, þótt hún sé ekki heimavöllur Groswall- stadt. Er greinilegt, aö Þjóö- verjarnir reyna aö láta alla ytri umgjörö leiksins vera þá sömu og I fyrra, leikmenn Vals búa á sama hóteli og A-Þjóöverjarnir geröu, þeir eru látnir boröa i sama matsal, æfa i sömu iþróttahöll — körfuknattleiks- höllinni frá ólympíuleikunum 1972 — og er ekki fjarri þvi, aö sá grunur læöist að manni, að hér ráöi hjátrú einhverju. Gros- wallstadt sigraði nefnilega a-þýsku meistarana örugglega I Stefán Gunnarsson, fyrirliði Valsliösins fyrra, en vonandi snúa Vals- menn blaöinu viö I dag. 1 liöi Groswallstadt eru fjórir heimsmeistarar, og er mark- vöröurinn Manfred Hofmann þeirra þekktastur, enda talinn besti markvörður heims I dag. Liöiö er geysisterkt, og sem dæmi um þaö má nefna, aö liðið hefur ekki tapaö á heimavelli I mörg ár, og útkoman þar er 50 sigrar I 50 leikjum. Valsmanna blöur þvl erfitt verkefni I dag, enda má telja Ólympiuhöllina hér I Munchen nokkurs konar heimavöll Groswallstadt i þess- um leik. klp/gk—. Menningarmál Grindavlkur voru mjög til umræðu eftir aö sjónvarpið sýndi myndina Fiskur undir steini. Þessir ungu Grindvikingar hafa enn sem komiö er meiri áhuga á höfninni en menningunni. ..Fiskurinn löngu kom- inn unflan stelninum” - segja Suöurnesjamenn. sem haida mennlngarvöku um páskana Lengi hefur þaö orö hvllt á Suöurnesjabúum.aö þeir séu Iftt menningarlega þenkjandi. Segja menn, aö þar sé fiskur undir steini. Nú hyggjast þeir Suöurnesjamenn reka af sér slyöruoröiö og halda myndar- lega menningarvöku þar suöur frá. Eins og einn forráöamaöur vökunnar sagöi: „Viö ætlum aö sýna fólki, aö fiskurinn er löngu farinn undan steininum!” Heitir vakan enda Fiskur undan steini. Menningarvakan hefur veriö skipulögö af sérstakri nafnd, sem i sátu 7 fulltrúar, einn frá hverju byggöarlagi þar syöra. Hátiöin veröur sett I dag I Festi I Grindavík og vetða þar haldnir blandaöir tónleikar meö þremur lúörasveitum barna og tveimur barnakórum. Þá veröur Byggöasafn Suöurnesja opiö kl. 13-16. A morgun veröur opnuö myndlistarsýning Eiríks Smith og Baöstofufélaga i Fjölbraut- askólanum. Arný Herberts- dóttir sýnir ljósmyndir. Viö opnunina munu tónlistarmenn af Suöurnesjum flytja tónlist eftir Sigvalda Kaldalóns. Spegilmaöurinn veröur sýndur I Samkomuhúsinu I Garðinum kl. 14 og Veiöiferöin frumsýnd I Nýja biói, Keflavik, um kvöldiö. Næstu daga veröur myndlist- arsýningin opin og Spegilmað- urinn sýndur á ýmsum stööum, en þriöjudaginn 1. apríl mun Þursaflokkurinn spila I Félags- blói. Laugardaginn fyrir páska 5. april verða popptónleikar i Stapa kl. 14.00 og veröa þar gömlu Hljómar frá Kéflavik endurvaktir aöeins i þetta eina sinn. Auk þess leika Oömenn, Júdas, Astral, Maggi og Jói, Geimsteinn og Rut Reginalds. Daginn eftir veröur bók- menntakynning i Bergási kl. 15, en þriöjudaginn 8. aprll veröur Sjóleiðin til Bagdad eftir Jökul Jakobsson frumsýnd I Stapa kl. 21.00. Daginn eftir veröur sam- söngur i Félagsbíói kl. 21. Hátiöinni lýkur 11. april og mun þá Sinfónluhljómsveit Is- lands leika IFélagsblói kl. 20.30. Einleikari veröur Unnur Páls- dóttir, fiöluleikari, en hún er frá Suöurnesjum og tekur burtfar- arpróf með þessum tónleikum. Ragnheiöur Guðmundsdóttir syngur einsöng. Einnig er fyrirhugaö aö sýna kvikmyndir eins og Lilju, Litla þúfu o.fl. I Félagsblói. Þá verð- ur mikil Iþróttastarfsemi i gangi og ráögert að sýna leikrit- iö Gullbrúökaup, Tertuna og Möppudýragaröinn. Veröa þessir atburöir auglýstir siöar. „AUGLVSIHGIN GVISS OG DÝR” - seglr samgdnguráöuneytið um auglýsingu ferðamálaráðs I Natlonal Geographlc Magazlpe og telur eðlliegt að auglýslngln hefðl verlð horin undlr ráðuneytlð „Sá þáttur þessa landkynning- arstarfs, sem varö tilefni fréttar- innar, þ.e.a.s. auglýsingin i National Geographic Magazine, er hins vegar aö mati ráðuneytis- ins svo óviss og dýr og jafnframt svo stór hluti af heildarfjárveit- ingu tii landkynningar, aö eölilegt heföi veriö aö bera þaö atriöi sér- staklega undir samgönguráö- herra til samþykkis eöa synjun- ar”. Þannig segir meöal annars I til- kynningu, sem samgönguráöu- neytiö hefur sent frá sér, vegna fréttar sem birtist I Vísi nýlega þess efnis, aö Feröamálaráö hygöist kaupa heilsiöuauglýsingu I tlmaritinu National Geographic fyrir 28 milljónir króna. Einnig segir I tilkynningunni, að fjárhæöin, sem verja skal til landkynningarstarfsemi I Banda- rikjunum, sé innan ramma heild- arfjárveitingar til þessara mála, og hún hafi verið samþykkt á formlegan hátt af stjórnarnefnd Feröamálaráös og ráöinu sjálfu. —P.M. Hinn árlegi JC-dagur er á Selfossi I dag. JC-úagur Selfyssinga í dag heldur JC félagiö á Sel- fossi sinn árlega JC-dag. Dag- skráin aö þessu sinni veröur þri- þætt og boöið upp á atriöi, sem hæfa öllum aldurshópum. Klukkan 13.30 veröur fjöltefli og þar mun skáksnillingurinn Friö- rik Ólafsson, forseti FIDE, tefla af „fingrum fram” viö unga og aldna. Langt er siöan boöiö hefur veriö upp á annan eins skákviö- burö á Selfossi og eru keppendur beönir aö hafa meö sér töfl. Fjöl- tefliö veröur I gagnfræðaskólan- um og öllum er heimil þátttaka. Þátttökugjald er 2500 krónur. Klukkan 14.00 verður fjölbreytt barna- og unglinga dagskrá, kvikmyndasýning, tónlist og þessháttar. Skemmtunin veröur I Selfossbiói og er aögangur ókeypis. Klukkan 16.15 veröur borgara- fundur um atvinnumál. Fluttar veröa framsöguræður og á eftir þeim eru frjálsar umræöur. Al- þingismönnum kjördæmisins, bæjarstjórn og atvinnumálanefnd hefur sérstaklega veriö boöin þátttaka i fundinum. Atvinnumál eru alltaf I brennidepli og Selfoss- búar eru hvattir til aö mæta og láta álit sitt I ljós. Fundurinn verður I Selfossbiói og hefst eins og áöur sagöi kl. 16.15.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.