Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 32

Vísir - 29.03.1980, Blaðsíða 32
^Laugardagur 29. mars 1980 síminner86611 Spásvæöi Veöurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiöafjöröur, 3. Vestfiröir, 4. Noröurland, 5. Noröausturland, 6. Austfiröir, 7. Suöausturland, 8. Suövest- urland. Veöurhorfur helgarinnar Hæg noröaustlæg átt um allt land, en stinningskaldi eöa all- hvasst á Vestfjöröum. Þoku- loft á Noröur- og Noröaustur- landi, smáskúrir á Austfjörö- um og S-Austurlandi, bjart veöur á S-Vestur og Vestur- landi nema dálftil slydduél noröan til á Vestfjöröum. Næturfrost á S-vestanveröu landinu, annars frostlaust. Veðrið hérogpar Veöriö klukkan 18 I gær: Akureyri alskýjaö 4, Bergen alskýjaöl, Helsinkiþokumóöa 0, Kaupmannahöfn þoka 3, Osió snjókoma -1, Reykjavik léttskýjaö 6, Stokkhólmur þokumóöa 1, Þórshöfn alskýj- aö 5, Aþena skýjaö 14, Berlfn þrumuveöur 13, Feneyjar þokumóöa 11, Frankfurt skúr 15, Nuuk léttskýjaö, London skúr á siöustu klukkustund 9, Luxemburg skúr á siöustu klukkustund 13, Las Palmas hálfskýjaö 22, Mallorca létt- skýjaö 17, Montrealléttskýjaö 11, New Yorkalskýjaö 9, Paris léttskýjaö 13, Róm þokumóöa 14, Malagaskýjaö 23, Vfnlétt- skýjaö 13, Winnipeg alskýjaö 2. Loki segir Timinn segir aö Sjálfstæöis- menn hafi viljaö hækka rfkis- útgjöldin um 4,5 milljaröa. Þaö er munur aö hafa spar- sama rikisstjórn sem einbeitir sér aö aöhaldi i ríkisrekstrin- um. Alögurnar í nýja bensínverðinu: Ein tankfyiil lærir rlklnu 11 púsund kr. Maöur á almennum verka- mannalaunum er tæpa 14 tfma aö vinna fyrir einni bensínfyll- ingu á meöaltank, eftir nýjustu bensinhækkunina. TU kaupa á sama magni fóru aftur á móti 9 klukkustunda laun fyrir rúmu ári. Þetta kemur fram I ritstjórn- arpistlfsem Olafur Ragnarsson, ritstjóri Vísis skrifar i blaöiö I dag og nefnir „Einn hringur i hringekju stjórnkerfisins”. Þar bendir hann meöal ann- ars á, aö bensinfylling á 45 litra geymi kosti eftir væntanlega hækkun rúmar 19 þúsund krón- ur, og þar af fari til rikisins hvorki meira né minna en 11 þúsund krónur i formi ýmissa bensinskatta. Pistillinn er á bls. niu „Bléðbað” í Þýskaiandi „Þaö veröur blóö, sviti, en von- andi engin tár” segir Stefán Gunnarsson fyrirliöi handknatt- leiksliös Vals um úrslitaleikinn I Evrópukeppninni gegn Gross- wallstadt i kvöld. Kjartan L. Pálsson, blaöamaöur Visis I Munchen, f jallar um undirbúning leiksins og „ástandiö” i Munchen á bls. 30. Umsóknir um 2 togera frá útlöndum og 4-5 smföaða hér á landi Umsóknir um byggingu 4-5 nýrra togara innanlands og tveggja togara erlendis liggja nú hjá Fiskveiöasjóöi. Aö auki liggja svo margar gamlar umsóknir hjá sjóönum sem honum bárust áöur en reglum um togarakaup var breytt. Þetta kom fram þegar Visir ræddi viö Steingrim Hermanns- son, sjávarútvegsráðherra. Eins og kunnugt er var reglum um lán úr Fiskveiöasjóði breytt á þann veg aö eftirleiðis fást aöeins 50% lán til togarakaupa erlendis, en aftur á móti eru þau ekki lengur háö leyfum frá sjávarútvegs- ráöuneytinu. Hins vegar þyrfti aö selja skip úr landi fyrir hvert nýtt. sem keypt væri erlendis. Til ný- smiöa innanlands eru hins vegar lánuö 85% af andvirði. Steingrfmur sagöi að ef menn vildu ekki stækka flotann væri rökréttast aö kaupa skip frá út- löndum. þar sem viö það færi annaö skip úr landi. Hins vegar myndu nýsmiöar innanlands auka viö flotann þar sem engin sambærileg ákvæöi væru þar um. — HR Grásleppuveiðin er hafin frá Reykjavik og hér er bátur aö koma aö landi viö Ægisiöuna. Sjá myndir og grein á bls. 2. (Visism. BG). Sakadómur úrskurðaðl I örygglsgæsiu: Hæstlréttur hreytti í átta ára fangelsi Hæstiréttur hefur kveöiö upp dóm I máli ákæruvaldsins gegn Guömundi Antonssyni og Grétari Þórarni Viihjálmssyni, sem uröu manni aö bana I fangaklefa lög- reglunnar i Reykjavik áriö 1977. Sakadómur haföi úrskuröaö mennina I öryggisgæslu, en Hæstiréttur breytti þeim úrskuröi og dæmdi hvorn um sig f átta ára fangelsi. Sakadómur taldi ekki. aö refs- ing mundi bera árangur i þessu tilviki og vísaði til 16. greinar al- mennra hegingarlaga. Sú grein snýst um afbrotamenn sem eru andlega miöur sin, svo sem vegna vanþroska, og skal þá aöeins refsaö.ef refsing er talin bera ár- angur. Hæstiréttur kvaö tvimenning- ana sakhæfa og dæmdi þá til átta ára fangelsisvistar fyrir mann- dráp af gáleysi. Einn dómara skilaöi sératkvæöi og vildi beita 16. greininni. Dómur Hæstaréttar var kveöinn upp i gær. —-SG Eins isiendings saknað af norska borpallinum Einn tslendingur mun vera meöal þeirra sem saknaöer eft- ir hiö hörmulega slys sem varö á einum oliuborpallanna viö suöurströnd Noregs i fyrradag. Er hér um aö ræöa Herbert Hansen, 32ja ára gamlan ketil- og plötusmiö frá Akureyri. Hann fiutti út til Noregs áriö 1977. Siöustu tölur herma aö 139 manns hafi látist, en einungis 38 lik hafa komiö I leitirnar. Þeir sem voru á pallinum en liföu af slysiö eru 89. Enn er 101 ófund- inn, en flestir reikna meö aö þeir séu ekki lengur lifs. Þetta slys hefur valdið geysi- legu umróti I Noregi og útvarp og sjónvarp þar I landi hafa kastaö reglulegri daskrá fyrir róöa og ekki flutt annað en frétt- ir og sorgarlög. Engin skýring hefur enn feng- ist á orsökum slyssins og sér- fræöingar endurtaka I sifellu, aö þetta ætti ekki aö geta gerst. í sumar áttu aö hefjast bor- anir eftir oliu úti fyrir ströndum Noröur-Noregs, en taliö er aö þetta hörmulega slys geti oröiö þess valdandi. aö þær fyrirætl- anir verði aö engu. —JEG. Osló/—P.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.